Tíminn - 22.03.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.03.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. marz 1975. TÍMINN n „Við komumst í úrslitin” — scrgði markaskorarinn Gerd Muller í gærkvöldi, þegar hann frétti að Bayern léki gegn St. Etienne í Evrópukeppni ALLT ER ÞA ÞRENNT ER? ★ íslendingar hafa tvisvar sinnum borið sigur úr býtum gegn Dönum. Hvað gerist á morgun? ★ Geir, Sigurbergur og Viggó sjólfsagðir inn í íslenzka liðið fyrir síðari leikinn meistaraliða MARKASKORARINN. snjalli I Bayern Munchen-liöinu, GERD MULLER, var himinlifandi i gærkvöldi, þegar honuin var til- kynnt aö Bayern heföi dregizt gegn St. Etienne frá Frakklandi i undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliöa. — „Nú er ég örugg- ur um aö viö komumst i úrsiitin i Paris, þetta var þaö bezta sem gat komiö fyrir”, sagöi hann viö blaöamenn, sem tilkynntu honum fréttirnar. Þaö var greinilegur léttir i herbúðum Evrópumeistar- anna og þjáifari Bayern, Dettmar Carmer, sagöi: — „Ég er feginn að viö fengum ekki Leeds, þeir eru sko erfiðir. Eins og stendur crum viö ekki nógu sterkir fyrir Englendingana”. Bayern Munchen Robert Sch- wan, mundi greinilega eftir þvi þegar St. Etienne sló Bayern út úr Evrópukeppni bikarhafa i fyrstu umferð fyrir 6 árum. Hann .sagði: — ,,Ég vona að strákarnir muni eftir 0:3 tapinu gegn Frökk- PELE FÆR FREISTANDI BOÐ KNATTSPYRNUSNILLINGUR- INN PELE frá Brasiiiu hefur fengið tilboð frá bandariska liðinu Cosmos frá New York. Cosmos hefur boöiö honum 6 milljónir dollara (9 hundruö milljónir i is- lenzkum krónum) ef hann kæmi og iéki meö liöinu næsta keppnis- timabil — eða samtals 40 leiki. Ef Pele tekur tilboöinu, fær hann hvorki meira né minna en 22,5 millj. isl. kr. fyrir hvern leik. Það má geta þess, aö GEORGE BEST, glaumgosinn frá Man- chcster United, mun leika með Cosmos næsta keppnistimabil. — Sos unum og veröi ekki of sigurviss- ir”. — „Það verður gaman að mæta spánska liðinu”, sagði Billy Bremner, fyrirliði Leeds, þegar honum var tilkynnt i gærkvöldi, að Leeds myndi mæta Barcelona. — „Aftur á móti þyki mér það leitt þeirra vegna, þvi að leik- menn Barcelona-liösins hafa ekk- ert að gera i okkur”. Bremner brosti sinu bliðasta, þegar hann sagði blaðamönnum þetta. En nú skulum við lita á dráttinn i Evrópukeppnunum þremur: Evrópukeppni meistaraliöa: Leeds —- Barcelona St. Etienne — Bayern Munchen Evrópukeppni bikarhafa: Ferencvaros (Ungverjaland) — Red Star, (Belgrad (Júgóslaviu) Dinamov Kiev (Rússland) — Eindhoven (Holland). UEFA-bikarkeppnin: 1. FC Köln — Borussia Mönchen- gladbach FC Twente (Holland) — Juventus (ítalia) — sos Ólafur setur nýtt met F YRIRLIÐI la ndsliðsins, Ólafur H. Jónsson, mun setja nýtt landsleikjamet á sunnu- daginn, þegar hann leikur gegn Dönum. Hann leikur þá sinn 81 landsleik. Ólafur sem hefur veriö einn litrikasti handknattleiksmaöur okkar undanfarin ár og einn af burðarásum Valsliösins og landsliösins, hóf sinn lands- leikjaferil 1968, þá aðeins 18 ára gamall. Hann klæddist landsiiöspeysunni þá gegn V- Þjóöverjum I Laugardalshöll- inni og síöan hefur hann veriö fastamaöur i landsliðinu. Hér á myndinni sést hann skora i einum af landsleikjum sinum. — sos Danirnir eru komnir! Þaö er ávallt ánægjuefni, að spreyta sig viö Dani, þó að þeir hafi oftast veriö okkur erfiðir. Þrátt fyrir þá staöreynd mun Islenzka landsiiö- ið ganga til ieiks, með þaö fyrir augum aö sigra. Það hefur ávallt verið óskadraumur lslendinga, að leggja Dani aö velli og nú er sú stund runnin upp, að viö gerum upp reikningana við Dani. Og það er engin goögá að ætla, aö Is- lenzka liðið geti sigrað — sérstak- lega, ef sú staöreynd er höfð i huga aö nú er leikið á heimavelli. En það hefur einmitt gerzt i Laugardalshöllinni, aö Danir fengu skell á handknattleikssviö- inu. Menn muna eflaust eftir hinum sæta sigri 1968, þegar við rass- skelltum Dani 15:10 og það var einmitt fyrsti sigur okkar gegn Dönum. Aftur máttu Danir þola tap 1971 — 15:12 i Laugardalshöll- inni. Og nú verður að duga eða drepast og láta máltækið — ALLT ER ÞA ÞRENNT ER — rætast. Við vitum að islenzka liðið á erfiða raun fyrir höndum, þvi að Danir eru frægir fyrir keppnis- skap sitt og hörku og þrátt fyrir að vitað er að danska liöið hefur oft verið sterkara en þaö er i dag, má ekki