Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. marz 1975. TIMINN Kirkjukvöid í Dómkirkjunni á skírdag Bræðrafélag Dómkirkj- unnar heldur sitt árlega kirkjukvöld i Dómkirkjunni á skirdag kl. 20:30. 1 tilefni kvennaársins hef- ur Bræðrafélagið að þessu sinni fengið fjórar konur til að koma þar fram: biskups- frú Magnea Þorkelsdóttir flytur frásögu, kirkjumála- ráðherrafrú Dóra Guð- bjartsdóttir flytur hugvekju, Elín Sigurvinsdóttir, óperu- söngkona, syngur einsöng með undirleik Ragnars Björnssonar, dómorganista, og dr. Guðrún P. Helgadótt- ir, skólastjóri, flytur erindi. Ennfremur flytur séra Þórir Stephensen, dómkirkju- prestur, ávarp og séra Óskar J. Þorláksson, dómprófast- ur, flytur hugvekju og bæn. II Ályktun Félags starfsmanna stjórnarráðsins: Ateljum vinnubrögð borgarráðs" Sú ákvörðun meiri hluta borgarráðs að veita Bygg- ung, sem er byggingafélag á vegum Heimdallar, ein- hverja beztu byggingalóð I bænum, þótt byggingasam- vinnufélagi starfsmanna stjdrnarráðsins hefði verið veitt vilyrði fyrir lóðinni, hefur vakið mikla hneykslun og reiði, enda er hér um fá- heyrt pólitiskt siðleysi að ræða, þótt ihaldsmeirihlut- inn I Reykjavik hafi ekki úr háum söðli að detta i þvl efni. Blaðinu hefur borizt eftir- farandi ályktun, sem gerð var á fundi stjórnar Félags starfsmanna stjórnarráðs- ins, hinn 24.3. 1975, i tilefni af afgreiðslu Borgarráðs Reykjavikur á lóðarumsókn Byggingarsamvinnufélags starfsmanna stjórnarráðs- ins: „Stjórn Félags starfs- manna stjórnarráðsins harmar þá ákvörðun meiri- hluta Bofgarráðs Reykja- vfkur að ganga fram hjá Byggingarsamvinnufélagi starfsmanna stjórnarráðsins við uthlutun lóðarinnar Hagamelur 51-55 i Reykja- vfk, þrátt fyrir jákvæðar undirtektir borgarinnar um tveggja ára skeið. Akvörðun borgarráðs hef- ur valdið mörgum félags- mönnum óþægindum og f jár- hagstjóni. Stjórn Félags starfsmanna stjórnarráðsins gerir sér ljóst, að Byggingarsam- vinnufélag stjórnarráðsins átti ekki tilkall til lóðarinnar umfram aðra, en átelur þau vinnubrögð, sem hér um ræðir og telur að hyglun af þvitagi, sem átti sér stað við úthlutun þessa, sé ekki við hæfi." Páskahrota á Breiðafirði? BH-Reykjavik. — Vonir manna um páskahrotu hafa heldur betur glæðzt undanfarna daga við frétt- ir af góðum afla á Breiðafirði, og sækja bátar vfða að af landinu þangað núna. Landa margir i Breiðafjarðarhöfnum, en aðrir, svo sem Suðurnesjabátar, fara með aflann suður, aðallega til Keflavikur. Sem dæmi um aflann má nefna, að I fyrradag kom Ólafur Sigurðsson, Garði, með 40 tonna afla til Keflavfkur, en af þvi voru um 25 tonn ufsi. Annars er það eingöngu stórfallegur þorsk- ur, sem bátarnir fá á þessum slóðum. Við ræddum við Sævar Guð- bergsson i Garði i gær, en hann er einn eigenda fiskverkunarinnar i Garði, sem gerir Ólaf Sigurðsson út. Tjáði hann okkur, að ýmsir Suðurnesjabátar hefðu aflað vel á þessum slóðum. Má til dæmis geta þess, að á mánudaginn komu Sveinn Guðmundsson og Sæ- björgin með 10 tonn hvor bátur til Keflavikur, og var allur aflinn fallegur þorskur. Glaðnaði nokk- uð yfir mönnum við fréttirnar, og telja ýmsir vonir um, að páska- hrotan sé að byrja. Kemur það sér sannarlega vel eftir daufa vertið hjá Suðurnesjabátum. Af öðrum Suðurnesjastöðvum var heldur litið að frétta og dauft hljóð, sérstaklega i Grindviking- um, sem sögðu sjóinn steindauð- an fyrir sunnan nes. Þegar við ræddum við Leif Jónsson, hafnarstjóra á Rifi, var gott hljóð i honum, hvað afla- brögðin snerti. Sagði hann okkur að eftir fremur lélega vertiðar- byrjun hefði veiði verið góð sið- ustu