Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 13. marz 1975. ist á rúmstokkinn hjá Serafiu, *sem sat í hnipri uppi í horninu eins og venjulega. ,,Göðan dag", sagði hann. ,,Go-hott kvöld", svaraði hún og blés dálítið og hafði auðsjáanlega gaman af, að hann skyldi bjóða góðan dag um þetta leyti sólarhrings. ,,Þú varst ekki á ungmennafélagsskemmtuninni". „Ne-hei". „Eigum við ekki að fá okkur rúgbrauðsbita?" Stúlkan brosti feimnislega og dró brekánið hærra upp. Hann leit spyrjandi á hana. En svo sá hann, að hún myndi vera of feimin til þess, að hún þyrfði fram úr að sækja brauðið. „Það er fagurt í kvöld". „ Já-há". Hann horfði á hana í rökkrinu. Augun tindruðu eins og tinna, munnurinn var eins og blóðrák og svart hárið yf ir lágu enninu minnti á dularfulla haustnótt, þar sem það rann saman við myrkrið uppi í rúmshorninu. Allt var svo ónáttúrlegt og annarlegt i þessu undarlega mánaskini, sem seytlaði inn um gluggaholuna. Og öll veröldin svaf. Hann heyrði djúpan og þungan andardráttinn. „Ætlarðu að dansa á morgun?" Það var ókunn rödd, sem talaði. Hafði hann í rauninni spurt þessarar spurn- ingar? Stúlkunni virtist dillað. Hún gleymdi að halda brekán- inu upp að hökunni, hló láqt oq laut snöqqleqa fram á, svo að skein í brjóstin innan undir léreftsbolnum. Gústaf fann, að blóðið fór allt í einu að streyma örar í æðum hans, og hann fékk hjartslátt. Hann gleymdi, að hún var vanskapningur með langa arma eins og górilla. Hann sá aðeins hvít og hvelfd brjóstin, sem skein á í rökkrinu, og það voru konubrjóst — konan, sem ungur og hamslaus líkami hans hafði girnzt svo ákaft. Hann hafði ekki augun af stúlkunni, sparkaði af sér skónum og skreið undir brekánið hjá henni. Hún færði sig undan, al- veg upp að þilinu, en þegar hann lagði handleggina utan um hana, leyfði hún honum að fara sínu fram. Aðeins lágt og feimnislegt, en þó fagnaðarblandið, kjöltur heyrðist í rökkvuðu herberginu. Gústaf varð illa við, þegar hann sá Serafíu á gangi með öðrum stúlkum. Æ, þetta hafði aðeins verið draum- ur, það hafði aldrei gerzt. Oll sú nótt hafði verið með svo miklum ólíkindum. En fám dögum síðar átti hann leið upp úr þorpinu að næturlagi og þá var eins og þessar kynjar næðu aftur taki á honum. Hann vék út af veginum, klofaði yf ir girð- inguna, gekk heim að bakhýsinu, opnaði dyrnar og lædd- ist inn í herbergið. Katrínu duldistekki, að eitthvað mundi hafa borið fyr- ir son hennar. En hún gat ekki komizt eftir, hvað það var. En hvað sem því leið, þá var hann ekki eins eirðar- laus og hann hafði verið. Hann var hættur að bylta sér á nóttunni og var orðinn jafn matlystugur og hann hafði verið, meðan allt lék í lyndi. Það er farið að fyrnast yf ir harminn, hugsaði hún. Unglingarnir eru fljótir að gleyma, svo er guði fyrir að þakka. KATRÍN EIGNAST NÝJAN SKJÓLSTÆÐING Einar hafði komið hem eftir jólin. Hann var nú orðinn fyrsti stýrimaður og byrjaður að njóta álits í byggðar- laginu. Hann var líka farinn að vanda málf ar sitt, og þótt hann væri tötralega búinn, var eitthvað í svip hans, sem vakti virðingu fólks. Þennan vetur las hann ekki eins mikið eins og áður, en vann í þess stað öllum stundum og lét aldrei ganga sér úr greipum neitt tækifæri til þess að vinna sér inn peninga. „Orðinn fyrsti