Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 25. marz 1975. Jakob Björnsson orkumóla- stjóri: Raforkukerfi ísland i i framtíðinni Jakob Björnsson orkumálastjóri Erindi flutt á miðs- vetrarfundi SÍR 1975 Þær tiðu rafmagnstrufianir, sem orðið hafa I ýmsum hlutum lands- ins i vetur og fyrravetur, færa okkur heim sanninn um það, að enn er ýmsu ábótavant um raf- orkukerfi iandsins, en raforku- kerfi nefnum við einu nafni þau mannvirki, sem ætlað er þaö hlut- verk að vinna raforku, flytja hana og dreifa til notenda. Hlestu hlut- ar þess eru orkuver, flutnings- kerfi og dreifikerfi. Þessir ágallar í raforkukerfum okkar leiða að sjálfsögðu hugann að þvi, hverju sé ábótavant I gerö þeirra, og hversu úr ágöliunum megi bæta. Horfur eru á þvi, að notkun raf- orku til hitunar húsa muni á næstu árum stóraukast I öllum þeim hlutum landsins, þar sem ekki er unnt að afla jarðhita til húshitunar á sæmilega hag- kvæman hátt. Orkuþörf til hús- hitunar er sem kunnugt er mikil, borið saman við þörfina til ann- arra almennra þarfa. Rafhitunir reynir þannig mikið á raforku- kerfin, bæði orkuver, flutnings- og dreifikerfi, og gerir stórlega auknar kröfur til afkastagetu þeirra. Rafhitun leiðir einnig til þess, að menn þola rafmagnsleysi enn verr en áður, sem hefur I för með sér miklu meiri kröfur en áð- ur til öryggis raforkukerfanna. Mjög er nú rætt um iðnvæðingu, er byggi á orkulindum landsins. Mikiö af þeim iðnaði myndi nota raforku I stórum stil. Sumar greinar hans eru mjög viökvæm- ar gagnvart rafmagnstruflunum, eins og kunnugt er. Slík iðnvæðing gerir þvi miklar kröfur, bæði til afkastagetu raforkukerfisins og öryggis þess. Öll þessi atriði, sem nú voru talin, (1) ágallar núverandi raf- orkukerfis, (2) vaxandi notkun raforku til húshitunar og (3) auk- in iðnvæðing kalla á stórlega efld og endurbætt raforkukerfi frá þvl sem nú er. Ætlunin er að ræða I þessu erindi um hvernig við þess- um kröfum skuli brugðið. En fyrst skulum við lita aðeins nánar á hugtakið raforkukerfi. Megingerðir raforkukerfa Raforkukerfi taka sem fyrr segir yfir eftirtaldar tegundir mann- virkja: (1) orkuverin sjálf, þar sem raforkan er unnin, (2) flutn- ingskerfi, þ.e. háspennulínur og spennistöðvar, sem flytja rafork- una frá orkuverunum til notkunarsvæðanna og (3) dreifi- kerfi, sem dreifa raforkunni inn- an notkunarsvæöanna til ein- stakra notenda. Tvö siðasttöldu kerfin eru gerð úr llnum og spennistöðvum og má nefna einu nafni leiðslukerfi til aðgreiningar frá orkuverunum. Að byggingu til eru leiðslukerf- in tvennskonar (1) geislakerfi eða (2) möskvakerfi. Geislakerfin einkennast af þvi, að hver leiðsla gengur eins og geisli eða álma út frá orkuveri, aðalspennistöð eða dreifistöð. Einstakir notendur eru slöan tengdir leiðslunum á þann ■ Djúpivogur ttfy Siitffsfur/ands. t'nálae.gri framiið Crkuftutmnqur / renjuiegum rekstri 'Maqstihik 1 ( Tc/ur'nar takna MW) fmb 7S JB hátt, að hver þeirra er aðeins tengdur einni leiðslu. Bili hún þeim megin við notandann, þaðan sem raforkan kemur verður hann rafmagnslaus. Stundum nægir bilun einhversstaðar á viðkom- andi geisla eða álmu til að not- andinn verði rafmagnslaus. Möskvakerfin einkennast af þvl, að leiðslurnar eru tengdar saman á þann hátt, að þær myndi lokaðar lykkjur eða möskva. Samtengipunktarnir nefnast hnútapunktar. Bili leiðsla milli tveggja hnútapunkta verða þeir notendur, sem tengdir eru hnúta- punktunum ekki rafmagnslausir, þar eð hnútapunkturinn er áfram I straumsambandi gegnum þær hliðar möskvans, sem heilar eru. Möskvakerfin geta verið ýmist lokuð eða opin eftir þvl, hvort leiðslurnar eru I venjulegum rekstri tengdar saman I möskva, eða hvort svo er ekki,en unnt er að gera það á svipstundu, með rofa. Geislakerfin hafa þann kost að vera ódýrari en möskvakerfin, og einfaldari I rekstri. Megingalli þeirra er sá, að llkurnar á raf- magnsleysi