Tíminn - 15.03.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.03.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. marz 1975. TÍMINN 13 O Flugleiðir mánuði hafa verið greiddar 72.666 þiísund dollarar fyrir fyrri vélina og 74.500 þúsund dollarar fyrir þá síðari. Hafa því þegar verið greiddar 8.1 milljón dollara upp i kaupverðið, en eftirstöðvarnar eru 13.5 milljónir dollara, eins og fyrr getur. Upphaflegt verð á þotum af gerðinni DC-8-63 var um 12 milljónir dollara. Vegna þess hve hagkvæmar þessar þotur eru i rekstri og vinsælar jafnt meðal farþega sem flugfélaga, hafa þær ekki lækkað i verði og er það enn svipað á frjálsum markaði. Formlega var farið fram á rikisábyrgðina nú i febrúar, en óformlegar viðræður hófust um málið i október s.l. Mjög nauð- synlegt er að gengið verði frá þessum málum hiðallra fyrst, en ekki sögðust Flugleiðamenn hafa lagt niður fyrir sér, hvað gert yrði, ef rikisábyrgð fengist ekki. Undanfarið hefur verið unnið að öflun gangna, gerðar framtiðar- spár fyrir rekstur og fjárhag Flugleiða hf. og málin könnuð frá ýmsum hliðum, en sérstök nefnd af hálfu stjórnvalda hefur fjallað um þetta mál. Töldu Flugleiðaforstjórarnir að brýnnauðsyn væri fyrir fyrirtæk- ið, aö þessar vélar yrðu keyptar, þar sem þær eru mjög hagkvæm- ar i rekstri og hentuðu félaginu i alla staði hið bezta, auk þess sem þegar hefur verið greitt svo mikill hluti kaupverðsins með leigu- greiðslunum, sem gætu gengið upp I endanlegt verð þeirra. Sögðu þeir ennfremur, að af- borganir og vextir yrðu lægri en leigugjöldin eru f dag. Vegna þessara fyrirhuguðu kaupa hafa Flugleiðir hf. leitað eftir láni, sem tekið yrði i Bandarikjunum. Mun 40% láns- upphæðarinnar fást hjá Export Import Bank i Washington, en siöan yrði tekið annað lán hjá öðr- um banka, sem svarar sömu upphæð, en Export Import Bank ábyrgist það. Að lokum, yrði svo að afla 20% upphæðarinnar eftir öðrum leiðum. Sigurður Helgason sagði, að vextir Export Import Bank væru 8%, og eru það lægri vextir en al- mennt gerist, en vexti I flestum bönkum erlendis, sagði Sigurður nú vera 9-10%. Má þvi gera ráð fvrir, að 60% lánsupphæðarinnar yrðu meö þeim vöxtum. Þá sagði Sigurður, að lánakjörin væru hagstæð af öðrum orsökum. Lán- iðþ.e.a.s. þessi tvenn 40% yrðu til 7 ára, og ekki yrði farið að greiða af láninu hjá Export Import Bank fyrr en lokið væri við greiðslur til þess aðila, sem lánaði 40% gegn tryggingu bankans. Yröi þvi fyrr lokið greiðslu þess hluta, eða á þrem og hálfu ári, sem væri með hærri vaxtaupphæðinni. Þotur af gerðinni DC-8-63 sem Flugleiðir hyggjast nú kaupa, hafa verið i notkun hjá Loftleið- um siðan félagið hóf þotuflug hinn 14. maí 1970. Þessi þotutegund hefur reynzt félaginu mjög vel og hentar einkar vel á flugleiðum þess. Auk þess að flytja 249 far- þega I ferð, bera þoturnar nokkr- ar lestir af vörum jafnframt. Þær hafa mikið flugþol og geta auð- veldlega flogið milli meginlanda hindri veður lendingu á Islandi. DC-8 þotur eru framleiddar hjá McDonnell Douglas flugvéla- verksmiðjunum i Californiu. Fyrsta þotan af þessari gerð flaug 30. mai 1958. Af DC-8 þotum eru