Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. marz 1975. TÍMINN 3 O Nýtt varðskip geymar fyrir þyrlubensin fyrir utan það. Allir bátar eru úr gúmmii, bæði hinir venjulegu björgunarbátar, og vinnubátar skipsins, sem ýmist eru geymdir uppblásnir undir sérstökum hlif- um utan á þyrluskýlinu, eða tilbúnir með utanborðsmótorum inni i þvi. 2.5 tonna vökvaknúinn krani er aftan við bakborðsskor- stein. Brú skipsins er innréttuð aö jöfnu sem stýrishús og kortaklefi, og áherzla lögð á sem allra bezt útsýni og aðrar góðar vinnuað- stæður. Á brúnni eru þvi mjög stórir gluggar allt i kring og má loka þeim að innanverðu með málmhlerum til öryggis. Eru þarna staðsett öll meginsiglinga- tæki, eins og tveir radarar af Sperry-gerð, annar venjulegur, 3 cm radar en hinn 10 cm, áttavit- ar, miðunarstöðvar o.fl. Þar er einnig aðal-sambandsstöðin innanskips, þannig að þaðan má m.a. hafa samband við hvert svefnherbergi, sali og vinnustaði. Þaðan er beitt skiptiskrúfum skipsins, og einnig má stjórna þaðan beint báðum akkerisvind- um, eins og i ÆGI . Sónartæki skipsins eru svo fullkomin, að með þeim má finna togvörpu á hafsbotni, en sem kunnugt er, reyna landhelgisbrjótar stundum að bjarga sér með þvi að skera vörpuna frá. Fyrir aftan stýrishúsið er allhár innangengur turn, og beint ofan á honum loftnet (scanner) aðalradarsins, þannig að komast má auðveldlega að þvi innanfrá til lagfæringar eða til að hreinsa snjó af radar i hvaða veðri sem er. Innan úr turninum er einnig hægt að komast að siglingaljós- um, flautu o.fl. Loftskeytastöð skipsins er und- ir stýrishúsi og að vanda búin góðum tækjum, þar á meðal aðal sendi af SSB-gerð stuttbylgju- stöðvum, svo og loftskeytatækj- um til viðskipta við flugvélar. Neyðarsendir er smiðaður hjá Landssima Islands. Eins og áður er getið eru tvö aðskilin vélarúm i skipinu, annað Kveðjuorð frá formanni Framsóknarflokksins við útför Jóhannesar Elíassonar bankastjóra Eining Undanfarna daga hafa aðildarfélög ASt aflaö sér vcrkfalls- hcimilda og hefjast verkföll 7. april hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tima. öllum cr ljóst, að verkföll nú leysa engan vanda, heldur verða aðilum vinnu- markaðarins til tjóns. Um þetta sagði ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknar- flokksins, i útvarpsumræðun- um m.a.: „Það er eining, en ekki sundrung, sem þjóðin þarf nú á að halda. Vitaskuld hljóta ýmis konar hagsmunaá- rekstrar að eiga sér stað. Auðvitað deila menn um tekjuskiptingu og önnur kjaramál I lýðfrjálsu þjóðfélagi. Slikt er ekki nema sjálfsagt. En verkföll verða alltaf neyðarúrræði og valda óumræðilega miklu tjóni, bæði fyrir atvinnurekendur og launþega. Vinnufrið verður umfram allt að tryggja Það má ekki gleymast, að endir verður að vera allrar þrætu. Og enn er hið forna boðorð I fullu gildi, að með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.” Fjósamenn Þjóðviljans Ritstjórar Þjóðviljans hafa um árabil haft sérstakar manngerðir I þjónustu sinni til aö vinna ákveðin verk, sem þeir vilja ógjarnan vera bendlaðir sjálfir við, og kalla þó ritstjórar Þjóðviljans ekki allt ömmu slna Lþeim efnum. Undanfarin ár hefur Ulfur Þormóðsson (úþ.) unnið þessi fjósverk á Þjóðviljanum, en ekki alls fyrir löngu bættist nýr fjósamaður á bæ Þjóðviljans. Heitir sá Gunnar Gunnarsson (GG) og er talinn sæmilega efnilegur á Þjóöviljanum, en áður haföi hann unnið sér það helzt til frægðar að flakka milli dag- blaða, en hvergi tollaö i vistinni. S.l. sunnudag birti GG pistil I Þjoðviljanum, þar sem hann ræðst að alþingismönnunum Halldóri Ásgrimssyni og Ellert B. Schram af þeirri