Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 18. marz 1975. HAUGSUGAN er einnig traust eidvarnatæki Guöbjörn Guðjónsson SLS-FODIJR SUNDAHÖFN m G--ÐI fyrirgóöun mut $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Fundur hafréttarráðstefnu S.Þ. í Genf settur: Waldheim hvetur til samkomulags Forseti ráðstefnunnar segir, að nýr fundur sé nauð- synlegur á næsta ári, þótt störf þessa fundar gangi eins og í sögu Reuter—Genf — Fundur Hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna I Genf hófst i gær. 1 ávarpi frá Kurt Waldheim, aðalritara S.Þ., er lesið var upp við setningu fund- arins, varaði hann þátttakendur við afleiðingum þess, að ráðstefn- an færi út um þúfur — slikt yki til muna hættuna á árekstrum milli þjóða á hafinu. Reuter-fréttastofan segir, að margir liti á hafréttarráðstefn- una sem þá mikilvægustu, er haldin hefur verið á vegum S.Þ. alR frá þvf samtökin voru stofnuð árið 1945. Setning fundarins i Genf I gær stóð aðeins i tæpa klukkustund. Enginn fulltrúa bað um orðið, til að gefa yfirlýsingu — og er sú hlé- drægni talin bera vott um áhuga á, að samkomulag náist. Búizt er við, að nefndastörf standi næsta hálfa mánuð, a.m.k. lagði forseti ráðstefnunnar, Shirley Amera- singhe frá Sri Lanka (áður Ceylon) til, aö þannig yrði störfum háttað fyrst um sinn. Amerasinghe hélt fund með fréttamönnum i gær og sagði, að þótt störf þessa fundar gengju eins og i sögu, yrði nauðsynlegt að boða til annars fundar á næsta ári, áður en hægt væri að undir- rita alþjóðlegt samkomulag á sviði hafréttarmála. Enn ríkir spenna í Portúgal Róðamenn Atlantshafsbandalagsins óttast, að vaxandi óhrif kommúnista leiði til úrsagnar landsins úr bandalaginu NTB/Reuter—Lissabon/Brussel — Spenna ríkti I Portúgal I gær, meðan þess var beðið með eftir- væntingu, að tilkynnt yrði um breytingar á stjórn landsins. Þess er vænzt, að áhrif kommúnista aukist i hinni nýju stjórn. Þótt tæp vika sé liðin frá þvi byltingartilraun var gerð I Portúgal, er herinn enn við öllu búinn — og viða má sjá vopnaða hermenn á götum úti. Sem kunnugt er voru helztu bankar og tryggingafélög landsins, svo og mörg stórfyrirtæki, þjóðnýtt fyrir helgi. Sú ákvörðun er aðeins sú fyrsta i vlðtækri efnahagsáætlun hins nýja byltingarráðs, er myndað var eftir byltingartilraunina I fyrri viku. Otlendingar, sem búsettir hafa verið i Portúgal, hafa margir flutzt úr landi af ótta Framhald á bls. 13 Fundur lan Smiths og John Vorsters: Stjórnir Ródesíu og S-Afríku ósammóla Suður-Afríkustjórn leggur ofurkapp á, að samkomulag nóist um stjórnskipulega framtíð Ródesíu Reuter—Cape Town, Suður- Afriku. — Forsætisráðherrarnir Ian Smith og John Vorster — sem eru leiðtogar einu „hvítu minni- hiutanna” i Afriku — áttu iangan fund I gær, þar sem þeir ræddu sambúðina við önnur Afrikuriki. Fréttaskýrendur telja fundinn merki þess, að ágreiningur hafi risið milli stjórna Ródcsiu og Suöur-Afriku um framhald viðræðnanna um stjórnskipuiega framtið Ródesíu. Þær viðræður liggja sem stendur niðri. En enginn vafi leikur á, að Suður-Afrikustjórn leggur allt kapp á, að samningar náist. Með þvi móti drægi úr spennu þeirri, er rikt hefur i sam- skiptum Suður-Afriku við önnur Afrikuriki — og að auki væri þá hægt að kalla heim þá tvö þúsund suður-afrlskra öryggisliða, sem eru I Ródesíu. Það, sem stöðvaði viðræðurnar um stjórnskipulega framtið Ródeslu, var handtaka Nadaban- ingi Sithole, annars af aðalleið- togum þjóðfrelsissamtaka landsins. Sithole var gefið að sök að hafa ætlað að ráða af dögum helztu keppinauta sina um forystu I frelsissamtökunum. Réttarhöld I máli hans hefjast innan skamms, og hafa yfirvöld I Ródeslu tilkynnt, að þau fari fram fyrir luktum dyrum. Suður Afrlkustjórn er