Tíminn - 21.03.1975, Síða 1

Tíminn - 21.03.1975, Síða 1
vélarhitarinn í frosti og kulda HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigiuf jörður Ðúðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Frumvarp ríkisstjórnarinnar um rdðstafanir í efnahagsmdlum lagt fram: r •• r UTGJOLD RIKISINS, PERSONU- SKATTAR OG MATVÆLI LÆKKA Flugvallargjald, skyldusparnaður og Idntökuheimildir vegna opinberra framkvæmda OÓ-Reykjavik. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir i efnahagsmálum var lagt fram á alþingi í gær. Helztu ákvæði frumvarpsins eru heimild til lækkunar rikisútgjalda á þessu ári um allt að 3.500 millj. kr., breytingar á skattalögum, þannig að gert er ráð fyrir lækkun skatta og út- svara á lágtekju- og meðaltekjufólki, heimild til lækkunar eða niðurfellingar söluskatts og tolla af nokkrum mikilvægum matvörum og hráefnum til matvælaiðnaðar. Sett verður á sérstalt flugvall- argjald, sem gert er ráð fyrir að verði 2.500 kr. á hvern einstakling, sem fer úr landi. Þá er talað um skyldusparnað hátekjufólks og lántöku- heimildir vegna opinberra framkvæmda og Framkvæmdasjóðs, og ráðstöfun lánsfjár og skyldusparnaðar. I stjórnmálaumræöunum, sem útvarpaö var I gærkvöldi, sagöi Ólafur Jóhannesson, dóms- og viöskiptaráöherra, m.a. um frumvarpiö: „Það hefur verið gagnrýnt, aö þessar ráðstafanir og aðrar sam- ræmingaraögeröir, sem fylgja áttu i kjölfar gengislækkunarinn- ar, hafi dregizt óeðlilega lengi. En hér hefur stjórninni verið. vandi á höndum. Hún vildi biða og sjá, hvort samkomulag gæti ekki tekizt á milli aðila vinnumarkaö- arins. Hún haföi tilbúnar tillögur um láglaunabætur, en frestaöi framlagningu þeirra samkvæmt ósk beggja deiluaöila. Hún vildi ekki gripa fram fyrir hendur þeirra, á meðan nokkur von væri til þess, aö samkomulag gæti náðst. Æskilegt heföi og verið, að slikt samkomulag lægi fyrir, áöur en ákvarðanir um aörar ráö- stafanir væru teknar. En þaö var ekki hægt að biða lengur”. Fyrsti kafli frumvarpsins um heimild til lækkunar rikisútgjalda er þannig: „Þrátt fyrir ákvæöi fjárlaga fyrir árið 1975 er ríkis- stjórninni heimilt aö lækka fjár- veitingar um allt að 3.500 millj. kr. Akvörðun um skiptingu lækk- unarinnar milli einstakra fjár- lagaliöa skal tekin meö samþykki fjárveitinganefndar. Heimild þessi tekur einnig til útgjalda, sem ákveðin eru með sérstökum lögum”. 1 athugasemdum viö þessa grein segir m.a.: „Aö þvi er varöar framkvæmd- ir rikisins, verður sérstök áherzla á það lögö, aö verkum verði ekki hleypt af staö fyrr en tæknilegum undirbúningi er að fullu lokiö, og einnig veröur þess sérstaklega gætt, að fjármagn til viökomandi framkvæmdar hafi veriö tryggt, áður en verk verður hafiö. Af hálfu fjármálaráöuneytisins verða meö tilliti til þessa geröar ráöstafanir til þess aö fylgjast sérstaklega vel meö öllum greiðslum úr ríkissjóöi i þeim til- gangi aö tryggja markvissara eftirlit með útgjöldum rkisins. 