Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 14. marz 1975. Kirkja iEþlópIu. Hátt á fimmta þúsund manns eru nú I kristnum söfnuöum I Konsó, og eru nú allar kirkjur þar of litlar vegna mikillar aðsóknar á guösþjónustur og samkomur. / Miklir starfsmögu- leikar í Konsó Katrin Guölaugsdóttir kristni- boöi og sira Jóhann S. Hliöar munu sjá um meginefniö á fyrstu samkomu kristniboösvikunnar, sem hefst sunnudaginn 16. marz kl. 20,30 i húsi KFUM og K viö Amtmannsstig i Reykjavík. Auk þeirra tekur Ragnhildur Ragnars dóttir fóstra til máls. Á kristni- boösvikunni veröur lögö mikil áherzla á almennan söng, en ein- söngvarar eöa kórar munu einnig láta til sin heyra á hverju kvöldi. Þannig syngur æskulýöskór KFUM og K á fyrstu samkomu vikunnar á sunnudagskvöld og aftur siöar i vikunni. Kristniboöiö i Konsó verður kynnt alla vikuna i máli og myndum. A mánudags- kvöldið verður myndasýning. Gunnar Sigur jónsson, guð- fræöingur, sýnir og skýrir lit- myndir, sem hann tók, er hann fór kynnisför til Konsó fyrir nokkru. Barýtónsöngvarinn Hall- dór Vilhelmsson syngur á þeirri samkomu, en hugleiöingu flytja Einar Th. Magnússon og Geir- laugur Árnason. Samkomur veröa siöan öll kvöld vikunnar, allt til sunnudagsins 23. marz. Taka margir til máls, meöal ann- ars fulltrúar ungu kynslóöarinn- ar. 1 Konsó I Eþiópiu starfa nú tvenn islenzk hjón, Kjellrún og Skúli Svavarsson og Ingibjörg Ingvarsdóttir og Jónas Þórisson. Jóhannes Ólafsson læknir býr ásamt fjölskyldu sinni I Arba Minch, höfuöstað fylkisins Gamu Gofa, rúmlega 100 km frá Konsó, og veitir þar forstööu stóru sjúkrahúsi. Allt er þetta fólk sendimenn Sambands isl. kristni- boðsfélaga. 1 Konsó starfar einnig færeyska hjúkrunarkonan Elsa Jacobsen. Kristniboösstarfið I Konsó er i örum vexti. Stööin þar' syðra er nú yfir að lita eins og litiö þorp. Þar munu nú vera um 25-30 hús. Hæst ber kirkjuna, nýtt og reisu- legt hús sem byggt var I sumar og vigt ekki alls fyrir löngu. Kristni- boðsvinir hér á landi gerðu mikið átak til þess að unnt yröi að reisa kirkjuna, enda hefur kirkjuhús á staðnum verið látið sitja á hakan- um vegna annarra verkefna, en notazt viö annaö húsnæöi til guös- þjónustuhalda á stööinni. En þaö er til marks um hina góðu kirkju- sókn I Konsó um þessar mundir, aö hiö nýja guðshús er I rauninni þegar orðiö of lltiö. Sömu sögu er aö segja annars staöar úr héraö- inu, þar sem kristilegt starf er unniö. Hvar sem komið er til predikunarstarfa, streyma menn aö, og strákirkjurnar rúma ekki þá, sem vilja hlusta á fagnaöar- boöskapinn, svo aö nú er alsiöa, að guðsþjónustur séu haldnar úti undir beru lofti vegna þrengsla inni. Á tiunda hundraö Konsó- manna voru sklrðir á árinu, sem leiö, fleiri en nokkru sinni fyrr. 1 biskupsdæminu eöa sýnódunni, sem Konsó tilheyrir, fjölgaði safnaöarfólki um 15-16% á liðnu ári. Segja kristniboðarnir svo frá, að tækifæri til starfa hafi aldrei verið eins góö og nú, enda hafa þeir fjölmennt starfslið sér til aö- stoöar. I Konsó eru aö verki fjórir innbornir prestar og tugir predik- ara eða fræöara, sem gangast fyrir samkomum, námskeiðum og kennslu. Þá eflist skólastarfiö, og hafa nemendur i Konsó aldrei verið