Tíminn - 15.03.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 15.03.1975, Qupperneq 1
vélarhitarinn í frosti og kulda HF HÖRÐUR 6UNNARSS0N SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460. ÆNGmp Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjukra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 V Ríkis- ábyrgðin 23% af veltu '75 — eða rúmir tveir miiljarðar króna FB—Reykjavik. Flugleiðir hf. hafa sdtt um rikisábyrgð á láni að upphæð 13.5 milljónir dollara, sem félagið hyggst taka til kaupa á tveimur þotum af gerðinni DC- 8-63, eins og fram hefur komið i fréttum. Er hér um að ræða rikis- ábyrgð fyrir rúmum tveimur milljörðum króna, að þvi er for- stjórar Flugleiða þeir örn John- son, Alfreð Eliasson og Sigurður Helgason skýrðu frá á blaða- mannafundi í gær. Talað hefur verið um, að hér sé um að ræða hæstu rikisábyrgð á láni, sem farið hafi verið fram á, og kváðu forstjórarnir það eflaust vera rétt, en töldu þó rétt, að meta upphæðir i samræmi við tima og ástæður hverju sinni. Til dæmis benti örn Johnson á, að þessi upphæð væri aðeins 16% af brúttóveltu félagsins, og ef teknar eru með eldri rikisábyrgðir, sem enn eru ekki uppgreiddar — um 900 milljónir — þá eru þetta 23% af áætlaðri veltu árið 1975. Til samanburðar má svo geta þess sagði örn Johnson að þegar Flug- félag íslands fékk rikisábyrgð vegna þotukaupa sinna árið 1967 nam sú upphæð 5.2 milljónum dollara, en gengi dollarans var þá kr. 43.06, svo þetta var þá um 224 milljónir króna. Á sama tima var heildarvelta Flugfélagsins ekki nema 314 milljónir, svo að þar var um 70% af heildarveltunni að ræða. Vélarnar, sem Flugleiðir hyggjast nú kaupa, hafa verið i leigu hjá félaginu, en eigendur þeirra eru Seaboard World Airlines. Samningur um fyrri þot- una var undirritaður 1. júli 1971, og um þá siðari 1. mai 1972. Umsamið verð fyrir þoturnar var 11.000.000 dollarar fyrir þá fyrri, og 10.700.000 fyrir þá siðari. Leigugjöld frá samningsundirrit- un ganga nú upp i kaupin, en á Framhald á bls. 13 Kona Friðriks ólafssonar, Auður Julíusdóttir og dætur þeirra tvær, Áslaug til vinstri og Bergljót til hægri voru komnar suður á Keflavikurflugvöll til þess að taka á móti föður sfnum. (Tlmamynd Gunnar) Verð að taka orð hans trúanleg sagði Friðrik Olafsson um ummæli Spasskis um hann sjdlfan og skdklist hans FB-Reykjavik. Friðrik ólafs- son stórmeistari kom heim af skákmótinu f Tallin i gær- kvöldi. Hann var hinn hress- asti, er Timinn hitti hann að máli og óskaði honum til hamingju með að hafa komizt I 2r3, sæti á mótinu. Hann sagðist vera ánægður meö út- komuna, þrátt fyrir það, að hann hefði ekki komizt I fyrsta sætið. Hann hefði ef til vill teflt of djarft I siðustu skákinni i von um að ná efsta sætinu. Friðrik sagði, að mótið hefði verið frekar erfitt, sérstaklega vegna þes, hversu langan tima það hefði tekið, eða um það bil mánuð. Hann sagði, að fariö væri að ræða um að stytta mótin i framtiðinni, og yröi það þá gert með þvi að stytta umhugsunartimann i skákun- um, stytta skákirnar, þvi þessi löngu mót væru allt of erfiö. Ekki sagðist Friðrik hafa Framhald á bls. 13 400 milljóna sparnaður með betri nýtingu kynditækja ? Gsal-Reykjavik — Sparnaður er eitt af þeim orðum, sem hvað oft- ast heyrist hér á landi um þessar mundir, og það ekki að ástæðulausu. Ein bekkjardeild i Óvíst, hvort björg- un svari kostnaði — segir yfirvélstjóri Hvassafells Gsal-R.vik. Þeir menn, sem fyrr I vikunni fóru út i Flatey til þess að kanna, hvort hugsanlegt væri að takast mætti að bjarga Hvassafelli