Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25. marz 1975. TÍMINN 13 o Raforkukerfi Ekki verður staðsetning þeirra rædd hér, en sem dæmi tekið, að eitt verði I Eyjafirði, annað á miðju Austurlandi og hið vest- firska i grennd við ísafjarðar- kaupstað. Ekki breytti það niður- stöðum verulega, þótt aðrir staðir I nágrenninu væru valdir i stað þessara. Verðurgert ráð fyrir, að mesta aflþörf eins sé 68 MW, eða svipuð og væntanlegrar járn- blendiverksmiðju á Grundar- tanga, annars 120 MW, en hins minnsta þeirra um 20 MW. Að auki má reikna með, að rafhituri hUsa sé orðin almenn alls staðar, þar sem hennar er von á annað borð. Um flutningskerfið er það að segja, að gengið er Ut frá þvi, að lögð hafi verið riý hásþennulina frá Hrauneyjafossi að Grundar- tanga i Hvalfirði og tvær linur milli Geitháls og Grundartanga. Þær siðastnefndu væru gerðar fyrir 220 kV spennu, en linan frá Hrauneyjafossi fyrir 400 kV, og yrði hUn fyrsta linan hér á landi með þeirri spennu. Flutningsgeta hennar er varla undir 800 MW, sem er mun meiri flutningur en þörf verður á i nálægri framtið, og yrði þvi linan væntanlega rek- in á 220 kV spennu i fyrstu. Kosturinn við að gera hana fyrir 400 kV er sá, að hækka má spenn- una, þegar flutningsþörfin eykst i staö þess að leggja nýja linu. Óæskilegt er frá umhverfis- sjónarmiði, að allt of margar lin- ur liggi frá Þjórsá og Hvitá hing- að vestur að Faxaflóa, og ein 400 kV lina flytur á við 3-4 220 kV lin- ur. Utan suðvesturlandsins litur myndin þannig Ut nU, að væntan- leg er byggðalinan frá Grundar- tanga I Varmahlið, þar sem hUn tengist við nýlega lagða linu það- an til Akureyrar. Báðar eru þær fyrir 132 kV spennu. Vegna Kröfluvirkjunar þarf að leggja sams konar linu (132 kV), milli Kröflu og Akureyrar, og sýnast ýmis rök hniga að þvi, að hUn yrði lögö um Laxárvirkjun og leysti þar með af hólmi nUverandi Laxárlinu (66 kV), sem er fremur veikbyggð. í lögunum um Kröflu- virkjun er gert ráð fyrir linu frá henni austur til Egilsstaða. Spenna á þeirri linu getur ekki verið lægri en 132 kV með sæmi- legu móti. Loks er þörf á að sjá Hornafirði og nálægum byggðum fyrir raforku til hitunar og ann- ars. Verður það varla á annan hátt betur gert en með linulögn frá Egilsstöðum um DjUpavog til Hafnar i Hornaíirði. Myndi sU lina þjóna sunnanverðum Aust- fjörðum auk Hornafjarðar. Þegar komin er samfelld llna sunnan frá Hvalfirði norður til Akureyrar og þaðan austur um til Egilsstaða og Hornafjarðar, ligg- ur orðið nærri að spyrja: Er ekki rétt að loka hringnum um landið? Leggja linu frá Hornafirði sunnan jökla vestur um að Sigöldu, þar sem hUn tengdist Lands- virkjunarkerfinu. Til þess að slik- ur hringvegur raforkunnar um landið, ef ég má komast svo að orði, komi að notum, má spennan ekki vera lægri eri 132 kV. Linan frá Egilsstöðum til Hornafjarðar, sem að ofan er nefnd, fellur á náttUrlegan hátt inn i sllkt hring- kerfi, ef hUn er hönnuð fyrir 132 kV spennu. Aður en ég vik frekar að þessari hugmynd um hringtenginguna, ætla ég að vikja að Vesturlandi og Vestfjörðum. Byggöalinan mun sem fyrr seg- ir liggja frá norðurströnd Hval- fjarðar um Borgarfjörð og Holta- vörðuheiði, norður i HrUtafjörð og þaðan