fleiri en nú. Um 360 nemendur voru skráöir i barnaskólann á stöðinni i haust, og margir ganga I skóla hjá söfnuðunum. Þaö háir þessari grein starfsins, að mjög skortir á heimavistarrými á kristniboðsstööinni. Má segja, aö það sé eitt brýnasta verkefnið, sem þarfnist úrlaúsnar, að reist veröi fleiri heimavistarhús á stööinni. Skólafræösla er ómiss- andi þáttur i kristniboösstarfi i frumstæðu þjóöfélagi, og starfs- menn safnaðarins og máttar- stólpar koma aö sjálfsögöu allir úr skólunum. Það var nýmæli i starfinu I Konsó, er Bibliuskóli hóf göngu sína á stööinni slðast- liðið haust. Þangað fer ungt krist- iö fólk, sem vill auka þekkingu sina i kristnum fræöum, og veröa nemendur siöan margir liötækir i hinu umfangsmikla starfi safnaö- anna meðal barna, unglinga og fullorðinna. Til þessa hefur æsku- fólk I Konsó orðiö að sækja Bibliu- skóla til fjarlægra staöa. Læknaskortur er tilfinnanlegur i Eþiópiu eins og vlöar I Afriku. Ástandið I Eþióplu I þeim efnum svarar aö likindum til þess, aö hér á landi væru alls tveir læknar. Elsa Jacobsen er hjúkrunarkona, ljósmóðirog læknir Konsómanna. Hún sinnti um 25 þúsund sjúklíng- um á árinu, sem leiö. Hefur hún tvo innlenda hjúkrunarmenn sér tilaðstoöar auk annars starfsl. á sjúkraskýlinu. Sjúkrarúm eru tuttugu. Læknir kemur um það bil mánaðarlega frá næstu norsku kristniboðsstöð, Gidole, og fram- kvæmir uppskuröi og aörar meiri háttar aðgerðir, sem eru hjúkrunarkonunni ofviða. Er jafnan kunngjört nokkru áöur, hvenær von er á lækninum. Alls konar sjúkdómar hrjá fólk á þess- um slóðum. Hin nýju yfirvöld I Eþiópiu hafa á engan hátt hindraö störf kristni- boðanna, heldur farið viöurkenn- ingarorðum um starf þeirra. A það skal lögð áherzla, aö ófriöur- inn I Eritreu hefur ekki áhrif á starfið I Konsó, enda er Eritrea nyrst I Eþíóplu, en Konsó mjög sunnarlega, og viöáttur eru mikl- ar. Kristniboðsstarfið i Konsó er boriö uppi fjárhagslega af vinum þess og velunnurum. Kostnaöur- inn hefur að vonum fariö vaxandi eftir þvi sem starfið hefur eflzt — og krónan lækkaö i gildi. Þvi er jafnan tekiö á móti gjöfum til starfsins þegar kristniboðsvikur eru haldnar, og verður svo einnig að þessu sinni. Eins og fyrr segir hefjast samkomur kristniboös- vikunnar I ár sunnudaginn 16. marz kl. 20,30. öllum er heimill aðgangur, og er fólk hvatt til aö koma og kynnast þessu starfi is- lenzkrar kristni meðal fjarlægrar og fátækrar þjóðar. Kirkjutónleikar Skagfirzka söngsveitin heldur tónleika i Háteigskirkju laugardaginn 15. þ.m. kl. 17. Stjórnandi frú Snæbjörg Snæbjarnardótt- ir. Einsöngvari frú Guðrún Tómasdóttir. Undirleikarar ólafur Vignir Albertsson og Árni Arinbjarnarson. Aðgöngumiðar við innganginn. Mosfellingar óónægðir með sjónvarpið Framfarafélag Mosfellinga hélt nýlega sinn fyrsta aðalfund i Hlégarði i Mosfellssveit. Fundurinn var vel sóttur og umræður all fjörugar um ýmis framfaramál. Miklar umræður urðu um þjón- ustu Sjónvarpsins og Pósts og sima. Sjónvarpið sést frekar illa viðast hvar I Mosfellssveit, og eru ibúarnir mjög óánægðir með það. Þá finnst Mosfellingum þeir órétti beittir af Pósti og sima bæði vegna þess hve vont er að ná sambandi við aðra staði