Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. marz 1975. TÍMINN 5 Búnaðarþingi lokið: Mörg mál afgreidd á þinginu Gsal-Reykjavik — Mörg mál voru til lykta leidd á Búnaöarþingi, sem nú er nýlokið. Verður hér gerð grein fyrir þeim málum helztum, sem samþykkt voru á mánudaginn. Fyrst skal þö gerð grein fyrir erindi allsherjar- nefndar, sem samþykkt var laug- ardaginn 8. marz. Snjómokstur o.fl. Erindi allsherjarnefndar varð- andi snjómokstur af vegum, val á vegarstæðum og girðingar með- fram þjóðvegum. Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags Islands að hlutast til um eftirfarandi við Vegagerð rikisins: 1. Aö breytt verði gildandi regl- um um snjómokstur, þannig að Vegagerð rikisins greiði þrjá fjórðu hluta kostnaðar við snjó- mokstur á þeim leiðum, sem hún greiðir nú helmlng kostn- aöar. 2. Að eftirfarandi atriða verði vandlega gætt við val vegar- stæða, sérstaklega þegar um hraðbrautir er að ræða: a) Að ekki skapist aukin slysa- hætta við bústörf vegna lagn- ingu vegarins. b) Að vegalagningin valdi sem minnstum óþægindum búenda við notkun landsins. c) Að hlutaðeigandi landeig- endur og héraðsráðunautar fái frá upphafi að fylgjast með at- hugunum á vegarstæðum og endanlegu vali þeirra. 3. a) Hraðað verði uppsetningu girðinga meðfram þjóðvegum þar, sem þess hefur verið kraf- izt. b) Vegagerð rikisins láti i té efni til endurbyggingar slikra girðinga og annist viðhald þeirra þar, sem krossgötur eða fleiri en einn vegur liggur um sömu landareign. c) Gerð verði stöðlun á ristar- hliðum á þjóðvegi og heimreið- ar. Málmblendiverksmiðj- an Erindi Björns S. Stefánssonar og erindi Búnaðarsambands Borgarfjarðar um málmblendi- verksmiðju við Hvalfjörð. Búnaðarþing beinir þvi til Heil- brigðiseftirlits rikisins, að áður en til þess komi, að það veiti starfsleyfi fyrirhugaðri málm- blendiverksmiðju á Grundar- tanga i Hvalfirði, hafi það aflað sér allra fáanlegra upplýsinga um hugsanleg mengunaráhrif frá slikri verksmiðju, bæði á landi, i lofti og i sjó. Telur þingið sjálfsagt, að stuðzt sé I þessu efnu við reynslu ann- arra, þ.á.m. Norðurlandabúa, sem reka sams konar verksmiðj- ur og hér um ræðir. I þvi skyni verði Islenzkir sérfræðingar á sviði llffræði og verkfræði nú þeg- ar sendir utan, til þess að kynna sér, af eigin raun, allt það, er lýt- ur að umhverfisáhrifum slfkrar starfsemi. Þá tekur þingið undir þá ein- dregnu ósk Náttúruverndarráðs Búnaðarsambands Borgarfjarð- ar og fleiri aðila til Iðnaðarráðu- neytisins, að gerð verði Itarleg, liffræðileg könnun i Hvalfirði og umhverfi fyrirhugaðs verk- smiöjustaðar, áður en nokkrar framkvæmdir hefjast þar. A grundvelli þeirrar könnunar veröi leitazt við að sjá fyrir hugs- anleg áhrif verksmiðjureksturs- ins á lifriki láðs og lagar, enda er nauðsynlegt, að fyrir liggi lif- fræðileg úttekt á svæðinu til sam- anburðar við siðari athuganir. Verði niðurstaðan af áður- nefndum athugunum sú, að hætta af mengunaráhrifum málm- blendiverksmiðju sé engin fyrir heilsu manna, né fyrir gróöur eða dýralif umhverfisins, og Heil- brigðiseftirlit rikisins veiti þess vegna starfsleyfi til þviliks rekst- urs, og hann verði hafinn, þá ger- ir Búnaðarþing eindregna og á- kveðna kröfu um, að rækt verði stöðugt og fullkomið eftirlit með heilsufari starfsfólks og hugsan- legum breytingum á lifriki i ná- grenni verksmiðjunnar. Búnaðarþing leggur áherzlu á, að