smekkvisi, sem einkennir Þjóðviljann, þegar koma þarf höggi á pólitiska andstæðinga. Sömuleiðis er beiniinis spunnið upp, að annar borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins hafi ekki gefið sér tima til að flytja framsöguræðu meö til- lögu, sem flutt var i borgar- stjórn nýlega. Sennilegasta skýringin á þessum furðuskrifum GG er sú, að yfirmenn hans á Þjóðviljanum hafi þótt hann slá slöku við fjósverkin að undanförnu og gefiö honum I skyn, að hann gæti tekiö pokann sinn. Meira þurfti ekki til, þvi að GG veit, að þeim fækkar dagbiöðunum, sem hann getur leitab til. -a.þ Meö Jóhannesi Eliassyni er góöur drengur genginn af sjónarsviðinu — allt of snemma aö manni finnst. Hann var einn þeirra manna, sem þjóðin mátti sizt við að missa. Við fráfall hans hefur Framsóknarflokkur- inn misst einn af sfnum beztu og traustustu mönnum. Hann var góður og ráðhollur vinur. Hans er þvl sárt saknað af mörgum, og við hann standa margir I þakkarskuld. t þessum fáu kveðjuorðum er ekki ætlunin að rekja ítarlega æviatriði hans eða starfsferil. Það verður væntanlega gert af öðrum. Aðeins skal stiklað á ör- fáum atriðum. Jóhannes Eliasson var fæddur að Hrauni i öxnadal 19. mai 1920, og var því tæplega hálfsex- tugur að aldri, er hann andaöist. Hann varð stúdent við Akur- eyrarskóla 1941, og lauk lög- fræðiprófi við Háskóla Islands 1947. Varð að prófi loknu fulltrúi i menntamálaráðuneytinu og gengdi þvi starfi um 10 ára skeið, að undanskildu einu ári, er hann fékk leyfi frá störfum, og var þá framkvæmdastjóri Útvegs h/f I Reykjavik. Jafn- framt störfum i menntamála- ráðuneytinu stundaði hann mál- flutningsstörf, varð héraðs- dómslögmaður 1948 og hæsta- réttarlögmaður 1956. Arið 1957 urðu þáttaskil i starfsferli hans, en það ár var hann ráðinn bankastjóri við Útvegsbanka Is- lands og gegndi hann þvi starfi slðan til dánardægurs. Má hik- laust segja, að þar hafi hann unnið sitt aðalævistarf, og mun það dómur allra, er til þekkja, að þar hafi hann unnið gott starf. Auk þess sem hér hefur verið leysa þau svo af hendi, að aðrir heföu ekki betur gert. Hann átti sér hugðarefni utan við hina daglegu önn. Siðast en ekki sizt kvæntist hann ungur ágætri konu, Sigurbjörgu Þorvalds- dóttur frá ölafsfirði, og eignuð- ust þau þrjú mannvænleg börn: Róslin, Kristinu og Þor- vald. Honum auðnaðist að skila miklu dagsverki, þó að hann yrði frá að hverfa, meðan sól var enn hátt á lofti. Jóhannes Eliasson var traust- ur drengskaparmaður. Þegar ég lit yfir samstarf okkar og persónuleg kynni, koma mér fyrst I hug þrjú orð, sem mér finnast einkennandi fyrir eðlis- kosti hans. Þau eru: Sanngirni, hófstilling og festa. Við brottför Jóhannesar flyt ég honum kveðjur og þakkir Framsóknar- flokksins fyrir mörg og velunnin störf. Persónulega hef ég hon- um margt að þakka. Ég veit að svo er um marga, sem sóttu til hans ráö og áttu hann að hollvin. Ég veit, að þeir verða margir, sem senda Sigurbjörgu og börn- unum hlýjar samúðarkveðjur. Megi hinar góðu minningar veita þeim styrk til að bera hið þunga áfall. Þegar mér voru flutt hin óvæntu sorgartiðindi um hið sviplega fráfall vinar mins Jó- hannesar, flugu mér ósjálfrátt i hug orð sveitunga hans „lista- skáldsins góða”, Jónasar Hallgrimssonar, sem fæddur var á sama bænum og Jóhannes Eliasson: „Dáinn, horfinn! — Harma- fregn! Hvílikt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn.” Óiafur Jóhannesson fyrir aðalvélarnar tvær og eina ljósavél, en hinn fyrir 2 ljósvélar m.m. Vélum skipsins og ýmsum búnaði þeirra, dælum o.fl. er stjórnað frá sérstökum einangruðum stjórnklefa i vélareisn, og er þaðan greiður