Tíminn - 22.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.03.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Laugardagur 22. marz 1975. Á skíðum yfir hólendið A leiðinni yfir hálendið í hríðarkófi. Niu Flugbjörgunar- sveitarmenn lögðu upp gangandi á skiðum úr Eyjafirði til Reykja- vikur 1. marz sl. Þeir komust á leiðarenda 9. marz, og hafði ferðin þá gengið mjög vel hjá þeim. Timinn fékk dag- bók, sem leiðangurs- menn skrifuðu á leiðinni, og birtist hér ferðasagan, eins og hún er skráð i dagbókinni. 1. dagur ÞAÐ VORU ATTA menn frá Reykjavlk, og einn frá Akureyri. Þeir sem fóru norður, flugu flestir þann 28. febr., en þar sem ekki var hægt að lenda á Akureyri vegna þoku, varð að fresta ferðinni til morguns, og varð það til þess, að ekki var hægt að leggja af stað frá Akureyri fyrr en kí. 14.00. Var ekið með farang- urjnn að Hólsgerði, en þar sem snjólaust var i brekkunum upp á Vatnahjalla varð að bera allan farangurinn upp og var farangur hvers manns um og yfir 30 kg. Þegar komið var upp á brekkubrún var kl. orðin 19.00 og var þá slegið upp tjöldum. 2. dagur LAGTAFSTAÐUMKL. 10.00 og var þá komin svarta þoka. Það var erfitt að halda stefnu, vegna þess að allar hæðir voru auðar og varðað þræða lægðirnar og varð það þess valdandi, að stefnan varð meiri til vesturs og lenti leiðangurinn I klettagili, sem ekki var hægt að komast yfir og varð að krækja niður fyrir það um 1 km leið. Siðan var stefnan tekin á Laugafell, en vegna snjóleysis og þoku, komumst við ekki nema að Lambalæk um kl. 20.00 og var tjaldað þar. 3. dagur VAKNAÐ KL.06.00 en þar sem þaö tekur svo langan tíma að matast og ganga frá útbúnaði komumst við ekki af stað fyrr en kl. 11.00. Þá var tekin stefna á Hveravelli, en hætt við að koma við I skálanum hjá Laugafelli. Farið var i gegnum Rauðuhnúka ogyfir Ásbjarnarvatn og tjaldað i hrauninu fyrir sunnan Sátu, þá var kl. 20.00 og komin hriðar- mugga. 4. dagur VAKNAÐ KL 07.30, það var 13 stiga frost, gola og þoka. Það var um 5 til 10 sm nýfallinn snjór, sem skóf af öllum hæðum, en það var gott göngufæri eftir lægðum, sást til sólar gegnum þoku og isnálar, en ekki fjallasýn. Kl. 16.00 sáum við Dúfunefsfell og þurftum ekki að nota áttavita eftir það til Hveravalla. Þá var komið 18 stigafrost.kl. 20.00 og komum við aðDúfunefsfelli og sáum þá ljósin I veðurathugunarstöðinni á Hveravöllum og voru menn þá orðnir fótsárir og þreyttir. Kl. 23.00 var komið til Hvera- valla, og var notalegt að koma i heitan skála Ferðafélagsins. Nú voru menn orðnir matarþurfi og var útbúin veizla úr þeim mat, sem fluttur hafði verið til Hvera- valla i haust.Matseðill 4 kg. kjöt- búðingur, 2 kg. gulrætur og baunir, 3 pk. kartöflumús og i eftirmat var 4. kg. dós af ananas. Þessir tóku þátt i leiðangrinum: Rúnar Nordquist, sem var fararstjóri, Þor- steinn Guðbjörnsson, Helgi Ágústsson, Er- lendur Björnsson, sem er elztur 44 ára, Hjalti Sigurðsson, Ástvaldur Guðmundsson, Arngrimur Hermanns- son, yngstur 21 árs, Jóhann Ellert Guðlaugsson, Jón Gisli Grétarsson, frá F.B.S. Akureyri. Leiðangursmenn kostuðú sig sjálfir I ferðina og notuðu eigin útbúnað. Allt það starf, sem unnið er fyrir F.B.S. er sjálfboðastarf og í svona ferðir eða æfingar nota menn fritlma sinn. Sú reynsla, sem fæst við slíkar æfingar er mjög þýðingarmikil fyrir flug- björgunarsveitirnar, sem þjálfa mest með það fyrir augum að menn séu sendir I björgunarstörf við verstu veðurskilyrði. Skriðufell komu i ljós fundum við Ferðafélagsskálann fljótlega — en þar sem heldur lygndi var ákveðið að halda áfram i skála Gunnars i Keili, sem er við Svartá. 