Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.03.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 14. marz 1975. TÍMINN 17 Borgarmál: Tillögur Kristjáns samþykktar— Veitingahús — eða ekki? — Verkstjóraráðningar— Naglareða salt? — Rannsóknarmáli frestað 29 mál afgreidd á Búnaðarþingi A borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag voru afgreiddar tvær tillögur frá Kristjáni Benedikts- syni, sem fjallað hafði verið um i borgarráði og hlotið jákvæðar undirtektir þar. Hefur þeirra beggja verið getið hér i blaðinu á sinum tima, og þvi óþarfi að rekja efni þeirra nánar. Fjallaði hin fyrri um unglingavinnu við græn svæði borgarinnar, en hin siðari um erindisbréf borgarstarfs- manna. Nokkrar umræður urðu um báðar tillögurnar I borgar- stjórn, og tóku ræðumenn undir tillöguflutning Kristjáns, og samþykktu báðar tillögurnar að lokum. Frestað var á siðasta borgar- stjórnarfundi að taka ákvörðun I máli eins aðila, sem búið var að samþykkja í byggingarnefnd. Er hér um að ræða Veitingahúsið Ar- múla 5, sem sækir um leyfi til að gera fyrirkomulagsbreytingar á áður samþykktum veitingasal i húsinu nr. 5 við Armúla, að því er segir I fundarsamþykkt byggingarnefndar. Ingvar Grimsson hefur verið ráðinn yfirverkstjóri vatns- veitunnar, og verkstjórar hjá sama fyrirtæki, þeir Gunnlaugur Valdimarsson og Jón Ingvarsson. Var ráðning þeirra samþykkt i borgarstjórn sl. fimmtudag. Svohljóðandi tillaga frá Sigurjóni Péturssyni, borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, var samþ. til annarrar umræðu i borgarstjórn á sfðasta borgar- stjórnarfundi, með smávægileg- um orðabreytingum: Vegna mikils slits á götum borgarinnar af völdum negldra hljólbarða, samþykkir borgar- stjórn að fela gatnamálastjóra að kanna eftirfarandi. 1. Hve mikið má ætla að kosti i ár- legu viöhaldi slit af völdum negldra hjólbarða? 2. Hve mikinn aukakostnað hefði það I för með sér, ef götur yrðu ruddar og hálkueyddar það vel, að notkun negldra hjólbarða væri ónauðsynleg. Leiði könnunin i ljós, að óhóf- lega mikill kostnaður er samfara notkun negldra hjólbarða, þá Ásatrú trúar- brögð karla SAMKVÆMT hagskýrslum eru 200.363 íslendingar I þjóðkirkjunni, 2.391 utan trú- félaga, en aðrir I ýmsum sér- söfnuðum. í frikirkjunni i Reykjavik eru 6.690, Óháða söfnuðinum 1.536, frikirkjunni I Hafnar- firði 1.761, kaþólskum söfn- uðum 1.359, aðventistasöfn- uðum 637, hvitasunnusöfnuði 625, Sjónarhæðarsöfnuði 60, Baháisöfnuði 71, Asatrúar- söfnuði 70. Vottar Jehóva teljast 269 og i öðrum trú- félögum og ótilgreint 340. 1 flestum sérsöfnuðum eru konur fleiri en karlar. Þaö á þó ekki við um Asatrúar- söfnuðinn, þvi að i honum eru aðeins átta konur. Asa- trú virðist mjög eindregið vera trú karlmanna. Börn og unglingar, fimm- tán ára og yngri, viröast hlutfallslega fleiri meðal ka- þólsks fólks en annarra. Frá- vik af þvi tagi koma ekki fram i neinum öðrum sér- trúarsöfnuði. beiti borgarstjórn sér fyrir banni á notkun þeirra. Breytingin, sem gerð var á til- löguni að undirlagi meirihluta- manna, var sú að siðasta setningin skyldi vera þannig: ....þá taki borgarstjórn til at- hugunar, hvort hún vilji beita sér fyrir banni á notkun þeirra. A fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag skyldi taka til meðferðar rannsóknarmál vegna ætlaðs misferlis i rekstri Ahalda- húss Reykjavikur, en þvi máli var frestað. Gsal-Reykjavik — Búnaðarþingi, hinu 57.1 röðinni, er lokið..Forseti þingsins, Asgeir Bjarnason i As- garði sleit þinginu með ræðu á þriðjudaginn, en Búnaðarþing stóð að þessu sinni í 16 daga, hélt 17 fundi og afgreiddi 29 mál af 30 málum, sem þinginu bárust. A siðasta degi þingsins voru samþykktar þrjár ályktanir, ein um laun héraðsráðunauta, önnur um áskorun til stjórnvalda um að greiða niður verð á tilbúnum áburði, og siðasta ályktunin, sem samþykkt var á þinginu, var frá allsherjarnefnd, vegna erindis Jónasar Jónssonar og Hjartar E. Þórarinssonar, varðandi eigna- rétt á landinu og almannarétt til lands. 