vanmeta liðið. Birgir Björnsson, landsliðs- einvaldur, hefur sagt, að hann myndi breyta liði sinu fyrir siðari landsleikinn gegn Dönum, sem verður leikinn á mánudagskvöld- ið. Það er rétt hjá honum, við höf- um vel efni á þvi að gera breytingar á liðinu, þó að við vinnum sigur i fyrri leiknum. En breytingarnar verða að vera rétt- ar. Þrir leikmenn eru sjálfsagðir inn i liðið. Það eru þeir Geir llall- steinsson, Sigurbergur Sigsteins- son og Viggó Sigurðsson. Þetta Framhald á bls. 13 LANDS- FLOKKA- GLÍMAN Landsflokkagliman verður háö i iþróttahúsi Kennaraskólans I dag og hefst hún kl. 15.00. Keppt veröur i þrem þyngdar- flokkum fullorðinna og f aldurs- flokkum unglinga, drengja og sveina. Landsflokkagliman er tslands- meistaramót, þar sem sigurveg- ari í hverjum flokki telst tslands- meistari þaö áriö. Til leiks eru skráöir 33 keppendur, frá Reykjavikur- félögunum Armanni, KR og Vik- verja, og einnig frá Ungmenna- sambandi Kjalanesþings, Héraössanibandi Þingeyinga og Ungmenna- og tþróttasambandi Austurlands. ÚRSLITA- LEIKIR TRYGGJA Þróttarar sér 1. deild- ar sæti i dag? Þessari spurningu veröur svarað i Laugardalshöll- inni kl. 16.30, en þá leika þeir gegn KR. Þróttarar þurfa aðeins jafn- tcfli til að tryggja sér 1. deildar sæti, en ef þeir tapa, þá þurfa þeir að leika aukaleik um sætiö viö KA frá Akureyri. Sömu sögu er að segja um Vals- stúlkurnar, sem hljóta Islands- meistaratitilinn i dag, ef þær vinna eða gera jafntefli við Fram — kl. 15.30. Aukaleik þarf, ef Fram vinnur. \s' '//, BD fbúð a ð vordmæti kr.'* ZOK'' Ml'.'.HÓt^ l I KrrKJAVft: *o v..*r _____a % é' ''"'únn \. ^ MUNIÐ ibúöarhappdrætti H.S.Í. 2ja herb. íbúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. J ,,Nú er stundin runnin upp, til að... SÝNA DÖNUAA HVAR DAVÍÐ KEYPTI ÖLIЄ — segir Ingólfur Óskarsson, fyrrum fyrirliði íslenzka landsliðsins INGÓLFUR ÓSKARSSON var fyrirliði islenzka landsliösins, sem vann hinn sæta sigur yfir Dönum 15:10 i Laugardalshöllinni 1968. 1 tilefni af landsleikjunum viö Danium helgina, ræddum við litillcga við Ingólf — og að sjálf- sögöu báðum við hann fyrst að segja okkur, hvað honum sé minnisstæðast frá sigurleiknum. — Það er auðvitað margs að minnast frá þessum leik, þegar ég horfi til baka. Það var mikið um að vera í sambandi við lands- leikinn og sérstök spenna i lofti, þar sem 5 nýir leikmenn voru settir inn i liðið, frá fyrri leiknum, sem við töpuðum 14:17. Þessar breytingar gáfust vel. og þær komu Dönunum nokkuð á óvart, og ungu leikmennirnir gáfu liðinu nýjan blæ. Það bjóst enginn við þvi fyrirfram, að okkur tækist að vinna sigur i leiknum. En við mættum ákveðnir til leiks og INGÓLFUR ÓSKARSSON. draumurinn var.að leggja Dani að velli. Okkur tókst þetta með þvi að leika sterka vörn, þar sem leikmennirnir voru ákveðnir i að gefa ekkert eftir. Þá var engin markagræðgi hjá leikmönnum liðsins og allir ógnuðu stöðugt og sigurinn varð að raunveruleika. Þessum leik mun ég aldrei gleyma og sigurstundin var stór- kostleg. — Nú cru landsleikir við Dani framundan, hvaö vilt þú segja um möguleika islenzka liðsins? — Ég tel möguleikana mikla og nú er stundin runnin upp. til að sýna Dönum hvar Davið keypti ölið. Þaðer ekkert skemmtilegra en að vinna Danina og heyra sið- an hvaða afsökun þeir hafa fram aðfæra, eftir leikinn. Ég trúi ekki öðru en strákarnir standi sig vel gegn Dönunum. Það verður að sigra Dani i báðum leikjunum. — Eru nokkur heilræði, sem þú vilt gefa liðinu, lngólfur? — Ekki nema það. að ég hvet það eindregið til að leika til sigurs og gefast aldrei upp þótt á móti blási. Danirnir eru reyndir hand- knattleiksmenn. og þegar þeir finna, að þeir eru að tapa. reyna þeir að 'brjóta andstæöinginn niður á hörkunni. og við það nota þeir öll brögð. sem hægt er að bjóða upp á. Þegar þeir eru i þeim ham. þá eru þeir grófir og eins gott að vara sig á þeim. — Þá hafa áhorfendur ntikið að segja. Þeir verða aö styðja við bakið á leikmönntim okkar og hvetja þá til sóknar. — Aö lokuiu Ingólfur. telur þú æskilegt, aö gera breytingar á is- lenzka liðinu fvrir sfðari leikinn? — Já. það á tvimælalaust að gera breytingar á liðinu. Fyrir 15:10-leikinn gegn Dönum voru gerðár 5 breytingar, sem gáfust vel. — Nei, ég vil ekki nefna nein nöfn. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.