Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 18. marz 1975. jt m • til l.mai f VERÐTILBOÐ! Sumordekk Jeppadekk 5*/ af fveim ' dekkjum IO */ af fjórum 7 dekkjum TEKKNESKA BIFREIDAUMBODID Á ÍSLANDI H/F AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 W Auglýslcf i Timanum Garðyrkjufélagið níutíu ara i vor GARÐYRKJUFÉLAG Islands hélt aðalfund sinn 3. marz s.i. t ársskýrslu félagsstjórnar kom greinilega fram að mikiðog fjöl- breytt starf hefur verið unnið i féiaginu á s.l. starfsári. Er þar eingöngu um sjálfboðavinnu að ræða, sem cngin laun koma fyrir önnur en ánægjan að hafa unnið að góðu málefni. I félagsstarfinu ber fræðslu- starfsemina hæst og voru á árinu haldnir 4 fræðslufundir, þar sem sýndar voru og útskýrðar mynd- ir, fyrirspurnum svarað og efnt til umræðna um garðyrkjumál. Utan Reykjavikur tóku fulltrúar frá félaginu þátt i tveim fræðslu- fundum. ,þ.e. á Akranesi og i Leirárskóla. Ljóst er, að fólki úti um land þykir mikill fengur að slikum fundum, og væntir félags- stjórnin þess að geta stuðlað að slikum fundahöldum i náinni framtið. Deildir i félaginu eru á Akur- eyri, Akranesi, Borgarnesi, Suðurnesjum og i Vestmannaeyj- um. Er i athugun að stofna fleiri slikar deildir enda mjög æskileg þróun. A árinu voru farnar tvær kynnisferðir, önnur i grasagarð- inn i Laugardal, hin i ýmsa garða I Kópavogi og Garðakauptúni. Yfirlit um sjósókn og aflabrögð í Vestfirðinga fjórðungi í fébrúar 1975 Gæftir voru góðar I febrúar og réru nokkrir linubátarnir alla virka daga mánaðarins, sem er mjög fátitt á þessum árstima. Afli linubáta var tregur framan af mánuðinum, en nokkru hýrari siðustu dagana. Steinbitur gekk á miðin í annari viku mánaðarins, scm er óvenjulega snemmt. og var linuaflinn mjög steinbítsbor- inn eftir það. Skiptu margir bátar frá Patreksfirði yfir á net um það leyti, og fengu dágóðan þorskafla i Vikurálnum. Togbátarnir voru á veiðum frá Vikurál og austur á Kögurgrunn og öfluðu vel allan mánuðinn. Heildaraflinn i mánuðinum var 5.801 lest, og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 10.811 lestir. t fyrra var febrúaraflinn 3.427 lestir og heildaraflinn i febrúar- lok 7.796 lestir. Af 34 (34) bátum, sem stunduðu bolfiskveiðar frá Vestfjörðum i febrúar, réru 17 (25) með linu, 9 (2) með linu og net, og 8 (7) með botnvörpu. Heildarafli linubátanna varð nú 2.162 lestir i 394 róðrum eða 5,5 lestir að meðaltali i róðri. t fyrra var aflafengur 25 línubáta i febrúar 1.441 lest i 280 róðrum eða 5,15 lestir að meðaltali i róðri, en þá voru einstæðar ógæftir og afla- leysi i febrúar. Aflahæsti linubáturinn i fjórðungnum var Orri frá tsafirði með 159,2 lestir i 24 róðrum, en i fyrra var Kofri frá Bolungavik aflahæstur i febr. með 96,5 lestir i 17 róðrum. Af netabátum var Garðar frá Patreksfirði aflahæst- ur með 211,7 lestir i 20 róðrum, en hann var einnig aflahæstur i fyrra með 140,0 lestir i 6 róðrum. Bessi frá Súðavik var aflahæstur tog- bátanna með 606,5 lestir i 4 lönd- unum. Bessi var einnig aflahæst- ur i fyrra með 353,2 lestir. Einn liðurinn i fræðslustarf- semi félagsins er útgáfa Garð- yrkjuritsins og fréttabréfsins Garðsins, sem nýtur siaukinna vinsælda hjá félagsmönnum. Bæði þessi rit eru innifalin i ár- gjaldinu, sem nú er 600 krónur. G.l. hefur að undanförnu ann- azt fræskipti meðal félagsmanna og einnig séð um útvegun á blóm- laukum. Hafa þau umsvif kostað mikla vinnu sem hefur farið fram á skrifstofu félagsins undir stjórn Guðrúnar Jóhannsdóttir, sem jafnan hefurfjölda sjálfboðaliða i þjónustu sinni. Skrifstofan er á Amtmannsstig 2 og er opin á mánudögum og fimmtudögum kl. 14-18 og á fimmtudagskvöldum kl. 20-22, og geta þeir, sem hug hafa á að ganga i félagið snúið sér þangað, siminn er 27721. Garðyrkjufélag Islands er meðal elztu starfandi félága hér á landi, en á vori komandi eru 90 ár liðin frá stofnun þess. