Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 13. marz 1975. Starfsemi utanríkisþjónustunnar rædd á Alþingi í gær: Beiðni um íslenzk sendiráð í Asíu og Afríku var hafnað Það kom fram í svari Einars Ágústssonar utan- ríkisráðherra við fyrir- spurn Magnúsar Kjartans- sonar um endurskipulagn- ingu utanríkisþjónustunn- ar, að ráðuneytið hefur leitað til f járveitinga- valdsins um fjárveitingu til að opna íslenzk sendiráð i Afríku og Asíu, en þeirri beiðni hefði verið hafnað. Sagði utanríkisráðherra, að það væri ekki vanzalaust að islendingar skyldu ekki hafa sendiráð í þessum heimsálfum með tilliti til aukinna samskipta is- lendinga við þær þjóðir, sem þar búa. Einar Agústsson utanrikisráð- herra sagði, að það yrði að segj- ast eins og er, að hægt hefði geng- iö að framkvæma það stefnu- skráratriði fyrrverandi rikis- stjórnar að endurskipuleggja utanrikisþjónustuna. Hann sagð- ist vilja upplýsa það, i tilefni af fyrirspurn Magnúsar Kjartans- sonar, að hann hefði á sinum tima óskað eftir tillögum og greinar- geröum frá Pétri Eggerz sendi- herra og frá sendiherrum tslands erlendis um endurskipulagningu utanrikisþjónustunnar og staö- setningu sendiráöa. Einnig hafi Olafur R. Grimsson tekið að sér að kanna sérstaklega á hvern hátt utanrikisþjónustan gæti orðið út- flutningsatvinnuvegunum að liði. Greinargerðir þessara aðila hafi verið til athugunar um nokkurt skeið, og nú væri i ráði að óska eftir þvi við utanrikismálanefnd, að hún tilnefndi fulltrúa til ráðu- neytis um frekari könnun þeirra upplýsinga, sem i greinargerðun- um eru. Væri þess að vænta, að skriður kæmist á málið fljótlega. Þá vék ráðherra að þeirri gagn- rýni, sem stundum hefði heyrzt, að islenzku sendiráðin væru stað- sett á tiltölulega þröngu svæði. Þessi gagnrýni ætti nokkurn rétt á sér, en kvaðst vilja minna á það, að þegar viðreisnarstjórnin hefði á sinum tima gert tillögu um það, að sendiráð tslands i Osló yrði lagt niður, hefði það mætt mikilli mótspyrnu, enda af mörg- um talið viðkvæmnismál. Magnús Kjartansson (Ab) taldi, að skipulag utanrikisþjón- ustunnar væri úrelt, og minnti á, að föst sendiráö tslands erlendis væru á mjög litlum bletti i Vestur- Evrópu. Þar fyrir utan væru að- eins tvö sendiráö, sendiráð Is- lands i Bandarikjunum og Sovét- Einar Agústsson utanrikisrá&herra. rikjunum. Sagöi hann, að þetta skipulag væri leyfar frá þeim tima, að Evrópa var talin mið- depill heimsins. Siöan ræddi þing- maðurinn um nauðsyn þess, að tsland hefði sendiráö viðar, og nefndi Afriku og Asiu i þvi sam- bandi. Þingmaðurinn gerði litiö úr þessi starfsemi, sem nú er innt af höndum i sendiráðum tslands. Sagði hann, að þaö væri helzt aö gefa skýrslu um stjórnmálaþróun i viökomandi löndum. Slikar skýrslur væru ekki merkilegar og kæmi fátt annaö fram i þeim um- fram það, sem hægt væri að veröa sér úti um i erlendum blöðum. Þá taldi þingmaðurinn, að þátttaka i samkvæmislifi væri orðinn of fyrirferöarmikill þáttur i starf- semi sendiráðanna. Einar Agústsson tók aftur til máls. Sagðist hann ekki geta fall- izt á það, sem fram hefði komiö i ræöu Magnúsar Kjartanssonar um sendiráöin, aö þau væru verk- efnalaus og aðaltimi þeirra sner- ist um samkvæmislif. Sann- leikurinn væri sá, að sendiráöin ynnu að margvislegum verkefn- um á hverjum