stofnun og rekstur stóriðju- fyrirtækja eigi að vera einn þátt- ur I framkvæmd yfirlýstrar stefnu allra stjórnmálaflokka, þeirri að efla byggðajafnvægi I landinu. Þvi telur þingið, að sé þess nokkur kostur, beri að velja slikum verksmiðjum stað þar, sem byggð stendur höllum fæti og atvinna er ótrygg. Þá minnir þingið á ályktun sina um nauðsyn þess að kanna hag- kvæmni aukinnar áburðarfram- leiðslu I landinu, áður en teknar verða frekari ákvarðanir um ráð- stöfun raforku til stóriðju. Einnig veröi gert stórt átak til að nýta raforku til húsahitunar. Eyðing flugvargs Erindi Jóseps Rósinkarssonar um eyðingu flugvargs. Búnaðarþing skorar á stjórn Búnaðarfélags Islands að vinna að þvi við viðkomandi aðila, að beittverði öllum tiltækum ráðum til að eyða úr varplöndum svart- baki og öðrum vargi. Jafnframt felur þingið stjórn félagsins að kanna, á hvern hátt muni árangursrikast að fækka gæsastofninum I landinu. Rekstrarlán Erindi Stefáns Halldórssonar o.fl. um rekstrarlán til bænda. Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags Islands, I samráði við Stéttarsamband bænda að beita sér eindregið fyrir þvi, að rekstrarlán til bænda verði stórlega hækkuð. Rafmagnsmál Erindi allsherjarnefndar um rafmagnsmál. Búnaðarþing skorar á iðnaðar- ráðherra að láta gera hið allra bráöasta áætlun um rafvæðingu allra þeirra býla, sem voru utan við áætlun um rafvæðingu sveita- býla, er gerð var árið 1971, og væntanlega verður lokið við að framkvæma á yfirstandandi ári. I hinni nýju áætlun verði gert ráð fyrir, að sem allra flest þessara býla verði tengd samveitukerfi landsins, og framkvæmd rafvæð- ingarinnar hefjist eins fljótt og verða má, og verði lokið eigi siðar en á miðju ári 1977. Einstök býli, sem ekki þykir tiltækilegt að tengja samveitukerfinu, verði rafvædd með öðrum hætti (disil- eða vatnsaflsstöðvum), enda sjái Rafmagnsveitur rikisins um raf- væðinguna, og þess gætt, að raf- magnsnot á þeim býlum verði eigi lakari en þótt þau væru tengd samveitukerfi og orkan ekki dýr- ari. Jafnframt skorar Búnaðarþing á rikisstjórnina að vinna að þvi, aö smásöluverð rafmagns verði sem allra jafnast um land allt. Vaktskyldur vegna bilana á raflinum Erindi stjórnar Búnaðarsam- bands Suðurlands um vaktskyldu vegna bilana á raflinum. Raforka og greiður flutningur hennar um landsbyggðina er ein af meginforsendum fyrir at- vinnurekstri, og hefur svo mikil áhrif á lifsháttu manna, að litið sem ekkert má út af bera, svo að ekki gerist af mikið tjón og erfið- leikar. Bili rafflutningskerfið, þarf alltaf að vera unnt að ná strax til viðgerðarmanna, er lagi sem allra bráðast það, sem úr skorðum hefur gengið. Vitað er, að I sumum héruðum er slik þjón- ustaekki fyrir hendi nema á virk- um dögum og hljóta allir að sjá, hversu ónóg hún er. Fyrir þvi beinir Búnaðarþing þeim ákveðnu tilmælum til Raf- magnsveitna rikisins, að þær auki og bæti viðgerðarþjónustu sina, þannig að hún verði virk alla daga ársins hvar, sem er á land- inu. Rannsóknir á ófr jósemi nautgripa Erindi Búnaðarsambands Suð- uríands um auknar rannsóknir á ófrjósemi nautgripa. Búnaðarþing telur, að góð og eðlileg frjósemi kúastofnsins sé ein mikilvægasta undirstaða að farsælum afurðum kúabúanna. Ekki hefur farið fram nákvæm rannsókn á timasæld Islenzkra nautgripa, en sennilegt er, að fyllilega tveir þriðju hlutar kúa- stofnsins festi fang við fyrstu sæöingu. Þetta