Tíminn - 22.03.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.03.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 22. marz 1975. Laugardagur 22. marz 1975 gh 4 Vatnsberinn: (20. jan.-18. febr) Nú skaltu leggja talsvert á þig, bæ&i hvað útlit þitt og framkomu snertir, þvi að þú þarft að ganga i augun á ákveðinni persónu, sem þú veizt mætavel hver er, og þú hefur mikla möguleika á ávinningi, ef þú leggur þig fram. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Þú skalt nota daginn i dag til þess að ráðfæra þig við góðan vin þinn um mál, sem legið hefur nokkuð þungt á þér upp á siðkastið. Það er aldrei að vita, nema hann kunni ráð, sem þú hefur ekki komið auga á, en duga. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Þetta litur út fyrir að ætla að verða ágætis dag- ur, peningalega séð, það litur út fyrir, að þú hljótir einhvern f járhagslegan ávinning, — en þú verður bara að gæta þess, að eyðslusemin nái ekki tökum á þér. Nautið: (20. april-20. mai) Til þess að komast áfram i lifinu, er viljinn ekki siður nauðsynlegur en þekking og gáfur — og það er einmitt þetta, sem þú skalt hafa hugfast. Láttu ekki smáerfiðleika buga þig, þú skalt halda ótrauður áfram. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þaö litur út fyrir, að þér finnist ganga alltof hægt með tilfinningamálin gagnvart einhverjum aðila, sem þér finnst þú vera hrifinn af, ofur- máta, en þetta skaltu ekki taka nærri þér, og alls ekki reka á eftir. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þú ættir að varast það að vera alltof upptekinn af einhverjum kunningjum, sem þú hittir aðeins fyrir stuttu, þvl að það er alls ekki víst, að þeir hafi sömu áhugamál, smekk e&a skoðanir og þú I öllu. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Það er engu likara en að þú hafir núna nóg fé handa á milli, svo að nú getur þú keypt það, sem þig vanhagar um, og það er alveg rétt hjá þér. En þú mátt samt sem áður ekki með nokkru móti gleyma minni háttar skuld. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) t dag er allt samband við vini og kuiiningja sér- staklega mikilvægt, og þetta mátt þú ekki vanrækja. Það er hætt við þvi, að eitthvaö komi upp á teninginn, sem setur þig I vanda I þessum efnum. Taktu vinina framfyrir. Vogin: (23. sept-22. oktj Þessi dagur er svolitið einkennilegur. Þaö litur nefnilega út fyrir þaö, að einhvern ástvin þinn hungri og þyrsti eftir nærveru þinni alveg sér- staklega. Láttu ekki þitt eftir liggja að veita þá aðstoð, sem þú getur. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Enda þótt þú leggir eyrun við hollráðum góðs vinar, verður þú að hafa það hugfast, að það er enginn nema þú sjálfur, sem getur sagt til um, hvar skór sjálfs þin kreppir að. Þú skalt búa þig undir heimsókn i dag eða i kvöld. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Það litur út fyrir, að fjárhagurinn hafi alls ekki verið sem beztur upp á siökastið, en i dag gerist einhver sá atburður, sem veldur straumhvörf- um i þeim efnum. Það getur komið fram i furðu- legustu myndum, og jafnvel ekki strax. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Þú finnur fyrir betra og meira starfsþreki en áöur, og það hefur i för með sér, að jafnvel leiðinlegustu verkefni veröa að leik i höndunum á þér. Það er lika nóg að gera, og verkefni á hverju strái, og um að gera að notfæra sér þau. Jarðir til ábúðar Jarðirnar Bakkagerði og Eyjasel i Hliðar- hreppi, A-Múlasýslu, eru lausar til ábúð- ar. Upplýsingar gefur oddviti Hliðarhrepps, Sveinn Guðmundsson, Sellandi. Hverjum ætti að vera það kunnugra en Landfara, að Kristján frá Garðsstöðum hef- ur lengi verið mikill áhuga- maður um stjórnskipunarmál. Og enn er hann að skrifa um þau efni, þótt hann sé farinn að reskjast. 1 nýju bréfi vikur hann að tveim uppástungum sinum: Að fækka alþingis- mönnum i 51, en þó helzt 47, og afnema efri deild og hafa þingmenn I einni málstofu. Hann er einnig fylgjandi ein- menningskjördæmum. Tuttugu stykki i milljónina Annað bréf er hér að vestan. Höfundur þess er Halldór Þórðarson, og virðist ekki ó- likt þvi, að það sé skrifað i nokkrum hálfkæringi. „Fallegt þykir mér, þegar hönd er rétt þeim, er höllum fæti standa — ekki sizt ef hún er hvit og hrein og hefur aldrei skitnað á flórmokstri. í hana á að taka glöðum huga. Ef þannig er að staðið, má oftast greina rönd af nýjum og betri degi. Ein svona hönd er rétt okk- ur, Norður-lsfirðingum, I frumvarpi á alþingi um inn- flutning á sauðnautum, sem sérstaklega eru ætluð auðum byggðum okkar við hið yzta haf. Samkvæmt frumvarpinu virðist þarna vera ánægjuleg- ur búskapur i boði. Ekki þarf