Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 14. marz 1975. III I u hsd Allt fyllist af rusli Ströndin hjá Aquitaine i Frakk- landi hefur verið að fyllast af drasli, sem rekið hefur þar á land að undanförnu. Mörg þUsund tonn af alls konar úr- gangi hafa borizt á land við Biscay-flóann. Bendir allt til þess að ruslinu hafi verið kastað i sjóinn við norðurströnd Spánar, og siðan hafi það rekið Þannig lágu fuglarnir I hrönnum eftir athafnir hersins. Ohugnanleg fuglamorð í Kentucky Óáran <zy á kvennaári fyrir veðri og vindi yfir til Frakklands. Liggur nú fyrir að hreinsa strandlenguna, og mun það verða borgurum við ströndina mjög kostnaðarsamt, en þetta er þó óhjákvæmilegt, þvi brátt fara baðgestir að streyma til strandarinnar, og þá verður allt að vera hreint og snyrtilegt. Þessi teikning, sem tileinkast alþjóðiega kvennaárinu, barst blaðinu úr sveit á Norðuriandi. Mamm- an hefur varpað af sér ánauðinni, kýrin er farin að óróast á básnum, eyrnalangur bóndinn heimtar mat, en fær engan, og krakkarnir öskra hver I kapp við annan. ALKUNNA er, að i Indó-Kina striðinu dreifði Bandarikjaher eiturefnum úr flugvélum yfir stór landsvæði. Þannig var eytt bæði skógum og akur- lendi, og enn þann dag i dag standa þar dauðir skógar, þar sem stofnar með fiögnuðum berki hrópa til himins um þá óhæfu, er framin var undir þvi yfirskini, er kallað var hern- aðarnauðsyn. Framganga Bandarikjahers i Viet-nam hlaut harða dóma, ekki siður heima fyrir i Bandarikjunum en annars staðar. Þar var stofnað til til- gangslausra þjáninga manna og dýra og tortimingar, sem sagan hefur sýnt, aö leiddi ekki til annars en magna kvöl- ina og draga hana á langinn. Nú fyrir skömmu greip Bandarikjaher heima fyrir til aðgerða, sem eru framhald 0 þeirrar náttúrueyðingar, er svo mjög var beitt i Viet-nam. Að þessu sinni var ráðizt á hroðalegan hátt gegn smá- fuglum, sem héldu sig i Ken- tucky i grennd við herbúðir.i Fort Campbell. Tvær griðar- stórar þyrlur voru að nætur- lagi látnar fljúga yfir skóg- lendi, þar sem talið var, að fimm milljónir smáfugla hefðust við, og dreifa yfir þá efni, sem nefnist tergitol. blandað vatni. Þetta efni veldur þvi, er það lendir á fuglum, að fitan losnar af fiðr- inu, svo að það veitir þeim ekki lengur vörn gegn kulda, frekar en þegar olia kemst I fiður sjófugla. Tveim stundum eftir þennan þokkalega verknað var stór- um slökkvibifreiðum ekið um skógarlundina. Þær voru látn- ar dæla ókjörnunum öllum af vatni á fuglana, svo ao þeir króknuðu úr kulda. Árangurinn lét ekki á sér standa. I dögun hafði tekizt að gera út af við hálfa milljón fugla, en hinir voru ótaldir sem kúrðu deyjandi, þar sem þeir voru komnir. Þessar aðfarir hafa valdið mikilli reiði i Bandarikjunum, enda framkvæmdar af slikri harðneskju og tillitsleysi, að fátitt er i heimalandi nokkurs hers. Og það, sem ekki sizt vekur óhugnað: Margir búast við þvi, að þetta séu aðeins fyrstu fjöldamorðin á fuglum af mörgum viðlika, sem á eftir muni fara. Orsök þessa grimmdar- verknaðar er sú, að við Fort Campbell er herflugvöllur, og var talið, að flugvélum stafaði hætta af fuglunum, er þeir hófu sig til flugs eða lentu. DENNI DÆMALAUSI ,,Hún er búin að hanga i simanum I allan morgun, frú Guörlður, og þegar hún er búin að laga hádeg- ismatinn getur hún byrjaö aftur.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.