Tíminn - 22.03.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.03.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 22. marz 1975. eitt hornið, þar sem hún gæti f ylgzt með lokaþætti þessa veizlufagnaðar. En gestirnir héldu áf ram að staupa sig, þótt komið væri fram á nótt. Katrín heyrði nafn manns- ins síns sáluga nefnt hvað eftir annað. Jóhann sagði", ,,Jóhann gerði", „Munið þið eftir Jóhanni?" Síðan beindist samtalið að Einari. „Sonur Jóhanns", Bezti sjó- maðurinn á öllum Álandseyjum", „Einar kapteinn, „Hann skal hafa skip á meðan hann getur staðið uppréttur". Katrín heyrði allt, sem sagt var, en þó eins og í f jarska. Að siðustu sofnaði hún. Hún hrökk upp við það, að einhver tók í öxlina á henni og reisti hana á fætur. „Þú verður að fara héðan mamma, — farðu til Lydíu", heyri hún son sinn segja eins og einhvers staðar í f jarska. Hún reikaði eins og hún gengi í svef ni. „Áég að fara þangað? Á ég að fara þangað?" endur- tók hún skilningslaust. Hann leiddi hana eins og barn út úr herberginu, þar sem rautt lampaljósið var að kafna af loftleysi, yfir snævidrif ið holtið að húsi grannanna. Lydía kom til dyra í nærpilsi og með flétturnar lafandi niður á bak, þegar Einar hafði gert vart við sig. „Lofaðu mömmu að vera hjá þér. Hún þyrfti að fá að hátta", sagði hann. „Hvað er um að vera? Hvað hefur gerzt?" hrópaði Lydía undrandi „Ekkert, ekkert. Þeir sitja og þjóra og slaðra ein- hverja djöfuls endileysu". „Þjóra? Hamingjan hjálpi mér! Komdu inn, Katrín, komdu f Ijótt inn. Þú getur sof ið þarna í rúmi telpnanna, ég tek þær í rúmið til mín". Þegar Katrín kom heim morguninn eftir, gekk Einar um gólf í þungum þönkum. Hann hafði verið að reyna að þrífa til eftir nætursvallið, en þó var enn harla ömurlegt umhorfs. Andrúmsloftið var þrungið brennivínsstækju og tóbakssvælu. Katrín leit flóttalega á fölt, þungbúið andlit sonar síns. Það var eins og hann hefði elzt um morg ár f rá því daginn áður. Það varð löng þögn, en svo gat Einar ekki lengur haldið sárri gremju sinni í skef jum: „Maður er að gera sér í hugarlund, að það sé hægt að brjótast áfram í heiminum og vinna sig upp úr fá- tæktinni. Ha-ha! Og þessi svín — þessir fylliraftar og svín — þeir hæða pabba, sem búinn er að liggja tíu ár í gröf sinni, upp í eyrun á manni. Það er öll virðingin, sem maður nýtur eftir allt saman. Ne-ei, sá, sem er í draf inu, á einskis úrkostar. Það er heimska að ímynda sér annað". Katrin hlustaði þegjandi á beiksyrði Einars. Ringul- reiðin og sóðaskapurinn veitti orðum hans tvöfaldan kraft. „Hvers vegna varstu að hafa þetta vín á boðstólum?" spurði Katrín hrygg. „Hvers vegna? Hefur það ekki alltaf klingt á mér, hvað nízkur ég væri? Ég hugsaði mér að veita þeim svo vel, að þeir þyrftu ekki að kvarta. Þeir þurftu ekki að haga sér eins og svín, þó að nóg væri veitt". „Ö-nei. Ef gamli kapteinninn hefði verið á lífi, myndu þeir ekki heldur haf a þorað að haga sér svona". „Ef þetta kemst í hámæli hérna í byggðarlaginu, þá verður sökinni skellt á okkur, og þá verður ekki auðhlaupið að því f yrir mig að fá skip næsta ár. Ekki svo að skilja, að ég.. Fjandinn má líka draga peninga á land fyrir þá í minn stað. Fái ég skip annars staðar, þá skal ég ekki verða eilíf ur augnakarl á þeirra f leytum". Hann hélt áfram að æða f ram og aftur um herbergið. „Og svo töluðu þeir fullum rómi um Jóhann...... Bezti sjómaðurinn á öllum Álandseyjum — nafnið fylgdi...." Hann rauk út og var að heiman mestan hluta dagsins. Katrín þvoði og