Tíminn - 15.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.03.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. marz 1975. TÍMINN „SAFN SIGURÐAR MALARA" — Sýning á gripum, sem Þjóðminjasafni áskotnaðist Opnuð hefur veriö i Þjóðminja- safni sýning á gripum þeim, sem safninu áskotnaðist á áruin Sigurðar málara Guðmundssonar við safnið, þ.a. 1863-1874, en sl. haust var öld liðin frá andláti Sigurðar, sem kalla má frum- kvöðul þess, að Þjóðminjasafni var á fót komið. Sigurður lézt i öndverðum september 1874 rétt liðlega fertugur. Þá voru liðin tólf ár frá stofnun safnsins sem hann hafði annazt frá upphafi. Þótt Sigurður væri einhver bezti listamaður þjóðarinnar á sinni tið, lagði hann málaralistina á hilluna fljótlega eftir heimkomu frá námi i Kaup- mannahöfn og tók að sinna söfnun og varðveizlu fornminja, baráttu fyrir endurnýjun kvenbúningsins, leikstarfsemi og öðrum hugðar- efnum. —Um þessarmundir voru Islenzkir forngripir i mikilli hættu og voru margir sendir úr landi, en aðrir eyðilögðust innanlands þvi að fáum var ljóst hvert gildi þeir höfðu. Sigurður sá hvert stefndi og skar þvi upp herör fyrir'stofn- un íslenzks forngripasafns. Á sýningu þeirri, sem nU hefur verið opnuð i Þjóðminjasafninu gefur að lita Urval þeirra gripa, sem safnið eignaðist á dögum Sigurðar og þar má sjá hvort tveggja — hversu ötull Sigurður var við að afla safninu hluta, og eins hitt hversu vandur hann var að gripum til safnsins. Þótt hans sé jafnan minnzt sem listamanns og orðið málari verði um aldur tengt nafni hans, er þó stofnun Forngripasafnsins, sem við nefn- um nú Þjóðminjasafn, það afrek, sem lengst mun halda nafni hans á lofti og vist er að enginn fer von- svikinn af þeirri sýningu, sem nú hefur verið opnuð i Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Þór Magnnsson þjóðininjavörður virðir fyrir sér einn skápinn á sýning- unni. Tlmamynd Róbert Hagnaður af rekstri Loftleiðahótelsins — rekstur Hótel Esju í járnum — hagnaður af bílaleigu Loftleiða Ósvaldur Knudsen látinn SJ-Reykjavik ósvaldur Knudsen varð bráðkvaddur á föstudag 75 ára að aldri. ósvaldur var málarameist- ari, en þekktastur var hann þó siðari árin fyrir starf sitt að kvikmyndagerð, og hlaut hann margvislega viður- kenningu fyrir myndir sinar. Minnisstæðar eru kvik- myndir hans um islenzka þjóðhætti og mannlif, svo sem mynd hans frá Horn- ströndum,þarsem m.a. kom fram hinn merki maður sr. Jón i Grunnavik, og ekki sið- ur myndir um náttUru lands- ins og hamfarir hennar, t.d. um gosin I Heklu, öskju, Surtsey og Vestmannaeyj- um. En fyrir myndina um siðastnefnda gosið hafði hann fyrir skömmu fengið verðlaun suður i Pérsiu. Ósvaldur Knudsen ÍWdist á Fáskriíðsfirði 19. OKióber 1899. Hann lærði málaraiðn i Reykjavik og lauk prófi I þeirri grein 1917. Hann stundaði framhaldsnám i iðn sinni I Kaupmannahöfn og Miinchen. Ósvaldur var mikill ferða- maður og heiðursfélagi i Ferðafélagi islands. FB—Reykjavik. Hótelrekstur Flugleiða hefur gengið vel undan- farið, og nýting hótel Loftleiða og Hótel Esju verið nokkuð góð. Hef- ur nýting Hótel Esju batnað frá þvl Flugleiðir tóku við rekstri hótelsins, enda hefur flugfélagið góða aðstöðu til þess að nýta gistirýmið vegna flugrekstrar sins. Alfreð Elíasson forstjóri skýrði frá þvl á blaðamannafundi, að hagnaður hefði verið á rekstri hótel Loftleiða á siðasta ári. Endanlegar tölur um rekstur hótelsins allt árið liggja ekki fyrir, en miðað við timabilið janUar til nóvember var hagnað- urinn 15.5 milljónir. Afskriftir námu 12.8 milljónum og vaxta- greiðslur voru 4.2 milljónir, þannig