stýrimaður og ann sér ekki einu sinni hvíldar nokkra mánuði að vetrinum", sagði fólk með vanþóknun. En Katrín þóttist vita, að hann ætti skuld að greiða og gæti ekki unnað sér hvildar, f yrr en hún væri úr sögunni. Einar minntist aldrei á vinslit þeirra Gústafs og Sögu. En Katrin varð þess vör, að hann virti bróður sinn stund- um fyrir sér með augnaráði, sem vitnaði greinilega um samúð þessa þögla, afundna manns. Þegar kom f ram á vorið og Gústaf virtist hafa sigrazt á harmi sínum og var aftur farinn að taka þátt í skemmtunum og félagslífi unga fólksins, fór Katrín að hugsa meira um eldri son sinn. Dómgreind hennar sagði henni, að ónáttúrleg ómannblendni hans hlyti að leiða yf- ir hann óþægindi og ógæfu. „Gústaf", sagði hún einhverju sinni, „reyndu að fá Einar til þess að fara með þér á ungmennafélagsfund- ina. Getur þú ekki komið því í kring, að hann kynnist stúlkum og læri að dansa?" „Hann — þessi drumbur!" hrópaði Gústaf. „Ég myndi skammast mín fyrir að láta sjá míg nálægt honum. Hann kann ekki einu sinni að haga sér sómasamlega í návist kvenna". „Og finnst þér það eðlilegt um þrítugan mann? Þú verður að muna, að hann er þó bróðir þinn. AAanstu, hvernig Eiríkur hjálpaði þér?" Fimmtudagur 13. marz 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15. Sigurður Gunnarsson heldur áfram að lesa „Söguna af Tóta” eftir Berit Brænne.(lO) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Við sjóinn kl. 10.25. Ingólfur Stefáns- son talar viö Jón Jónsson forstjóra um hvalveiðar við Island. Popp.kl. 11.00. Gisli Loftsson kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frfvaktinni. Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalö- sjómanna. 14.30 Verkakonur á Islandi i eiiefu hundruö ár. Anna Sigurðardóttir flytur fjórða og slðasta erindi sitt. 15.00 Miðdegistónleikar. Marcel Ancion og Monique Jooris-Lechat leika Sónötu fyrir klarlnettu og pianó eftir Victor Legley. Phyllis Mailing söngkona og Toronto-kvintettinn flytja tvö lög úr lagaflokki fyrir mezzósópran og tréblásara- kvintett eftir Murray Schafer. Filharmóniu- sveitin I Brno leikur hljóm- sveitarsvituna „Frá Bæheimi” op. 64 eftir Vitzslav Novak, Jaroslav Vogel stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Eirikur Stefánsson stjórnar. Nokkur börn flytja samtalsþátt og fleira um húsdýr. 17.30 Framburðarkennsla I ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Framhaldsleikritið „Húsið” eftir Guðmund Danleisson. Niundi þáttur: Það kostar allt. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur auk höfundar, sem fer með hlutv. sögum. Tryggvi — Guðmundur Magnússon, Henningsen— GIsli Halldórsson, Oskar læknir—Ævar Kvaran, Frú Ingveldur—Helga Bachmann, Gisli i Dverg— Valur Gislason, Jón Saxi— Gisli Alfreðsson, Agnes— Anna Kristin Arngrims- dóttir. 20.30 Staða verzlunar I þjóðar- búskapnum. Páll Heiöar Jónsson stjórnar umræðuþætti i útvarpsal. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusáima (40). 22.25 Kvöldsagan: „Fær- eyingar” eftir Jónas Arna- son. GIsli Halldórsson leikari les fjórða hluta frá- sögunnar. 22.45 Létt tónlist frá hollenzka útvarpinu. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Fyrstir á morgnnna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.