er mun betri á- rangur en tiðkast I nágrannalönd- unum og, þegar litið er á heildina, viðunandi niðurstaða. En þar sem vitaö er, að allmjög ber á dul- beiðsli I kúastofninum, einkum framan af vetri og einnig, að vlða verður vart timabundinnar og svæðisbundinnar ófrjósemi og sums staðar á mjög tilfinnanleg- an hátt, þá felur Búnaðarþing Búnaðarfélegi Islands að hlutast til um eftirfarandi aðgerðir: 1) Gert verði gæðamat á sæði einstakra nauta, eftir heimild- um frá endurskoðuðum sæðing- arskýrslum, og jafnframt kannað, hvort vart verði breytileika á frjósemi sæðisins við einstaka sæðistöku eða á mismunandi timabilum, á meðan sæðinu er safnað. 2) Könnuð verði tlmasæld ein- stakra systrahópa I kúastofnin- um. 3) Þau kúabú, sem eiga við mest vandamál að stríða vegna ó- frjósemi kúnna á hverjum tlma, verði tekin til sérstakrar rannsóknar, og unnið verði að þvl, að þau njóti forgangsað- stöðu hjá rannsóknardeild fóðursjúkdóma við Tilrauna- stöð Háskólans á Keldum og Rannsóknarstofnun landbún- aðarins, enda verði þær stofn- anir studdar til þess að fá aukið starfslið, til þess að geta sinnt þessu verkefni. 4) Hafin verði tilraunastarfsemi við Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, þar sem annars vegar verði könnuð áhrif fóðurs og fóörunar á gæði sæðisins I nautum og hins vegar dul- beiðsli og frjóvgunarhlutfall kúastofnsins. Hér er einkum haft I huga áhrif steinefna i fóðrinu, prótein og trenisthlut fall, svo og áhrif bætiefna á tlmasæld kúnna. 5) Þar sem hér er um svo mikil- vægt mál að ræða, að það þolir litla bið að úr verði bætt, þá kæmi til greina, að fengin yrði erlend aðstoð, til þess að kanna þessi mál, einkum ef tafir verða á um að koma af stað þvi rannsóknarstarfi, sem hér hefur verið drepið á. Holdanautarækt og mat á nautakjöti Erindi Búnaða rsam bands Austurlands um holdanautarækt og mat á nautakjöti. Búnaðarþing lýsir ánægju sinni með það, sem áunnizt hefur á sviði holdanautaræktar I landinu, svo sem með byggingu sóttvarn- arstöðvar I Hrísey vegna áform- aös innflutnings á sæði úr Gallo- waynautum, væntanlegum af- kvæmarannsóknum á holdanaut- um Hvanneyrarstöðvarinnar, sem framkvæmdar verða á Aust- urlandi, og nýjum kjötmatsregl- um I framkomnu nefndaráliti. Þá metur þingið áhuga Búnað- arsambands Austurlands á þess- um málum, bæði fyrr og siðar, og tekur undir hvatningu þess til bænda, að þeir taki upp virka samvinnu við ráðunauta um þessi efni. Þingið getur hins vegar ekki fallizt á það sjónarmið, að tima- bært sé, að svo stöddu, að leitað sé eftir innflutningi á sæði úr öðr- um holdanautakynjum, né held- ur, að hafnar séu tilraunir með hreinan holdanautabúskap. Ber þar einkum tvennt til. Annars vegar, að sáralítil reynsla er enn fengin af holdanautarækt I landinu og hún eingöngu stunduð sem hliðarbúgrein með mjólkur- framleiðslu, og hins vegar, að mikil óvissa rikir I markaðsmál- um, hvað nautakjöt snertir. A það má einnig benda, að lagabreyt- ingu þarf til, ef flytja á inn sæöi úr öðrum búfjárkynjum en Gallo- way,svo og, að á þeim tima, er á- kveðinn var innflutningur á Gallowaysæði, var það samhljóða álit sérfróðra manna, að það kyn myndihenta vel við islenzkt nátt- úrufar og falla vel að íslenzka kúastofninum með tilliti til ein- blendingsræktar. Þykir rétt, að reynsla skeri úr um það, áður en lagt er til, að fram fari innflutn- ingur annarra kynja. En þar sem þessi