Tíminn - 22.03.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.03.1975, Blaðsíða 1
vélarhitarinn í frosti og kulda HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Áhrif kvenna- ársins? gébé—Reykjavik — Ahrifa alþjóöa kvennaársins 1975 gætir viöa,—tildæmis mætti nefna fæöingardeild Fjórö- ungssjúkrahússins á Akur- eyri. Þar eru nú fæöingar meybarna í fyrsta skipti i mörg ár orönar fleiri en fæöingar sveinbarna. Má þvi meö réttu segja, aö Akur- eyringar hafi brugöist vel viö undirbúningi kvennaársins 1975. — Frá siöustu áramótum til 19. marz fæddust 80 börn á fæöingardeildinni, sagöi Erna Tulinius, ritari á sjúkrahúsinu, — 45 meybörn og 35 sveinbörn. Þetta er óvenjulegt, þvi nokkur und- anfarin ár hafa sveinbörn alltaf veriö i meirihluta. Á árinu 1974 fæddust t.d. 211 sveinbörn en aðeins 177 meybörn. Frúin á myndinni væntir sin eins og sjá má. Hún er aö vísu ekki Akureyringur, en nú er spurningin, hvort hún heiðrar kvennaáriö, eins og þær margar nyrðra, meö dá- litlu telpukrili. — Tima- mynd: Gunnar. Efnahags- frumvarpið rætt á Alþingi A.Þ.—Reykjavik — Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra fylgdi i gær úr hlaði i neðri deild Alþingis frum- varpi rikisstjórnarinnar um ráðstafanir i efnahagsmál- Framhald á bls. 13 'XNGIRt Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 ú Brezkur togari strandar við AAýrdalssand: •• TOLDU SIG HAFA STRANDAÐ Á SURTSEY SUNNANVERÐRI Skipverjum öllum bjargað á land Gsal-SJ-gébé-Reykjavik — Þaö var um klukkan 10.45 i gærmorg- un að Slysavarnarfélagi tslands barst tilkynning frá Vestmanna- eyjaradió um strand brezka Hull- togarans D.B. Finn H-332. Skip- verjar á togaranum töldu strand- staðinn vera á sunnanverðri Surtsey. Strax og fréttist um strandið fóru mörg skip, sem voru á nálægum slóöum, aö leita strandstaðarins, m.a. varöskip, sem haföi veriö I Vestmannaeyja- höfn, auk fjölda skipa og báta sem voru á Selvogsbanka. Þegar leitaö haföi verið nokkra hrið, varö ljóst, að strandstaður- inn hlyti að vera á allt öörum stað, cn skipverjarnir brezku töldu. Nokkru siðar fréttist frá togar- anum og töldu skipverjar sig sjá skipsflak ekki langt frá strand- staðnum, og þá var ljóst, að strandstaðurinn hlyti að vera ein- hvers staðar á söndunum. Björgunarsveitir SVFÍ i Meðal- landi, Alftaveri og i Vik í Mýrdal voru kallaðar út og beðnar að vera tilbúnar með sin tæki, þar til eitthvað nánar fréttist, og undir- búa sig til ferðar niður á sanda. Um hádegið i gær virtist sam- kvæmt miðunum báta á þessum slóöum, að strandstaður togarans væri nálægt Kötlutöngum. Um svipað leyti var bandarisk flugvél á leið frá Höfn i Hornafirði til Keflavikur, og varóskað eftir þvi við flugstjórann, að hann flygi meöfram ströndinni, ef þess væri nokkur kostur. Það tókst og sáu flugmenn strandaða togarann, skammt fyr- ir austan Kötiutanga, á sand- spildunni milli Blautukvislar og Dýralækjarkvislar á Mýrdals- sandi. Að sögn Hannesar Hafstein, framkvæmdastjóra SVFÍ er gamalt skipsflak á þessum slóð- um, af brezka togaranum Grims- by Town, sem strandaði 23. april 1946. Tvö skip strönduðu á sömu slóöum 1942, belgiski togarinn George Edward og flutningaskip- ið Persier. Þá strandaði Hafþór þarna 1962, en fyrir björgun áhafnar hans fékk björgunar- sveitin Vikverjár afreksbikar sjó- mannadagsins. Ragnar Þor- steinsson bóndi að Höfðabrekku stjórnaði þeirri björgun, en sonur hans Reynir Ragnarsson, núver- andi formaður Vikverja hafði for- ystu um björgun áhafnar D.B. Finn í gær. Strax og ljóst var hvar strand- staðurinn var, var björg- unarsveitum SVFÍ i Meðallandi og Álftaveri tilkynnt að þeirra væri ekki þörf. Hins vegar var björgunarsveitin í Vik