af strandstað, eru komnir til Reykjavikur. Brezki sérfræðingurinn mun væntanlega núna um helgina gefa yfirmönn- um sinum i London skýrslu um málið, og er þvi að vænta ákvörðunar i þessum efnunt eftir helgina. Að sögn Jóns Arnar Ingvarssonar, yfirvélstjora á Hvassafelli er vafamál, hvort svari kostnaði að bjarga skipinu. Brezki sérfræðingurinn og tryggingarfélögin munu eflaust gera kostnaðaráætlun um hugsanlega björgun skipsins um helgina. Hjörtur Hjartar, framkvæmda- stjóri skipadeildar SIS, sagði i gær við Timann, að efnislega hefði hann ekki vitneskju um ráðagerðir brezka sérfræðingsins og tryggingaraðila. Sagði Hjörtur, að skipið hefði ekkert færzt á strandstað, dýpið að aftanverðu á fjöru væri um 1.1 m, en að framanverðu um 1.5 metrar. Skipið hallast litillega á stjórnborða, fjórar til fimm gráður. Á strandstað væri mikið grjót, en enginn sandur, og grynningar a.m.k. 300 metra út. — Fulltrúar SÍS, sem fóru út i Flatey, stikuðu dýpi við skipið og komust að raun um, að litið vatn væri þar. Það er engum vafa undirorpið, að botninn er mjög al- Framhald á bls. 13 Velskólanum gerði könnun á þvi, hvort ekki inætti nýta oliu til húsahitunar betur en gert væri, og spara þannig einhverja fjár- muni. Niðurstöður könnunar- innar eru mjög athyglisverðar, þvi að þar kemur fram, að auka má nýti katla um 10% — eða jafn- vel meira. Sé aðeins miðað við 10% sparnað á oliunotkun lands- manna til húsahitunar, yrði heildarsparnaður miðað við nú- verandi verð hvers litra af gas- oliu 376.1 millj. kr. — Tilefni könnunarinnar var hið sihækkandi oliuverð og sú nauðsyn. sem ráðamenn þjóðar- innar hafa bent á, að ber til að spara hið dýra innflutta eldsneyti, sögðu nemendur á blaðamannafundi, sem þeir efndu til i gær. Jafnframt vildi bekkjar- deildin einbeita sér að hagnýtu verkefni i stað þurra tilbúinna kennsluverkefna. Könnunin fór fram dagana 5.-8. febrúar s.l. og náði til 56 katla á Akranesi. Katlarnir er kannaðir voru og lagfærðir, eru á sam- felldu svæði eða hverfi i Akranes- kaupstað — og til að fá heildar- mynd af ástandi oliukyntra katla á Akranesi voru teknir með i könnuninni nokkrir katlar i iðnaðarverksmiðjum, og voru þeir valdir af handahófi. Ólafur Eiriksson tæknifræðing- ur, kennari bekkjardeildarinnar, útvegaði nemendum sinum nýtnimælitæki að láni og sjálfir smiðuðu þeir sér önnur tæki, sem nauðsynleg voru. Þegar niður- stöður könnunarinnar lágu fyrir var þess farið á leit við Valdimar K. Jónsson, prófessor, að hann liti yfir þær, — og staðfesti hann þær i ölium meginatriðum. Það kom fram á blaðamanna- fundinum, að könnun var gerð i þeim tilgangi að sýna fram á, að hægt væri að bæta nýtni kynditækja, og töldu nemend- urnir, að sá katlaf jöldi sem mældur var, gefi nokkuð glögga mynd af ástandi kynditækja i landinu. Ennfremur kom fram, að al- mennt séð virðist fólk ekki gera sér grein fyrir þvi, að hægt sé að bæta nýtni kynditækja. Með þessari könnun vilja nemendurnir vekja athygli fólks og þá ekki siður ráðamanna en annarra á þvi, að með athugunum á kynditækjum má spara mikla fjármuni. Það kom hins vegar skýrt fram á fundinum, að ekki er æskilegt að fólk taki upp á þvi að ætla að bæta nýtni kynditækja sinna sjálft —og i sumum tilfell- um stórhættulegt. Þvi væri nauðsynlegt að vara fólk við þvi, að leggja út á þá hálu braut, Framhald á bls. 13 Þeir 15 nemendur Vélskóla islands sem að könnuninni stóöu, ásamt kennara sinum ólafi Eirikssyni, sem er lengst til hægri á myndinni. Tlmamynd GE.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.