tiltölulega nýja búgrein er enn m jög I mótun og ekki með öllu vfst, I hvern farveg hún fellur inn- an Islenzkrar búvöruframleiðslu, er nauðsyn á, að vel sé fylgzt með þróun hennar, og þvi felur þingið Búnaðarfélagi Islands og ráðu- nautum þess I nautgriparækt að vera vel á verði og hafa jafnan glögga yfirsýn um, hvað gerist I þessum málum, svo að unnt sé, með sem skjótustum hætti, að hefjast handa um framkvæmdir, ef einhverjar þær aðstæður skap- ast, að hagkvæmt teljist, að reynd sé ræktun annarra holdakynja. Kjötmatsreglur Nefndarálit kjötmatsnefndar Framleiðsluráðs og breytingar- tillögur á kjötmatsreglum. Búnaðarþing lýsir ánægju sinni yfir störfum kjötmatsnefndar, sem starfað hefur undanfarin tvö ár að endurskoðun á lögum og reglugerð um kjötmat. Aðalbreytingar, sem nefndin leggur til að gerðar verði, eru á reglugerð um mat og meðferð sláturafurða. Þessar breytingar eru margar mjög gagngerðar frá þeim reglum, sem gilt hafa, en þær virðast koma mjög til móts við nútima kröfur neytenda um vörugæði og um leið verður þetta nýja kjötmat betri undirstaða fyrir raunhæfar kynbætur á kjöt- gæðum og þvl hvöt fyrir framleið- endur að leggja sig fram um að framleiða gott kjöt. Búnaðarþing skorar þvi á Framleiðsluráð landbúnaðarins að leita eftir þvl að fá sem fyrst breytt lögum nr. 30 frá 1966 um kjötmat o.fl. i samræmi við tillög- ur nefndarinnar og jafnframt fá staðfestar tillögur nefndarinnar um breytingar á reglugerð um slátrun, mat og meðferð sláturaf- urða frá 9. ágúst 1968 og breyting- ar á henni frá 12. júní 1970. Búnaðarbankinn og Stofnlánadeildin Erindi ailsherjarnefndar varð- andi Búnaðarbanka tslands og Stofnlánadeild landbúnaðarins. I. Búnaðarþing ályktar að skora á landbúnaðarráðherra að hlutast til um eftirfarandi: 1) Að hið allra fyrsta verði á- kveðnar þær fjárhæðir, sem Stofnlánadeild landbúnaðarins og Veðdeild Búnaðarbanka Is- lands fá til útlána á þessu ári, og afgreiddar verði fyrir april- lok n.k. lánsumsóknir frá árinu 1974, og umsóknum um lán vegna framkvæmda á árinu 1975 einnig svarað fyrir þann tíma. 2) Að Veðdeild Búnaðarbankans verði sameinuð Stofnlánadeild landbúnaðarins. 3) Að Búnaðarbanki Islands fái rétt til gjaldeyrisverzlunar. II. Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags Islands að leita samvinnu við Stéttarsamband bænda um athugun á og tillögu- gerð um, á hvern hátt fjárútveg- un til Stofnlánadeildar land- búnaðarins verði hagað til fram- búðar, svo og tengsl hennar við Búnaöarbanka Islands. 1 x 2 — 1 x 2 28. leikvika — leikir 8. marz 1975. Úrslitaröð: 12x — x21 — 212 — xx2 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 98.000.00 37078+ 38346 38346 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 9.000.00 1847 5333 9841 10521 35797+ 37013 37585 2127 8044 10517 35699+ 36954 37080+ 38348 + nafnlaus Kærufrestur er til 31. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 28. ieikviku verða póstlagir eftir 1. aprfl. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. + nafnlaus. GETRAUNIR — íþróttamiðstööin — REYKJAVÍK Selfoss Vandað einbýlishús um 130 fermetrar ásamt 50 fermetra bilskúr til sölu. Laus strax. Upplýsingar gefur Fasteignaval, Klapp- arstig 16, simar 11-4-11 og 12-8-11. sunnudagana l6.og 23. marz, einnig 6.og 13.apríl og hefst kl. 14 öll skiptin Miðasala hefst í dag kl. 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.