þegar send áleiðis að strandstað. Asamt sjúkrabil og lækni. Laust fyrir tvö komu björg- unarsveitarmenn á strandstað, og þar var þá suð-suð-vestan rok og mikið brim, — og strandaði togarinn 150-200 metra frá landi. Þá fréttist um svipað leyti að vélskipið Sólveig frá Þorlákshöfn væri fyrir utan strandstaðinn og fylgdist með framvindu mála. Skömmu eftir komu björgunar- Framhald á bls. 13 Lyfjanotkun mest hjá frá- skildum, ekkjum og ekklum sérstaklega í sambandi við taugaróandi lyf, sem svo eru nefnd, samkvæmt könnun um lyfjanotkun hér á landi Gsal—Reykjavik — ,,Ef viö mið- um við aldurskiptinguna og kynjaskiptinguna i samhengi og tökum fyrst fyrir konuna, þá kom fram I þessari könnun, aö lyfja- notkun kvenna er mest á aldrin- um 40-60 ára, — og á þetta við um alla lyf jaflokkana, að undanskild- um fúkkalyfjunum. Hjá karl- mönnum er skiptingin talsvert öðruvisi, þvi þar er lyfjanotkunin óreglulegri hvað ákveðin timabil ævinnar áhrærir. Hjá karlmönn- um eru margir toppar á ýmsum tlmabilum, og lyfjanotkunin mest hjá körlum 70ára og eldri. t sam- bandi við hjúskaparstéttir kom greinilega fram, að lyfjanotkun er mest hjá fráskilda hópnum, ekkjum og ekklum, þá sér- staklega I sambandi við taugaró- andi lyf sem svo eru nefnd og sef- andi- og geðdeyfðarlyf. Lyfja- notkun hjá giftum og ógiftum er mun minni, og lyfjanotkun þeirra hópa mjög svipuð.” Þannig fórust orð Almari Grimssyni, deildarstjóra hjá Heilbrigðisráðuneytinu, en hann hefur ásamt Ólafi ólafssyni, landlækni og nokkrum öðrum, unnið aö gerð kannana um lyfja- notkun á islandi. Tvær kannanir hafa verið gerð- ar, sú fyrri i nóvember 1972 og sú siðari i april 1973. Fyrri könnunin kom fyrst og fremst að notum fyrir þá sem vinna að heilbrigðis- málum og lyfjaeftirliti, þvi þar var einungis um að ræða magn- tölur. Siðari könnunin er meira til almenns fróðleiks, þvi þar var at- huguð lyfjanotkun eftir aldurs- hópum, kynjum og hjúskapar- stéttum, — og er verið að leggja siðustu hönd á niðurstöður þeirr- ar könnúnar, en Timinn leitaði til Almars um niðurstöður hennar. t báðum könnununum hafa verið athugaðir fjórir flokkar lyfja og sömu flokkarnir i báðum tilfellum. I fyrsta lagi róandi lyf og svefnlyf, en með róandi lyf jum er átt við þau lyf er almennt kall- ast taugaróandi lyf, i öðru lagi fúkkalyf, i þriðja lagi sefandi lyf sem notuð eru við geðsjúkdóm- um, og i fjórða lagi geðdeyfðar- lyf, sem einnig eru notuð við geð- sjúkdómum. Báðar kannanirnar hafa verið gerðar i tengslum við Heilbrigðis- ráðuneytið, og landlækni en með styrk frá Sjúkrasamlagi Reykja- vikur og i samráði við þá stofnun. Bæði Almar og Ólafur hafa unnið að könnuninni jafnframt sinum störfum, en að sögn Almars höfðu þeir báðir mikinn áhuga á þvi, að gerð yrði könnun á lyfjanotkun hérlendis, þegar þeir hófu störf að heilbrigðismálum, i heilbrigð- isstjórninni, en þeir hófu einmitt störf um svipað leyti. 1 nóvember s.l. var þriðja könn- unin gerð, og er hún unnin á ná- kvæmlega sama hátt og könnunin þar á undan, — og gerð fyrst og fremst með það i huga að athuga hverjar breytingar hafa orðið helztar á lyfjanotkun, frá fyrri könnuninni. Almar sagði i viðtali við Tim- Framhald á bls. 13 Jón Jónsson, leigubilstjóri á tsafirði, stendur hér við bifreið sfna. A fimmtudaginn, er Jón var á leið frá Bolungavik til Isafjarðar með tvo farþega, hrundi mikiö grjót úr hliðinni, og lá viö stórslysi. eins og sagt , var frá í blaðinu I gær. Lenti einn steinninn á bifreiðinni og festist i hurðinni, eins og sjá má á myndinni, j sem Guömundur Sveinsson á tsafirði tók. Engan sakaði, en eins og sjá má, munaði litlu aðilla færi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.