Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 13. marz 1975. TÍMINN 13 Erling Andersen stillir bil á verkstæðinu, þar sem námskeiðið verður haldið. Þarflegt námskeið þér og mér: Skyndiviðgerðir á bifreiðum FÉLAG Islenzkra bifreiöaeig- enda og Vikan efnir til námskeiðs f skyndiviðgerðum á bifreiðum um næstuhelgi, dagana 15. og 16. marz. Veröur námskeiðið I verk- Leiðrétting í þriðjudagsblaðinu var sagt i sambandi viö bandarfska sýningu i hiisnæði Menningarstofnunar Bandarikjanna, að hún yröi opn- uð næstkomandi mánudag. Það er ekki rétt, sýningin opnaði sl. mánudag, 10. marz og verður opin á hverjum degi frá kl. 14:00 til 20:00 til 23. marz. stæðinu Véiastilling að Reykja- víkurvegi 54, i Hafnarfirði. öllum er heimil þátttaka, og er þátttökugjald fyrir félaga i F.l.B. fjögur hundruð krónur, en annars sex hundruð krónur. Eiga þeir að hafa samband við skrifstofu F.I.B. i Armúla. Þátttakendum verður skipt I fámennar sveitir, og verða leið- beinendur þrir — Sveinn Odd- geirsson bifvélavirkjameistari, Erling Andersen vélstjóri og Arn- ar Andersen tækjastjóri. Heppnist þessi tilraun vel, verður efnt til fleiri námskeiða, einnig úti á landi. íslenzkt Ijóðasafn — að koma út hjá AB Kristján Karlsson ritstýrir HHJ-Rvik — Ot er kominn hjá Al- menna bókafélaginu fyrsti hluti af tslenzku ljóðasafni, em ætlunin er að verði fimm bindi og spanni islenzka ljóðagerð frá upphafi allt til okkar daga auk þýðinga á er- lendum skáldskap. Sá hluti, sem nú er kominn út, er I rauninni þriðja bindi verks- ins. Þar eru sýnishorn islenzkrar ljóðagerðar frá síðari hluta nitjándu aldar og upphafi hinnar tuttugustu. Bókin er rösklega 390 bls. að formála meötöldum og stuttum æviágripum þeirra 39 höfunda, sem eiga allt frá og upp I 24 kvæði I þessu bindi. í fyrsta bindi verða sýnishorn islenzkrar ljóöagerðar frá upphafi vega fram til Hallgrims Péturssonar, annað bindið spannar timabilið frá Hallgrimi fram á ofanverða nitjándu öld, i hinu fjórða veröa ljóð frá tuttugustu öld allt til þessa dags og i hinu fimmta og siðasta verða þýðingar erlendra kvæða. Tvö bindi til viðbótar þvi, sem nú er út komið verða gefin út á næsta ári og tvö þau siðustu I safninu munu koma út 1977. Alls verður ljóðasafnið um 2000 bls. Kristján Karlsson bókmennta- fræöingur velur ljóðin og hefur umsjón með útgáfunni. Kristján sagði á fundi, þar sem blaða- mönnum var kynnt þetta nýja og myndarlega safn Islenzkra ljóða, að hann hefði tekið þann kost að hafa fremur með fleiri en færri höfunda og láta stórskáldin ekki byggja með öllu út öðrum höfund- um. Ekki er að efa að íslenzkum ljóðaunnendum mun þykja hinn mesti fengur að Islenzku ljóða- safni. Kristján Karlsson er hinn mesti kunnáttumaður um is- lenzkan skáldskap að fornu og nýju. Þá má og geta þess að ytri búnaöur verksins er allur hinn þekkilegasti. Islenzkt ljóðasafn verður ekki til sölu á almennum markaði held ur er það eingöngu ætlað félögum i bókaklúbbi AB. Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri AB sagöi á fundi með fréttamönn- um, að reynslan af starfsemi klúbbsins heföi verið góð. Félags- menn hefðu verið um tvaþúsund, þegar klúbbnum var hleypt af stokkunum s.l. haust, en þeir væru nú nær fjögur þúsund. Klúbburinn mun gefa út 6-8 bækur ár hvert. Verði þeirra bóka, sem þegar hafa komið út hefur verið mjög i hóf stillt eða 8-900 krónur. Ljóðasafnið kostar þó nokkru meira, eða um 1300 krónur. Þegar eru komnar út á vegum bókaklúbbsins Fánar að fornu og nýju, japanska skáldsagan Sjóar- inn, sem hafiö hafnaði, Uppruni mannkyns, og nú þriðja bindi af tslenzku ljóðasafni. Innan tiðar koma Fornleifa- fræöi, Mátturinn og dýrðin eftir Graham Greene, Anna i auöninni — furðuleg ævisaga norskrar konu, Jörðin, Sveinninn hjarta- prúði (Catcher in the Rye) i þýð- ingu Flosa ólafssonar, Raf- magnsfræði og Plönturnar. Auk þessara bóka gefst félög- um i klúbbnum kostur á að kaupa átján af fyrri útgáfubókum AB. Ljóðasafniö er hiö vandaöasta aö öllum búningi — ytra sem innra. Jarðýta til sölu Caterpillar D-5 eða D-6-B til sölu. Óskað er eftir tilboðum. Upplýsingar i sima 3-11-66. AUOLYSINOASTOFA KRISRNAR 1 \ Gagnkvæmt nierkir: að hafí iðgjaldið sem þú greiddir í fyrra reynst hærra en nauðsyn bar til, færð þú endurgreiðslu í ár. SAMVINNUTRYGGINGAR GT. ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500 Er það ekki ærin ástæða . að þú tryggir hjá okkur ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.