tima. Það væri hins vegar álitamál, hvort beina ætti starfsemi sendiráðanna inn á þá braut, að þau aðstoðuðu út- flutningsaðila við sölu afurða. Það lægi hins vegar ekki fyrir, hvort þeir aðilar kærðu sig um slika aðstoð. ■iili 2. umræða A fundi efri deildar Alþingis i gær var til 2. umræðu frumvarpið um járnblendiverksmiðju i Hval- firði. Steingrimur Hermannsson (F) flutti mjög itarlega ræðu, er hann gerði grein fyrir áliti meiri- hluta iðnaðarnefndar. Að ræðu Steingrims lokinni, var umræð- um um málið frestað. Það kom glögglega fram i ræðu Steingrfms, að málið hefur verið mjög vel undirbúið og samráð haft við alla aðila, sem málið snertir. Verður sagt frá ræðu Steingrims siðar. Matthías hafði yfirburði t gær var til atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu hiö umdeilda frumvarp rikisstjórnarinnar um samræmda vinnslu sjávarafla og veiöa, sem háðar eru sérstökum leyfum. Sem kunnugt er lögðust nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins gegn frumvarpinu og beindu þvi úl Matthiasar Bjarna- sonar sjávarútvegsráöherra að hann drægi frumvarpið til baka. Þegar á hólminn kom, reyndist Matthias hafa marga suðnings- menn, þvi að frumvarpið og einstakar greinar þess var af- greitt til 3. umræðu með miklum meirihluta og einstaka breytingartillögur andstæðinga frumvarpsins voru felldar. 1. og 2. grein frumvarpsins voru sam- þykktar með 29:8 og 27:2. Menntamálaráðherrann svarar fyrirspurnum um Kennaraháskólann: Kennaraháskólinn miðstöð vísindalegra rannsókna í uppeldis- og kennslufræðum Á fundi sameinaðs þings s.l. þriðjudag svar- aði Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra fyrirspurn, sem Jón Baldvin Hannibalsson bar fram um Kennarahá- skóla islands. Var fyrir- spurnin í fimm liðum. Fara spurningarnar og svör menntamálaráð- herra hér á eftir. 1. Hver er aO mati menntamála- rá&uneytisins árleg kennaraþörf grunnskólans næsta áratug? Arleg þörf brautskráðra kennara vegna skyldunámsins liggur einhvers staðar á milli 50 og 70. Hún fer vaxandi eftir þvi sem árin liða, en öröugt er um vik að skilgreina nákvæmar tölur, m.a. vegna þeirrar sveigju um framkvæmd grunnskólalaganna, sem I lögunum sjálfum felst. Og einnig vegna óvissu um fjölda þeirra sem hætta árlega kennslu fyrir fullt og allt af öörum ástæöum en fyrir aldurs sakir. 2. Hvað er áætiað að Kennarahá- skóli tslands útskrifi marga kennara frá vori 1974 og næstu fjögur ár? Dr. Broddi Jóhannesson rektor Kennaraháskóla tslands gefur eftirfarandi upplýsingar: Beintsvar við fyrirspurninni er um 115 brautskráðir kennarar alls á árunum 1974-1977, en sú tala ein sér heimilar engar ályktanir um sennilegan fjölda braut- skráöra kennara á næsta áratug eða I framti&inni yfirleitt. Hlutfal kvenna og karla er um 8:5 f þessum hópi. Fjöldi þessi er ályktaöur af skráningu kennaranema 1971 9 stúdentar 1972 30 stúdentar 1973 27 stúdentar 1974 70 stúdentar. Með þvi að fyrsta spurning fyrirspyrjandans varðar áætlaða kennaraþörf næsta áratug, þykir mér rétt að tilgreina einnig senni- legan fjölda brautskráðra kennara á þeim tíma, en hann er 575, og skiptist sem hér segir I fyrri og siðari helming ára- tugsins: Arin 1974-1978, bæði ár meðtalin: 185 kennarar. Meöal- fjöldi á ári 37 kennarar. Árin 1979-1983, bæði ár meðtalin: 390 kennarar. Me&al- fjöldi á ári 78 kennarar. 