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög ört hin siðustu ár, og eru þeir nú hátt á þriðja þúsund. Stjórn Garðyrkjufélags íslands skipa: Jón Pálsson formaður, Selma Hannesdóttir varaformaður, Ólafur Björn Guðmundsson rit- ari, Gunnlaugur Ólafsson gjald- keri og Einar I. Siggeirsson með- stjórnandi. Ófrdgengnir og illa lýstir gangstígar Hverfasamtök fram- sóknarmanna í Breið- holti hafa skrifað borg- arverkfræðingi og borg- arráði bréf og óskað eft- ir lagfæringum. A fundi hjá Hverfasamtökum framsóknarmanna i Breiðholti þann 11. febrúar 1975, var samþykkt eftirfarandi ályktun. Við viljum vekja athygli á þvi ófremdarástandi, sem rikir i Breiholti III, varðandi göngustiga milli fjölbýlishúsa þar. a) Stigar sem liggja milli.Unu- fells og Torfufells, Torfufells og Rjúpufells, (N-S) eru algerlega ófrágengnir, þar verður fólk að FRAMSOKNARVIST OG DANS Önnur framsóknarvistin af þriggja vista spilakvöldunum verður að Hótel Sögu miðvikudaginn 19. marz Heildarverðlaun fyrir 3 kvöld: Spánarferð Auk þess verða veitt góð verðlaun fyrir hvert kvöld Baldur Hólmgeirsson stjórnar Halldór Ásgrímsson alþingismaður flytur ávarp Ánægjuleg kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna Húsið opnað kl. 20,00 Framsóknarfélag Reykjavikur vaða aur upp á miðja kálfa, ef það ætlar að nota stigana. Þennig var þetta siðasta vor, þannig verður það i vor, en það er von okkar, sem búum þarna að vorið 1976, verði eitthvað betra. b) Gangstigur sá er liggur A-V frá Eddufelli að Rjúpufelli endar að visu við Torfufell en á augsýni- lega að liggja lengra, það sýnir hinn stórhættulegi endir hans. Nauðsynlega þyrfti að þrifa gangstiginn þótt ekki væri nema einu sinni á ári, eins þarf aö bæta þá litlu lýsingu, sem á stignum er, en það er engin lýsing á öðrum gangstignum i Fellahverfi, hvernig það má vera er með öllu óskiljanlegt. Þetta getur komið sér illa, einkum i miklu dimm- viöri. Ljóst er að þetta þarf allt skjótrar úrlausnar við, þar sem allir Ibúar Fellahverfis austan Eddufells, þurfa að nota þessa stiga á leið að biðstöð SVR, við Eddufell, svo og á ferð sinni i verzlanir við Eddufell. c) Betri merkingar á götum I Fella- og Hólahverfi eru mjög æskilegar. Það er aðeins hægt að lesa á götuskilti, ef ekinn er hægri hringur, sé ekið frá vinstri verður að aka fram hjá skiltunum, til aö hægt sé að lesa hvað á þeim stendur. Menn eru þá komnir of langt fram hjá gatnamótum til að geta beigt niður i götuna. t Hóla- hverfi eru merkingar á götum svo slæmar, að sums staðar verður að leita sérlega vel ef þær eiga að finnast. Þetta er mjög erfitt fyrir ókunnuga og er okkur kunnugt um, að sjúkrabifreið átti eitt sinn I erfiðleikum með að finna götu, sem hún var að fara i þarna i hverfinu. Þann vanda má leysa, án þann hátt að setja upp stór skilti, með bláum fleti þar sem götur og gangstigar væru auð- kenndir i hvitu, og kæmu þessi skilti við endastöðvar SVR, i hverfunum, við enda Vesturbergs Suðurhóla við Eddufell. Nauðsyn- legt er að kynna fólki alla göngu- stlga I hverfunum, þar sem al- gengt er að sjá konur á gangi með bamavagna á akbrautum sem eru það þröngar að stórir bilar eiga erfitt meö að mætast. Einnig þarf að laga undirganga undir akbrautum ihverfunum svo full not verði að gangstigum þeim sem I hverfunum eru. Loks vilja Hverfasamtök framsóknarmanna i Breiðholti benda á að fólk i hverfunum hefur beðið H.F.t.B. um að vinna að þessu máli og koma þvi á framfæri við borgaryfirvöld, þar sem það telur ástandiö eins og það er i dag alls óviðunandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.