vikurnar, og bátarnir verið með þetta 5-8 tonn í róðri siðustu dagana. Kvað hann engan vafa á þvi, að um páskahrotu væri að_ ræða þarna á Breiðafirðinum og* er talsvert um aðkomubáta á miðunum, t.d. eru þarna 14 Ey- firðingar, sem leggja upp á Rifi og Hellissandi, sem er nú raunar sama byggðarlagið. Aflahæst frá áramótum er Skarðsvikin með 587 tonn frá ára- mótum. Skiptjóri á Skarðsvikinni er Sigurður Kristjánsson sem áð- ur. Nýja Skarðsvikin kom fyrir rúmri viku, glæsilegur bátur, en til stendur að selja gömlu Skarðs- vikina, þann mikla aflabát. Leifur Jónsson sagði okkur, að vel hefði gengið að manna stærri bátana á þessari vertið en miður þá minni. Hann sagði einnig, að atvinna hefði verið nóg frá ára- mótum, og ekki hefði hún minnk- að við aflahrotuna núna. Skyldi sá guli ekkl gráðugur núna? — Vonir manna um aflahrotu um páskana hafa glæözt undanfarna daga. — Tlmamynd: Róbert. Árbók Fornleifafélagsins 1974: 900 ára gömul skreyting hús- bóndasætis? ER ÆVAFORN fjöl með Hringa- rikisútskurði, sem fannst sumar- ið 1974 I Gaulverjabæ I Flóa I leif- um tóftar gamalla gripahúsa, sem jöfnuð voru við jörðu með jarðýtu, brot úr brlk virðingar- sætis — eins konar slðborin önd- vegissúla? Um þetta fjallar Þór Magnús- son þjóðminjavörður i nýrri Ár- bók Fornleifafélagsins. I þessari árbók er einnig grein eftir Bjarna Vilhjálmsson þjóð- skjalavörð um'Fannardal i Norð- firði og róðukrossinn þar, sem frægur er. Sveinbjörn Rafnsson skrifar um bergristurnar á Hval- eyri við Hafnarfjörð, Jón Steffen- sen um Árna Magnússon og manntalið 1703, Hörður Agústs- son um öndvegissúlur í Eyjafirði, Hannes Pétursson lesendabréf um Hraunþúfuklaustur, Kristján Jónasson um togkamba og kemb- ingu, Flosi Björnsson á Kviskerj- um um vörðu Sveins Pálssonar i Kviskerjafjöllum og Svavar Sig- mundsson um norska örnefnabók. Nokkrar smágreinar aðrar eru i árbókinni, sem að óllu leyti er hin skemmtilegasta og fróðleg- asta aflestrar, svo sem oft áður. Illllllllllllll ir Glöggur er Gylfi Alþýðuflokksmenn hafa longum verið sammála um ágæti Gylfa Þ. Gislasonar, sem þeir hafa talið bæði greindasta og gleggsta þingmann flokksins, og þó að viðar væri leitað. Nokkuð reyndi á glögg- skyggni Gylfa i slðustu viku, þegar frumvarp rikisstjórnarinnar um efnahagsráðstafanir var til fyrstu umræðu. Þá hafði Gylfi orð fyrir flokknum, eins og oftast, þótt hann sé hættur flokksformennsku, og lýsti yf- ir andstöðu við frumvarpið, sem hann fann flest til foráttu. Jafnframt lýsti hann þvl yfir, að hann myndi þegar við fyrstu umræðu leggja fram breytingartillögu þess efnis, að felldur yrði niður söluskatt- ur af oliu til húsahitunar. Al- þýðuflokkurinn teldi það skyldu sina að berjast gegn slikum ranglætisskatti. Getur hent beztu menn En slys geta hent beztu menn. Eftir langa og Itarlega ræðu, þar sem Gylfi hafði lýst þvi . f jálglega, að Alþýðu- flokkurinn myndi gera allt, sem i hans valdi stæði til að af- nema sölu- skatt af hús- kyndingar- o'liu, tók Halldór E. Sigurðsson samgöngu- ráðherra til máls. Sagðist ráð- herrann gjarnan vilja styðja dr. Gylfa i þessu réttlætismáíi, en gallinn væri sá, að það væri ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu, að söluskattur af ollu til húshitunar hefði fyrir löngu verið aflagður. Fátt var um svör af hálfu Gylfa Þ., og enn þá hefur Al- þýðublaðið ekki séð ástæðu til að birta ræðu hans. Hvar er formaðurinn? Ekki alls fyrir löngu efndi Heimdallur, félag ungra Sjálf- stæðismanna, til fundar. Fundarheitið var: „Hvar eru þingmenn Reykjavlk- ur?". Ekki fylgir sög- unni, hvort þingmenn