að það sem umfram var þegar,áður en vextir voru greidd- ir og afskriftir teknar til greina, voru 32.5 milljónir. Varðandi rekstur Hótel Esju, sem Flugleiðir tóku yfir I aprií slðastliðnum sagði Alfreð Elias- son.aðhann stæði ijárnum.ef af- skriftir og vaxtagreiðslur væru ekki teknar með. Þar hafa staðið vfir nokkrar breytingar að undanförnu, til dæmis er verið að innrétta veitingaaðstöðu á fyrstu hæð hUssins, en einnig hefur veitingasalnum á efstu hæðinni verið breytt i kaffiteriu, sem er rekin á sama hátt og kaffiterian á Hótel Loftleiðum. Auk þessara tveggja hótela eiga Flugleiðir 20% I Airogolf- hótelinu I Luxemborg. Hefur tek- izt að koma þvi hóteli vel af stað, en það er nýtt, og tekur ætíð nokk- urn tlma að byggja upp viðskipti slikra fyrirtækja. Auk hótelrekstrarins annast Flugleiðir starfrækslu bflaleigu. Af henni varð hagnaður 6.254.000 á sfðasta ári auk afskrifta, sem voru 4 milljónir. Rekstarafgang- ur varð þvi rúmar 10 milljónir miðað við árið á undan, en þessar tölur miðast við janúar til nóvem- ber eins og tölurnar um rekstur Loftleiðahótelsins. Ennfremur 'voru forstjórar Flugleiða spurðir um rekstur ferðaskrifstofunnar Úrvals, en hUn er að helmingi til I eigu þeirra. Sögðu þeir, að reksturinn hefði gengið allvel á siðastliðnu ári, og einhver hagnaður mundi hafa verið af rekstrinum. VSI kýs baknefnd aðalstjórn ogsamninganefnd til aðstoðar ósvaldur Knudsen Fimmtudaginn 13. marz var haldinn stjórnarfundur I Vinnu- veitendasambandi tslands. Auk stjórnar sambandsins sátu fund- inn formenn og fyrirsvarsmenn margra sérgreinafélaga, héraða- félaga og stórfyrirtækja innan samtakanna. A fundinum var gerð grein fyrir ástandi og horf- um I efnahagsmálum. Ennfremur gaf aðalsamninga- nefnd Vinnuveitendasambands íslands fundinum skýrslu um samningaviðræður aðila vinnu- markaðarins að undanförnu. Miklar umræður urðu um erfiða stöðu atvinnuveganna og kaup og kjaramál. Samþykkt var að kjósa sérstaka baknefnd, sem skal ásamt aðalstjórn samtakanna vera samninganefnd Vinnuveit- endasambandsins til halds og trausts. f nefnd þessari eiga sæti varaframkvæmdastjórnarmenn og formenn allra vinnuveitenda- félaga innan Vinnuveitendasam- bands tslands. Grafíksýning BH-Reykjavlk. —Um þessa helgi verður opnuð sýning á grafik- myndum frá Sovétrikjunum hjá Listasafni ASÍ að Laugavegi 31. A sýningunni eru 44 verk eftir 38 listamenn frá ýmsum stöðum Sovétrikjanna. Sovézk listaverk eru sjaldséð hér á landi. Arið 1958 var þó haldin sýning I Þjóðminja- safnshUs'inu á steinprentmynd- um frá Sovétrikjunum og einstakir sovézkir listamenn hafa ennfremur efnt til sýninga hér I Reykjavik. Sýningin verður opin I Lista- safni ASt 15.-23. marz, þriðjudag, miðvikudag, og föstudag kl. 15.00- 18.00, fimmtudag, laugardag og sunnudag kl. 15.00-22.00. Lista- safnið er ætið lokað á mánu- dögum. Áburðarmálið Þjóðviljinn birti nýlega viö- tal við Asgeir Bjarnason, fbr- mann Búnaðarfélags tslands, um störf nýlokins búnaðar- þings. Asgeir sagði m.a.: ,,Það fer nú vart milli niála, að verðhækkunin á áburði var mál málanna á þessu þingi. Þar blasir við bændum og raunar allri þjóðinni óskap- legur vandi, sem leysa verður hið bráðasta, það mál þolir enga bið. t vor er fyrirsjáan- leg 130 til 140% hækkun á til- búnum áburði sem mun þýða nærri 300 þúsund kr. útgjalda- aukningu fyrir meðalbú I landinu. Undir þessari hækk- un ris enginn bóndi. Og ekki bara það, heldur myndu verð- hækkanir á landbúnaðaraf- urðum verða slikar, ef áburðarhækkunin verður látin koma út i verðlag land- búnaðarafurða, að fáir hefðu efni á að kaupa