til átta mismunandi gerðir með misjafnlega mikið burðarþol og flugþol. Sú gerð sem hér um ræðir, DC-8-63, er sú stærsta og burðarmesta i þessum flokki. Þotur þær sem Flugleiðir hafa á leigu/kaupsamningi voru fram- leiddar árið 1968. DC-8-63 er fjög- urra hreyfla þota. Hreyflar af gerðinni Pratt & Whittney JP3D- 7. t flugtaki framleiðir hver hreyfill 19 þúsund punda kný. Flughraði er um 900 km á klst. Flugþol þotanna er rúmlega 8000 km. Eldsneytisgeymar rúma 92 þúsund litra (74 tonn). Mesti þungi til flugtaks er 161 lest. DC-8-63 er 57.1 má lengd, 45.2 m milli vængenda og hæðin er 12.9 m. Þotur þær sem Flugleiðir hyggjast núfestakaup á eru með stórum vörudyrum og útbúnaði til þess að breyta þeim i vöru- flutningaflugvélar að einhverju eða öllu leyti. Séu t.d. þrfr vöru- pallar I farmrými eru sæti fyrir 204 farþega I farþegarými. Þoturnar tvær eru með öllum fullkomnustu siglingatækjum, sem nú eru I notkun, þ.á.m. Inertia flugleiösögutækjum. Þá eru báðar þoturnar með nýjum innréttingum. 9 Hvassafell varlega og mikið skemmdur, sagði Hjörtur. Jón örn Ingvarsson, yfirvél- stjóri á Hvassafelli, sem fór út i Flatey, sagði að skipið væri u.þ.b. breidd sina frá landi á fjöru. — Ég treysti mér vart til þess að segja nokkuð um hugsanlega björgun skipsins. Þetta er fyrir opnu hafi og þarna getur úthafs- aldan hvenær sem er, eyðilagt það, sem áunnizt hefði i björgunarstörfum — ef hann er á norðvestan. Ef farið yrði út i björgunaraðgerðir, yrði það mjög mikið fyrirtæki — og óvist hvort það svaraði kostnaði að reyna slikt. © Sparnaður nema það hefði sérþekkingu á þvi sviði. Það kom fram á fundinum, að vöntun væri á sérhæfðum mönn- um, sem gætu annað þessari þjónustu. Nefndu nemendurnir að ekki væri nema eðlilegt, að sem flestir myndu vilja láta stilla kynditæki sin þar eð hugsan- legt væri að mikill sparnaður yrði þvi samfara. Kom fram sú hugmynd að riki og sveitarfélög tækju strax hönd- um saman, og héldu t.d. nám- skeið fyrir menn, sem vildu og gætu tekið að sér að framkvæma svipaðar mælingar og bekkjar- deild Vélskólans gerði á Akra- nesi. Slikt námskeið þyrfti ekki að taka langan tima, og mælitækin er nauðsynleg væru hverjum og einum eru ekki það dýr, að slikt myndi ekki borga sig. 1 hverju byggðarlagi yrði þvi innan tiðar sérfræðingur i þessum efnum, — og þá væri þess kannski ekki langt að biða að 376.1 milljón spöruðust. Til að gefa lesendum smá- sýnishorn af könnun nemenda Vélskólans, skulu hér tekin tvö raunveruleg dæmi úr könnuninni. Ketill i tvibýlishúsi, kjallari og hæð. Ketillinn reyndist slæmur, var stilltur og yfirfarinn. Við verkið jókst nýtni hans um 29.6%. Stillingin hefur þvi i för með sér sparnað sem nemur kr. 42.434.- miðað við eitt ár, þvi nýtnis- aukningin sparar 2100 litra af oliu. í húsinu fer oliuáfylling fram reglulega á 3ja vikna fresti. Húsráðandi hafði oliureikninga fyrir febrúarmánuð 1974 og gat þvi borið saman oliunotkun i ár við þá notkn, sem var i fyrra á sama timabili. Reyndist sparnaður fyrstu 3 vikurnar eftir stillingu nú um 100 litrar eða rúmlega 2000 krónur. Ketill i Niðursuðuverksmiðju H.B. & Co. Mæling fór fram og loftstilling. Tók verkið stuttan tima, en við loftstillinguna tókst nýtni ketilsins um 16,2%. Oliu- notkun i þessum katli var á s.l. ári 191.810 litrar. Við nýtnis- aukninguna mundu sparast kr. 627.679,- á ári miðað við núgild- andi oliuverð. Stjórn Osta- og smjörsölunnar sf. á ársfundinum. Stjórnarformaður, Erlendur Einarsson, f ræðustóli. Tímamynd: Róbert. 