Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 1
vélarhitarinn í frosti og kuida HF HORÐUR 6UNNARSS0N SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Ný and- lit í út- varps- ráði — nýtt útvarpsráð kjörið í gær. Sjálf- stæðisflokkurinn skipfi um alla þrjá fulltrúa sína Erfiðri fæðingu útvarpsráðs er lokið. í gær var kjörið nýtt útvarpsráð af Alþingi, og er athyglisvert, að aðeins tveir útvarpsráðsmenn úr fráfar- andi útvarpsráði sitja áfram. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, sem eru þrir að tölu, eru til að mynda allir nýir. Frá Framsóknarflokknum voru kjörnir: Þórarinn Þórarinsson ritstjóri og Örlygur Hálfdanarson bóka- útgefandi. Frjá Sjálfstæðisflokknum voru kjörin: Ellert B. Schram alþingismaður, Auður Auðuns alþingis- maður og Friðrik Sófusson, form. Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Frá Alþýðubandalaginu var kjörinn: Ólafur R. Einarsson sagnfræðingur. Frá Alþýðuflokknum var kjörinn: Stefán Júliusson rit- höfundur. Varamenn voru kjörnir: Leó Löve (F), Markús Á. Einarsson (F), Magnús Þórðarson (S), Þorsteinn Pálsson (S), Ragnheiður Guðmundsdóttir (S), Sig- urður A. Magnússon (Ab) og Sigurður E. Guðmundsson (A) Sem fyrr segir, er aðeins um tvo útvarpsráðsmenn að ræða i hinu nýja útvarpsráði sem sátu i fráfarandi út- varpsráði, þ.e. örlyg Hálf- danarson og Stefán Július- son. Þórarinn Þórarinsson Framhald á 6 siðu. 62. tbl. — Föstudagur 14. marz 1975 — 59. árgangur fÆN&R* Áætiunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 INNFLUTT JURTATE KANN AÐ INNIHALDA KANNABIS — fullyrðingar um lækningamátt ekki annað en skoftulækningar, segir landlæknir — lyfjaeftirlitið mun rannsaka varning í náttúrulækningaverzlunum Gsal—Rvik. — t rannsóknarstofu Háskóla tslands i lyfjafræði, var I gærdag verið að rannsaka, hvort hugsanlegt væri, að jurtate það, sem Jörgen Sölvason, hefur i umboðssölu hér á landi og flutt er inn frá Danmörku, innihéldi fikniefni, en á a.m.k. einni tegundinni stendur skýrum stöfum, að teið hafi að geyma fræ af kannabis-jurt- inni. Fræ af kannabis-jurtinni getur innihaldið litið magn af fikniefni, og er á bannlista, eins og allir hlutar kannabis-jurta. Eins og lesendum Timans er kunnugt, er te það, sem hér um ræðir eitt af „læknismeðulum” danska „náttúrulæknisins” Aksels G. Jensens og hefur það verið selt hér á landi og sagt bæta kvilla af ýmsu tagi eins og fram kom i viðtali við Jörgen Sölvason i Timanum s.l. sunnudag. Ólafur Ölafsson landlæknir, fór þess á leit við rannsóknarstofu háskólans i lyfjafræði, að jurta- teið yrði rannsakað. Ólafur sagði I viðtali við Timann i gær, að innflutningur Jörgens Sölvasonar væri i athug- un. Ennfremur hefði Jörgen gefið i skyn opinberlega, að jurtate þetta læknaði háan blóðþrýsting, gigt, kvef og aðra kvilla. Fyrir þessum fullyrðingum eru hins vegar engar sannanir, sagði land- læknir, og flokkast þetta þvi undir skottulækningar. Ólafur kvað það nokkrum sinn- um hafa komið fyrir, að menn hefðu verið kærðir fyrir skottu- lækningar hér á landi. Landlæknir sagði ennfremur, að mjög hefðu verið hertar reglur um innflutning á öllu, sem kallast lyf eða vitamin og væri Lyfjaeft- irliti rikisins og embætti land- læknis sendar allar skýrslur um slikt frá tollayfirvöldum til þess að koma i veg fyrir, að hættuleg efni séu boðin til sölu á almennum markaðihér á landi. — Þetta jurtate, heyrir hins vegar undir matvæli og virðist hafa verið flutt inn sem slikt án frekari athugunar, sagði Ólafur landlæknir. Hann kvaðst nýlega hafa rekizt á grein I timariti bandarisku læknasamtakanna, þar sem greint hefði verið frá láti fjögurra manna þar i landi, sem látizt heföu eftir að hafa drukkið kin- verskt te — framleitt I Hong Kong — sem hefði innihaldið lyf, sem annars væru einungis gefin við ákveðnum sjúkdómum og eftir nánum fyrirmælum lækna. Þessi tegund af tei hefur ekki fundizt hér á landi hingað til. Sagði land- læknir i þessu sambandi, að Lyfjaeftirlit rikisins myndi nú at- huga tebirgðir i náttúrulækninga- verzlunum hér á landi. Ólafur sagði þaö vera skyldu heilbrigðisyfirvalda að koma i veg fyrir, að