Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 18. marz 1975. Árið 1937 var Miami Beach-hótelið á Florida talið allra finasta gistihúsið á staðn- um, en siðan hafa kröfurnar breytztsvo mjög, og önnur betri og fullkomnari risu upp þarna allt i kring. Eigendurnir ætluðu samt ekki að gefast upp, þvi að i sjálfu sér var húsið ágætt, en þeir höfðu helzt i huga, að láta endurnýja það allt að innan, en hafa það samt i þeim stil, sem rikti er það var fyrst byggt. Sér- fræðingar voru tilkallaðir, og þeir sögðu að það eina, sem hægt væri að gera fyrir hótelið væri aö sprengja það i loft upp, og byggja annað nýtt á grunnin- um, en lóðin var talin mjög verðmæt. Svo komu sprengju- sérfræðingarnir næst, þvi að það er mikill vandi, aö sprengja slika byggingu, án þess að valda stórtjóni i ná- grenninu. Sérfræðingarnir komu fyrir i byggingunni 100 kilóum af dynamiti og siðan var fólk fjarlægt úr nærliggjandi byggingum til vonar og vara. Þegar ýtt var á sprengihnapp- inn, þá tók það þetta 150-her- bergja og sjö hæða hótel aðeins 40 sekúndur að hrynja til grunna. Ljósmyndari var þarna staddur og tókst honum aö ná fjórum myndum á þessum 40 sekúndum, og á þeim sjáum við endalok hótelsins. Hótelið var ekki nógu fínt fyrir gestina á Florida Neðanjarðar í Moskvu 1 Moskvu hafa nýlega verið opnaðar þrjár neðanjarðargöt- ur fyrir fótgangandi fólk. Þær eru um 1200 metra langar og tengja saman neðanjarðarlest- arstöðvarnar á Marx-breið- strætinu, Sverdlovtorgi og Bylt- ingartorginu, sem hver við sina neðanjarðarbraut, þar sem þær mætast I mismunandi hæð i miðborg Moskvu. Neðanjarðar- göturnar eru liður i áætlun um þróun borgarinnar fram til árs- ins 1990, en markmið þeirrar áætlunar er m.a. að veita borg- arkjarnanum meira ljós og loft. Miðhluti Moskvuborgar nær yfir svæði, sem er u.þ.b. 5 km i þver- mál og það er mikilvægt verk- efni að friða gamlar byggingar, götuhluta og skemmtigarða og halda þeim eins fallegum og mög'ulegt er, svo að þau geti áfram verið til ánægju, einnig fyrir ókompar kynslóðir. Karlmennirnir ráða Þrjátiu og sex af hundraði launþega i Vestur-Þýzkalandi eru kvenkyns. Þrátt fyrir svo háa hundraðstölu, heyrir það nánast til undantekninga, að konur þar i landi hafi á hendi stjórn fyrirtækja. Karlmennirn- ir hafa þvi, enn sem komið er, einokunaraðstöðu, þegar um er að ræða veigamikil störf og mannaforráð. Samkvæmt nýlegri athugun, sem yfirvöld i Vestur-Þýzka- landi létu gera á þessum vett- vangi, er einn af hverjum fimm yfirmönnum fyrirtækja kven- kyns. örfáar konur stjórna stór- fyrirtækjum, og meðal þeirra forstjóra, sem langan starfsald- ur hafa að baki, eru þær vart finnanlegar. Flestar þeirra 23.000 kvenna, sem hafa með höndum stjórn fyrirtækja þar i landi, reka miðlungsstór eða smá fyrirtæki á sviði smásöluverzlunar og þjónustu. Einu fyrirtæki af hverjum þremur i þessum flokki er st jórnað af konum. Þvi stærri sem fyrirtækin eru, og veltan og ábyrgðin þar af leiðandi meiri, fer æ minna fyrir kvenfólkinu i veigamiklum stöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.