andvlg þessu og kýs, að réttarhöldin veröi opin. Þannig lagði Hilgard Muller utanrlkisráðherra áherzlu á, að svo yrði I þingræðu, er hann hélt fyrir tæpum hálfum mánuði. Ekki er ljóst, hver árangur hefur orðið af fundinum I gær, en fastlega er búizt við, að Vorster hafi gert Smith ljósa stefnu stjórnar sinnar i þessu máli sem öðrum. Jenkins Heimsókn KGB-leiðtoga Reuter-London. Roy Jenkins, innanrfkisráðherra Bretlands, lýsti þvi yfir i neðri málstofu brezka þingsins i gær, að Alexander Shelepin — fyrrum yfirmaður sovézku leyniþjón- ustunnar (KGB) — yrði veitt vegabréfsáritun, svo að hann gæti sótt Breta heim. Þessi yfirlýsing olli mikilii reiði nokkurra þingmanna. Jenkins kvaðst ekki koma auga á neina frambærilega á- stæðu til að synja Shelepin um vegabréfsáritun. Shelepin sem er formaður miðstjórnar sovézka alþýðusambari6ins, hefur verið boðiö að sitja þing brezka alþýðusambansins, er haldið verður I næsta mánuði. Þetta boð hefur verið gagn- rýnt harðlega af fjölda brezkra stjórnmálamanna, samtökum Gyðinga og ann- arra flóttamanna frá Sovét- rlkjunum, svo og nokkrum fjölmiðlum. Victor Goodhew, einn af þingmönnum íhalds- flokksins, komst svo að orði á fundi neðri málstofunnar I gær: — Heimsókn þessa fyrr- um yfirmanns KGB, og þvi skipuleggjanda fjöldamorða, er ögrun við brezku þjóðina og þá flóttamenn, er setzt hafa að I Bretlandi. Og Phillip White- head, einn af þingmönnum Verkamannaflokksins, sagði, að erfitt gæti reynzt að tryggja öryggi Shelepins, meðan á heimsókn hans stæði. Hanar gerðir upptækir Reuter-Chicago. Nýlega hófu lögregluyfirvöld i suöurhiuta Ulinois-fylkis i Bandarikjun- um herferð gegn rekstri ólög- mætra „hanaats-klúbba”. i upphafi þessarar herferðar voru 22 handteknir — þ.á.m. 3 konur — fyrir að stunda þessa ólöglegu starfsemi. Og 23 han- ar voru gerðir upptækir. Talsmaður lögregluyfir- valda hefur lýst yfir, að svo virðist sem hanaöt hafi færzt mjög I aukana I Illinois-fylki að undanförnu. Og að sögn hans er fjöldi bænda farinn að drýgja tekjurnar með þvi að ala upp hana I þessum til- gangi. Verður Glistrup hendtekinn? NTB-Kaupmannahöfn. Sak- sóknari I máli þvi, er höfðað hefur verið á hendur Mogens Glistrups, leiðtoga Framfara- flokksins danska, vegna skatt- svika o.fl. brota, gaf i skyn i gær, að Glistrup kynni að verða handtekinn, og jafnvel hnepptur I gæzluvarðhald. Þinghelgi stæði þvi Uklega ekki i vegi. Tildrög þess, að Leo Lem- vigh, saksóknari I máli Gli- strups, lét svo um mælt fyrir rétti I Kaupmannahöfn I gær, er þrjózka hins ákærða við að mæta við réttarhöld I málinu. Glistrup hefur lýst þvi yfir, að hann hafi öðrum hnöppum að hneppa að degi til en mæta fyrir rétti I þessu máli. Hann hefur hins vegar boðizt til að mæta, verði tryggt, ’að hann komizt ábrott fyrir kl. 9 að morgni— þess vegna sé hann reiðubúinn að mæta kl. 3 að nóttu til. Ekki er kunnugt um við- brögð saksóknarans eða dóm- arans I máli Glistrups við þessu boði hans. Úfför Onassis í kyrrþey NTB-Parls. Griski skipakóng- urinn Aristoteies Onassis, er lézt s.l. laugardag, verður jarðsettur f dag á eynni Skorpios við hlið einkasonar sins Aiexanders, er fórst i flugslysi fyrir rúmum tveim árum. Tilkynnt var I gær, að aðeins nánustu ætt- ingjar og vinir yrðu viðstaddir útförina á Skorpios. (Onassis keypti eyna árið 1962 fyrir tvær milljónir dala (u.þ.b. 300 milljónir isl. króna). Meðal þeirra, sem vænzt er, að verði viðstaddir útförina, eru börn Jacqueline (ekkju Onassis) og John Kennedys, fyrrum Bandarikjaforseta, og amma þeirra, Rose Kennedy. Onassis Feröamiöstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940 Upplýsingar á skrifstofunni um verð og greiðslukjör

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.