1 þvi ótrygga efnahagsástandi, sem rikir um þessar mundir, er mikilvægt að föstum tökum veröi náö á öllum útgjöldum og útlán- um hins opinbera. Jafnan verður þó haft vakandi auga á atvinnu- ástandi og atvinnusjónarmiðið sett ofarlega, þegar metið verður, hvaða framkvæmdum eigi aö fresta og hverjum að flýta”. Skattalækkanir 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir lækkun tekjuskatts einstaklinga um 850-900 millj. kr. og lækkun út- varps um 360 millj. kr. Einnig eru fjölskyldubætur almannatrygg- ingakerfisins og aörar barna- ivilnanir rikisins sameinaðar i skattafslátt, og greiðast þær út, séu þær hærri en álögð gjöld. Þar með er stigiö fyrsta skrefið til sameiningar tryggingabótakerfis og skattakerfis. Sjá nánar um skattabreytingu og skattstiga á öðrum staö i blaöinu. Lækkun söluskatts og afnám tolla af mikilvægum matvælum Lagt er til I frumvarpinu, að fjármálaráðherra veröi heimilaö aö lækka verö á matvörum meö afnámi tolla og niðurfellingu eöa lækkun söluskatts. Þegar eru irargarþýöingarmiklar matvörur undanþegnar þessum gjöldum. í athugasemd segir, að ætla megi, að niöurfelling söluskatts áf brauði, nýjum ávöxtum og græn- meti fæli i sér um 600 millj. kr. lækkun skatts af matvælum á einu ári. Niðurfelling söluskatts af öllum ávöxtum og grænmeti næmi um 500 millj. kr. lækkun á ári. Helmingur söluskatts af korni og brauðvöru, kjöti og hvers konar kjötvöru þýddi nálægt 640 millj. kr. á ári. Lækkun matvæla- skatta og þar meö matvælaverðs, getur numiö i mesta lagi 600-800 millj. kr. á ári. Fæli það I sér lækkun matarútgjalda heimil- anna i heild um 3 1/2% og lækkun framfærslukostnaðar um 1.1%. Flugvallargjald Gert er ráö fyrir hækkun lend- ingargjalda á Keflavikurflug- velli, en þau eru skráð i Islenzk- um krónum og voru sem svaraöi Hans G. Andersen: Viðræður um skipt ingu hafsvæðis milli Islands og Jan AAayen NTB—Genf — Hans G. Andersen, formaöur islenzku sendinefnd- arinnar á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sagði i við- tali við NTB-fréttastofuna, aö ts- lendingar muni bráðlega fara fram á viðræður við Norðmenn um skiptingu hafsvæðisins milli tslands og Jan Mayen. Viðræður þessar standa I sambandi við fyrirhugaða útfærslu islenzku fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómílur siðar á þessu ári. Búizt er við, að íslendingar snúi sér til Norðmanna með beiðni um slikar viðræður i sumar, þegar fundi Hafréttarráðstefnunnar i Genf er lokið. t dag er ekki ljóst — að sögn NTB — hvaða kröfur Is- lendingar gera I þessu sambandi, en hin svonefnda miðlina milli Islands og Jan Mayen gerir strik i reikninginn, þegar fært verður út i 200 milur. Liklega verður fylgt reglum, er settar kunna að verða á fundinum i Genf um þetta atriði — en alls óvist er i dag, hvort um slikar reglur næst nokkur sam- staða. 512 dollurum fyrir svokallaða við- miðunarflugvél á s.l. sumri, en vegna gengislækkana eru þau nú sem svarar 299 dollurum. Er þetta mun lægra gjald en á alþjóðlegum flugvöllum I ná- grannalöndunum. Verða lending- argjöldin hækkuð um 70%, og verða þá sem svarar 510 dollurum fyrir viðmiðunarflugvél. Þá er gertráðfyrir, að sett verði á flug- vallargjald, er flutningaaðili greiði vegna þeirra farþega, sem hann flytur frá íslandi til annarra landa. A siðasta ári fóru um 90 þúsund farþegar frá Keflavikurflugvelli, sem gjaldskylda hefði náð til, samkvæmt frumvarpinu, sem nú liggur fyrir. I ár má gera ráð fyrir talsveröum samdrætti á ferðum íslendinga til útlanda, og óvissa er um, hve lækkun isl. kr. hefur á ferðamannastrauminn hingað. En sé gert ráð fyrir að 90 þús. farþegar fari frá flugvellin- um á timabilinu 1. april til árs- loka, ættu tekjur rikissjóðs að aukast um 225 millj. kr., miðað við að gjald á hvern farþega verði 2500 kr. Flugvallargjaldið er ákveðið 2500 kr. fyrir hvern einstaling. Hálft gjald verður fyrir