Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Miðvikudagur 26. marz 1975. 92Q£ Þægindi í járnbrautarvögnum Nýlega var haldin sýning á veg- um Þýzku rikisjárnbrautanna, og sóttu hana sérfræðingar hvaðan æfa að. Sýningin var haldin I Frankfurt am Main, en á henni voru sýndir 46 vöru- flutningavagnar og tiu farþega- vagnar. 1 allra nýjustu svefn- vögnunum verður komið fyrir sturtum, eins og sýnt er hér á myndinni. Eldri járnbrautar- vagnar verða siðan teknir smátt og smát og sturtur settar i þá lfka, svo allir farþegar járn- brautanna fái að njóta sömu þæginda, og á þessum breyting- um að verða lokið i kringum 1980. Þá verður einnig komið fyrir kaffiterium i vögnunum. Verður þá aðeins þörf á sinum starfsmanni þar, i stað fjogurra eins og nú er. Fleiri börn! segja stjórnvöld ^ í Austur-Þýzkalandi T í allri Evrópu hefur barnsfæð- ingum fækkað mikið siðustu ár- in. Kemur þar níargt til. Bæði er það, að konur hafa á siðari tim- um haft meiri hug á að mennta sig og fá starf i samræmi við menntun sina, og svo hafa kom- ið fram öruggari getnaðarvarn- ir en áður hafa þekkzt. Frá Austur-Þýzkalandi segir, að þar hafi slðastl. 12 ár fækkað tölu barnsfæðinga, og nú siðustu ár svo mjög, að yfirvöld hafa al- varlegar áhyggjur af þvl. Viða hefur verið komið upp auglýs- ingum og hvatningu til fólks um að eignast fleiri börn. Þessi mikla fækkun barna setur allar langtimaáætlanir stjórnvalda úr skoröum og gerir heldur bet- ur strik I reikninginn. Reyndar er það þannig, að I Austur-Þýzkalandi, eins og viða er orðið nú, eru fóstureyðingar heimilaðar fyrstu 12 vikur eftir að kona hefur orðið þunguð, — og er það þar talið sjálfsögð réttindi hverrar konu. Meðan konur eru fjarverandi frá starfi sinu vegna fóstureyðingar I Austur-Þýzkalandi fá þær 90% launa sinna i sjúkraleyfi, en það er yfirleitt mjög stutt I sam- bandi við þessar aðgerðir. Getn- aðarvarnarpillur eru. ókeypis fyrir allar kpnur. Nú hefur aftur á móti áróðurinn sniíizt dálítið við, og lögð er mikil áherzla á það, að aðstoða konur I sam- bandi við barneignir með styrkjum og barnaheimilum. Auglýsingin, sem fylgdi þessari mynd er eitthvað á þessa leið: „Þvi fylgir gleði að fæða og ala upp börn, og svo er það gagnlegt fyrir þjóðfélag okkar". Myndin er alla vega mjög skemmtileg. vJltf/í — Láttu mig fá fölsku tennumar hennar ömmu undireins. — Oj, hvað ég er oröin þreytt á ykkur. DENNI DÆAAALAUSI Ég þvoði eitthvað af mér, kannski það hafi verið einhver ný drulla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.