Tíminn - 21.03.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.03.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 21. marz 1975. Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra í útvarpsumræðunum í gærkvöldi: EFNAHAGSLÆGÐIN MUN GANGA YFIR Stefnt er að því að stuðla að jafnvægi í þjóðarbú- skapnum og treysta undirstöður atvinnu og lífskjara HÉK FER \ú eftir ræöa Ólafs Jó- hannessunar vibskiptaráöherra I átvarpsuinræöunum I gærkvöldi. „Þeir, sem stjórna, hvort heldur er á þrengra eða viðara sviði, verða oft að taka vanda- samar ákvarðanir. Það hefur Al- þingi og rikisstjórn þurft að gera á þessu ári, og þarf enn að gera. Hef ég þá fyrst i huga nýja verð- skráningu krónunnar og ákvarð- anir, sem henni þurfa að fylgja. Gengislækkun er alltaf neyðarúrræði Gengislækkun er alltaf, að min- um dómi, hreint neyöarúrræði. Henni fylgir margvisleg röskun, auk ýmiss konar vandamála. En svo getur staðið á, að hún sé óum- fiyjanleg. Gengislækkunin i sið- astliðnum mánuði var að minu viti ill, en óhjákvæmileg nauðsyn. Þau vandamál, sem snúa þurfti til betri vegar, voru fyrst og fremst aðstaða þjóðarbúsins út á við og afkoma útflutningsat- vinnuvega, þó að hagur einstakra greina væri þar misjafn. Orsakir þeirra erfiðleika voru, öllu öðru framar, stórlega versnandi við- skiptakjör á árinu, en þau voru i árslok um 30% lakari en i árs- byrjun. Saman fór verðlækkun á nokkrum útflutningsafurðum og stórhækkun á innfluttum vörum oghráefnum, og þá auðvitað fyrst og fremst á oliuverðinu. Það þarf enginn aö ætla, að slik sveifla gangi sporlaust hjá garði. Auðvit- að áttu aðstæður innanlands einn- ig hlut að máli. Kaupgjaldssamn- ingar 1974 fóru i sumum greinum út fyrir skynsamleg mörk. Afl eða vilja skorti til að gera réttar við- námsaðgerðir i tæka tið. Upprifj- un þeirrar sögu snýr ekki straumi við úr þessu, en geymd er hún en ekki gleymd. Forsendur Þjóðhags- spár brugðust En hvers vegna dugðu ekki þær ráöstafanir, sem núverandi stjórn beitti sér fyrir, eftir að hún komst til valda? Astæðan er fyrst og fremst sú, að á sfðasta árs- fjórðungi versnuðu viðskiptakjör- in gagnvart útlöndum mun meira en gert hafði verið ráð fyrir, þeg- ar verið var að ganga frá f járlög- um, eða um nálægt 10%. Enn fremur varð innflutningur og gjaldeyrisnotkun umfram raun- verulega getu meiri en nokkurt hóf var á, og gert hafði verið ráð fyrir i áætlunum. Auk þess má ekki gleyma óviðráðanlegum á- föllum af náttúrunnar völdum. Forsendur þjóðhagsspár, sem geröar voru á slöasta ársfjórð- ungi, brugðust. Þannig varð t.d. viðskiptahallinn þrem milljörö- um meiri á siðasta ári en spáö var seint á árinu. Efnahagssérfræð- ingum getur stundum skjátlazt, alveg eins og stjörnuspámönnum fyrri alda, en þeir eru jafn nauð- synlegir fyrir þvi. Veðurspá reyn- ist stundum röng, en engum dett- ur i hug að leggja niður veður- fréttir fyrir þá sök. Innantómt glamur og orðaskak stjórn- arandstöðunnar Eftir áramótin blöstu þær stað- reyndir við, sem drepið var á, og þaö varö að horfast I augu við þær. Að mestu leyti voru þær ó- viöráðanlegar, þó að vitaskuld megi oft sjá eftir á, að einhverju hefði mátt haga á annan veg. En þessumstaðreyndum og þeirri at- burðarás, sem þeim liggur til grundvallar, verður ekki breytt með innantómu glamri og orða- skaki stjórnarandstöðunnar, sem á þessu timabili hefur aldrei haft neitt jákvætt til mála að leggja, enda hafa þeir stjórnarandstæð- ingar reynzt falsspámenn i hverju atriði, jafnt stóru sem smáu. Þegar mál lágu ljós fyrir eftir áramótin, var i raun ekki nema um tvo kosti að velja: Annars vegar millifærsluleið i hefð- bundnum stil, eða hins vegar gengislækkun með tilheyrandi hliðarráðstöfunum. Gengislækkunar- leiðin valin Að vandlega athuguðu máli var gengislækkunarleiðin valin, enda þótt öllum væri ljóst, að henni fylgdu ýmsir ókostir. 