að slátra dýrunum, aðeins taka af þeim ullina og selja hana fyrir erlendan gjaldeyri — verðið fyrir siðustu gengis- fellingu fjörutiu og tvö þúsund krónur reyfið. Eftir gengis- fellinguna þurfum við ekki nema tuttugu stykki i milljón- ina. Tilkostnaður hélt ég, að væri aðallega klippurnar. En nú hef ég frétt, að ekki.séu notaðar klippur við að rýja sauðnaut — bara reytt með berum fingr- um. Ekki þarf hús handa dýrun- um, og þvi siður útlenda fóð- urblöndu eða rándýran áburð til þess að auka sprettuna. Þó er talið nauðsynlegt að girða eitthvaðfyrir dýrin, en timbur er auðfengið á rekafjörum þarna norður frá. Efninu mætti koma á girðingarstæðið með þyrlu, ef eitthvað væri erfitt að flytja það á dráttar- vél. Sjálfsagt er svo að nota hesta við smölun til rúnings. Gæta verður þó allrar varúðar við smölunina — annars er hætt við, að dýrin bræði úr sér (mörinn), ef þau hita sig of mikið. Samkvæmt greinar- gerðinni, sem fylgdi frum- varpinu, er annmörkum háð að kæla þau niður aftur. Ekki þarf að hafa áhyggjur af kulda, þvi fjörutiu stiga frost er þeim ekki til meins. Eftir reynslu frá Straum- firði á Grænlandi að dæma, ætti hver belja að eiga að minnsta kosti tvo kálfa i einu. Bjargráðahey ! ísafjarðarflugvélum Votviðri mega koma öðru hverju — dýrin þola það vel. Sjálfsagt mun þó blautur snjór frjósa og svell myndast þarna norður frá eins og annars staðar, þar sem skiptast á blotar og frosthörkur. Senni- legt er, að þá verði haglftið, þvi að liklega er gróðurlftið þarna á háfjöllum, ofar þeim mörkum, sem blotar ná til á vetrum. En ég sá i blaði, að auðvelt myndi að flytja dýrun- um hey I flugvél frá ísafirði þessa sex mánuði sem þarna kynni að vera jarðlaust (þvi að sjálfsagt eru sauðnaut óvön að bjarga sér I fjöru, að minnsta kosti ef hún er svell- uð, sem komið gæti fyrir). Ein vandkvæði sé ég á þessu. Gunnlaugur og Jónas myndu samkvæmt kenningu sinni lita á land þarna sem al- menning, og mætti búast við þeim á hverri stundu til þess að hamla gegn offjölgun. Ég held, að betra væri til þess að halda stofninum I skefjum að fá Bárð norður — með töngina — á vorin, þegar smalað væri. Illt yrði að flytja mikið i slát- urhús, þvi að eins og menn vita eru bilvegir og hafnir ekki á hverju strái i norðurhrepp- unum. Ef þetta nær fram að ganga, mun þarna risa upp blómleg byggð með fjölda fólks, þar sem allir una glaðir við nýstárlegra dýralif en var, áð- ur en byggð eyddist. Flúnir dvergar, dáin hamratröll, og aðrir hollvættir munu þá aftur vakna til lifs og halda vernd- arhendi yfir þvi sviði, sem um skeið var autt. Þá væri gaman að vera aftur orðinn frár á fæti og geta, ásamt höfundum frumvarpsins, hlaupið um Strandirnar á eftir þessum skemmtilegu dýrum.” „Hjálp” ófreksjunnar Kr. Þ. sendir bréf, sem að megininntaki er á þessa leið: „Stórþjóðir heimsins — eða öllu heldur stjórnendur þeirra — bera mikla ábyrgð. Með svokallaðri hernaðar- „hjálp!” halda þær uppi enda- íausum ófriði og mannvigum I öllum álfum, og valda meiri þjáningumog ófarnaði en orð fá lýst. Og oftast er þetta undir yfirskini einhverra „hug- sjóna”, umhyggju, valdajafn- vægis, eða hvað þeim dettur i hug að bera fyrir sig. En bak við þetta allt standa eigendur vopnasmiðjanna, sem græða á tá og fingri, hvenær sem unnt er að koma af stað ófriði og hvar sem hægt er að halda við vigbúnaðar- kapphlaupi, og svo iðjuhöld- arnir, sem eiga sér þann draum einan að ná eða hafa á- fram tangarhald á auðlindum annarra þjóða og getað notað ódýran vinnukraft þeirra I sina þágu. Það er kominn timi til þess að menn átti sig á þvi, hvers konar ófreskjur vopnafram- leiðendurnir eru og athugi, hve viða má sjá spor þeirra. Þeir eiga allir heima undir sama hatti, hverrar þjóðar sem þeir eru, og þeir og þeirra samverkamenn eru sannir bölvaldar og undirrót margra illra hluta. Hernaðar-,,hjálp”!! Ja, skárri er það nú hjálpin.” Electrolux m Frystikista 410 Itr. 4 % í tilefni auglýsingar nú nýverið i Timan- um, eftir tilboðum i leiguréttindi Deildarár á Sléttu skal tekið fram að umrædd á er leigð Svavari Kristjánssyni, Árbæjarbletti 4, Reykjavik um næstu ár. Leigusamningur sá er ennþá I fullu gildi. Electrolux Frystlkista TC 14S 410 lítra Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaðurinn hí. ARMULA IA. SIMI BGII2. RE VKJAVIK. Frá Borgarbókasafni Reykjavíkur Bókasöfn Borgarbókasafns Reykjavikur $ verða að venju lokuð yfir páskahelgina frá skirdegi 27. marz til annars i páskum að báðum dögum meðtöldum. Opnað aftur -f þriðjudaginn 1. april á venjulegum tima. W tó? Í>i\' $ k-S b fS: •’W- Borgarbókavörður. & •ry.v-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.