3,, Hversu margir er ætlaö aö komi til starfa á grunnskólastigi? Við þessari spurningu munu einhlft svör torfengin, en ætla veröur, að þeir, sem leggja út I þriggja ára sérnám, hyggist neyta þeirra réttinda, sem það veitir, og muni þvi allur þorri þeirra stefna að þvl að kenna viö grunnskóla. 4. Hvaö líöur störfum nefndar, sem skipuö hefur veriö til aö endurskoöa lög um Kennarahá- skóla tslands frá 16. april 1971, nr. 38, 25.gr? (Þar segir: „Lög þessi skulu endurskoöuö eigi sfðar en að tveim árum liönum frá gildis- töku þeirra”.) Nefndin hélt fyrsta fund sinn 29. nóv. 1972, sbr. hjálagt ljósrit af fundarefni. Nefndin leit svo á að ekki yrði ótvfrætt skoriö úr þvi með form- legum rökum, hvort ákvæði 25. gr. laga nr. 38/1971 2. mgr. skuli túlkað svo, aö endurskoðun skuli hafin eða henni eigi aö ljúka fyrir áðurgreindan skiladag, 16. aprll 1973. Nefndinni er ljóst, að torsótt var að ljúka endurskoðun á sett- um fresti, ekki sizt sökum þess, að margs konar breytingar voru að gerast f skólamálum her- lendis, sem skylt var að hafa til hliðsjónar, þegar kennaramennt- un skyldi skipulögö. Af miklu er að taka, en bent skal á nokkur at- riði: Þegar nefndin hóf starf sitt var a. löggjöf um grunnskóla I smföum, b. endurskoöun á námsskrám fyrir greinar skyldustigs hafin eða I undirbúningi, c. frumvarp til laga um kennara- réttindi f smfðum, d. skólanefnd kennaraskóla I vændum, sbr. 2. gr. 2. tl. laga nr. 38/1971 um Kennaraháskóla tslands. e. reglugerð Kennaraháskólans I smfðum, f. námsskrár hinna ýmsu greina skólans, einnig i smlðum. g. fyrsti árgangur i kennaranámi hinu nýja á 2. ári náms sins. Reynsla af löggjöfinni þvi litil sem engin. A fundum sinum hefur nefndin einkum fjallað um megin- sjónarmið, er kennaramenntun varðar, heimspekilegar, siðfræðilegar og félagslegar forsendur ákvarðana með hliðsjón af fræðslukenningum I uppeldisvisindum og reynslu samtiðar. 5. Hver er framtiöarstefna yfir- stjórnar menntamáia aö þvi er varöar kennaramenntun i landinu? Eins og þegar hefur komiö fram starfar nú nefnd að endur- skoðun laga um Kennaraháskóla tslands eftir að fengin er nokkur en þó stutt reynsla af breytingunni frá 1971. Eölilegt er aö biða með yfirlýsingar eins og þær, sem hér er falast eftir þar til störfum þessarar nefndar hefir þokað lengra fram. Ég get hins vegar skýrt frá þvf, að nefndin hefur oröið sammála um hlutverk Kennaraháskóla tslands i eftir- farandi atriðum: a. Skólinn annast uppeldis- og kennslufræöilega menntun allra kennara á skyldunáms- stigi og I öllum skólum á fram- haldsskólastigi. b. Skólinn annast fullmenntun kennara á skyldunámsstigi I öllum þeim greinum, sem kenndar éru við skólann. c. Skólinn skal vera miðstöð vfsindalegra rannsókna I uppeldis- og kennslufræðum og búa stúdenta undir háskólaprof i þessum greinum. d. Skólinn skal i samvinnu viö menntamálaráðuneytið annast endurmenntun og viðbótar- menntun kennara. Ennfremur er nefndin sam- mála um, að vinna beri að sam- hæfingu kennaramenntunar á öll- um kennslusviðum grunnskóla á þeim grundvelli, að sérhver námsgrein teljist fullgildur þátt- ur i uppeldislegu hlutverki skólans. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamáiaráöherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.