fólk væri blekkt til þess að kaupa efni, sem auglýst væru sem læknislyf, þótt enginn fótur væri fyrir slíkum fullyrðing- um — enda væri starfsemi af þessu tagi ólögleg. Þá spurði blaðamaður Timans landlækni, hvort rétt væri, að öl- kelduvatn megnaði að bæta hjartasjúkdóma eins og haldiö hefur verið fram. Landlæknir sagði, að almenn skoðun lækna á þessu væri sú, aö Framhald á 6 siðu. Hægt miðar í samningamálum FB-Reykjavik. Tiðir og langir samningafundir hafa staðið yfir að undanförnu með sáttasemjara og fulltrúum ASt og vinnuveit- enda. Ekki hafa þessir fundir bor- ið neinn verulegan árangur enn sem komið er. Standa menn nokkurn veginn i sömu sporum eftir þá eins og fyrr. Á þessum fundum undanfarna daga hefur fyrst og fremst verið rætt um sjálft kaupgjaldið, að sögn Björns Jónssonar forseta ASÍ. Fyrir nokkrum dögum gengu fulltrúar beggja aðila á fund rikisstjórnarinnar, og telja menn þær viðræður hafa verið já- kvæðar, þótt ekki sé beint hægt að segja ákveðið, hvað út úr þeim hefur fengizt. Þess vegna hefur nú verið snúið sér meira að við- ræðum um kaupgjaldið sjálft, sem ætti að gilda á timabili bráðabirgðasamnings þess er yrði gerður. Enginn samningafundur var haldinn i gær, þar sem vinnuveit- endasambandið hélt fund svo- kallaðrar landsstjórnar sinnar i gær, og var þvi ekki hægt að halda samningafund, en boðaður hafði verið samningafundur i dag. Stóra samninganefnd ASt kem- ur til fundar á mánudaginn, og er þá reiknað með, að eitthvað verði farið að skýrast betur i samn- ingamálunum, og eins hvort gæti orðið úr bráðabirgðasamkomu- lagi eða ekki. Hótelrekstri hætt að Bifröst: BIFROST VERÐUR ORLOFS- HEIMILI SAMVINNUMANNA FB-Reykjavik. Eitt gamalgróið og mikilsvirt hótel mun hverfa af hótellistanum i sumar, en það er Hótel Bifröst i Borgarfirði. Nú hefur verið ákveðið að i Bifröst verði rekið sumarheimili fyrir samvinnumenn, i fyrsta sinn i sumar. Sumarhótelið að Bifröst hefur hins vegar verið starfrækt allt frá árinu 1955, siðustu árin undir stjórn Jóninu Pétursdóttur. Fram til þessa hefur starfsem- inni á Bifröst verið skipt milli Fræðsludeildar Sambandsins, sem hefur haft umsjón með skól- anum þar á vetrum og Skipa- Frá Bifröst. deildar, sem hefur annazt rekstur hótelsins. Nú verður starfsemin framvegis öll undir stjórn Fræðsludeildar. Engum mun blandast hugur um, að Hótel Bifröst hefur gegnt mikilvægu hlutverki á vettvangi ferðamálanna. Það mun þó hafa vakað lengi fyrir forráðamönnum Sambandsins, að Bifrastareignir yrðu nýttar árið um kring i þágu Samvinnuskólans, sem og annars fræðslu- og félagsstarfs á vegum samvinnufélaganna. Á fundi sin- um i Reykjavik i nóvember sið- astliðnum ákvað stjórn Sam- bandsins i framhaldi af fyrri um- ræðum um þetta mál, að hætta rekstri sumarhótelsins frá og með árinu 1975. Sumarstarfið að Bifröst verður i töluvert nánum tengslum við or- lofshús samvinnuhreyfingarinn- ar, sem verið er að reisa þarna skammt frá. Þar hafa nú þegar risið 12 sumarhús samvinnu- manna, og eru 10 þeirra I eigu Starfsmannafélags SIS og 2 i eigu Starfsmannafélags Samvinnu- trygginga. Aformað er að byggja 10 sumarhús til viðbótar á sumri komanda, og eru flest þeirra i eigu starfsmannafélaga kaup- félaganna. Sumarheimilið að Bifröst verð- ur nú opið frá þvi fyrri hlutann i júni og fram i ágústlok. Nokkrar breytingar verða gerðar á að- stöðu i eldhúsi og borðsal, með það fyrir augum, að gera fram- reiðslu einfaldari, fljótlegri og ó- dýrari. Reynt verður að stilla dvalarkostnaði i hóf, en að sjálf- sögðu er stefnt að þvi að rekstur heimilisins standi undir kostnaði. Sumarheimilið getur tekið á móti allt að 64 gestum i eins og tveggja manna herbergjum. A staðnum er vistleg setustofa, rúmgóður borðsalur, hátiðasalur, kennslustofur, gott bókasafn, gufubaðstofa og leikfimisalur. Aðstaða til fundahalds er ákjós- anleg og aðgangur að sýningar- vélum, segulbandstækjum og öðrum funda- og kennslubúnaði. Þá er umhverfi Bifrastar róm- að fyrir fegurð, eins og flestir vita, og þar eru gönguleiðir við Framhald á 6 siðu. Guðmundur Arnaldsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.