Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. marz 1975. TÍMINN 11 Þessi bók kom út sfðla árs 1974 hjá bókaútgáfunni Skjald- borg sf. á Akureyri og seldist upp fyrir áramótin. Onnúr út- gáfa á að koma árla þessa árs, ef hún er ekki þegar komin. Aðalheiti bókarinnar er: Þingeyskt loft. Felst i þvi gamansöm kynning höfundar- ins á sjálfum sér sem Þingey- ingi. Allir, sem til þekkja, vita að hjalið um yfirlæti Þingeyinga ermarkleysa, þvi að Þingeying- ar eru ekki montnari en aðrir Islendingar — og sizt um efni fram. Jón Bjarnason vikur að þessu I bókinni i orðaskiptum við Eyfirðinga, sem töluðu um þingeyska loftið: Þessi heyrist ærið oft öfundsjúkra kliður, Eyfirðingar eiga loft, en anda þvi bara niður. Jón frá Garðsvik er kunnur skemmtimaður á mannamót- um, dýrkandi gleði og fyndni. Hann er vitmaður, sem blandar gamansemi i alvöru, til þess að forða alvörunni frá þvi að verða leiðinleg að óþörfu og fráhrind- andi, sem hana getur hent. Hins vegar þarf gamansemin á sam- fylgd alvöru að halda innan um og saman við til þess að fá inni- hald og lifsgleði. Jón yrkir i krafti þess, að hvorug megi án annarrar vera, gamansemin né alvaran, eða langt frá hinni. Það er umhugsunarefni, að íslendingum gengur yfirleitt illa með útgáfu gamanmála. Tilraunir, sem gerðar hafa ver- iðhvað eftir annað með útgáfu á „Speglinum” sýna þetta. Hann selst ekki nægilega. Aftur á móti seldist bók Jóns i Garðsvik upp fyrir jólin. Er það ekki af þvi að hann kann að blanda saman gamninu og alvörunni, sem menn lifa og hrærast i? Þeir, sem skrifa hin annars orðlipru dagblöð og vikublöð ná alltof sjaldan skæðri háðfyndni inn i málflutning sinn. Háð- fyndnin mundi fækka erindis- lausum uppivöðslumönnum á ritvellinum frá þvi, sem nú er, og væri það til sórra bóta. Hún er stundum eins og sótthreins- un. Jón bjó i Garðsvik á Sval- barðsströnd i S.-Þing i 28 ár. Þessi sveit er búsældarrik, en ekki verður þar á allt kosið, þótt frekar sé en viða annars staðar. Ljóðabók þessi lýsir öðrum ljóðabókum betur lifi bóndans, eljusemi hans og önn. Meðal annarra, sem gott hefðu af að kynna sér hana, eru þeir, sem telja bóndastarfið við busa hæfi og bændurniar bera of mikið úr býtum. Hvilik kórvilla! „Bóndi er bústólpi —bú er landstólpi.” Og þjóðinni vetir ekki af upp- eldisáhrifum sveitanna til þess að viðhalda þjóðerniskostum sinum. Eitt af ágætum bóndastarfs- ins, sem bókin leggur beint og óbeint áherzlu á, er hve bónda- starfið er lifrænt og hve það hnippir oft i sálina svo hún vak- ir: Gaman er að fá af fjalli friða hjörð i tún og hlið. Þó vill flestu fylgja galli. Farðu bölvuð, sláturtið! Jón yrkir Minni Svalbarðs- strandarog slær til gamans úr og i um kosti og galla byggðar- innar. En þar er þetta myndræna erindi, sem enginn gæti ort nema sá, sem er skáld: Er kvöldið leggur hægri hönd á hafgolunnar brá, og báran hinzta leggst við lönd og lognið dettur á, þá hverfur sól i hafsins skaut og hinzti geislinn skin, á sjóinn leggur logabraut, sem liggur beint til þin. Kvöldfegurðin beinist svo persónulega til ibúa þessarar strandar, að hún leggur loga- braut til þeirra hvers og eins. Þetta er snilldarlega athugað og túlkað hjá höfundi kvæðisins. Kvæðið Svanaflug ber lika samlikingahugsuðinum og skáldinu gott vitni: KVÆ OG STOKUR eftir Jón Bjarnason fró Garðsvík Nú fljúga svanir suður yfir fjöllin með söngvaklið um vorsins bláa geim á breiðum vængjum bjartir eins og mjöllin. Með barnsins þrá ég stari á eftir þeim. Og feginn vildi ég vera orðinn svanur og væng i himinblámans lindum þvo. En ég er orðinn foldarviðjum vanur og verð að láta nægja fætur tvo. En þótt ég aldrei megi með þeim fara og minni þrá ég hljóti að visa á bug þá getur enginn meinað mér að stara úr maursins byggð á þetta glæsta flug. En veröld guðs er gerð af stórum huga, þar gjörast viða ævintýri merk. Sjá: Yfir lækinn flýgur litil fluga. Sú för er engu minna kraftaverk. Oft hefur Jón Bjarnason glatt granna sina með ljóðum á merkisdögum þeirra og er hlut- verk sveitarskáldsins ekki litils virði i þeim efnum. Vini sinum Óskari bónda I Kolgerði