1 mínum huga réð þar um mestu, að með þeirri leið taldi ég meiri trygg- ingu fyrir þvi, að hægt væri að halda fast við það höfuðmarkmið stjórnarstefnunnar að koma i veg fyrir atvinnuléysi, svo og, að með réttum hliðarráðstöfunum væri auðveldara að rétta hlut hinna tekjulægri og verst settu i þjóðfé- laginu. Hin leiðin — millifærslu- leiðin — var af þeirri stærðar- gráðu, að hún var óframkvæman- leg, auk þess sem henni fylgdu allir þeir ágallar, sem slikri til- færsluleið jafnan fylgja, þ.á.m. kostnaður, skriffinnska og mis- notkunarhætta. Með gengislækkun, ásamt nauösynlegum hliðarráðstöfun- um, er stefnt að lagfæringu á gjaldeyrisstöðu og bættri afkomu útflutningsgreina. Sá böggull fylgir txi auðvitað skammrifi, að erlendar skuldir og erlendir kostnaðarliðir hækka, og dregst þannig nokkuð frá ávinningshlið- inni. Hitt er og augljóst, að geng- islækkun fylgir llfskjararýrnun. Markmið hliðarráðstafana er að draga úr þeirri kjararýrnun hjá hinum tekjulægri, sem ekkert mega missa, og létta þeirra byrð- ar. Deiluaðilum gefið svigrúm til að reyna að nó samkomulagi Það hefur verið gagnrýnt, að þessar ráðstafanir, og aðrar sam- ræmingaraðgerðir, sem fylgja áttu i kjölfar gengislækkunarinn- ar, hafi dregizt óeðlilega lengi. Það má að vissu leyti til sanns vegar færa. En hér hefur stjórn- inni verið vandi á höndum. Hún vildi biða og sjá, hvort sam- komulag gæti ekki tekizt á milli aöila vinnumarkaðarins. Hún hafði tilbúnar tillögur um lág- launabætur, en frestaði fram- lagningu þeirra, samkvæmt ósk beggja deiluaðila. Hún vildi ekki grlpa fram fyrir hendur þeirra, á meðan nokkur von væri til þess, að samkomulag gæti náðst. Æski- legt heföi og verið, að slikt sam- komulag lægi fyrir, áður en á- kvarðanir um aðrar ráðstafanir væru teknar. En það er ekki hægt að biða lengur. Nú hefur stjórnin lagt fram frumvarp um tilteknar efnahagsaðgerðir, sem einmitt eiga að miða að þvi marki, er ég áöur nefndi, að létta byrðar þeirra, sem lakar eru settir, en leggja nokkrar kvaðir á þá, sem betur mega. Þar er þó ekki á- kvæöi um jafnlaunabætur, sem menn með miðlungstekjur eða lægri verða óhjákvæmilega að fá við núverandi aðstæður. Það er enn rétt að biða og freista þess að ná samkomulagi. Er vonandi, að sanngjörnum og góðviljuðum mönnum takizt að finna þar leið, sem menn geta sætt sig við. Það er þó augljóst, aö ekki er enda- Ólafur Jóhannesson viöskipta- rábherra. laust hægt að biða. En I þessu frumvarpi er að finna verulegar skattaivilnanir, bæöi i beinum sköttum, þ.e. tekjuskatti og út- svari, og óbeinum sköttum, þ.e. lækkun söluskatts á tilteknum matvælum. Þar eru ákvæði um skyldusparnað þeirra tekjuhærri, ferðaskatt eða flugvallargjald, eins og þaö er kallaö, heimild til lækkunar ríkisútgjalda og lán- tökuheimildir vegna opinberra framkvæmda og Framkvæmda- sjóðs. Frumvarp um lóns- kjör opinberra fjór- festingarlónasjóða A næsta leiti er svo frumvarp um ráðstafanir i sjávarútvegi, sem nauðsynlegar eru i kjölfar gengisbreytingarinnar og af öör- um ástæðum. Þá er og á næstunni væntanlegt frumvarp um lánskjör opinberra fjárfestingarlánasjóða. Með þvi er stefnt að samræmingu reglna um það efni. Markmið þeirra á m.a. að vera að hamla nokkuð gegn verðbólgu. Þá hafa og verið settar reglur, byggðar á samkomulagi Seöla- bankans og viðskiptabankanna, um