aðgangur i bæði vélarúmin, svo og i verkstæði skipsins fyrir aftan klefann. Við stjórn vélanna er beitt allmikilli sjálfvirkni. Þá er skipið útbúið sérstaklega sterku (20 tonna) vökvadrifnu dráttarspili, læknisstofu, björgunardælum, köfunarút- búnaði og ýmsum fleiri björgunartækjum. Vopn verða eins og i hinum varðskipunum. Verða þau sett um borð i Reykjavik. Fallbyssa skipsins verður dönsk. Hún er gömul eða frá þvi um aldamót, en engu að siður góð til sins brúks. Kúlur i byssuna munu vélstjórar Týs renna um borð. Skipherra er Guðmundur Kjærnested, yfirvélstjóri Þór Steingrimsson, 1. stýrimaður Ölafur V. Sigurðsson, 2. vélstjóri Stefán Jónsson, loftskeytamaður Jón Steindórsson og bryti Haukur Jónsson. Allt eru þetta gamlir og reyndir varðskipsmenn, eins og flestir aðrir skipverjar. Guðmundur kvað Tý hafa reynzt ágætlega á heimleiðinni. Ibúðir og vistarverur skipverja og farþega eru allar framan við miðju skips, og eru svefnklefar ýmist eins eða tveggja manna og hefir verið sérstaklega vandað til búnaðar þeirra. Áhöfn mun verða 23-24 manns. Hásetar eru hinir sömu og áður hafa siglt með Guð- mundi Kjærnested og er það að ósk hans og skipverja sjálfra. Aðalumsjón með smiði varð- skipsins höfðu þeir Garðar Páls- son skipaeftirlitsmaður og Þór Steingrimsson yfirvélstjóri. Auk þess var sérstaklega um það samið, að skipasmiðastöðin XLBORG VÆRFT A/S fylgdist með smiðinni fyrir hönd Land- helgisgæzlunnar. Samningar um smiði skipsins voru undirritaðir i Reykjavik 14. september 1973, kjölur var lagður 20. desember 1973, skipinu hleypt af stokkunum og það skirt af frú Dóru Guðbjartsdóttur 'hinn 10. október 1974, og fyrsta reynsluför var farin hinn 1. marz 1975. Hinn 14. þ.m. tók Landhelgisgæzlan svo við skipinu i Arósum og hélt það þaðan áleiðis til Islands hinn 19. þ.m. Samkvæmt samningum átti skipið að verða tilbúið I miðjum desember siðastliðnum, en smiði seinkaði aðallega vegna tafa á af- hendingu aðalvéla. Kaupverð er danskar krónur 31.233.500.- og er 20% þeirrar upphæðar þegar greidd, en 80% tekin að láni hjá Dansk Skibs- kreditfond. Þrjú islenzk varðskip mættust á ytri höfninni I Reykjavik I gær, þ.e. Týr, sem er lengst til hægri á myndinni, Þór I miöið og Albert yzt til hægri. Og auðvitað fögnuðu Þór og Albert Tý með miklum flautukon- sert. Timamynd Róbert ygs' t brúnni. Það er gott að hafa svona notalegan stól að tylla sér i, þegar maður er tekinn að eldast, sagöi Guðmundur skipherra og hló við. Pét- ur Sigurðsson yfirmaður Landhelgisgæzlunnar horfir á. Timamyndir Gunnar nefnt, gegndi Jóhannes Eliasson fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum, bæði i þágu hins opin- bera og á félagsmálasviði, og þá ekki sizt hjá Framsóknar- flokknum. Hann var m.a. for- maður Sambands ungra fram- sóknarmanna um skeið, lengi i miðstjórn og framkvæmda- stjórn flokksins og átti um all- mörg ár sæti i blaðstjórn Tim- ans. öll þau störf, sem Jóhannes tók að sér, hvort sem voru stærri eða smærri, rækti hann af fágætri trúmennsku. Hér verða margháttuð störf Jóhannesar eigi frekar rakin. Ég hygg, að Jóhannes hafi mátt teljast gæfumaður. Honum vorú gefnir góðir vitsmunir. Hann hlaut traust samferða- manna og trúnað samstarfs- manna. Hann fékk mikilvæg verkefni við að fást, og tókst að Dóra Guöbjartsdóttir, kona Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra skirði Tý I október s.l. Þau hjónin skoðuðu varöskipiö nýja I gær og þessi Timamynd var tekin þegar frú Dóra heilsaöi Guðmundi Kjærne- sted skipherra. t baksýn ólafur V. Sigurðsson fyrsti stýrimaður. Jóhannes Eliasson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.