Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 14. marz 1975. TÍMINN 11 ÍJr Lystigaröinum á Akureyri — I baksýn fjöll meö fönnum i skálum og giljum. HVERGI ERU ANDSTÆÐURNAR AAEIRI FJÖLMARGIR eriendir ferða- menn sem island gista, og ferðast um að ráði, hafa orð á þvi að ferð lokinni, að á Akureyri sé bæjar- bragur með nokkrum öðrum hætti en víðast hvar annars stað- ar i bæjum landsins. Ferðalang- arnir minnast þá jafnan á hrein- legan bæ og fallegan, reisn yfir framkomu ibúanna og stoit fóiks- ins af sinu byggðarlagi. Máltækið segir, að glöggt sé gests augað og enginn dregur í efa, að höfuðstað- ur Norðurlands sé fallegur bær, hvort heldur er á vetri eða sumri. Nú hefur útgáfufyrirtækið Ice- land Review gefið út fallega bók á ensku og islenzku um Akureyri og Norðurland, eða eins og titill bók- arinnar gefur til kynna: „Akur- eyri og norðrið fagra. Islenzka bókin er gefin út i samvinnu við Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri. t fáum orðum sagt er hér á ferðinni frábær bók um þennan landshluta og fara þar saman myndir og ritað mál. Kristján skáld frá Djúpalæk ritar fyrsta kafla bókarinnar. Rekur sögu byggðar við Eyjafjörð og seilist reyndar alla leið aftur til sköpunar jarðar með skáldlegum tilþrifum. Kristján frá Djúpalæk er löngu þjóðkunnur fyrir kvæði sin, en hann er einnig ákaflega vel pennafær á óbundið mál, og smekkvisi hans i efnisvali i inn- gangskafla bókarinnar, sem af augljósum ástæðum er þröngur stakkur skorinn vegna rýmis, fer ekki milli mála. Þegar um svo yfirgripsmikið efni verður að fjalla á aðeins örfáum blaðsiðum, verður ljóst, að hér er þaulunnið og vandað ritverk, þar sem hann rekur sögu þjóðarinnar, sögu byggðar við Eyjafjörð og félags- málahreyfinga, sem þar hafa ris- ið á legg og dafnað. 1 sérstökum kafla segir frá þrem skáldum og rithöfundum á Akureyri og er sá hluti bókarinnar ekki hvað sizt forvitnilegur. Hér rekur Kristján skáld að nokkru æviferil þriggja manna, sem gerðu garðinn fræg- an, þeirra Matthiasar á Sigur- hæðum, Jóns Sveinssonar, „Nonna” og Daviðs Stefánssonar. I inngangi kaflans gerir hann grein fyrir markmiði islenzks skáldskapar, allt frá þvi er Snorra-Edda var rituð og þeirri kjölfestu, sem hún var islenzkri tungu um aldir. Sem alþjóð er kunnugt hafa Akureyringar varðveitt hús þeirra þriggja skálda og rithöfunda, sem hér er getið. Ósjaldan hefur sá er þessar lin- ur ritar spurt erlenda blaðamenn úr hinum óliklegustu heimshorn- um hvað þeir vildu helzt sjá á Akureyri. Sú ósk, sem oftast hef- ur verið fram borin var að sjá eitthvað sem minnti á Nonna — Jón Sveinsson og auk Nonnahúss- ins, að fá augum litið Möðruvelli og Skipalón. Kristján getur þess, að enn búi skáld á Akureyri og hygg ég að það sé vegna meðfæddrar hóf- semi hans og litillætis, að núverandi skáldum á Ak- ureyri eru ekki gerð nein skil, þvi að þar myndi Kristján skáld frá Djúpalæk ef- laust vera einn fremstur i flokki. Þótt Akureyri og mannlif þar sé meginefni þessa bókahluta er einnig ritað um aðra staði á Norð- urlandi. Sagt er frá Ólafsfirði, Hrisey, Dalvik og Grimsey. Mik- ill fengur er að gömlum myndum sem prýða þennan bókakafla, og gefa hugmynd um lifsumgjörð fólks á liðinni tið. Myndir i bókinni eru eftir 16 nafngreinda ljósmyndara auk þeirra mynda, sem fengnar hafa verið að láni frá Minjasafni á Akureyri. Litmyndirnar, eru hver annarri betri. Ekki skal hér reynt að gera upp á milli myndanna, né þeirra sem þær hafa tekið. Þó fer ekki hjá þvi er maður nú að aflíð- andi skammdegi flettir þessari bók, þá dvelji augað við mynd eins og þá á blaðsiðu 61-62. Fátt getur að lita fegurra en vor- og sumarkvöld á Norðurlandi. Bókaflokkur Iceland Review, sem þeir ritstjórarnir Heimir Hannesson og Haraldur J. Hamar hafa gefið út, er nú orðinn fimm bækur, vandaðar og vel unnar. Að velja myndir i bók þá, sem hér hefur verið getið, er mikið vanda- verk. Það hefur að minum dómi tekizt frábærlega vel og einnig umbrot bókarinnar allt, sem er unnið á Auglýsingastofu Gisla B. Björnssonar. Viða eru andstæður látnar mætast, en annars staðar eru myndir svipaðs eðlis, eins konar framhaldssaga i myndum. Kristján frá Djúpalæk ræðir i inngangskafla um andstæðurnar, sem sérkenni íslands og þá sérstaklega Norðurlandsins