stöðvun útlánaaukningar til mailoka. Gildir þessi útlánatak- mörkun um öll lán, nema endur- kaupanleg afurða- og birgðalán, einkanlega til sjávarútvegs, iðn- aðar og landbúnaðar, og reglu- bundin viðbótarlán til þessara greina. Með þessari útlánatak- mörkun er stefnt aö þvi að bæta gjaldeyrisstöðuna og lausafjár- stöðu bankanna. Þessi ákvörðun er i raun og veru neyðarvörn vegna ástands- ins, eins og það er. Það má og segja, að hún sé timabundin til- raun, og um framhald hennar fer auövitað eftir fenginni reynslu að reynslutlmanum liðnum. Og vita- skuld verður að framkvæma þessar reglur með vakandi auga á atvinnuástandi. Atvinnuvegirnir þurfa að geta gengið. Það er og verður fyrsta boðorðið. Ég mun ekki ræða f einstökum atriðum þær efnahagsaðgerðir, sem I framlögðu frumvarpi fel- ast, enda hefur það verið gert af öðrum. Ég vil aðeins undirstrika, að markmið þeirra er það, er fram kemur i heiti frumvarpsins — að stuðla að jafnvægi i þjóðar- búskapnum og treysta undirstöð- ur atvinnu og lifskjara. Að sjálfsögðu er þetta frum- varp að sumu leyti byggt á mála- miðlun, eins og jafnan er um þess konar frumvörp samsteypu- stjórna, en endurspeglar ekki al- gerlega þá stefnu, sem hvor flokkur fyrir sig myndi helzt kjósa, ef hann mætti einn ráða. Ég bendi þó á, að i þessu frum- varpi er að finna sum þeirra atr- iða, er voru i efnahagsmálafrum- varpi þvi, er ég beitti mér fyrir sl. vor, en þá hlaut ekki fylgi. Ég vona, að þessar aðgerðir beri tilætlaðan árangur. Við erum að sumu leyti I efnahagslegri lægð, þótt að öðru leyti séum við betur á vegi staddir en margar þjóðir, þar sem atvinnuleysi er orðið tilfinnanlegt, en hér er ekki enn hægt að tala um það. Ég er ekki i vafa um, að efnahagslægðin mun ganga yfir, enda höfum við oft átt við meiri erfiðleika að etja, þó að sveiflan sé stór frá þvi, sem bezt var. Með góðum vilja og samstilltu átaki munum við sigr- ast á þeim erfiðleikum, sem nú er viö að fást. Það má þó ekki búast við of snöggum umskiptum. Það verður að gæta viss meðalhófs i öllum efnahagsaðgerðum. Ann- ars getur slegið i baksegl. Annars vegar er nokkur samdráttur nauðsynlegur um sinn, og á hinn bóginn þarf að gæta þess, að hann verði ekki svo mikill, að hann leiði til atvinnuleysis eða stofni viðurkenndri byggðastefnu i nokkra tvisýnu. Þetta meðalhóf getur verið vandþrætt. Við skul- um heldur ekki gleyma þvi, sem reynslan hefur kennt okkur, að við erum mjög háðir efnahags- framvindunni i umheiminum. Og það lögmál má heldur aldrei gleymast, aö þjóðfélagið i heild getur ekki til lengdar eytt meira en það aflar. Unnið að landhelgis- mólinu af fullum krafti Þvi skal ekki neitað, að timi rikisstjórnarinnar til þessa hefur mjög farið I það að sinna aðsteðj- andi efnahagsmálum. Það hefur þvi verið minni timi en skyldi til aö sinna hinum stóru framtiðar- málum. Þó hefur verið unnið að landhelgismálinu að fullum krafti. Og munu þar raunar allir vera sammála að meginstefnu til. Uppbygging og efling atvinnu- Hfsins er meginmarkmið núver- andi stjórnar. Þar hefur svo sannarlega góður grundvöllur verið lagður: Ný og góð skip á nær þvlhverri höfn. Fiskvinnslu- stöðvar viðs vegar byggðar og bættar. Afkomuskilyrði fólks I sjávarplássum allt i kringum landið viðast hvar gerbreytt frá þvi, sem áður var. A þessum grundvelli verður áfram að byggja. Framfarir i landbúnaði, á sviði lll ■illiBl ræktunar, vélvæðingar og húsa- geröar, hafa verið örar og stór- stigar. Vinnslustöðvar landbún- aðar hafa verið, og eru, viða I endurnýjun og uppbyggingu. Þær gegna tvöföldu hlutverki, breyta afurðunum i verðmætari vörur og veita mikla vinnu. Hér þarf að halda áfram á sömu braut. Hjá- róma úrtöluraddir eru eins og nátttröll á glugga við dagsbrún. Það er þó ekki hvað sizt i iðnað- inum, sem mikilvæg framtiðar- verkefni biða. Þess vegna 'eru orkumálin ofarlega á blaði i stefnuskrá stjórnarflokkanna. 