Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.03.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 25. marz 1975. TÍMINN 15 Rúss- arnir koma Fimleikastjörnur frá Sovétríkjunum sýna í Laugardalshöllinni í apríl Fimleikastjörnur frá Sovét- rikjunum eru væntanlegar hingað til landsins um miðjan april. Það er Fimleikasamband Islands sem stendur fyrir komu fimleika- flokks frá Sovétrikjunum, en i flokknum eru frábærir fimleika- menn — t.d. einn heimsmeistari og svo margfaldir Sovét- meistarar. Fimleikafólkið sem skipar flokkinn, er allt i landsliði Sovétmanna. Það má þvi búast við snjöllum fimleikamönnum hingað, en flokkurinn mun dveljast hér 15-17 april og sýna listir sinar i Laugar- dalshöllinni. Það er ekki á hverj- um degi, sem við fáum að sjá fim- leikastjörnur i fremstu röð sýna listir sinar hér. -SOS. AAARA- ÞON- GLÍAAA — stóð yfir í heilar 9 mínútur Einhver mesta maraþonglima, sem háö hefur verið á islandi, var háð á laugardaginn þegar Landsflokkagliman fór fram. Það voru þeir Gunnar Ingvarsson, Vikverjum og Þingeyingurinn Kristján Ingvason, sem háðu þessa glimu og glimdu þeir til þrautar — i alls 9 minútur, en það er mjög sjáldgæft að glimur standi svo lengi (venjuleg glima stendur yfir i 2 min.) Þeir glimdu til úrslita i milliþyngdarflokki og lauk glimunni með sigri Gunnars. Svipað atvik átti sér stað i létt- þyngdarflokki, en þar glimdu þeir Guðmundur Halldórsson, Ár- manni og KR-ingurinn Rögnvald- ur ólafsson til þrautar og stóð sú glima yfir i 5 min. Margar skemmtilegar glimur voru háðar, en sögulegasta gliman var „glima” Jóns Unndórssonar úr KR, en hann „glimdi” við dómarana. Jón sætti sig ekki við úrskurð dómaranna i einni glimu sinni, og sagði sig úr keppni. En nóg um það leiðinlega atvik, við skulum lita á úrslitin i einstökum flokkum: Yfirþyngd: Pétur Ingvason, Vikverja 3 Guðmundur Ólafsson, Armanni 2 Ingi Ingvason, HSÞ 2 Guðm. lagði Inga i aukaglimu . um annaö sætið. Milliþvngd: Gunnar Ingvarsson, Vikverja 2 Kristján Ingvason, HSÞ 2 PéturSigurðsson, Ármanni 1 Pétur vakti mikla athygli, en hann er 50 ára gamall og glímdi eins og unglingur.. Léttþyngd: Guðmundur Halldórsson, Ármanni 2 Rögnvaldur Ólafsson, KR 2 Halldór Konráðsson, Vikverja 2. Þarna voru þeir þrir jafnir og glimdu þeir þvi aftur og voru þá þeir Guðmundur og Rögnvaldur jafnir með I 1/2 vinning. Guömundur sigraði siðan i úr- slitaglimunni, eins og fyrr segir. Unglingaflokkur: Eyþór Pétursson, HSÞ 5 1/2 Haykur Valtýsson, HSÞ 41/2 Hjörleifur Sigurðsson, HSÞ 4 Prengjaflokkur: Auðunn Gunnarsson, UIA 2 Marinó Marinósson, UIA 1 Sveinaflokkur: Helgi Bjarnason, KR 2 Þróttarar loks upp! Nýliöar Þróttar I 1. deild. Aftari röð frá vinstri: ÓIi Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þrótt- ar, Erlingur Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Jóhann Frimannsson, Björn Vilhjálmsson, Konráð Jóns- son, Halldór Bragason og Axel Axelsson, liðsstjóri og sonur hans Axel. Fremri röð: Bjarni Jónsson, þjálfari, Friörik Friðriksson, Kristján Sigmundsson, Guðmundur Gústafsson, Trausti Þorgrimsson og Sveinlaugur Kristjánsson. (Timamynd Gunnar) ★ Eftir 13 ára setu í 2. deildinni mikið fyrir liðið, sem hefur verið að mótast undanfarin ár, og hann á örugglega eftir að finpússa það betur, fyrir hina höröu keppni 1. deildar. — Hverju vilt þú þakka árang- ur liösins, Bjarni? — Fyrst og fremst hinum mikla áhuga, sem leikmenn liðs- ins hafa sýnt i vetur. Æfingasókn Eftir 13 ára langa setu I 2. deild tókst Þrótturum loks að tryggja sér sæti i 1. deild á nýjan leik (siðast 1962). Þróttarar tilkynntu komu sina i 1. deildina á sunnu- daginn, þegar þeir sigruðu KR- inga 22:19 I Laugardalshöllinni. Lið Þróttar, með þjálfarann og landsliðsmanninn Bjarna Jóns- son I broddi fylkingar, var tví- mælalaust það lið I 2. deiid, sem helzt á erindi i 