Tíminn - 15.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.03.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. marz 1975. TÍMINN 5 Söngsveitin heldur nú tónleika i fimmta sinn og að þessu sinni eru það kirkjutónleikar sem fyrir valinu hafa orðið. Frú Snæbjörg Snæbarjnardóttir er stjórnandi sveitarinnar eins og undanfarin ár. Undirleikarar að þessu sinni eru þeir ólafur Vignir Albertsson, á pianó og Arni Arinbjarnarson, á orgel. Einsöngvari er Guðrún Tómasdóttir. Einnig kemur fram með sveitinni barnakór sem frú Snæbjörg hefur æft I vetur. Eru það að megin- hluta börn söngsveitarfélaga. Þetta er i fyrsta sinn sem barnakórinn kemur fram með söngsveitinni. Tónleikarnir verða haldnir i Háteigskirkju fimmtudaginn 13. marz kl. 21.00 og laugardaginn 15. marz kl. 17.00. Norðlendingar í Reykjavík safna fé til kaupa á hjartabíl Eins og kunnugt er hefur Blaðamannaféla g islands, i samráði við Rauða kross is- lands, og fleiri aðila, beitt sér fyrir fjársöfnun til kaupa á tveimur neyðarbílum. Annar billinn er þegar kominn i no un i Reykjavik og hefur reynzt mjög vel. Sá bill var keyptur til ininningar um Hauk Hauksson, blaðamann. Hinn billinn, sem á að fara til Akureyrar, er einnig keyptur til minningar um Hauk Hauksson, en stofnframlag til kaupa á bilnum lögðu fram ættingjar og vinir Snorra Sigfússonar, fyrrum náms- stjóra, en Haukur var hans fyrsta barnabarn. — Scan- rescue-verksmiðjurnar i Noregi eru nú að ganga frá Akureyrar- bílnum og verður hann tilbúinn fljótlega. Þetta verður einn full- komnasti bill, sem verksmiðj- urnar hafa framleitt til noktun- ar i norðlægum löndum. — Vegna siðustu gengis- breytingar hækkaði verð bflsins mjög, og skortir nú um 800 bús- und krónur til þess að endarnái saman. Mikilvægt er, að billinn komist til Akureyrar sem fyrst, en ætla má að hann verði tilbú- inn frá verksmiðjunni um næstu mánaðamót. Norðanmenn i Reykjavik, undir forustu Eyfirðingafélags- ins, hyggjast efna til fjársöfnun- ar á næstunni til að veita Blaða- mannafélaginu aðstoð svo neyðarbillinn komist á götuna fyrir norðan fyrr en ella. Mánudagskvöldið 17. marz efnir Eyfirðingafélagið til glæsilegs bingós i Súlnasal Hótel Sögu. Vinningar verða margir og glæsilegir. Má þar nefna Spánarferðir, páskaferð með Guðmundi Jónassyni, flug- ferð til Akureyrar og dvöl þar, margar glæsilegar framleiðslu- vörur helztu iðnfyrirtækja á Akureyri, til dæmis Gefjun, Heklu, JMJ, KEA og fleiri. Bingóinu stjórna Jón B. Gunn- laugsson, og Hafliði Jónsson, en I upphafi flytur Arni Gunnars- son, formaður söfnunarnefndar Blaðamannafélagsins, stutt ávarp. Bingóið hefst kl. 20.30, en sala bingóspjalda hefst i and- dyri hússins klukkan 20.00, þar sem búist er við mikilli aðsókn. A söngskrá eru lög eftir eftirtalda höfunda: Þórarinn Guðmundsson — frumflutt verk, dr. Pál tsólfs- son, Skúla Halldórsson — frumflutt verk. Þorkel Sigurbjörnsson, Möhring, P. Macagni, W.A. Mozart, Franz Schubert, Anton Bruchner, Johan Sebastian Bach. Færeyska farþegaskipið hefur ferðir í maí n.k. — siglir d milli Færeyja, íslands, Noregs og Hjaltlands BH-Reykja vik. — Búizt er við þvi, að I maí næstkomandi hefjist ferðir ferja, sem gangi milli ís- lands, Færeyja, Noregs og Hjalt- lands. Hafa færeyskir aðilar þeg- ar gert samninga um kaup á slikri ferju, sem ætlazt er til að verði á þessari leið, og mun hún taka um 300 farþega og 110 bif- reiðar, en hér er að sjálfsögðu fyrst og fremst um bílaferju að ræða, vegna aukins áhuga manna á að taka bifreið sina með sér i sumarleyfið. Samkvaémt upplýsingum, sem blaðið aflaði sér hjá Oskar Hermansen í Þórshöfn er hér um að ræða 5-6 ára gamla ferju frá Danmörku, en reynsla af slikum ferjum er mjög góð þar i landi. Var ferjan upphaflega keypt i stað einnar eyjaferjunnar. Smyrils, sem orðin var of litil til að gegna hlutverki