austur Húnavatnssýslur. HUn mun þvi liggja gegnum helstu byggðina á sunnanverðu Vesturlandi, Borgarfjarðar- hérað. Hins vegar sneiðir hUn hjá öðrum hlutum Vesturlands og að sjálfsögðu Vestfjörðum. Bæði Vesturland norðan Borgarfjarðarhéraðs, þ.e. Snæ- fellsnes og Dalir, svo og Vestfirð- ir, verða það sem við köllum raf- hitunarsvæði. Orkuþörf mun þvi vaxa þar mjög ört nU á næstunni, vegna hitunarinnar. Að auki þarf atvinnulifið á verulega meiri raf- orku að halda, ef stefna á mark- visst að þvi að efla byggð i þess- um landshlutum. Virkjunar- möguleikar eru litlir á norðan- verðu Vesturlandi. A Vestfjörð- um eru þeir nokkrirj en að likind- um verður þar um dýrari orku að ræða en i öðrum hlutum landsins, og rannsókn þeirra er skemmra á veg komin en annars staðar. Svo virðist sem vænlegasta leiðin til að sjá fyrir ört vaxandi raforkuþörf á Vestfjörðum nægi- lega snemma, sé sU að tengja þá við það meginorkuflutningskerfi, sem ég var hér áðan að lýsa, og þá við byggðalinu i HrUtafirði. Virkjanir á Vestfjörðum, er siðar kæmu, myndu svo tengjast þessu kerfi á sama hátt og i öðrum hlut- um landsins. Landskerfi Niðurstaðan af þessum hug- leiðingum minum verður þvi sU, að á þvi stigi, sem ég hefi hér nefnt I nálægri framtið, hafi verið komiö upp meginorkuflutnings- kerfi, er nær til landsins alls. Kerfi þetta vil ég nefna lands- kerfi. Það felur i sér hluta Ur nU- verandi kerfi Landsvirkjunar hér á Suðurlandi, og væntanlega 400 kV linu frá Hrauneyjafossi i Hvalfjörð og linur milli Hval- fjarðar og Geitháls. Til viðbótar nær það yfir 132 kV linur frá Hvalfirði norður í land og austur til Egilsstaða og Hornafjarðar og þaðan vestur meðfram suður- ströndinni að Sigöldu. Þá tekur það til 132 kV lfnu um BUðardal og Króksfjarðarnes vestur með norðurströnd Breiðafjarðar að Mjólká, og áfram þaðan til Isa- fjarðarkaupstaðar, og linur frá virkjun i Skötufirði til Mjólkár og Isafjarðar. Fyrir utan þessa 132 kV hringlinu og Vestfjarðaálmu geri ég ráð fyrir, að lögð hafi ver- ið 220 kV lina norður Sprengisand að Kröflu, og milli Kröflu og Akureyrar. Lauslegt riss af þessu kerfi er sýnt á mynd er hér fylgir með („Raforkuver og flutningskerfi fyrir raforku I nálægri framtíð”). Við þetta landskerfi hugsa ég mér, að tengdar séu, auk nUver- andi virkjana, Sigalda og þær virkjanir, sem taldar voru hér að framan, þ.e. Blönduvirkjun (120 MW), Krafla (55 MW), fyrri áfangi Fljótsdalsvirkjunar (125 MW), 20 MW virkjun i Skötufirði, og 10 MW I Dynjanda I Arnarfirði, auk Hrauneyjafoss (210 MW) og Hengils. Álagið á það, utan Suð- vesturlandsins, er, eins og þegar er á minnst, almennt álag og hit- un, en auk þess 68 MW og 120 MW i sérstökum iðjuverum norðan- lands og austan og 20 MW nálægt ísafirði. (Þetta álag er sýnt i grófum dráttum á myndum, er hér fylgja með, þar sem vinnsla helstu orkuveranna utan Suðvestur- lands, er einnig sýnd. Alagstilvik 1 gerir ráð fyrir 120 MW iðnaðar- álagi i Eyjafirði og 68 MW á Austurlandi. 