flytur hann 16 erinda kvæði á sextungsafmæli. Lýkur þvi þannig hnitmiðað og háttvis- lega: Sextugi sæmdarmaður signi ég full þitt nú. Blessuð sé stund og staður, starf þitt og myndarbú. Gunnreifur enn og glaður gakktu með þinni frú. Kveddu svo háaldraður heiminn i góðri trú. Áttræða grannkonu, Kirstjönu Jónsdóttur, i Sveinbjarnar- gerði, ávarpar hann með 10 visna ferskeytiuljóði. Þetta eru siðustu visurnar: Hönd og skylda sömdu sátt. Samt var hægt að dreyma. Sumir geta aðeins átt ævintýrin heima. Góða visu, gleymdan hátt, grófstu fram úr leynum. Þar sem hjartað hefur átt hóp af óskasteinum. Heill og glaður hugurinn haldi sinni vöku. Ennþá mæli munnur þinn marga glettna stöku. Vist mun sjóli himna hár hærur þinar blessa. Lifðu sæl um öld og ár annars heims og þessa. Ég grip þetta tvennt sem sýnishorn af þessari tegund innihalds bókarinnar. Leiður yfir að geta ekki plássleysis vegna haft sýnishornin fleiri. Það er ekki litil veizluprýði og menningarsvipur, sem fylgir svona ávörpum. Eðlilegt að Jón hefir verið mikill aufúsugestur, þar sem leiðir hans hafa legið. Glæsireiðer kvæði, sem hefst á bls. 38. Þar segir frá Sgiurði L. Vigfússyni, á Fosshóli, er hann var gestur á hestaþingi i Skagafirði. Þetta kvæði ráðlegg ég mönnum að lesa. Yrkisefnið er gott — og kvæðið ort af mikilli hagmælsku og hugarfjöri. Gamanmál. „Ræða Gunnars Bjarnasonar hrossaræktar- ráðunauts á bændaklúbbsfundi á Akureyri 1960’.’ Þetta er einstakt kvæði, — á sér enga hliðstæðu, enda við- frægt orðið. Það er ort sem endursögn ræðu, em flutt var I óbundnu máli. Sennilega er þetta eitt af mælskumestu kvæðum, sem ort hafa veriö á tslenzku fyrr og siðar. Gáskinn leikur þar lausum taumi og fer á kostum. Kvæðið er afreksverk á sinn hátt. Ef kvæðið væri verð- launað, sem það verðskuldaði vissulega, þá ættu verðlaunin að skiptast milli Jóns og Gunnars. En i hvaða hlutföllum? Það er eftir að vita, — og fólkið rannsóknarefni á nútima mæli- kvarða. Við blasir óhrekjanlega að Jón frá Garðsvik snoppungar meðkvæði þessu, þá kauða,sem telja islenzkuna ekki nógu frjóa lengur fyrir stuðla og rim og yrkja — að þeir segja — þess vegna i lausu máli, en vilja eigi að siður telja sig fullgild ljóð- skáld og meira en það. í kvæð- inu er sýnt nálega takmarka- laust þanþol islenzkunnar i ljóð- máli. Jafnframt er ræðu Gunn- ars Bjarnasonar, bjargað frá þeim ásæknu örlögum óbundna málsins að lærast ekki og gleymast. Ég hef borið mikið lof á kvæðabók Jóns frá Garðsvik, eins og ég tel að hún verðskuldi. Hann beinir oft broddum skops- ins að sjálfum sér, eins og taugasterkra gamanmanna er siður. Hann segir: Fjöll og heiðar, fé og stóð fylltu brjóst mitt ljósi. Yrki þó mitt æviljóð undir kúm i fjósi. En hann kemst óskemmdur undan kúnum. Það sýnir meðal annars þessi undurfagra vor- visa hans. Fögnuð öllu lifi ljær loftið ilmi blandið. Sólin skin og grasið grær. Guð er að vekja landið. Ég hefi ekki sett út á neitt i bókinni. Það er ekki af þvi að það væri ekki hægt. Alltaf er hægt að finna að, svo sem tina upp prentvillur og rimlýti. En ég fæ mig ekki til þess, þegar i hlut á kostamörg ljóðabók annrikismanns, sem kemur til dyra eins og hann er klæddur frá kúm sinum og ám. Ef til vill eru lika sum aðfinnsluefnin 'horfin i endurprentuninni. Að einu leyti verð ég þó að finna að við höfundinn. Ég held að hann hafi ekki tekið skáld- gáfu sina nógu alvarlega. Ekki litið nógu stórt á sig sem skáld. Gengið út frá þvi ranglega að aðstaðan meinaði sér háveginn dregið af sér — sjálfrátt og ósjálfrátt — þess vegna. Við Jón Bjarnason megum teljast samtimamenn, þótt hann sé nokkru yngri. Við höfum lika talsvert orðið samferða á lifs- leið okkar. Ég hefi oft notið góðrar skemmtunar af skop- skyni hans og fyndnigáfu. Og ég hefi einnig haft ánægju og ávinning af að kynnast raunsæi hans i mannfélagsmálum. Ég ber virðingu fyrir djúprótum skáldgáfu hans. Ég þakka Jóni Bjarnasyni fyrir viðkynninguna á lifsleið- inni og ljóðabókina margslungnu. Karl Kristjánsson. Vf? Jón Bjarnason frá Garðsvfk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.