Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 18. marz 1975. TÍMINN 15 Þróttarar... Þurfa eitt stig - til þess að tryggja sér 1. deildar sæti ÞRÓTTARAR sigruðu Fylki I 2. deildar keppninni i handknattleik I Laugardalshöllinni á sunnudag- inn — 23:17. Nú þurfa Þróttarar aðeins eitt stig úr siðasta leik sin- um gegn KR, til að tryggja sér sæti i 1. deild næsta keppnistima- bil. Fylkismenn héldu i við Þrótt, og það var ekki fyrr en á loka- sprettinum, sem Þróttarar, með Bjarna Jónsson i fararbroddi, gerðu út um leikinn. Bjarni átti mjög góðan lcik — skoraði 9 mörk. Breiðablik sigraði Keflavik á sunnudaginn (15:14) I Iþróttahús- inu i Njarðvik. Staðan eftir leik- ina um helgina er nú þessi i deild- inni: Þróttur...... 13 11 1 1 320:214 23 KA........... 14 11 1 2 336:263 23 KR............13 10 0 3 286:245 20 Þór........... 14 7 0 7 272:264 14 Fylkir........ 14 6 1 7 280:301 13 Breiðablik ... 14 4 0 10 265:313 8 Keflavik...... 14 2 2 9 209:291 6 Stjarnan...... 14 1 1 12 253:331 3 HAUKAR í UNDAN- ÚRSLIT Haukar tryggðu sér rétt til að leika I undanúrslitum bikar- keppninnar i handknattleik á laugardaginn, þegar þeir sigruðu KA-liðið (23:16) i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Þrjú lið hafa nú tryggt sér rétt til aö leika i undanúrslitunum, Haukar, Fram og Leiknir úr Breiðholti. FH og Valur eiga eftir að leika I bikar- keppninni. Það lið, sem sigrar, kemst i undanúrslitin. REYKJA- VÍKUR- UÐIN SIGRUÐU RE YKJAVÍKURLIÐIN Þróttur og Vikingur sigruðu Laugar- vatns-liðið i tslandsmótinu i blaki um helgina. Þróttarar unnu UMFL 3:1 (15:8 — 15:13 —7:15 — 15:8). Vikingar unnu siðan góðan sigur I leik gegn UMFB — 3:0 (15:13 — 15:6 — 15:3). Góður sigur Standard Liege d möguleika d sæti í UEFA-bikarkeppnina Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans i Standard Liege unnu góðan sigur i leik gegn Lierse (3:0) á iaugardaginn I 1. deildar- keppninni i Belgiu. Standard Liege hefur mikla möguleika á að tryggja sér sæti í UEFA-bikar- keppni Evrópu i sumar, en um það sæti keppir liöið ásamt FC Brugge. Malenbeek sigraöi hiö fræga félag Anderleckt — 2:0 — á laugardaginn, og getur nú fátt komiö i veg fyrir að félagið hljóti meistaratitilinn i Belgiu. -SOS. Snilldarleikur færði ÍR íslandsmeistaratitilinn Fallið biasir við HSK-liðinu Baráttuglaðir Snæfellingar unnu góðan sigur i leik gegn HSK-liðinu (sem er nú almennt kallað „HS-KR-liðið”) — 52:49 I daufum leik. Eftir þetta tap blasir fallið við HSK-liðinu, og getur ekkert annað en kraftaverk bjargað þvi frá falli. Ahuginn virðist takmarkaður hjá leik- mönnum liðsins, og sást það bezt á þvi, að tveir leikmenn þess mættu til þessa þýðingarmikla leiks, beint úr blakleik. Þá setti það strik ireikninginn, að Þröstur Guðmundsson mætti meiddur til leiks, og lék hann aðeins með i siöari hálfleik. Þröstur tognaöi illa á æfingu i siðustu viku. Snæfellingar léku einnig gegn Njarðvikingum um helgina og töpuðunaumt —62:70. -K.