1 álagstilviki 2 er þessum tölum snUið við. í hvorugu tilvikinu er gert ráð fyr- ir, að Akureyri verði rafhituð, enda þótt enn sé ekki endanlega skorið Ur þvi máli). Ef við i bili sleppum linunni yfir Sprengisand, sem ég hugsa mér, aö verði siðasti áfanginn að þvi þróunarstigi, sem ég hefi nefnt ,,I nálægri framtið” má segja, að höfuðeinkenni þess meginflutn- ingskerfis, sem ég nU hefi lýst sé það, að það myndar lokaðan hring, möskva, er þræðir allar helstu byggðir landsins, mpó álmu Ut Ur til Vestfjarða. pott möskvinn sé aðeins einn, hefur kerfið samt þann helsta kost möskvakerfa, að öryggi notenda þeirra er við það eru tengdir, eru til muna meira en ef hringurinn væri ekki lokaður. Ég hefi athugað, hvernig kerfi þetta (þ.e. án Sprengisandslinu) bregst við, ef einhver hlekkur þess bilar, t.d. linan milli Akur- eyrar og Varmahliðar, Kröflu og Akureyrar eða milli Laxárvatns og HrUtafjarðar. Niðurstöðurnar eru þær, að I öllum þessum tilvik- um og fleirum sé alls staðar unnt að anna öllu þvi álagi, sem hér að framan var lagt á kerfið, án hjálpar varastöðva. Notandinn ætti ekki að verða var við neitt annaö en að ljós dofni rétt sem snöggvast, þótt hringurinn slitni á einum stað, sama hvar sá staður er. Með sllku kerfi er þvi stigið stórt skref i áttina til þess að mæta þeim auknu öryggiskröf- um, sem ég taldi hér að ofan, og gerðar yrðu til raforkukerfa i framtíðinni. Fróðlegt er að skoða flutning orkunnar um einstaka hluta kerfisins, bæði i venjulegum rekstri og eins ef bilanir verða. Niðurstöður slikra orkuflutnings- reikninga, er byggðar eru á ofan- greindum forsendum um álag og orkuver, eru sýndar á myndum, er hér fylgja með. Tölurnar tákna megawött, og örvarnar sýna stefnu orkuflutningsins. A myndunum er kerfið sýnt bæði i venjulegum rekstri, og við mis- munandi bilanatilvik. Athyglis- vert er, hversu orkuflutningur um einstaka kerfishluta breytist mik- iðfrá einu bilanatilviki til annars, enda þótt álagið sé óbreytt og sömuleiðis vinnsla orkuveranna utan Suðvesturlands (Fyrir ein- faldleika sakir er sleppt að sýna orkuflutninginn innan kerfis Lndsvirkjunar). Þetta er einmitt til marks um sveigjanleika kerfisins og hæfni þess til að bregðast við margvislegum bilanatilvikum, án þess að þjón- ustan við notendur rýrni. Einmitt það er meginauðkenni möskva- kerfa, og þeirra mikli kostur. Eins og landskerfið er hér sýnt, nær meginmöskvinn ekki til Vest- fjarða, en innan þess landshluta er þó sérstakur möskvi (Mjólká — Gemlufall — ísafjörður — Skötufjörður — Mjólká). Verði linubilun einhvers staðar milli HrUtafjarðar og Mjólkár, eru Vestfirðir slitnir Ur sambandi við meginlandið, og fullri raforku- notkun verður ekki haldið uppi nema með varastöðvum á Vest- fjörðum, sem á þessu þróunar- stigi kerfisins — i nálægri framtið — þyrftu að vera milli 20 og 25 MW. Siðar mun ég vikja að þvi, hvemig bæta megi Ur þessum ágalla á kerfi Vestfjarða, er fram liða stundir. Það er að minum dómi mikill kostur við hringkerfið, að linur þess þræða allar helstu byggðir landsins. Þær gegna þvi ekki að- eins þvi hlutverki að mynda þennan lokaða hring eða möskva, heldur geta þær jafnframt séð landssvæðum þeim fyrir raforku, er þær liggja um. Þannig getur linan frá Sigöldu austur með suðurströndinni flutt raforku i byggðir Vestur-Skaftafellssýslú og öræfin, jafnframt þvi sem hUn lokar hringnum. Þessu væri ekki svo farið, ef lina þessi lægi um óbyggt hálendi. Hér