Reykjavlkur k o m u I leitirnar. En væri nú ekki ráð, að félag ungra jafnaðarmanna efndi til sams konar fundar og gæti fundarefnið t.d. verið: „Hvar er formaður Alþýðuflokks- ins?". ' Sannleikurinn er sá, að enn þá hefur Benedikt Gröndal ekki komið fram sem formað- ur flokksins. Hinn raunveru- legi stjórnandi flokksins er Gylfi Þ. Gislason. Ef um ein- hver stórmál er að ræða i þinginu, er það venjulegast Gylfi, sem talar af hálfu flokksins, en Benedikt er ein- hvers staðar i felum. En kannski á þetta bara að vera svona? Það var Gylfi, sem hafði bæði tögl og hagldir á slðasta flokksþingi Alþýðu- flokksins, og réði ferðinni. Það er kannski i þessu máli, sem greind Gylfa kemur fram? -a.þ. Vandalaust að bjarga áburðinum úr skipinu Gsal-Reykjavlk — „Það er slæmt veður hér, svo við gerum Iltið annað en að halda hita og ljósum hér I skipinu", sagði .lón örn Ingvarsson, yfirvélstjóri á Hvassafelli þegar Tlminn hafði tal af honum um borð I Hvassa- felli I gærdag. Sagði Jón örn, að menn frá Björgun hf. væru að leggja veg á malarkambinum að skipshlið, en verkið hefði gengið hálf illa, þvl mikið frost heföi ver- ið á mánudaginn og þvl fallið nið- ur verk að mestu. 1 gær heföi ver- ið svipaða sögu að segja. — Ég tel, að það sé ekkert vandamál, að bjarga áburðar- farminum, sagði Jón örn, og það ætti að vera hægt að bjarga hon- um ekki slöur en olíunni, og með sömu aðferð, þ.e. að skipa honum út I pramma sem kæmi upp að skipssiðunni. Þess vegna tel ég þessa vegalagningu óþarfa með öllu. Björgun h.f. hefur ákveðiö að ryðja veg út að skipinu og var gert ráð fyrir að þeirri vegar- lagningu myndi ljuka I gær, en svo var þó ekki. Þegar þvl verki verður lokið verður áburöar- farminum ekið frá skipinu ut I eyna. — Við tókum olluna frá sjó á bát sem ristir eins og notabátur og það er ekkert hægara en að nota sömu aðferð viö björgun áburðar- farmsins. Þefta er mjög þægileg aðferð ef gott er veður. Frá Björgun hf., — sem hefur tekið að sér aö bjarga áburðar- farminum fyrir hönd Brunabóta- félags íslands, — eru ellefu menn I Flatey við undirbúning björgunaraðgerða og hafa þeir aðsetur á eynni. Um borð i Hvassafelli eru 7 menn, flestir skipverjar á Hvassafelli, en einn- ig menn frá eigendum skipsins. Ekki er vitað hvað björgun áburðarfarmsins muni taka lang- an tima, en fróöir menn telja að það taki a.m.k. viku. Ef veður gengur niður má fast- lega geta ráð fyrir að þvl verði lokið á fimmtudag. — Við erum biínir að blða nokk- uð lengi eftir ákvörðun varðandi hugsanlega björgun skipsins, sagði Sverrir Þór deildarstjóri hjá Samvinnutryggingum, þegar Timinn hafði tal af honum I gær. Sverrir kvað það myndi vera mun auðveldara að meta aðstæð- ur allar á strandstað með tilliti til hugsanlegra björgunaraögerða hvað skipið sjálft áhræröi, þegar búið væri að bjarga áburðar- farminum. Þótt ákvöröun hefði þvi dregizt talsvert á langinn væri enginn skaöi skeðúr, þvl það hefði aldrei komið til greina að reyna björgun skipsins með öllum áburðinum I. Hávaoarok á strandstað Gsal-Reykjavik — Aftaka-, veður hefur verið á suður- ströndinni siðasta sólarhring og þvi hefur ekki verið gerð nein tilraun til að ná brezka togaranum D.P. Finn af strandstað skammt austan við Hjörleifshöfða. Varð- skipið Ægir kom upp að suðurströndinni i gær og mun biða úti fyrir strand- staðnum þar til veður lægir, svo fremi það verði innan tiðar. Varðskipsmenn hafa undirbúið björgunaraðgerðir og hafa þeir um borð dráttartaugar og allan ann- an útbúnað, sem til björgunarstarfsins þarf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.