-SOS. STAÐAN STAÐAN er nú þessi i 1. deildar keppninni i körfuknattleik: IR........... 13 12 1 1107:1007 24 KR........... 13 10 3 1189:1080 20 Njarðvík ....13 8 51042:104216 Armann...... 12 7 5 1009:944 14 ÍS........... 12 5 7 970:922 12 Valur ....... 13 5 8 1087:1070 10 Snæfell...... 13 2 11 862:1033 4 HSK.......... 13 1 12 927:1033 2 Stigahæstu menn: Kolbeinn Pálsson, KR 299 Þórir Magnússon, Val...........264 Kristinn Jörundsson, 1R.....252 Stefán Bjarkason, Njarðvik ... 249 Jón Sigurðsson, Armann......243 Kristján Agústsson, Snæfell... 242 Agnar Friðriksson, ÍR........240 ÍR-INGAR FÉLLU í 2. DEILD Gróttumenn héldu 1. deildar sætinu unnu goðan slgur (16:14) í sínum síðasta leik — gegn Ármanni „Þetta var erfiður leikur, og hann tók svo sannarlega á taugarnar”, sagði Gunnar Kjartansson, þjálf- ari Gróttu-liðsins, sem tryggði sér áframhaldandi sæti 11. deild á sunnudagskvöidið með þvi að vinna Armann 16:14. Grótta hafði forustuna nær allan leikinn, og voru leikmenn Gróttu-Iiðsins húnir að ná 5 marka forskoti (11:6) i byrjun siðari hálfleiksins. Þá tóku Armenningar Björn Pétursson úr umferð, og um tima leit út fyrir að Gróttu-liðið mvndi ekki þola það. Armenningar náðu að jafna (12:12) og komast yfir (13:12), og útlitið var svart hjá Gróttu. En beztu menn Gróttu tóku þá til sinna ráða — Guðmundur Ingi- mundarson, sem átti mjög góðan leik i markinu, varði vitakast, og Magnús Sigurðsson jafnaði (13:13) og kom Gróttu aftur yfir (14:13), og siðan gulltryggðu Gróttumenn sér áframhaldandi sæti i deildinni, á siðustu minút- unum. Mennirnir á bak við þennan sæta sigur Gróttu voru þeir Guð- mundur og Magnús, en hann átti góöan leik, og skoraði þar að auki 6mörk. Aðrir sem skoruðu, voru: Bjöm 3, Arni 2, Halldór 2, Axel, Kristmundur og Þór eitt hver. Armanns-liðið náði sér aldrei á strik i leiknum, og leikmenn þess léku langtundir getu. Beztu menn liðsins voru þeir Ragnar Gunnarsson og Björn Jóhanns- son, sem skoraði 4 mörk, aðrir: Jón 4 (3 viti), Hörður H. 2 (1 viti), Jens, Hörður K., Kristinn og Pétur (viti) eitt hver. ÍR-liðið tapaði fyrir Fram Framarar sigruðu niðurbrotið ÍR-lið20:19,ogvar sá leikur mjög daufur, enda ÍR-ingar fallnir nið- ur í 2. deild, fyrir leikinn. Fram- arar náðu 5 marka forskoti I sið- ari hálfleik — 17:12, en þá fór þreytu að gæta hjá leikmönnum liðsins, þar sem enginn leikmaður var hjá Fram til að skipta inn á. Framhald á bls. 13 1. DEILD Staðan er nú þannig: Vikingur 14 11 1 2 279 13 9 Valur Fra m Fll llaukar Armann Grótta ÍR 14 13 14 14 14 14 4 251 5 264 6 269 7 274- 7 242- 9 270- 1 253- -235 23 -219 18 -265 16 •255 14 263 13 251 13 322 8 292 5 Freysteinn meistari Spennandi keppni í Reykjavíkurmótinu í skíðagöngu 1 flokki 17-19 ára var gengið 10 km og urðu úrslit þessi: Sigurður Siguröss., Hrönn... 