er um hið sama að ræða og bent var á sem mikinn kost við að leggja tengi- linuna milli Norður- og Suður- lands um byggðir fremur en um Kjöl eöa Sprengisand. Þetta gæti jafnframt verið röksemd fyrir þvi, að Ifnuna frá Hornafirði sunnan jöklanna til Sigöldu ætti að leggja á undan linunni yfir Sprengisand. Hér er þó þess að gæta, að Sprengisandslina getur orðið nauðsynleg snemma, ef veruleg stóriðja ris upp á austan- verðu Norðurlandi eða i Eyja- firði, meiri en 132 kV kerfið ræÖ- ur við. Héraðskerfi Flutningskerfi það, sem lýst var hér að framan, liggur um alla landsfjórðunga. Af þeim sökum hefi ég nefnt það hér landskerfi. Hlutverk þess er að flytja raforku eftir landsfjórðungnunum og frá einum þeirra til annars. Kannske er þessu hlutverki landskerfisins best lýst með þeim myndum, er sýna orkuflutninginn i venjuleg- um rekstri og i mismunandi bilanatilvikum. Þar sést greini- lega, hvernig orka er flutt Ur ein- um landshluta i annan, og hvernig sá flutningur er breyti- legur, eftir þvi hvar bilun (linu- slit) verður á hringnum. En ekki er nóg að skutla þannig raforku fram og aftur eftir endi- löngum landsfjórðungum og milli þeirra. Henni þarf einnig að koma til kaupstaða, kauptUna og sveita Ilandshlutunum, og áfram til ein- stakra notenda. Þessi siðasti áfangi á leið raforkunnar er dreifikerfið, sem ekki verður rætt hér, svo sem áður er að vik- ið. En um flutninginn til kaup- staða, kauptúna og sveita innan landsfjórðunganna er ætlunin að fjalla nokkuð hér. Linukerfi það, er gegna skal þessu hlutverki, vil ég nefna héraðskerfi til aðgreiningar frá landskerfinu. Héraðskerfin eru tengd við hnútapunktana i lands- kerfinu. Eru sumir þeirra orku- ver,sumir spennistöðvar, en aðr- ir einungis greinipunktar. Frá hnútapunktum héraðskerfanna fer raforkan siðan Ut i dreifikerfin til einstakra notenda. Stórir not- endur eru tengdir beint við héraðskerfin. Það, sem hér að framan var sagt um kosti möskvakerfa frá öryggissjónarmiði, á að sjálf- sögðu jafnt við um héraðskerfin og la'ndskerfið, enda er raf- magnslega séð enginn munur á þessu tvennu, hann er fyrst og fremst landfræðilegur. Af þessum sökum verður, að minum dómi, að hafa héraðskerf- in möskvuð lika. A mynd, er fylg- ir þessu erindi, er sýnt hvernig ég hugsa mér, að þau geti i stórum dráttum litið Ut á þvi stigi, sem ég hefi hér nefnt I nálægri framtiö. Landskerfið er jafnframt sýnt. Myndin sýnir greinilega, að með þessu móti yrðu allir helstu þétt- býlisstaðir landsins, og raunar margir minni staðir einnig, tengdir hnútapunktum i möskva- kerfi, og eiga þannig kost á raf- orku um tvær eða jafnvel þrjár aöfærslulinur, sem oftast nær liggja ekki sömu leið. Eru þvi likumar á þvi, að báðar (eða all- ar) bili samtimis mjög verulega minni en likurnar á, að ein þeirra bili. öryggi drefiveitna og stór- notenda, sem tengdir eru hnúta- punktunum á þessu kerfi, er þvi bersýnilega verulega miklu meira en flestra þéttbýlisstaða nU. Raforkukerfi í fjarlægari framtið Að lokum skal hér reynt að skyggnast lengra inn I framtiðina og gera sér mynd af þvf, hvernig raforkukerfi landsins gæti þá litið Ut. Þetta verður að sjálfsögðu af- ar lausleg og óviss mynd, og ber alls ekki að skoða sem spá, heldur aðeins sem hugsanlegan mögu- leika. Þessi möguleiki er sýndur á mynd, er fylgir þessu erindi, og nefnd er „raforkuver og flutn- ingskerfi fyrir raforku I fjarlægri framtið”. Hér skal ekki farið út i að rekja viðbæturnar frá ,,ná- lægri framtið”, heldur visað til myndanna. 