1 þeim efnum þarf að gera sérstök átök til virkjana fallvatna og jarðvarma. Það er undirstaða iðnaðar, hvort heldur er i stærri eða smærri stil, og húshitun með slikum innlendum varmagjafa þarf að leysa oliuna af hólmi. Hér er mikið verk að vinna. Aðhald í verzlunar- mólum Framleiðsluatvinnuvegirnir eru og verða undirstaða afkomu þjóðarbúsins. Þær undirstöður verður auðvitað að treysta á allan hátt. A þeim hornsteinum hvílir flest annað I þjóðfélaginu. En margs konar þjónustustarfsemi er einnig mikilvæg, og þá ekki hvað sizt verzlunin. Við íslend- ingarerum flestum þjóðum frem- ur háðir viðskiptum við önnur lönd. Innflutningsverzlun, hvort heldur er heildsala eða smásala, er mikilvæg, og það skiptir miklu, að hún sé rekin af hagsýni og á heilbrigðan hátt. Vitaskuld þarf hún að búa við eðlileg starfsskil- yrði, en jafnframt þarf að veita henni nauðsynlegt aðhald, bæði frá neytendum og af opinberri hálfu, þvi að um hendur þeirra, er hana stunda fer feiknamikið f jár- magn, sem þýðingarmikið er frá þjóðhagslegu sjónarmiði, hvernig á er haldið. í samræmi við mál- efnasamning rikisstjórnarinnar verður undirbúin löggjöf um við- skiptahætti, verðmyndun og verðgæzlu. Það þarf að finna leið- ir til þess að láta þá, sem góð inn- kaup gera, njóta þess. (Jtflutningsverzlunin og mark- aðsmálin eru þó ekki siður mikil- væg. Ég held, að þeim málum þurfi að sinna með vaxandi skiln- ing. Við eigum mikið undir dugn- aöi og árvekni þeirra manna, sem við þau fást. Þjóðfélagið hlýt- ur að láta sig þau mál miklu varða, t.d. leit nýrra markaða. Athugandi er, hvort ekki þarf að skipuleggja utanrikisþjónústuna með þau mál meira i huga en hingað til hefur verið gert. E.t.v. ætti að stofna hér útflutningsráð, svo sem sums staðar þekkist, skipað fulltrúum útfluntingsat- vinnuveganna, sem væri ráðu- nautur viðskiptaráðuneytisins og hefði frumkvæði um markaðsleit o.fl. Það eru þessi mál, að ógleymd- um heilbrigðismálum, félagsmál- um og menningarmálum, sem eru hin stóru framtiðarverkefni stjórnvalda. Á þau öll þarf að horfa með byggðastefnu i huga, og má þá sizt af öllu gleyma sam- göngumálunum. Það þurfa sem flestir að taka höndum saman um að sækja fram á þessum sviðum. Það skiptir þjóðarhag mestu. Það held ég, að mikill meirihluti þjóð- arinnar hljóti að skilja og láti sér fátt um finnast sundrungariðju stjórnarandstöðunnar. Ég trúi ekki öðru, en menn hafi veitt þvi athygli, hvernig stjórnarand- stæðingar hafa snúizt, i hverju málinu á fætur öðru, eftir þvi, hvort þeir voru i stjóm eða stjórnarandstöðu. En það er þeirra mál, og ástæöulaust að vera að fást um slikt. Vinnufrið verður umfram allt að tryggia En það er eining, en ekki sundr- ung, sem þjóðin þarf nú á að halda. Vitaskuld hljóta ýmiss konar hagsmunaárekstrar að eiga sér stað. Auðvitað deila menn um tekjuskiptingu og önnur kjaramál I lýðfrjálsu þjóðfélagi. Slikt er ekki nema sjálfsagt. En verkföll verða alltaf neyðarúr- ræöi og valda óumræðilega miklu tjóni, bæði fyrir atvinnurekendur oglaunþega. Vinnufrið verður um fram allt að tryggja. Það má ekki gleymast, að endir verður að vera allrar þrætu. Og enn er hiö forna boöorð I fullu gildi, að með lögum skal land byggja en með ólögum eyða”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.