þær. — Okkur sýnist þvi að það sem frekast kemur til greina sé einhverskonar niður- greiðsla I svipuðu formi og niðurgreiðslan á oliu og að drcifa þessari hækkun á fleiri ár þannig að bændur fái ekki þennan mikla skell I vor. Al- þingi mun fjalla um þetta mál á næstunni og það verður að leysa þennan vanda fyrir vor- ið." Hagfræðilegar rannsóknir í landbúnaði ' 'í viðtalinu segir Asgeir Bjarnason enn fremur: ,,Nú, um önnur merk mál sem afgreidd hafa verið á þessu búnaðarþingi vil ég nefna samþykkt um stofnun búnaðarháskóla. Við viljum gera framhaldsdeildir bænda- skólanna að háskóladeildum og við v iljiim einnig auka búnaðarfræðsluna með þvl að koma henni inni fleiri skóla. Til að mynda mætti hugsa sér að einhver búnaðarfræðsla færi fram i barna- og gagn- fræðaskólum. Þá viljum við og að stofnaður veröi 3ji bænda- skólinn I landinu en til eru lög um þrjá bændaskóla. Þá var samþykkt á þinginu að koma á hagfræðilegum rannsóknum i landbúnaði. Rannsóknir þessar miði að þvi að finna leiðir til aö reka land- búnaðinn á sem hagkvæmast- an hátt og raunar að gera á honum allsherjar úttekt. Þessi mál yrðu framkvæmd af Stéttarsambandi bænda, Fram Ieiðsluráði land- búnaðarins og Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Ég tel að hér sé um mjög merki- legt mál að ræða og að brýnt sé að hraða þvl sem kostur er. — Enn vil ég nefna eitt mál sem ég tel að sé mikið hags- munamál almennings i land- inu ekki slður en bænda sem samþykkt var á þinginu, en það er endurskoðun á reglum kjötmats." Búnaðarþing Að lokum 'spurði blaðið As- geir, hvort hann áliti, að ár- legt búnaðarþinghald ætti rétt á sér. Asgeir svaraði á þessa leið: „Alveg ' tvimælalaust. Búnaðarþing léttir mjög á opinberum aðilum, það veitir visst aðhald, þar koma vanda- mál bændastéttarinnar og landbúnaðarins fram og eru rædd af þeim sem best hafa þekkingu á málunum. Og ég l'ullyrði að niikio tillit er og hefur verið tekið til búnaðar- þings og megin kjarninn af þeim málum sem samþykkt hafa verið á búnaðarþingi liai'a náð fram að ganga á al- þingi. Ég tel það engum vafa undirorpið að búnaðarþing hafi fyrir löngu sannað gildi sitt og að það beri að halda þvi áfram að halda búnaðarþing árlega og að það standi I 2 vik- ur." Þ.Þ. TVEIR NYIR FRAM- KVÆMDASTJÓRAR HJÁ SAMBANDINU A FUNDI slnum I þessari viku réði stjórn Sambandsins tvo nýja framkvæmdast jóra. Hjörtur Eirlksson verður fram- kvæmdastjóri Iðaðardeildar I stað Harry O. Frederiksen, sem lézt 2. febr. s.l. Mun Hjörtur hafa biísetu á Akureyri, en þar eru sem kunnugt er helztu verksmiðj- ur Sambandsins. Er þetta i fyrsta skipti, að framkvæmdastjóri i einni af aðaldeildum Sam- bandsins hefur búsetu utan Reykjavikur. Axel Gislason verður fram- kvæmdastjóri Skipulags- og fræðsludeildar. Tekur hann við starfi af Sigurði Markússyni, sem ráðinn hefur verið framkvæmda- stjdri Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins eins og þegar hefur komið fram I fréttum. Hjörtur og Axel taka jafnframt sæti i framkvæmdastjórn Sam- bandsins. Hjörtur Eirlkssoner fæddur 11. nóvember 1928. Hann stundaði nám I Verzlunarskóla tslands og lauk þaðan prófi 1947, og fram- haldsnám hjá Polytechnic i Lond- on 1947-1949. I ársbyrjun 1950 réðst hann til starfa hjá Iðnaðar- deild S.I.S. i Reykjavik og starfaði þar, unz hann fluttist til Akureyrar árið 1952. Þar starfaði hann I öllum deildum Gef junnar i 2 ár. A vegum Sambandsins fór hann þá til Þýzkalands og stundaði þar nám I ullarfræði I 3 Frh. á bls. 15 Hjörtur Eirfksson Axel Glslason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.