Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 1
TÆNGIW' Áætlunarstaðir: Blönduós -r Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bfldudalur Gjögur — Hólmavik Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land t2 Fóstureyoingafrumvarpið: UNDIRSKRIFTA- SÖFNUN OG SAM- TÖK Á BÁÐA BÓGA FÓSTUREYÐINGALÖGGJÖFIN er nú að verða mikið hitamál, og hefur verið stofnað til undir- skriftasöfnunar og samtaka á báða bóga. Á mánudaginn var voru stofnuð „baráttusamtök fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðing- ar", og á annan dag páska er i ráðiað stofna önnur samtök, sem beita munu sér gegn fóstureyð- ingum. Fyrir nokkru skrifuðu eitt hundrað konur undir yfirlýsingu til framdráttar frjálsum fóstur- eyðingum, og i gær komu hundrað og niutiu konur á framfæri yfir- lýsingu, þar sem fagnað er, að þrengd voru ákvæði fóstureyð- ingafrumvarpsins um rétt til fóst- ureyðinga, og jafnvel talið, að þau hefði átt að þrengja meira. Læknasamtök sendu i gær út greinargerð sina, þar sem frum- varpið er stutt i þeirri mynd, sem þar er nú I. Á aðalfundi Félags læknanema var samþykkt álykt- un, þar sem talið er rangt, að læknar hafi ákvörðunarvaldið. Stofnfundur „baráttusamtaka fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til löglegrar fóstureyðing- ar," var haldinn á Hótel Sögu, og sóttu hann mest konur. Gerðust 329 stofnfélagar. Fundarstjóri var Jóhanna Kristjónsdóttir. Kosin var tiu manna framkvæmdanefnd og skipa hana Ingólfur Sveinsson læknir, Jón G. Stefánsson læknir, Bessi Jó- hannsdóttir kennari, Ástriður Karlsdóttir Tynes hjiikrunar- kona, Gerður Steinþórsdóttir kennari, Alfheiður Ingadóttir lif- fræðinemi, Guðriður Schröder yfirhjúkrunarkona, Rannveig Jónsdóttir kennari, Vilborg Sigurðardóttir kennari og Helgi Skúli Kjartansson sagnfræði- nemi. 1 fréttatilkynningu segir, að „markmið samtakanna sé að vinna að þvi, að frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir verði lögfest óbreytt frá þvi, er það var lagt fram yfir alþingi á 94. löggjafarþingi 1973". Að samtökum þeim, sem beita munu sér gegn fóstureyðingum og stofna á annan dag páska, hef- ur blaðinu verið tjáð, að standa muni forystumenn ýmissa félags- samtaka, þar á meðal kristilegra, læknar, prestar, kennarar og menn ur fleiri starfsgreinum. Aflasæld vestra AGÆTUR AFLI er mi á Breiða- firði. Bátar úr verstöðvum á Snæfellsnesi haía fiskað vel, og bátar á Patreksfirði fá nú tuttugu og upp I fjörutlu og fimm lestir i róðri. Af Patreksfjarðarbátum hefur Vestri aflað mest i einum og sama róðri, fjörutiu og fimm lest- ir, en Garðar hefur fengið þrjátiu og sjö. Aflinn er vænn og fallegur þorskur. Ctför Jóhannesár Ellassonar bankastjóra fór fram frá dómkirkjunni I gser. Séra Jón Auöuns jarðsöng. Myndin var tekin er bankaráðsmenn og bankastjórar Utvegsbankans báru kistuna dr kirkju. — Tlmamynd: Gunnar. FRYSTIHÚSUM OG FISKVINNSLU- STÖÐVUM Á SUÐURNESJUM LOKAÐ ? Lokun yfirvofandi l. april vegna vanskila á rafmagnsgjöldum OÓ—Reykjavik. Utlit er á að all- flestum hraðfrystihúsum og nokkrum fiskvinnslustöðvum öðrum á Suðurnesjum verði lokað 1. aprll n.k. vegna vanskila á greiðslum fyrir rafmagn. Er ástandið svipað I þessu efni, um öll Suðurnes, nema að ekki mun vera hætta á lokun fiskvinnslu- stöðvanna I Grindavik. í Ytri- og Innri-Niarðvlk vofir lokun yfir þrem frystihúsum og nokkrum fiskvinnslustöðvum öðrum. Hjá rafveitunni þar eru 5 millj. kr. útistandandi siðan fyrir áramót. Jóhann Lindal jóhanns- sqn rafveitustjóri sagði, að ógjörningur væri að reka rafveit una þegar ástandið er svona. Rafveitan skuldar þetta fé með hæstu vöxtum, og ef heldur sem horfir er ekki um annað að ræða en nota lokunarheimildina, og er það ekki gert fyrr en I ýtrustu nauðsyn. Það eru takmörk fyrir, sagði Jóhann hvað þeir, sem við skuldum geta beðið lengi þótt við borgum háa vexti en Suðurnesja- menn kaupa rafmagn af Raf- magnsveitum rikisins, sem aftur kaupir af Landsvirkjun. Fyrir miðjan marzmánuð var Lands- banka og Útvegsbanka tilkynnt að til stæði að loka fiskvinnslu- stöðvunum 1. april ef raf- magnseikningar yrðu ekki greiddir fyrir þann tima. Frá þeim stofnunum hefur enn ekkert heyrzt um málið. Fyrr i vetur var lokað fyrir raf- magn til eins frystihúss i Njarð- víkum og var þá hótað málsókn ef ekki yrði opnað aftur, þvi að fisk- birgðir i frystihúsunum liggja undir skemmdum sé rafmagnið tekið af þeim. Þá var þvi til svar- að að rafveiturnar ættu frostið i fiskinum, þvi að þaðan hefði ork- an komið til að frysta afurðirnar og leystist það mál. NU er páskahrotan að byrja og mikið að gera við fiskvinnslu á Suðurnesjum sem viðar, og er sérstaklega bagalegt fyrir þær sakir, ef hætta verður fiskvinnslu vegna lokunar fyrir rafmagn, — og verði lokað i fleiri sólarhringa skemmist sá fiskur, sem búið er að vinna. Hann flyt- ur 2-3000 tonn á dag gébé—-Rvik — Basalt heitir pramminn, sem flytur grjót- ið I uppfyllingu nýja hafnar- garðsins I Þorlákshöfn. Hann var smlðaður I Færeyjum fyrir danska fyrirtækið Phil & Sön, og-notaður þar við hafnargerð, en hingað til lands var hann dreginn frá Hirtshals I Danmörku, þar sem hann var einnig notaður við hafnargerð. Basalt getur tekið rúmlega eitt þúsund rúmmetra I hverri ferð, en tiu ferðir fer hann á dag með grjót I fyllinguna, og verða það þvl um tvö til þrjú þúsund tonn. Timamynd þessa tók Gunnar, er Basalt var á leið lit úr Þorlákshöfn, með „aðeins" tvö hundruð tonn af grjóti, þar sem fjara var og ekki unnt að flytja meira I einu. Nánar verður greint frá hafnargerðinni I Þorlákshöfn I Tlmanum inn- an tiðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.