27% söluaukning á smjöri Söluaukning á öllum afurðum Osta- og smjörsölunnar á sl. ári BH-Reýkjavik. — Ársfundur Osta og sm jörsölunnar var haldinn föstudaginn 14. marz. Starfandi eru 18 mjólkursamlög á landinu Friðrik getaö fylgzt með þvi, hvort margt fólk fylgdist meö skákunum, á meðan þær voru tefldar. Hann sagði, að i Tallin, rétt eins og annars staðar I Sovétrlkjunum, væri skákáhuginn mikill, og bjóst hann við að fólk hefði fylgzt með þarna, þótt hann hefði ekki orðið svo mjög var við það, enda hefði verið teflt I stórum sal, I nokkuö gamalli byggingu, en þar hefði eflaust verið aðstaða til margvislegr- ar starfsemi i kring um mótið. Við spurðum Friðrik um verðlaun á mótinu. Hann vildi litið um þau ræða, enda hefði litiö upp á sig að taka rúblur með sér út úr Sovétrikjunum. A þetta mót heföi hann ekki fariö vegna verölaunanna, heldur til þess aö afla sér reynslu og æfingar. Þá spuröum viö Friðrik um þau ummæli Spasskis, að Friðrik væri einn bezti skák- maður I heimi. — Þetta eru fréttir, sem koma mér algjör- lega á óvart, sagöi hann. — Annars er Spasski þaö vel að sér I þessum efnum, að ég verð að taka orð hans trúan- leg, bætti Friðrik við og brosti af hógyærð. Friðrik sagöi, að á mótinu i Tallin heföu veriö mjög sterkir skákmen, sem hefðu verið þekktir um langan tima i skákheiminum, sumir um áratugaskeið. Næst mun Friörik Ólafsson tefla á skákmóti I Las Palmas nú um páskana. Hann sagöist ekkert geta sagt um framtiöina, þetta stefndi i rétta átta. Hann heföi ákveðið að helga skákinni þetta ár, og að þvi búnu myndi hann setjast niður og hugsa sitt mál, og ákveða hvað þar kæmi næst. og eru 11 þeirra i viðskiptum við Osta- og smjörsöluna, en 7 fram- leiða aðeins neyzlumjólk. Framleiðsla mjólkursamlag- anna árið 1974 var sem hér segir: Smjör 1749 tonn. Ostur 30 og 45% allar teg. 2078 tonn. Annar ostur 156 tonn. Nýmjólkurduft 368 tonn. Kasein 308 tonn. Undanrennuduft 794 tn. Kálfafóður 378 tn. ör- lltil aukning varð á framleiðslu flestra tegunda, að undanteknu nýmjólkurdufti og kálfafóðri. Sala afurðanna gekk mjög vel á árinu, og varð þessi i helztu vöru- flokkunum: Smjör 2000 tonn, ostur 2232 tonn, N-duft 353 tonn, U-duft 575 tonn, kasein 338 tonn og kálfafóö- ur 456 tonn. Söluaukning á smjöri frá fyrra ári nam 27%. Smjörsala á hvern ibúa landsins var 9.25 kg að meðaltali. Söluaukning I ostum varð 8.2% og er meðalársneyzla 5.6 kg á hvern ibúa. Óðalsosturinn hefur verið vin- sæll I Bandarikjunum og fékkst allgott verð fyrir hann. Lögð verður aukin áherzla á .fram- leiðslu á þeim osti, en takmörk eru nokkur á þeirri framleiðslu vegna skorts á geymslurými hjá mjólkursamlögunum, en sá ostur þarf lengri geymslu heldur en aðrar tegundir áður en hann verður markaðshæfur. Osta og smjörsalan hefur feng- ið lóð hjá Reykjavikurborg á Bæjarhálsi, samtals 3.9 hektara. