Tíminn - 15.03.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.03.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. marz 1975. TÍMINN 15 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla við heyrðum rödd, sem sagði: ,,Ég er búinn að ségja þér oftar en einu sinni, að ég skal drepa þig”- Við þekktum rödd- ina. Það var hinn á- kærði, sem hafði tal- að. Siðan sáum við lurk bregða fyrir yfir runnunum, sem reiddur var til höggs og heyrðum hljóð frá þungu höggi, eins og eitthvað hefði brotn- að, og siðan eitt eða tvö neyðaróp. Við skriðum hægt fram til þess að sjá, hvað gerzt hefði. Og þarna lá Júpiter Dunlap dauður, en ákærði stóð yfir honum með lurkinn i hendinni. Siðan dró hann hinn dauða inn i runna og faldi hann þar. Við beygðum okkur niður, svo að hann skyldi ekki sjá okkur og læddumst siðan burtu. Þetta var hræðilegt. Það var eins og blóðið storknaði i æðunum á manni, þegar Lem sagði sögu sina, og það var svo hljótt og kyrt i salnum, meðan hann talaði eins og enginn maður, væri þar inni. Og þegar hann hafði lokið máli sinu, gat maður heyrt, hvernig allir drógu djúpt andann af spenningi og andvörp- uðu og svo litu þeir hver á annan eins og þeir vildu segja: ,,Er þetta ekki 1—i Rangæingar — Spilakeppni Framsóknarvist verður spiluð að Hvoli sunnudaginn 16. marz og hefst klukkan 9 siðdegis stundvislega. Stjórnin. Framsóknarfélag Kjósarsýslu STÓRBINGÓ I Hlégarði fimmtudaginn 20. marz kl. 20.30. Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar. Spilaðar verða 20 umferðir. Allt góðir og eigulegir vinningar, Karl Einarsson og Kristján B. Þórarinsson stjórna. Allir velkomnir. Stjórnin. V. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur fund um fjárhagsáætlun Akranesskaupstaðar, fyrir árið 1975, i félagsheimili sinu að Sunnubraut 21, mánudaginn 17. marz, kl. 21.00. Framsögumenn bæjarfulltrúar flokksins: Daniel Agústinusson og Ölafur Guðbrandsson. öllum heimill aðgangur. Hvítt sement Höfum nú og framvegis til sölu hvitt sement i Ártúnshöfða (Sævarhöfða 11). Verð kr. 625.00 hver 25 kg poki með sölu- skatti. Sementsverksmiðja rikisins. Land til sölu 30 þúsund fermetra land til sölu i nágrenni Reykjavikur. Liggur að sjó. Söluverð ein milljón króna. Upplýsingar sendist Timanum fyrir 20/3 merkt Góð kaup 1580. 9 Tveir nýir ár við Fachhoehschule i Aachen. Hann hóf störf að nýju hjá Gefj- un i ársbyrjun 1957 og starfaði þar sem sérfræðingur i ullar- iðnaði, þar til hann tók við fram- kvæmdastjórn verksmiðjunnar i janúar 1972, en þvi starfi hefir hann gegnt sfðan. Axel Gislason er fæddur 1. júli 1945. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1965, lauk fyrrihlutaprófi i verkfræði frá Háskóla Islands 1968, og lokaprófi i verkfræði frá Polyteknisk Læreanstalt i Kaupmannahöfn 1971. Starfaði sem ráðgefandi verkfræðingur hjá verkfræðifyrirtækinu Chr. Ostenfeld W. Jönsson i Kaup- mannahöfn 1971-1972. Hann var aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Iðnaðardeild Sambandsins 1972- 1974 og frá september 1974 aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Iceland Prodlicts, Inc. i Banda- rikjunum. 0 Leiksýning hið óvenjulega eðli þessa nútima „siðfræðileiks” vegna vöntunar á sviðsbúnaði. Fjórar persónur mætast á sviði með tveimur stól- um og imynduðu veggteppi. Fyrsta leikkonan segir frá at- burðunum á teppinu, þvi næst eru atburðirnir leiknir undir leiðsögn leikstjórnas. Oft er atburðarásin rofin af nútima hugleiðingum um myndirnar, þar af leiðir stöðug vixl milli nútiðar og fortiðar. Þýzka leikhúsið i Salt Lake City var stofnsett árið 1952 af leikurunum Siegfried og Lotte Guertler. Leikhópurinn kemur til tslands að loknum gestaleik i New York, á leið sinni til Vestur-Þýzkalands, þar sem hann mun m.a. leika i Berlin, Hamborg, Wiirzburg og Bielefeld. Hér er um að ræða leiklistar- svið, sem áhugamenn um leiklist hljóta að fagna. Sýningin i félags- heimilinu á Seltjarnarnesi hefst á mánudagskvöldið kl. 20.30. \ '"’Í ‘ l-J9 ,Tf»''w 1 1 7 "ÍnlíU/V/ Fyrstir á morgnana Skíðaferð um páskana FUF i Reykjavik hyggst standa fyrir skiðaferð til Húsavikur um páskana.ef nægileg þátttaka fæst. Verði verður stillt ihóf. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18. Ferðanefnd FUF. Félagsmólaskóli Framsóknarflokksins AAarz-ndmskeið i fundarsköpum og ræðumennsku og stjórnmálum. Laugardaginn 15. marz kl. 1.30 erindi: Þingflokkurinn og þingstörf. Þórar- inn Þórarinsson alþingismaður kl. 4.30erindi: Framsóknarstefnan leiðbein- andi. Sunnudaginn 16. marz kl. 1.30 hringborðsumræður: Stjórnarsamstarfið og stjórnmálaviðhorfin. Fyrir svörum verða: Ólafur Jóhannesson Einar Agústsson Halldór E. Sigurðsson, Steingrimur Hermannsson. Eftir hvert erindi verða frjálsar umræður og fyrirspurnir. Leiðbeinandi verður Jón Sigurðsson. Námskeiðið verður haldið i húsa- kynnum Framsóknarflokksins að Rauðarár- stig 18 Reykjavik. Frekari upplýsingar eru gefnará skrifstofu flokksins þar, simi: 24480. Framsóknarvist önnur framsóknarvistin af þriggja vista spilakvöldunum verður að Hótel Sögu miðvikudaginn 19. marz. Nánar auglýst siðar. Framsóknarfélag Reykjavikur. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i Félagsheimili sinu að Sunnubraut 21, sunnudaginn 16. marz kl. 16. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. FUF-fulltrúaráð Félag ungra framsóknarmanna i Reykjavik boðar fulltrúaráö sitt til hádegisverðarfundar á Hótel Esju laugardaginn 15. marz kl. 12.15. Gestur fundarins verður Þráinn Valdimarsson framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Viðtalstímar borgarfulltrúa og alþingismanna Laugardaginn 15. marz frá klukkan 10 til 12 fyrir hádegi verða til viðtals á skrifstofu Framsóknarfiokksins Rauöarárstig 18, Kristján Benediktsson, borgarfuiltrúi og Sverrir Bergmann varaþingmaður. Hafnarfjörður, Garða- og Bessastaða- hreppur Kvenfélagið Harpa heldur aðalfund fimmtudaginn 20. marz kl. 20.30 að Strandgötu 33, Hafnarfirði. Dagskrá: Venjuleg aðai- fundarstörf. Avarp Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.