51.43 Birgir Sigurjónss., Hrönn ... 55.39 FREYSTEINN Björgvinsson varð Reykja vikurmeistari I skíðagöngu á sunnudaginn, eftir spennandi keppni við félaga sinn úr Skiðafélagi Reykjavikur, Sigurjón Hallgrimsson. Keppnin fór fram við Kópavogsskálann i Bláfjöllum, og var keppt i tveimur flokkum. Hrannarinn Sigurður Sigurðsson varö Reykjavíkurmeistari I flokki 17-19 ára. Úrslit urðu þessi I flokki 20 ára og eldri, en gengið var 15 km: Freysteinn Björgvinss. S.R.. 64.21 Sigurjón Hallgrimss., S.R. . .64.43 Páll Guðbjörnsson, S.R. 65.53 Isfirðingurinn Jónas Gunn- laugsson keppti sem gestur, og kom hann fyrstur i mark — gekk vegalengdina á 50.15 min. KR-ingar óttu aldrei möguleika gegn IR ingum, sem voru i geysilegum ham og unnu 9 1:80 ★ Fallið blasir við HSK-liðinu eftir tap fyrir Snæfelli, 49:52 AGNAR FRIÐRIKSSON og félagar hans i IR sýndu snilldar- leik gegn KR á sunnudaginn, þegar þeir tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik. Agnar var i „banastuði”, og hvað eftir annað hafnaði knöttur- inn I körfu KR-inga eftir snilldar- leg langskot hans. Þá léku allir leikmenn ÍR-liðsins vel — bræðurnir Kristinn og Jón Jörundssynir voru góðir, Jón skoraði 20 stig, þótt hann dveldi lengi á skiptimannabekknum, þar sem hann var kominn með 4 villur. KR-ingar skoruðu fyrstu körfu leiksins, en þá vaknaði ÍR-liðið tillifsinsog leikmenn þess svöruðu með leifturárás — komust 110:2. Siðan mátti sjá 20:4 og fyrri hálfleiknum lauk 47:28 fyrir ÍR. Yfirburðir IR-liðsins héldust I siðari hálfleik, en þá var munur- inn þetta 15-21 stig, 49:28 — 71:50 og 81:60. Þá slökuðu IR-ingar á, enda sigur þeirra i öruggri höfn, og KR-ingar náðu að minnka muninn i 11 stig fyrir leikslok — 91:80. IR-ingar voru i miklum ham i leiknum, og áttu allir leik- menn liðsins góðan dag, en stiga- hæstu mennirnir voru Agnar 22, AGNAR FRIÐRIKSSON...er allt- af hættulegur uppi við körfuna. Kristinn 21, Jón 20, Kolbeinn Kristinsson 17 og Þorsteinn Guðnason 7. KR-ingum tókst aldrei að veita IR-ingum keppni, og skoraði Kolbeinn Pálssont.d. sitt fyrsta stig á 16. min. leiksins, en hann hafði verið tekinn út af i byrjun, þar sem hann var ekki nógu lif- legur. Sá leikmaður, sem vakti mesta athygli i KR-liðinu var Gisli Gíslason, bráðefnilegur unglingur, sem á áreiðanlega eftir að láta að sér kveöa i framtiðinni. Stigahæstu menn hjá KR voru: Bjarni Jóhannesson 19, Gisli 14, Kolbeinn 14 og Kristinn Stefánsson 12. ÍR-INGAR UNNU KÆRUNA ÍR-ingar unnu kærumálið, sem kom upp eftir leik þeirra gegn Armanni. Nú fyrir helgina kom úrskurður frá Alþjóða körfuknattleiks- sambandinu, þar sem sagt var, að ekki væri hægt að kæra leik eftir að leikskýrsla hefði verið undirrituð af dómurum, jafnvel þótt hún væri röng. En eins og við höfum sagt frá, þá var einu stigi bætt við hjá ÍR á skýrslunni — stigi, sem ÍR-ingar skoruðu ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.