Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. marz 1975. TÍMINN 9 r v. Útgefandi F’ramsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Heigason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Konur, sem eru beittar órétti Það var vissulega sjálfsögð réttarbót og viður- kenning fyrir giftar konur, sem vinna utan heimilisins, þegar þær fengu rétt til viss frá- dráttar i sambandi við álagningu skatta. Sú réttarbót þeim til handa varð hins vegar til þess að nýr misréttur kom til sögunnar, þar sem kon- ur, er vinna ekki utan heimilis, njóta ekki sömu réttinda eða skattafrádráttar og þær, sem vinna utan heimilisins. Óneitanlega vinna þær konur, sem starfa utan heimilis, gagnleg störf, sem eru verð viðurkenn- ingar af hálfu þjóðfélagsins. En þetta gildir ekki siður um starf þeirra kvenna, sem vinna ein- göngu heimilisstörf. Meðan við búum við þjóð- félag, sem litur á heimilin sem helzta hyrningar- stein sinn, verða störfin, sem þar eru unnin, að vera ekki minna metin en önnur störf. Þetta er þó ekki gert með framkvæmd skattalaganna i dag. Hið fullkomna jafnrétti i þessum efnum er vafalitið það, að hver þegn þjóðfélagsins sé talinn sjálfstæður skattþegn og jafn öðrum fyrir lögun- um eftir að hann hefur náð tilskyldum aldri, hvort heldur sem hann er karl eða kona. Konan á að halda áfram að vera sjálfstæður skattþegn, hvort heldur sem hún er gift eða ógift. Hjá hjón- um eiga tekjur heimilisins að skiptast milli þeirra og hvort þeirra um sig að vera sjálfstæður skattþegn. Þá fyrst, þegar þetta hefur verið gert, viðurkenna skattalögin fullkomlega jafnrétti kynjanna. Eins og skattalögin hafa verið og eru enn, verð- ur ekki annað séð en að þau telji heimilishald refsivert og hvetji fólk til þess að ganga ekki i hjónaband. Karl og kona, sem búa saman án hjónabands, njóta t.d. miklu meiri skattfriðinda en hjón. Einkum gildir þetta þó, ef konan vinnur eingöngu þau störf, heimilisstörfin, sem þjóð- félagið telur þó annað veifið að sé ein mikilvæg- ustu störfin, sem unnin eru i þágu þess. Það gæti orðið eftirminnilegur atburður á kvennaárinu, ef Alþingi stigi þau spor áður en þvi er lokið, að tryggt væri fullkomið jafnrétti i skattamálum og konur, sem vinna eingöngu heimilisstörf, séu ekki settar skör neðar en aðrar kynsystur þeirra. Það væri ekki heldur óviðeig- andi viðurkenning skattalaganna á gildi hjóna- bandsins, að hætt væri að gera það refsivert á þann hátt, að hjón njóti minni skattfriðinda en aðrir. Gjaldeyrisöflunin Óþarft er að rifja það upp, að staðan i gjald- eyrismálum þjóðarinnarer mjög erfið um þessar mundir. Til að bæta hana þarf einkum að gera tvennt. 1 fyrsta lagi þarf að spara gjaldeyri sem mest. Hér er ekki sizt mikilvægt, að neytendur kaupi sem mest innlendar vörur. í öðru lagi þarf að auka gjaldeyrisöflunina. Hér skiptir miklu máli, að Seðlabankinn fylgi vel þvi markmiði sinu, ,,að peningamagn i umferð og framboð lánsfjár sé hæfilegt miðað við það, að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta at- vinnuveganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hag- kvæmastan hátt”. Þ.Þ ERLENT YFIRLIT Wilson fékk hagstæð úrslit í Dublin Þjóðaratkvæðagreiðslan getur samt orðið tvísýn FYRIR réttri viku, eða á þriðjudaginn var, lauk i Dublin fundi æðstu manna Efnahagsbandalags Evrópu, . sem lauk með hátíðlegri við- höfn um miðnættið, þegar for- sætisráðherrarnir og utan- rfkisráðherrar þeirra komu saman og Harold Wilson var færð mikil terta, sem á var letrað: EBE Dublin, 1975 Happy Birthday Haroíd, en hann varð 59 ára þennan sama dag. Áður voru þó ráðherrarn- ir bUnir að færa Wilson aðra stærri afmælisgjöf, eða að fallast á helztu óskir hans um breytingar á þeim kjörum, sem Bretar urðu að sætta sig við, þegar þeir urðu aðilar að bandalaginu 1972 f stjórnartið Heaths. Það gekk þó ekki þrautalaust á fundinum i Dublin að koma fram þessum breytingum. En samkomulag náðist eftir mikið þjark og þref, og allir lýstu sig ánægða að lokum. Samkvæmt samkomulaginu i Dublin verður samningum um aðild Breta að Efnahags- bandalaginu ekki breytt. Hins vegar fá Bretar fyrirheit um endurgreiðslu á vissum hluta tillags sins til bandalagsins, ef það er metið of hátt sam- kvæmt sérstökum reglum, sem eru miðaðar við ástand gjaldeyrisstöðunnar og vöxt þjóðarframleiðslu. Þó er endurgreiðslan bundin við visst lágmark. Þá fá Bretar meira frjálsræði til að leyfa innflutning á ostum og fleiri mjólkurvörum frá Nýja-Sjá- landi, en það er talið hag- kvæmt brezkum neytendum. Hér var samið mest' á kostn- að Dana og Hollendinga, þvi að þeir flytja allmikið af ost- um til Bretlands, en báðir töldu sér þetta þó hagkvæm- ara en að eiga á hættu, að Bretland færi úr