á Stór- Reykjavikursvæðinu og einnig að Brúarland er eina sjálfvirka stöð- in á svæði 91 með hærra gjald en aðrar. Þá urðu miklar umræður um framkvæmdir á vegum hreppsins og þótti fundarmönnum hægt miða i gatnagerðar- og holræsa- framkvæmdum, ásamt fleiri Ingólfur Guðbrandsson: Orðsending til Sambands íslenzkra lúðrasveita Elskulegu blásarar. Fátt lætur ljúfar I eyrum en hreinn og tær trompethljómur. Jafnvel múrar Jerikó féllu fyrir slikum hljóm forðum daga, og margur herinn hefur siðan hildi háð eggjaður fram af hvellum lúðrum. Nú er það hvorki meira né minna en heilt landssamband lúðrasveita, sem sendir frá sér tóninn, blæs til orrustu og sam- þykkir vftur á Pólýfónkórinn, stofnun, sem reynt hefur að halda hljómnum hreinum i nærri 18 ár, og átt hefur frum- kvæði að þvi að kynna löndum sinum margar fegurstu perlur tónbókmenntanna. Og nú er spurningin, fyrir hvað? Fæstir held ég að geti nú talið þá starfsemi vitaverða, og nú höfða ég til smekks og dóm- greindar almennings. Komið og heyrið snilldarverkið Messias i Háskólabiói um páskana og dæmið siðan sjálf þann lágkúru- hátt, sem rætt er um i orðsend- ingu Sambands islenzkra lúðra- sveita. Flestar greinar lista- og menningarstarfsemi i landinu eiga við ærna erfiðleika að etja, ekki sizt vegna fjárhagserfið- leika. Það var alls ekki ætlun Pólýfónkórsins að varpa neinni rýrð á starfsemi lúðrasveita al- mennt — sumar þeirra eru býsna góðar — hvað þá að upp- hefja sig á þeirra kostnað. Það er síður en svo, að Pólýfónkór- inn öfundi lúðrasveitirnar af þvi fjárframlagi, sem þær hljóta af almannafé, né telji það eftir, þvert á móti þyrfti að hækka það að minum dómi. Hverjir ykkar eru svona hörundssárir? Þið ættuð þó manna bezt að vita, að ekki spila allar lúðrasveitir i landinu hreint, og þetta veit öll þjóðin, eftir að hafa hlustað á rikisút- varpið á þjóðhátiðarárinu. 1 ummælum forráðamanna Pólý- fónkórsins var aðeins tekin við- miðun, sem sýnir fram á ósam- ræmi og ádeilunni beint á fjár- veitingarvaldið en ekki neins konar viðleitni til liststarfsemi I landinu. En sú staðreynd stend- ur óhögguð, að til eru lúðra- sveitir i landinu, sem fá meiri opinbera fyrirgreiðslu þótt þær leiki falskt, en Pólýfónkórinn fær fyrir að syngja hreint. Að lokum beini ég þeirri áskorun til landsmanna að halda upp á páskana með þvi að hlýða á „Messias” og spara heldur páskaeggjakaupin. Það er viðar ástæða til að fylgjast með þvi sem gerist i menn- ingarmálum en á Kjarvalsstöð- um. Lúðrasveitarmönnum sendi ég beztu óskir og kveðjur. Hald- ið áfram leitinni að „hinum hreina tóni”. málum. Á fundinum voru samþykkt mótmæli til vegamálastjóra vegna saltausturs á Vesturlands- vegi. Töldu fundarmenn að reynslan hafi sýnt að sandur sé sizt verri en salt til varnar gegn hálku á þessum vegi. Á fundinum rikti mikill einhug- ur um byggingu nýja iþróttahúss- ins, sem nú er að hefjast. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa; Form: Kristján Þorgeirsson, Byggðarholti 12, Kristján B. Þórarinsson, Arnartanga 42,Torfi Jónsson, Byggðarholti 37. Einar Kristjánsson, Markholti 13,Björn Baldvinsson, Stórateig 25.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.