sinu. Tekur Smyrill ekki nema 4-5 bifreiðar, en bifreiðaeign Færeyinga fer ört vaxandi, þrátt fyrir erfiðar sam- göngur, en vegir eru góðir á eyjunum. Kvað Oskar samningana um kaupin á ferjunni vera undir- ritaða og von væri til þess, að hún hæfi ferðir i mai, en fyrst þarf hún að sjálfsögðu að gangast undir einhverjar viðgerðir, sem ætlazt er til, aö lokið verði þá. Kaupverðið kvað Oskar hafa verið mjög hagstætt. Hér væri um tiltölulega nýtt skip að ræða og hefði það kostað 20.7 millj. færeyskra króna. Slikt skip myndi ekki kosta undir 40-50 mill- jónum færeyskra króna, ef það væri smiðað nú. Færeyska krón- an hefur sama verðgildi og sú danska og hefur þvi skipið kostað sem svarar rúmlega 450 millj. isl. króna. Oskar kvað talsvert rætt um það i Færeyjum, á hvaða hafnir ferjan myndi væntanlega ganga, en ekki hefði enn verið kveðiö upp úr með það, hvaða höfn á austur- strönd tslands yrði fyrir valinu. Hinar hafnirnar eru Bergen i Noregi og Lervik á Hjaltlandseyj- um, og væri styzta ferðin frá Fær- eyjum þangaö. Ferðirnar til ts- lands og Bergen myndu taka svipaðan tima eða 10-12 klukkustundir. Væruþessar ferjur mjög fljótar i ferðum og er það einn aðalkostur þeirra. Að lokum minntist Oskar á það, að skoðanir manna i Færeyjum á ferjukaupum þessum væru mjög skiptar. Það eru strandferðaskip landsins, sem reka ferjurnar milli eyjanna og kaupa þessa ferju, og almenningur i Færeyj- um er ekkert yfir sig hrifinn af þvi að missa ferju sem þessa úr eyjaferðunum i millilanda- siglingar. Kvað Oskar almennari stuðning við þá hugmynd Erlends Paturssonar, er fram kom á Norðurlandaþingi, að Noregur Danmörk, Sviþjóð tsland og Færeyjar tækju sig saman um kaup á tveim skipum, sem væru sifelltíhringferðum milli þessara landa. Sameiginlegt skráningarkerfi sögu kvenna á Norðurlöndum STOFNUN islenzka kvenna- sögusafnsins vakti mikia athygli á fundi samstarfsnefndar nor- rænu kvennasögusafna, sem var haldinn i Konunglegu bókhlöð- unni i Kaupmannahöfn um mán- aðamótin janúar/ febrúar. Else Mia Einardóttir bóka- safnsfræðingur skýrði frá stofnun og starfsemi safnsins, sem komst á laggirnar tæpu ári eftir að nor- rænu kvennasögusöfnin — og á- hugafólk um stofnun slikra safna — héldu fyrsta fund sinn. Aðalumræðuefni samstarfs- nefndarinnar að þessu sinni var að ræða orðasafnskerfi (thesaur- us) norrænu kvennasögusafn- anna, sem á að verða hornsteinn i flokkun og skráningu efnis. Á- kveðið var að byggja orðasafns- kerfið á orðasöfnum þeim, sem tiltæk eru i kvennastögusöfnun- um. Stuðzt er við alþjóðlegar reglur i samningu sliks orða- safns, t.d. verða orðin þýdd á ensku. Mun orðasafnskerfið verða hið fyrsta sinnar tegundar i heiminum og geta fræðimenn og kvennasögusöfn annarra þjóða einnig hagnýtt sér það. Rétt er að taka það fram, að orðasafnskerfi þetta á ekki að verða nýtt flokkunarkerfi, heldur tæki er samtengir hugmyndakerfi kvennasögusafnanna og skrán- ingarkerfi, sem notuð eru i heim- inum i dag. Oll Norðurlandamálin verða jafnrétthá. Þannig verður is- lenzka orðasafnið gefið út með þýðingum á dönsku, finnsku, fær- eysku, norsku, sænsku og ensku. Enska orðasafnið verður gefið út með þýðingum á öllum Norður- landamálunum. Takmarkið er að koma á samskráningu efnis um kvennasögu á Norðurlöndum. Orðasafnið er mikilvægur liður i þessari áætlun. Áætlað er að taka kerfið i notkun 1977/78. Reynt veröur að fjármagna gerð og vinnslu orðasafnsins með stuðn- ingi Norræna menningarsjóðsins. G/obus/ LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 HEIMILIS- rafstöðvar Höfum til afgreiðslu strax úr vörugeymslu 6 kw eins og þriggja fasa rafstöðvar 12,5 kw og 72 kw X sjálfvirkar rafstöðvar væntanlegar með vorinu GÖÐIR GREIÐSLU- SKILAAÁLAR ^Uélanalanf Garðastræti 6 Símar 1-54-01 & 1-63-41

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.