barn á aldrinum tveggja til tólf ára. Gert er ráð fyrir að gjaldið verði fellt inn i verð farseðils. Lagt er til, að eigandi loftfars eða sá, sem ber ábyrgð á rekstri þess, beri ábyrgö á greiðslu flugvallargjaldsins. Skyldusparnaður Gert er ráð fyrir, að einungis þeir leggi fram fé sem skyldu- sparnað, er höfðu tekjur umfram nauðþurft á árinu 1974. Þeir ein- staklingar, sem höfðu yfir 1000 þúsund króna skattgjaldstekjur á árinu 1974, leggi fram 5% af þvi sem fram yfir er. Hafi þessir aðil- ar börn innan 16 ára aldurs á framfæri slnu, hækki þetta mark um 75000 fyrir hvert barn. Á sama hátt greiði samsköttuð hjón, sem höfðu yfir 1250 þúsund króna skattgjaldstekjur á árinu 1974, 5% af þvi sem fram yfir er. Þá hækki Framhald á bls. 13 ASI boðar verk- föll hinn 7. apríl Deiluaðilar ræða skattalækkanir og fleira d sdttafundi í dag OO-Reykjavik. Samninganefnd ASt og baknefnd hennar, sem skipuð er 37 fulltrúum verka- lýðsfélaganna, samþykktu ein- róma á fundi s.l. miðvikudag að beina þeim tilmælum til allra sambandsfélaga ASÍ að þau boði til vinnustöðvanir frá og með 7. april nk„ hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tima. Þetta þýðir, að félögin þurfa að tilkynna vinnuveitendum og sáttasemjara rikisins boðaðar vinnustöðvanir með sannanleg- um hætti eigi síöar en 26. marz nk. Timinn lagði i gær þá spurn- ingu fyrir Björn Jónsson, for- seta ASl, og Ólaf Jónsson, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins, hvort vænta mætti frekari árangurs af samningaviðræðunum, þar sem verkföll eru nú yfirvofandi inn- an skamms, verði ekki samið, og hvort frumvarp rikisstjórn- arinnar um ráðstafanir i efna- hagsmálum greiði ekki fyrir iausn deilunnar. Björn svaraði þvi til, að verkalýðshreyfingin væri að sýna, að henni sé full alvara með að krefjast kjarabóta af at- vinnurekendum. Sagði hann, að formlega hefði ekki þokazt i samkomulagsátt siðan 2. mar? s.l., og væri það of langur timi. Um frumvarpið sagði hann, að samninganefndin og sérfræð- ingar ASI væru að kanna það. og yrði það rætt á ááttafundi á morg'iin. Hann væri ekki til- búinn að ræða um frumvarpið eins og á stæði, ekki sizt vegna þess að þar væri mikið af heim- ildarákvæðum, og ástæða væri til að ræða nánar við rlkis- stjórnina um það, hvernig þær heimildir yrðu notaðar, og væri þá hægt að meta nánar, hvernig hægt væri að reikna breyting- arnar inn i kaupgjaldsdæmið. — Við vonum, sagði Björn, að einhver hreyfing komist á málin á fundinum, sem haldinn verður á morgun (i dag, föstudag). Við höfum verið að tala um samn- ingstima frá 1. marz, og förum kannski að missa af þvi. Við- horfið breytist óneitanlega dá- litið, ef við náum ekki þeim tima aftur fyrir okkur. Við hljótum þess vegna að vinna að þvi að fá niðurstöður sem fyrst. Ólafur Jónsson kvaðst ekki vera tilbúinn að svara þvi strax, hvaða áhrif frumvarpið um efnahagsráðstafanirnar hefði á samningamálin. Færi það mest eftir þvi, hvernig viðsemjend- umir sættu sig við það og hvern- ig þeir kæmu til með að meta skattalækkanirnar. —• Okkar stuðningur við þá þefur verið að reyna að fá lækk- öða skatta. Viö höfum ekki talið Okkur hafa aðrar leiðir hvað sem gerist. Svo er spurningin, hvað gert verður fyrir sjávarút- veginn, en hann er sá aðili, sem verst er settur. Væntanlega skýrast linurnar betur á fundinum, semhefsi kl. 14 I dag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.