eru miklum mun meiri en I lokuðu möskvakerfi. I opnu möskvakerfi eru straum- leysislikurnar oft svipaðar og i geislakerfi, en straumleysið stendur miklum mun skemur, þar eð einungis þarf að loka rofa á réttum stað til að straumur kom- ist á aftur. Að visu geta komið fyrir svo viðtækar bilanir i möskvakerfum að til straumleys- is hljóti að koma i lengri tima en þetta, en reynslan sýnir að svo vlðtækar bilanir eru miklum mun sjaldgæfari en þær er leiða til straumleysis i geislakerfum. Lokuð möskvakerfi eru þannig öruggustu raforkukerfin, opin möskvakerfi ganga þeim næst, en geislakerfi eru óöruggust. Eink- um eru likur til að straumleysi standi miklu lengur i geisla- kerfunum en hinum, þar eð það þarf að gera við bliunina áður en straumur kemst á aftur. Raforkukerfi hér á landi nú Langsamlega mestur hluti dreifi- kerfa hjá islenskum rafveitum eru lögð sem geislakerfi. Opin möskvakerfi er nokkuð notuð i þéttbýli en lokað möskvakerfi er aðeins I einu hverfi i Reykavik, svo ég viti til. Oti i strjálbýlinu eru geislakerfin einráð að heita má I orkudreifingunni. Flutningskerfi hér á landi eru einnig að heita má eingöngu geislakerfi. Möskvakerfi er að skapast á Landsvirkjunarsvæð- inu eftir að seinni linan var lögð frá Búrfelli. Annars er þróun flutningskerf- anna mun skemmra á veg komin hér hjá okkur en i nágranna- löndunum. Ástandið nú einkenn- ist af svæðisbundnum kerfum, flestum geislakerfum, að mestu án samtenginga sin i milli. Eigin- legt landskerfi, svipað og I ná- grannalöndunum, er enn ekkert til hjá okkur. Meö hliðsjón af þvi sem að framan er sagt um minna öryggi geislakerfa gagnvart rafmagns- leysi er ekki að undra þó við bú- um við tiðari rafmagnstruflanir en við sé unandi, metið eftir kröf- um I öðrum löndum. Raforkukerfi hér á landi i framtíðinni Meginmarkmið þessa erindis. er að ræða- spurninguna um það, hvert skuli haldið þaðan sem nú stöndum við i þessum efnum. Hverskonar raforkukerfi eigum viö að stefna að þvi að eignast i framtiðinni. Til þess að takmarka viðfangs- efnið ætla ég að sleppa að ræða dreifikerfin. Það er ekki vegna þess,að þau séu ómerkari en hinir hlutarnir, flutningskerfin og orkuverin. Þvert á móti. Sum umfangsmestu verkefnin á næst- unni I Islenskum raforkumálum eru einmitt bundin dreifikerfun- um, ekki hvað sist i strjálbýlinu, þar sem gera þarf stórátak á næstunni, m.a. vegna hitunar með raforku I sveitum, vegna krafna um þriggja fasa rafmagn þar sem nú er aðeins einfasa fá- anlegt, og af fleiri sökum. En ætla má, að sumpart megi nota sams- konar lausnir i dreifikerfum allstaðar á landinu og I annan stað koma i raforkudeifingunni nokkur sömu meginsjónarmiðin við sögu og I raforkuflutningnum, sem hér er ætlunin að ræða. Yrði þvi sumpart um endurtekningu að ræða ef fjalla ætti bæði um dreifikerfin og flutningskerfin. Þar eð hlutverk raforkukerfa er að vinna raforku og flytja hana til notendanna, er augljóst, að það tvennt sem mestu ræður um gerð þeirra er stærð og staðsetning (1) orkuveranna og (2) markaðs- svæðanna, þ.e. notkunarsvæð- anna. Nú munum við Islendingar fyrst og fremst nota vatnsorku og að einhverju leyti jarðhita til raf- orkuvinnslu I framtiðinni, og hljóta þvi raforkukerfi okkar að ráöast af virkjunarmöguleikum annars vegar og búsetudreifing- unni I landinu hins vegar. Hagkvæm virkjunarskilyrði vatnsafls er að finna I flestum — ef ekki öllum — hlutum landsins, þótt Suðvesturland og Austurland ráði yfir mestu vatnsafli að magni til, en þar á eftir Norður- land. Byggðardreifingin i landinu er hins vegar mun ójafnari, eins og kunnugt er. Undanfarna ára- tugi hefur verið stöðugur straum- ur fólks til Suðvesturlandsins. Svo virðist, sem flestir séu sammála um að þessi þróun sé óæskileg, og svonefnd byggðastefna, þ.e. við- leitni til að jafna meira en verið F.i ÍSJB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.