400 kV kerfið hefur stækkað og nær nú til Austur- lands. Sama er að segja um 220 kV hlutann. Aðalbreytingin á 132 kV kerfinu er sU, að Vestfirðir eru ekki lengur tengdir við megin- landið með einni linu heldur möskvum. Héraðskerfin með þessari spennu hafa vaxið mjög á kostnað 66 kV kerfanna. Margar nýjar virkjanir hafa komið til, eins og sjá má með þvi að bera myndirnar saman. Þróunin til þessa síðara stigs einkennist af viðbótum við það, sem komið var fremur en að nýtt kæmi i stað þess eldra (nema i hluta héraðs- kerfanna). Niðurstöður Niðurstöðurnar af þvi, sem hér hefur verið rakið, má draga sam- an i stuttu máli þannig: 1. Vaxandi húshitun með raforku og vaxandi iðnvæðing munu gera stórlega auknar kröfur til raforkukerfa landsins, bæði um afkastagetu og öryggi gegn raf- magnsbilunum. 2. Til að mæta þessum kröfum er nauðsynlegt að stefna að þvi að gera flutningskerfið Ur garði sem möskvakerfi i stað geisla- kerfanna, sem við búum nU við. Dreifiveitur og meiri háttar einstakir notendur yrðu tengdir við hnútapunkta þessara möskvakerfa. Þetta gefur not- endum stórlega aukið öryggi frá þvi sem nU er. Varastöðvar munu samt verða nauðsynleg- ar fyrir lifsnauðsynlegustu þjónustu, svo sem sjúkrahús og fjarskipti. 3. Mikilvægur fyrsti áfangi i þess- ari þróun raforkukerfisins væri að koma á hringtengingu, er lægi um helstu byggðir landsins með álmu til Vestfjarða I fyrstu, en möskvatengingu sið- ar. Kostur sliks hrings umfram t.d. linur yfir hálendið, er sá að hann flytur raforku til byggð- anna, er hann liggur um jafn- framt þvi að tryggja öryggi. Stefna þarf markvisst að þvi að ná þessum áfanga sem allra fyrst. Slika hringtengingu þyrfti svo að styrkja siðar með línum yfir hálendið. 4. Kerfi þetta yrði að byggja upp i áföngum en nauðsynlegt er að gera sér þegar i upphafi sem gleggsta mynd af þvi heildar- kerfi er að skuli stefnt til þess að unnt sé að velja og timasetja áfangana skynsamlega. Fjármálaráðuneytið, 21. marz 1975. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð hann ekki verið greiddur I siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en síðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Athygli þeirra smáatvinnurekenda, sem heimild hafa til að skila söluskatti aðeins einu sinni á ári, er vakin á þvi að þeim ber nU að skila söluskatti vegna timabils- ins 1. janúar—28. febrúar. Tilkynning Að gefnu tilefni viljum vér hér með vekja athygli á eftirfarandi reglu, er gildir um úthlutun ferðagjaldeyris til is- lenzkra ferðaskrifstofa: Yfirfærslur til ferðaskrifstofa vegna IT- og hópferðafarþegar til greiðslu á hótel- kostnaði og skoðunarferðum eru 3.50 pund á dag fyrir hvern farþega að há- marki i 15 daga. 1 samræmi við ofanskráð, er islenzkum ferðaskrifstof- um óheimilt að selja hópferðir til Utlanda, er standa lengur en 15 daga. Gjaldeyrisdeild bankanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.