burstaði allt hátt og lágt. Hún grét, þegar hún var að tíná saman brot úr bollum og diskum, sem hún hafði fengið að láni hjá grannkonum sínum. Við þessa muni voru tengdar margs konar minningar, — fólk hafði ekki einu sinni tímt að nota þá sjálft. Og borðdúk- urinn hennar, eini dúkurinn, sem hún átti, — dúkurinn, sem Eiríkur háfði gef ið henni, er hann kom heim síðasta haustið, er hann lifði! Þegar Katrín var loks búin að gera allt hreint, var orðið hélkalt í húsinu, því að dyr og gluggar höfðu verið upp á gátt allan daginn. Um veturinn var Einar með allan hugann á Álandi. Hann fór iðulega í símstöðina og símaði, hann skrifaði mörg bréf og hann fór þangað meira að segja oftar en einu sinni. Loksgat hann þó unnað sér hvíldar. „Nú er ég skilinn að skiptum við hyskið hérna á Þórs- ey", sagði hann. Það voru komnir ánægjudrættir kringum munninn á honum. Katrín leit spyrjandi á hann. „Þeir verða að fara að svipast um eftir nýjum Jó- hannsson, sem lætur þá traðka á sér. Ég tek við skipi f rá Maríuhöf n". G E I R I LAUGARDAGUR 22. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 íþróttirUmsjón: Jón As- geirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XXI, Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. tslenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Tiu á toppnum örn Peter- sen sér um dægurlagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn Knútur R. Magnússon les „Mánaprinsessuna”, japanskt ævintýri i endur- sögn Alans Bouchers og þýðingu Helga Hálfdánar- sonar fyrri hluti. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Frá Norðurlöndum: Sænska efnahagsundrið. Sigmar B. Hauksson ræðir við hagsagnfræðingana Þorstein Helgason og Rós- mund Guðnason. 20.00 Hljómplöturabb 20.45 „Páskabréf”, eftir Solveigu von Schultz Séra Sigurjón Guðjónsson þýddi. Herdfs Þorvaldsdóttir leik- kona les fyrri hluta sögunn- ar. (Siðari hlutinn á dagskrá kvöldið eftir). 21.15 Kvöldtónleikar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (47). 22.25 títvarpsdans undir góu- lok Fyrsta hálftimann skemmta Guðjón Matthfas- son og félagar hans með gömlu dönsunum. Að öðru leyti flutt nýleg danslög. Allur danslagaflutningur verður af hljómplötum. (23.55 Fréttir i stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 22. marz 16.30 iþróttir Knattspyrnu- kennsla. Enska knatt- spyrnan. Aðrar iþróttir. M.a. Landsflokkagliman 1975. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 18.30 Lina Langsokkur Sænsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. 12. þáttur. Þýðandi Kristin Mantyla. Aður á dagskrá haustið 1972. 1915 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi Breskur gamanmyndaflokkur Of seint að iðrast. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Ugla sat á kvisti Getraunaleikur með skemmtiatriðum. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.55 Hegðun dýranna Bandariskur fræðsiu- myndaflokkur. Spor og slóðir. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.20 Marx-bræður i fjölleika- húsi Bandarisk gaman- mynd frá árinu 1939. Leik- stjóri Edward Muzzel. Aðal- hlutverk Arthur Marx, Leonard Marx, Julius Marx og Florence Rice. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Myndin lýsir lifi fólks i fjölleika- húsum, og greinir frá þvi, hvernig nokkrir starfsmenn fjölleikahúss, þ.e. Marx- bræður og nokkrir aðrir, koma til hjálpar vinnuveit- anda sinum, sem lent hefur i slæmri klipu. 23.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.