1 þeirri ályktun segir m.a., að þingið feli stjórn Stéttarsam- bands bænda, að samtökin láti i sameiningu fara fram söfnun á sögulegum og lagalegum gögnum um eignarétt bænda, sveitar- félaga og upprekstrarfélaga á af- réttum og öðru hálendi landsins. Er þetta atriði frekar stuðningur við þau rök, sem Búnaðarþing hefur áður gert samþykktir um, varðandi eignarétt á hálendi og óbyggðum landsins. En rök þingsins hafa verið sett fram gegn viðhorfum nokkurra manna, sem telja rikið eiga allan rétt á hálendi landsins og óbyggðum, að undanskildum beitarnotum, segir i ályktuninni. Þá telur þingið að ástæða sé til 57. að taka saman yfirlit yfir þau lagaákvæði, sem I gildi eru um rétt manna til umferðar, dvalar og landgæðanýtingar á annarra landi og um þær venjur, sem um slikt hafi rikt frá fornu fari. Ásgeir Bjarnason minnti i ræðu sinni á nokkur þeirra mála, sem samþykkt hafa verið á þinginu, og sagði að öll þessi mál sem og önnur hefðu mikla þýðingu fyrir landbúnaðinn og þjóðarheildina. Sagði hann, að þingfulltrúar hefðu lagt mikla vinnu i það að kynna sér málin og sagði að ályktanirnar og greinargerðirnar bæru þess vott. Þá kvað hann rök- ræður hafa verið miklar og fróð- legar. Að lokinni ræðu Ásgeirs kvaddi GIsli Magnússon i Eyhildarholti, aldursforseti þingsins sér hljóðs og þakkaði forseta drengilega og skörunglega stjórn og árnaði hon- um og þingfulltrúum allra heilla. bókaklúbbi AB ókeypis og kaupiö bækurá betra verði Bókaklúbbur AB er stofnaður með það fyrir aug- um, að hægt sé að gefa félögum klúbbsins kost á fjölbreyttu úrvali bóka á betra verði en yfirleitt gerist á almennum bókamarkaði. Félagargeta allir orðið, hafi þeir náð lögræðisaldri. Rétt til kaupa á bókum klúbbsins eiga aðeins skráðir félagar Bókaklúbbs AB. Bókaklúbbur AB mun gefa út 6-8 bækur árlega. Féalgsbækurnar munu koma út með eins eða tveggja mánaða millibili. Um það. bil einum mánuði áður en hver félagsbók kemur út verður félögum Bókaklúbbs AB sent Fréttabréf AB, þar sem bókin og höfundur hennar verður kynntur, greint frá verði bókarinnar, stærð hennar, o.fl. Félagar Bókaklúbbs AB eru ekki skyldugir að kaupa neina sérstaka bók. Félagar geta afþakkað félagsbækur með því að senda Bókaklúbbi AB sér- stakan svarseðil, sem prentaður verður í hverju fréttabréfi AB. Félagar Bókaklúbbs AB geta valið sér aðra bólk, en þá, sem boðin er hverju sinni í Fréttabréfi, og auka bækur að vild sinni. Velja má bækurnar eftir skrá, sem birt er í Fréttabréf inu. Þá geta félagar keypt bækur til viðbótar samkvæmt sértilboði, sem veitt verður öðru hvoru. Ef bók er afþökkuð, eða önnur valin í hennar stað, eða aukabækur pantaðar, þarf fyrrnefndur svar- seðill að hafa borizt Bókaklúbbi AB fyrir tilskilinn tíma. Að öðrum kosti venur litið svo á, að félaginn óski að eignast þá félagsbók, sem kynnt er í Fréttabréfinu. Félagsbókin verður þá send ásamt póstgíóseðli. Félaginn endursendir síðan póstgíró- seðilinn ásamt greiðslu í næsta pósthús eða banka- stofnun. Sú eina skylda er lögð á herðar nýrra félaga Bókaklúbbs AB að þeir kaupi einhverjar 4 bækur fyrstu 18 mánuðina, sem þeir eru félagar. Félags- gjöld eru engin. Áskriftargjald Fréttabréfsins er ekkert. Félagar Bókaklúbbs AÐ geta sagt upp félags- réttindum sinum með því að segja sig skriflega úr klúbbnum með eins mánaðar fyrirvara. Sami uppsagnarfresturgildir fyrir nýja félaga, en þó að- eins að þeir hafi lokið kaupum á fjórum bókum irinan átján mánaða. 6 fyrstu bækur í Bókaklúbbi AB: 3 f jölfræðibækur: 2 skáldsögur: Fánar að fornu og nýju Sjóarinn, sem hafið hafn- Uppruni AAannkyns aði eftir Yukio AAishima Fornleifafræði AAáttúrinn og dýrðin eftir 'islenzkt Ijóðasafn. Graham Greene. Ég vil vera með---------------------- Umsókn nýrra félaga Vinsamlega skráið mig i Bókaklúbb AB. Ég hef kynnt mér félagsreglurnar og geri mér grein f yrir kvöðum nýrra félaga um kaup á bókum. Nafn Nafnnúmer Heimilisfang. é Almenna bókafélagið Austurstræti 18 — Reykjavík Pósthólf 9 — Símar 19707 & 16997

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.