1. deildarkeppn- ina. Það er skipað ungum baráttuglöðum leikmönnum, sem bjóða upp á fjölbreytilegan leik i sókn. Bjarni Jónsson hefur gert þeirra var mjög góð i vetur og þeir tóku hlutina alvarlega. Li5ið, sem er skipað ungum og efnileg- um leikmönnum, er ekki eins gott I dag og það var framan af á keppnistimabilinu. Ástæðan er sú, að við fengum ekki leik i deild- inni um mánaðartima og kom það niður á liðinu. Liðið var á stöðugri niðurleið undir lokin og ég hefði ekki treyst mér og strákunum i aukaúrslitaleik gegn KA. Við vor- um á það mikilli niðurleið. — Verður þú ekki með liðið næsta keppnistimabil I 1. deild? — Það er allt á huldu, þar sem ég hef ekki rætt þau mál við Þróttarana. En það væri að sjálf- sögðu gaman að fylgja sigrinum i 2. deild eftir og þjálfa og leika með liðinu i 1. deildinni næsta vet- ur? — Ef þú verður með liðið, hvernig myndir þú þá haga undir- búningi liðsins fyrir 1. deildina? — Það er ekkert spursmál. Ég myndi láta liðið byrja strax að æfa i sumar. Það þýðir ekkert að koma með óundirbúið lið i hina hörðu 1. deildarkeppni. — SOS STAÐAN Lokastaðan i 2. deildarkeppn- inni I handknattleik, var þessi: Þróttur 14 12 1 1 342:249 25 KA 14 11 1 2 336:267 23 KR 14 10 0 4 305:277 20 Þór 14 707 272:264 14 Fylkir 14 6 1 7 280:302 13 Breiðablik 14 4 0 10 265:323 8 Keflavik .. . 14 2 2 10 277:292 6 Stja rnan 14 1 1 12 240:313 3 SNJALL AAARKVÖRÐUR í RAÐIR ÞRÓTTARA? Iþróttasiðan hefur frétt, að Þróttarar fái góðan liðsstyrk i 1. deildinni næsta keppnistimabil. Miklar likur eru á þvl, að hinn snjalli mark- vörður úr Breiðabliki, Marteinn Arnason, gangi yfir i raðir Þróttara. Marteinn er einn efnilegasti og bezti markvörður okkar I dag. HEFUR VARIÐ MARKIÐ HJÁ ÞRÓTTI í 22 ÁR GUÐMUNDUR GUSTAFSSON, fyrrum landsliðsmarkvörður I Þrótti, hefur þurft að biða 113 ár eftir þvi að fá að leika aftur 11. deild. Guðmundur le’k með Þróttar-Iiðinu 11. deild 1962, og hann hefur staöið i marki liðsins siðan. Ekki nóg með það, hann hefur varið markið sl. 22 ár — hann byrjaði að leika með meistaraflokki félagsins 1953. SOS islandsmeistarar Vals: — Standandi frá vinstri: Björg Guömundsdóttir, Ragnheiður Blöndal, Björg Jónsdóttir, Þórarinn Eyþórsson, þjálfari, Hrefna Bjarnadóttir, Halldóra Magnúsdóttir og Kristjana Magnúsdóttir. Fremri röö: Elin Kristinsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Oddgerður Oddgeirsdóttir, Inga Birgirsdóttir, Harpa Guðmundsdóttir og Hildur Sigurðardóttir. (Tlmamynd Gunnar) VALSSTÚLKURNAR ENDUR- HEIMTU MEISTARATITILINN Landsliðskonan snjalla úr Val, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, var óstöðvandi, þegar Valsstú'k- urnar léku gegn Fram. Hún skor- aði 7 mörk i leiknum, sem lauk með jafntefli 11:11, og þar með endurheimtu Valsstúlkurnar tslandsmeistaratitilinn. Leikur- inn var mjög spennandi, sérstak- lega undir lokin, en þá jöfnuðu Framstúlkurnar 9:9, 10:10 ogslð- an 11:11. Sigur Valsstúlknanna var sanngjarn I mótinu, eins og markatala þeirra sýnir — þær skoruöu 271 mark, en fengu að- eins á sig 143. Þá töpuðu þær að- eins cinu stigi — til Fram i leikn- um á laugardaginn. — SOS ÞORUNN SETTI 2 AAET Ægir bikarmeistari ÞÓRUNN ALFREÐSDÓTTIR, hin unga og efnilega sundkona úr Ægi, setti tvö ný íslandsmet á Bikarmeistaramóti SSt um helg- ina. Þórunn setti met i 800 m skriðsundi, synti vegalcngdina á 10:03,3 min, og einnig setti hún nýtt met i 400 m fjórsundi — synti vegalcngdina á 5:40.1 min. Þá jafnaði V'ilborg Sverrisdóttir frá Hafnarfirði íslandsmetið i 100 m skriösundi — synti vegalengdina á 1:03.3 min. Ægir varð öruggur sigurvcgari I bikarsundinu, hlaut samtals 233 stig og er þvi félagið Bikarmeistari tslands 1975. fbúd a ð vtrðmsti % n-.vtútA (I V//;//.'/)(i; l. nN'N MUNIÐ íbúðarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. íbúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.