Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.03.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 13. marz 1975. TÍMINN 15 amhaldssaga FYRIR BÖRN Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla tók að kalla fram vitnin. Fyrst kallaði hann fram fjölda vitna, sem skýrðu frá þvi, að ósamlyndi hefði verið milli Silas- ar og hins myrta. Þau sögðu, að þau hefðu heyrt Silas frænda hafa i hótunum oftar en einu sinni og sam- komulagið hefði farið versnandi, svo að allir hefðu tekið heftir þvi og talað um það. Þau sögðu lika, að hinn myrti hefði undir lok- in verið orðinn hrædd- ur um lif sitt og haft orð á þvi við eina tvo þeirra, að hann væri sannfærður um, að Silas frændi mundi fyrr eða siðar ræna hann lifinu. Tumi og verjandinn báru fram nokkrar spurningar, en það bar engan árangur, þvi að öll vitnin héldu fast við framburð sinn. Næsta vitnið, sem kallað var fram, var Lem Beede, og hann gekk fram og settist á vitnabekkinn. Þá minntist ég þess, að ég hafði séð Lem og Jim koma gangandi saman þetta sama kvöld og vóru þeir að tala um að fá lánaðan hund eða hvað það nú var hjá Júpiter Dun- lap. Það minnti mig á brómberin og luktina og það minnti mig einnig á, að Bill og Jack Whiters höfðu gengið fram hjá okkur og verið að tala um svertingja, sem hefði PÓSTUR OG SÍMI Póst- og slmamálastjórnin hefur gefiö út nyjar reglur um notkun almenningstalstööva I 27 MHz tiönisviöinu. t 6. grein þessara reglna segir svo: „A hverri talstöð skal vera skilti, sem tilgreinir framleiðanda, tækjagerð og framleiðslunúmer, en þar að auki setur Póst- og simamálastjórnin númer á stöðina. Stöðvar, sem koma i leitirnar án slikrar merkingar, teljast ólöglegar.” Þeir, sem hafa ómerktar stöövar undir höndum, eiga þesskost, fram að 1. aprll 1975 aö komameö þær til Radióeftirlitsins, Klapparstig 26 og láta skrá þær, enda uppfylli stöövarnar þær tækni- legu kröfur, sem gerðar eru. Eftir 1. apríl 1975 verða ómerktar stöövar gerðar upptækar. Reykjavik, 12. marz 1975. Póst- og símamálastjórnin. Hafnfirðingar og nágrenni Framsóknarvist veröur haldin fimmtudaginn 13. marz kl. 20:301 Iðnaðarmannahúsinu. Þetta veröur þriggja kvölda keppni. Veitingar og góðir vinningar. FUF Hafnarfirði. Skemmtikvöld Skemmtikvöld verður haldið á Hótel Esju föstudaginn 14. marz kl. 21.00. Hið vinsæla Stuölatrió leikur gömlu og nýju dansana. Hinn landskunni Baldur Brjánsson sýnir töfrabrögð. Miðarafhentir á skrifstofu Framsóknárflokksins, Rauðarárstig 18. Hverfissamtök framsóknarmanna I Breiðholti. Oddgeir bjarg- aði Önnu Á mánudagskvöldið tókst skipverjum á Oddgeiri ÞH- 222 að koma taug yfir i vélbátinn Önnufrá Grindavik, þar semhana rak stjórnlaust vegna vélarbilun- ar. Mátti ekki tæpara standa með björgunina, þvi að i sama mund og taugin var komin milli bát- anna tók Anna niðri. Oddgeir hélt siðan með önnu I togi til Grindavikur, en þar mun verða gert við vélar bátsins. Til sölu Chevrolet sendibifreið árgerð 1974 Upplýsingar í síma 26500 HAGKAUPI KJÖRGARÐ Á götuhæðinni allri: góðar vörur á Hagkaupsverði! Hagkaupsverð er hagstætt veró! Ih®óik» I KJÖRGARÐlllLAUGAVEGI 59

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.