Efnahags- bandalaginu. Frómt frá sagt, verður ekki talið, að þetta samkomulag færi Bretum stóran ávinning, en samt nokkra leiðréttingu, sem gerir Wilson auðveldar að mæla með áframhaldandi að- ild Breta að bandalaginu i þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem er fyrirhuguð i' júni næst- komandi. Þegar atkvæði voru greidd f brezka þinginu um að- ildarsamninginn á sinum tima, greiddi mikill meirihluti þingmanna Verkamanna- flokksins atkvæði á móti hon- um, sumir vegna þess, að þeir voru andvigir aðild undir öll- um kringumstæðum, en aðrir vegna þess, að þeir töldu samninginn ekki nógu hag- stæðan. Wilson var i seinni hópnum. Fyrir kosningarnar i febrúar 1974, lýsti Verka- mannaflokkurinn yfir þvi, að hann myndi beita sér fyrir endurbótum á samningnum og láta siðan fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðildina. Afstaðan til aðildarinnar myndi mjög fara eftir þvi, hvaða lagfæringar fengust fram, en óskirnar um þær voru bornar fram af Gallaghan utanrikisráðherra i april i fyrra. WILSON vildi ekki lýsa þvi yfir opinberlega eftir fundinn, hvort hann myndi mæla með aðildinni við þjóðaratkvæða- greiðsluna. Hann sagði, að það mál yrði rætt i rikisstjórninni og yrði ákvörðun hennar birt fyrir páska. Wilson hefur áður lýst yfir þvi, að einstakir ráð- herrar muni hafa frjálsar hendur f þessum efnum og ekki verða bundnir af ákvörð- Wilson. un meirihluta stjórnarinnar. Sllkt hefur aðeins komið einu sinni fyrir i Bretlandi, að ráð- herrar, sem voru I minnihluta i stórmáli, fengu slikt frjáls- ræði, án þessað’fara úr stjórn- inni. Þetta þykir sönnun þess, hve viðkvæmt málið er i Verkamannaflokknum. Almennt er búizt við þvi eft- ir fundinn I Dublin, að Wilson muni mæla með þvi við kjósendur, að þeir samþykki aðild. og slikt hið sama muni flestir hinna ráðherranna gera. Þó er vist að nokkrir áhrifamiklir ráðherrar verða á móti, og eru meðal þeirra Foot og Benn og Barbara Castle. I ráðuneytinu eru alls 23ráðherrar, og er það nú tal- in likleg skipting, að 15 verði með aðildinni en 8 á móti. Þá eru flestir helztu leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar á móti aðildinni. Leiðtogar Ihaldsflokksins og Frjáls- lynda flokksins munu mæla með aðildinni, en þó þykir vist, að talsverður hluti Ihaldsflokksins muni snúast gegn henni, undir forustu Enoch Powells. Það þykir nú liklegt, að það verði höfuðrök- semdin gegn aðildinni, að hún skerði sjálfsforræði Bret- lands. Þá er nokkuð óttazt, að andstæðingar aðildarinnar gripi til þess bragðs, aö snúa þjóðaratkvæðagreiðslunni upp i eins konar mótmæli gegn vaxandi dýrtið og atvinnuleysi sem þeir reyni að færa á reikning Efnahagsbandalags- ins. Takist þeim það, getur andstaðan gegn aðildinni orðið býsna sterk. SAMA daginn og samkomu- lagið náðist i Dublin, fór fram umræða i brezka þinginu um hvita bók, sem stjórnin hafði birt um væntanlega tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslunnar, en i framhaidi af henni mun stjórnin leggja fram fyrir páskahléið sérstakt frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðsluna. sem hún hyggst að fá afgreitt fljótlega eftir páskana. Það var Edward Short, leiðtogi Verkamannaflokksins i neðri deildinni, sem fylgdi hvitu bókinni úr hlaði, en af hálfu thaldsflokksins talaði Marga- ret Tatcher og var þetta jómfrúræða hennar i þinginu sem formanns Ihaldsflokks- ins. Hún lýsti yfir þvi, að flokkur hennar myndi snúast gegn þjóðaratkvæðagreiðsl- unni og teldi hana bæði óþarfa og marklausa, enda væri efnt til hennar I þeim eina tilgangi að reyna að komast hjá þvi, að málið ylli klofningi i Verka- mannaflokknum. Rikisstjórn- in skýtur málinu til þjóðarinn- ar, sagði Thatcher, af þeirri ástæðu einni, að hún er ófær um að taka sjálf ákvörðun um málið. Slik stjórn á að segja af sér. Thatcher talaði skörug- lega að vanda og hlaut góðar undirtektir flokkssystkina sinna. Short, sem þykir heldur laginn ræðumaður, var sagður hálfvandræðalegur i viðureign sinni við frúna. I ræðu sinni, gerði Short ráð fyrir þvi, að þjóðaratkvæða- greiðslan færi fram mánudag- inn 23. júni, en samkvæmt sið- ustu fréttum þykir nú liklegra að hún fari fram mánudaginn 16. júni. Af umræðunum var það ljóst, að það verður mikið deilumál, hvort safna á at- kvæðum saman i London og telja þau þar i einu lagi, eins og lagt er til i hvitu bókinni, eða hvort þau skulu talin i einstökum kjördeildum, kjördæmum, eða landshlut- um. Þingmenn þjóðernissinna i Skotlandi og Wales eru mjög andvigir þvi, að atkvæðin verði talin i einu lagi I London. Tvimælaiaust virðist það, að þetta mál muni setja megin- svip á brezk stjórnmál næstu þrjá mánuðina. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.