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi byggingarframkvæmda verði um 4.200 fermetrar. Heildarsala Osta- og smjörsöl- unnar nam 1791 milljónum króna á siðastliðnu ári, sem er aukning um 666 milljónir kr. miðað við s.l. ár eða 59.5%. Reksturskostnaður nam 3% af veltu fyrirtækisins. Endurgreidd umboðslaun voru 38.5 milljónir fyrir sl. ár. Það kom fram i skýrslu fram- kvæmdastjóra Óskars H. Gunnarssonar, að andvirði seldra vara á sl. ári hefði þegar verið greitt mjólkursamlögunum. Formaður stjórnar, Erlendur Einarsson, stjórnaði fundi. 1 upp- hafi minntist hann Jónasar Kristjánssonar fyrrverandi mjólkursamlagsstjóra á Akur- eyri, sem lézt 27. janúar sl. en hann átti sæti i stjórn Osta- og smjörsölunnar frá árinu 1961 til 1974. ALÞJOÐADAGUR FATLADRA Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sendi frá sér eftirfar- andi tilkynningu i tilefni alþjóða- dags fatlaðra þriðja sunnudag i marz: Hinn árlegi alþjóðadagur fatlaöra, er, samkvæmt venju haldinn hátiðlegur þriðja sunnudag i marz. Einkunnarorð alþjóðadagsins eru: Rjúfum einangrun fatlaðra. Fatlaðir eiga sama rétt til athafna og aðrir. 1 hverju er einangrun fatlaðra fólgin? Eina veigamestu orsökina til einangrunar faltaöra er að finna i skipulagi bygginga og umhverfissköpun i heild. Samfélag okkar er skipulagt af ófötluðu fólki fyrir ófatlað fo'lk. Þar hefur skammsýni jafnan ráðið rikjum og sjóndeildar- hringurinn verið þröngur, þvi aö engum var ætlað að komast leiðar sinnar, sem ekki var fleygur og fær. Hinar miklu visinda- og tækniframfarir siðustu áratuga hafa valdið gjörbyltingu á ýmsum sviöum meðal annars hvað viðvíkur hjálpartækjum fatlaðra. Tökum til dæmis bif- reiðina, þetta undratæki, sem jafnvel stórfatlaður maður getur stjórnað af fullkomnu öryggi. En það er ekki nóg að geta ekið að dyrum ibúarhússins, skólans, vinnustaðarins eða samkomu- hússins, það þarf lika að komast inn. Þá er enn komið að þvi, sem áður greinir, fatlaðir eiga ekki jafnan rétt til athafna og aðrir. Þeir komast ekki inn i skólann, sem þeir samkvæmt lögum eiga rétt á að stunda nám i. Utan dyra eru háar, jafnvel handriðalausar tröppur og þröskuldar. Inni eru stigar, engar lyftur, þröngar dyr og salerni svo lítil, að hjólastóll kemst þar ekki að. Þetta eru þvi námsréttindi i orði, en ekki á borði. Það eru sér- réttindi hinna heilbrigðu. Sömu sögu er að segja um meginþorra allra bygginga, þótt vaknandi viðleitni sé farið að gæta varðandi sumar nýbyggingar og er það vissulega gleöiefni. Við skorum á sam- félagið að forðast þær tálmanir og ryöja þeim hindrunum úr vegi sem eru meginorsök einangrunar fatlaðra. Fatlað fólk VILL taka á Á föstudaginn var haldinn á Lækjartorgi útifundur, þar sem mótmælt var byggingu málmblendiverk- smiðju’ á Grundartanga I Skilmannahreppi. Að fundinum stóð svonefnd samstarfsnefnd gegn Union Carbide. — Tlmamynd: Róbert. sig skyldur og hafa réttindi til jafns við aðra. Það VILL eiga jafnan rétt til athafna og aðrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.