7. dagur LAGT AF STAÐ KL. 12.00 og var farið yfir Hvitárbrú upp Bláfells- háls vestur að Jarlshettum og fengum við fljóta og góða ferð niður með þeim og komum I Ferðafélagsskálann við Haga- vatn kl. 18.30. 8. dagur VAKNAÐ KL 07.30 og var lagt af stað kl. 11.00 , komumst yfir Farið á snjóbrú og þaðan upp á Mosaskarð, siðanuppá Eldborg, Þama uppi var glaðasólskin og logn, en 6 stiga frost. Þarna var stórkostlegt útsýni. Komum i Ferðafélagsskálann á Hlöðuvöll- um kl. 15.00og dvöldum þar I eina klukkustund en fórum siðan áleiðis að Kerlingu og gistum i Skjaldborg.'sem var heldur óvist- leg. 9. dagur VAKNAÐ KL, 08.00 — 6 stiga frost og hriðarmugga. Kl. 10.00 var búið að taka saman, og reynt að ná talstöðvarsambandi við Reykjavik, — sem ekki tókst. — .Um þetta leyti renndu að skálan- um fjórir snjósleðar. Kl. 11.00 var lagt á stað áleiðis til Þingvalla, og með þvi að þræða skafla komumst við að mestu leyti á skíðunum niður á Hoffmannaflöt kl. 14.00. Þarna hittum við fyrir þrjá bændur, sem óku okkur niður að Þingvallabæ, þar sem við höfðum sfmasamband við Reykjavfk, og gátum gert ráðstafanir til að láta koma á móti okkur. Við fengum að fylgjast með bændunum að Kjósarskarðsvegi. Þaðan geng- um við þar til við mættum Flug- björgunarsveitarbílnum. 5. dagur ÞEGAR MENN VÖKNUÐU voru þeir þurfandi fyrir bað, og var hafizt handa við að kæla laugina með snjó, og siðan farið í bað og menn rökuðu sig fyrir matar- boðið, en þau Bergþóra og Þor- valdur, sem búa þarna á Hvera- völlum, höfðu boðið hópnum i mat. Eftir matinn var sezt að kaffidrykkju og rabbað saman til kl. 20.00. Aðalkemmtikraftur- inn varhundurinn, sem söng fyrir gestina. Er við komum i skálann aftur var farið að undirbúa ferðina áfram suður, en næsti áfangi var áætlaður i Hvitárnes. Þorvaldur Hveravallabóndi. 6. dagur KL 11.00 VAR lagt af stað, og var þá hvasst og skafrenningur, en sást öðru hverju til fjalla. Þau Bergþóra og Þorvaldur komu til að kveðja okkur. Þeim leizt held- ur illa á veðrið, en það var bót i máli, að vindurinn var á eftir okkur og mundi það heldur létta undir með okkur, enda varð sú raunin á, þvi að það urðu vand- ræði með að halda þotunum rétt- um, þvi að þær veltust um i rokinu, og varð það til þess að það losnaði farangurinn á einnu þotunni, og 30 þús kr. svefnpoki fauk út I buskann og náðist ekki fyrr en eftir mikinn eltingarleik. Núhöfðum við lent heldur austar- lega, en þegar Bláfell og Menn virða fyrir sér tækjabúnað á Hveravöllum. Laugardagur 22. marz 1975. TÍMINN 9 Hér lauga þeir sig á Hveravöllum, Jón Gisli Grétarsson, Erlendur Björnsson og Jóhann Ellert Guðlaugsson. (Ljósmyndir Hjalti Sig.) í veizlu á Hveravöllum. Fyrir miðri mynd eru Bergþóra og Þorvaldur, sem nú eru á Hveravöllum Matarbirgðir kannaðar i einum af skálum Ferðafélagsins. Kvenfélag Svína vatnshrepps 1874-1974 Skömmu fyrir jólin i vetur barst mér i hendur rit, fagurlega útgefið. Það bar nafnið „Kvenfélag Svinavatnshrepps 1874-1974” undir fyrirsögn „Þættir frá kvenfélögum I Húnaþingi.” I riti þessu kennir margra grasa. Fyrst ber að telja ljósrituð lög Kvenfélags Svinavatns- hrepps frá 1874. Verður það að teljast góð varðveizla á merkum heimildum til okkar tima. „Fyrir einni öld” heitir svo næsta atriði: aldarminning félagsins eftir Huldu Pálsdóttur á Höllustöðum. Greinin er rituð af þekkingu og næmum skilningi, ekki hvað sizt á þeim vand- kvæðum, sem voru á þvi fyrir hundrað árum, að konur riðu úr hlaði til að stofna félag. Kvenfélag Svinavatnshrepps er næstelzta kvenfélag á landinu. Kvenfélag Ripurhrepps i Skaga- firði eitt eldra. Þessa afmælis- grein hefur Guðrún Jakobs- dóttirá Grund skrifað með frá- bærlega fallegri rithönd. Er slæmt að geta ekki lofað lesend- um þessa blaðs að sjá sýnishorn af þeirri ljósprentun. Þá kemur grein eftir Jóhönnu Jóhannes- dóttur á Svinavatni, sem heitir: „Hið nýja kvenfélag Svinavatns- hrepps.” Næst er viðtal við Jóhönnu e/Hönnu Jónsd. i Stekkj- ardal. Mun ekki fráleitt, að af þvi megi ýmislegt læra, m.a. þá fornu dyggð að mæla ekki timann ávalt i vinnustundum og pening- um, heldur þvi sem hefur áunnizt. Steinunn Jósefsd., á Hnjúki á þarna grein um Elinu Brim. Valgerður Ágústsdóttir á Geita- skarði skrifar grein um Gunnfriði Jónsdóttur myndhöggvara, og Sólveig Benediktsdóttir Sövik grein um ræktun matjurta. „Bændabúlin þekku” er grein með myndum af þremur bænda- býlum, er hlotið hafa viður- kenningu fyrir góða umgengni og ræktun. Hana skrifar Þorbjörg Bergþórsdóttir á Blönduósi. Auk þess, sem nefnt hefur verið hér að framan, eru i ritinu greinar um öll kvenfélag i S.A.H.K. með myndum af félags- konum. Geyma þessar greinar örstutt ágrip af sögu félaganna og helztu viðfangsefnum. Þá eru i ritinu nokkrar lausavisur og kvæði. Verði þessa afmælisrits er mjög i hóf stillt. Það myndi koma mér mjög á óvart, ef það verður ekki með öllu uppselt innan skamms tima. Ég leyfi mér svo að nefna nöfn þeirra er i ritnefnd eru, henni til sóma: Hulda Pálsdóttir, Höllu- stöðum, Valgerður Ágústdóttir, Geitaskarði, Þorbjörg Bergþórs- dóttir, Blönduósi. Ritið er gefið út af Sambandi Austur-Húnvetnskra kvenna til að heiðra Kvenfélag Svina- vatnshrepps á þessum timamót- um þess. Þá skal þess getið að lokum, að ritið er til sölu hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar i Reykjavik og hjá Húnvetninga- félagingu. G.H. ’ * ' ■ '* / / ' . . rt/éy/s/ 9 /$ /flroy? Kirkjudagur Ásprestakalls KIRKJUDAGUR Asprestakalls verður á morgun, pálmasunnu- dag, og hefst með guðsþjónustu að Norðurbrún 1 kl. 14:00. Að messunni lokinni annast Kven- félag Asprestakalls kaffisölu til ágóða fyrir kirkjubygginguna. Kirkjukór Asprestakalls mun syngja meðan setið er undir borðum, þá verður skyndihappa- drætti, og nýtur kirkjan ágóðans af þvi. - Unnið er nú af kappi og eftir föngum að þvi að reisa kirkjuna, við Vesturbrún. Grimur Grims- son sóknarprestur kveðst vona, að sóknarbörnin geri sér ljóst, hvilikt velferðarmál það er, að kirkjuhúsið komist sem fyrst i notkun, og skorar á þau að sækja guðsþjónustuna á morgun og leggja með þvi lið góðu málefni. Fjárframlögum til kirkjunnar verður einnig veitt móttaka þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.