og færir að þvi rök. Myndirnar i bók- inni ísland og norðrið fagra virð- ast sanna þá kenningu. Sveinn Sæmundsson. Baldvin Þ. Kristjánsson: r BUK-ARSRIT VESTMANNEYINGA Ekki er vikingurinn alkunni, Þorsteinn Þ. Viglundsson fyrr- um gagnfræðaskólastjóri i Vest- mannaeyjum, af baki dottinn, þótt sjálfur sé byrjaður 8. ára- tuginn. Siðla hausts á s.l. ári skilaði hann af sér 31. árg. rits sins „Bliks”, sem mörgum viðs vegar um land allt er fyrir löngu orðið kært og kunnugt. Má með fullum sanni segja, að enginn, sem lætur sig sögu Vestmanna- eyja varða, komist hjá þvi að eiga og lesa „Blik”, svo mjög sem flestu markverðu hefur þar alla tið verið haldið til haga, svo að segja jafnóðum og það gerðist, að ógleymdum öllum mikilsverðum fróðleik frá fyrri tið, sem um margt er alveg ómetanlegur. Verður Þorsteini aidreí fullþökkuð né goldin sú vaxandi skuld, er samtið og framtið standa i við hann á mörgum sviðum, þótt ekki verði nefnd hér, en þar er „Blik” hans að- eins einn þátturinn. Að venju er „Blik” myndar- lega úr garði gert, bæði að ytra útliti og efni. Um þrjátiu styttri og lengri greinar um menn og málefni með fjölmörgum myndum eru i þessu nýjasta hefti, og flestar að vanda eftir ritstj. og útgefandann sjálfan. Ekki tjóar að ætla sér að gera nokkur skil i stuttri umsögn svo fjölþættu efni og „Blik” býr yfir að þessu sinni, eins og svo oft áður. Hins vegar getur undir- ritaður ekki stillt sig um að vikja fáeinum orðum að þeirri greininni, sem e.t.v. mun vekja mesta eftirvæntingu, jafnvel bæði i tilhlökkun og kviða öllum þeim mörgu, er þar koma beint eða óbeint við sögu — auk allra hinna, sem f jær standa. Þetta er hin hápóli tiska bæjarmálagrein Þorsteins „Bréf til vinar mins og frænda.” sem hófst i árs- heftinu 1973 og heldur nú áfram. Má mikið vera, ef engum hitnar verulega undir ugga við lestur þeirrar ritgerðar. Mikið mál er þegar komið i „bréfi” þessu. Samt gefur bréfritarinn i lo.ka kafla nú fyrirheit um áfram- hald: „Ég held fram sem stefnir næsta ár, ef ég held lifi og heilsu..Nóg á ég efnið i fórum minum.” Já, þetta getur orðið Þorsteinn Þ. Víglundsson. langt „bréf” — það er þegar orðið heil bók. Það er skemmst af að segja um þetta bréf, að það er nr. 1 spennandi lesning, þvi ekki vantar minn mann dirfskuna frekar en fyrri daginn — „ófor- skömmugheitin”, myndu sumir sjálfsagt vilja segja. Þar með er auðvitað ekki sagt, að Þorsteini kunni ekki eitthvað að skrika fótur á hálum is hlutleysis i frá sögn sinni — það væri meira að segja næstum ofurmannlegt ef svo væri ekki, þvi að þetta er sannkölluð baráttusaga — raunar alveg ótrúleg á köflum — þar sem Þorsteinn sjálfur er höfuðóvinur andstæðinga sinna! Ekki hef ég neina aðstöðu til að dæma um málflutning Þorsteins i þessu einstæða bréfi. Trúandi er honum þó (núorðið'.?) til mildari sýnar á menn og málefni en meðan hann stóð „i andskotaflokkinum miðjum”, — svo skaprikur bardagamaður sem hann var, og hreinskilinn maður hefur hann alltaf verið. Samt gruna ég hann nú um græsku að einu leyti: „skatt- svik” hvað hann sjálfan snertir. Skal ég nú vikja að þessu fáum orðum. Þorsteinn rekur iðulega gang mála samkvæmt tilvitnunum i samtimablöð Eyjanna og eigin dagbækur. Ætla má þvi að illum hlut andstæðinganna sé yfirleitt gerð allgóð skil, jafnvel þótt honum sé nú fyrir löngu runnin reiðin. Hins vegar finnst mér — og er ég þá kominn að grun- semdinni — að það næstum hljóti að vanta tilfinnaniega frá- sögn af hans sjálfs miskunnar- lausa hlut og viðbrögðum á sin umt ima þvi áreiðanlega er ekki ofmælt, að Þorsteinn hafi verið óvenjuharður i horn að taka og ekkert lamb að leika við! Gildir þetta um manninn svo sem hann var bæði i ræðu og riti -ti) orðs og æðis. Og þótt ég segi þetta svona, er sá lifsstill Þorsteins lof, en ekki last, þvi maðurinn barðist hart fyrir brennandi hugsjón og var þvi mikið niðri fyrir. Og ekki er að efa, að andstaðan var hörð, og að sumu með ólikindum, eins og bréfið gerir svo góð skil. Ég er þvi einn þeira, sem spyr Þor- stein Þ. Viglundsson i allri auðmýkt: „Mættum vér fá meira að heyra” af eiginvopna- burði og hugarhræingum meðan þú stóðst i fremsu viglinu og „lézt gamminn geisa fram i gegnum lifsins öldur”?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.