Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Miövikudagur 26. marz 1975. Samningurinn við Union Carbide um járnblendiverksmiðju: Kostir og ókostir Fyrri hluti ræðu Páls Péturssonar alþm. við 1. umræðu málsins í neðri deild Hér á eftir fara kaf lar úr ræöu þeirri, sem Páll Pét- urssori/ alþingismaður flutti/ er frumvarpið um járnblendiverksmiðiu í Hvalf irði var til 1. umræðu í neðri deild. Ræðu Páls verður skipt og mun síðari hluti hennar birtast í blað- inu á morgun: „Frumvarp það til laga um járnblendiverksmiðju i Hvalfirði i 13 greinum, sem hér liggur fyrir til umræðu ásamt með fylgi- samningum, er mikið og afdrifa- rikt mál, og það er eðlilegt, að um það séu nokkuð skiptar skoðanir. Það kemur mér þó nokkuð á óvart, hve Alþýðubandalagsmenn eru einhuga á móti þessu máli og stórorðir sumir, ma. sá, sem héð- an var að fara úr ræðustólnum, hæstvirtur þingmaður Jónas Arnason, þar sem þetta er nú i minum huga fyrst og fremst þeirra mál, þeirra afkvæmi, ef svo mætti segja. Forganga Magnúsar Kjartanssonar um þessa samningagerð meðan hann var iðnaðarráðherra, gerir hann náttúrlega að nokkurs konar föður málsins, eða a.m.k. guðföð- ur, jafnvel þó að nú vilji Alþýðu- bandalagsmenn ekki láta á þvi bera. Að visu hafa fáein atriði samningsins tekið breytingum, eftir að jriálið komst i hendur núverandi hæstvirsts iðnaðarráð- herra, en þau hafa flest verið til bóta að minum dómi, þannig að samningurinn hefur þó skánað i siðustu lotu. Og þó er ekki þar með sagt, að mér þyki þessi samningur nógu góður. Kostir samningsins Samningurinn hefur ýmsa kosti, og þann fyrstan og lang- stærstan, að lögsagan er islenzk og vona ég, að þar sé nægilega vel um hnútana búið af Islendinga hálfu. Sá er annar kostur samningsins, að eignarhald félagsins er islenzkt að meiri hluta. Framkvæmd þessi skapar einnig mörgum mönnum verk- efni, meðan bygging mannvirkja fer fram og 100 manns eða meira fá starf við þessa verksmiðju. Það er raunar ihugunarefni, hvort atvinna við verksmiðju eins og þessa er virkilega mjög eftirsóknarverð. Ég hef t.d. engan enn þá hitt, sem óskar sérstaklega eftir þvi, að sin börn verði vinnuafl i stóriðju. Lifsvið- horf og lifsgæðaþrá tslendinga og gildismat, a.m.k. unga fólksins, þykir mér ekki benda i þá átt, að það ætli sér að verða stóriðju- vinnuafl i rikum mæli. Það verða talsverðar gjald- eyristekjur af þessari verk- smiðju og það ber að vissu leyti að telja til kosta fjármagns- strauminn, sem þarna kemur upp eftir. En þó liklega kannski eink- um til Akraness. Og Islendingar koma til með að eignast mikið fé i þessu fyrirtæki, ef áætlanir standast og arðgreiðslurnar gætu orðið talsverðar. Ókostir samningsins Þá vil ég vikja nokkrum orðum að þeim ókostum, sem ég tel fylgja þessum samningi. Fyrst vil ég nefna, að þetta er fjárfrekt fyrirtæki, mjög fjárfrekt, á 3. milljarð að svara út á næstunni og standa undir okkar hluta af lánsfé félagsins, sem verður 4, 6 eða hver veit hvað margir milljarðar. Ég tel, að við gætum varið þessu . fé með öðru móti. 1 öðru lagi verður óhjákvæmilega stórfelld félagsleg röskun hjá þvi fólki, sem byggir þessar blómlegu sveitir sunnan Skarðsheiðar. Þetta verða ekki lengur fyrst og fremst landbúnaðars væði, Skilmannahreppi verður ekki stjórnað frá Lambhaga i framtið- inni, honum verður stjórnað af Grundartanga, og e.t.v. stjórnað með aðra hagsmuni fyrir augum en bændafólks. Hreppurinn fær míklar tekjur af Grundartanga, en hann kemur lika til með að þurfa mikið fé til þess að veita eðlilega og sjálfsagða þjónustu Grundartangafólki. Höfnin Ég er engan veginn viss um, að hafnargerðin sé fjárhagslega hagkvæmt fyrirtæki fyrir þá hreppa, sem ætlað er að byggja hana. Ég hef enga trú á þvi, að vöruflutningar aðrir en hvað verksmiðjunni sjálfri viðkemur verði um hana að nokkru veru- legu leyti. Þessu veldur að sjálf- sögðu nálægð við góða höfn á Akranesi, og nábýli við Reykja- vik. Félagsleg röskun Ég get ekki neitað þvi, að mér hrýs hugur við þvi að þrengja kosti fólksins þarna uppi i sveit- unum eða skerða lifshamingju þess eða lifsaðstöðu með félags- legri röskun, sem ég þykist sjá, að "verði þarna. Mér finnst að þetta fólk eigi þessar sveitir og eigi að halda áfram að fá að eiga þær i friði. Ég veit, að þessi um- svif verðá ekki landbúnaði þarna lyftistöng, og það er náttúrlega óhugnanlegt að knýja þessar framkvæmdir fram, fyrst þær brjóta i bága við óskir a.m.k. ein- hverra þarna i nágrenninu. Ég vil leyfa mér að minna á samþykktir Búnaðarsambands Borgarfjarð- ar, Kvenf élagasa m bands Borgarfj., samþykkt sveitar- fundar á Hvalfjarðarströnd, en allar gengu þær i þá átt að vara við þeim vinnubrögðum, sem hér hafa verið viðhöfð um undirbun- ing málsins, einkum hvað varðar náttúruvernd. Skattamál Mig brestur þekkingu á skatta- málum hliðstæðra fyrirtækja til þess að ég þori að ræða mikið um skattahlið samningsins. Vera má, að það fyrirkomulag, sem gert er ráð fyrir, sé eðlilegt og hið mikla tollfrelsi. Þó get ég ekki gert að þvi, að mér sýnist að skattheimta og tollheimta verði mjög vægileg, svo að ekki sé meira sagt. Það gengur nefnilega eins og rauður þráður i gegnum alla þessa samningsgerð, að hagur verk- smiðjufélagsins, Járnversins, er mjög tryggður, ef um viðskipti við islenzka aðila er að ræða. Það sýnist mér hann hinsvegar ekki vera, þegar um er að ræða við- skipti félagsins við Union Carbide eða dótturfélög þess önnur. Félaginu er ætlað að græða, en ekki þeim aðilum islenzkum sem selja þvi eða veita þvi þjónustu. í okkar hlut kemur þó að visu rúm- ur helmingur þessa arðs, er þarna myndast. Þá kann svo að fara, að ef Uni- on Carbide hringnum fellur ekki við okkur, að við verðum að kaupa þeirra hlutað 10 árum liðn- um, og það má vera, að illa standi á hjá okkur, þá, að svara út þessu kaupverði, þó að ég voni, að svo verði ekki. Tækniþekking og tækniaðstoð Ég vil vekja athygli á þvi, að tækniþekking og tækniaðstoð er hátt metin af hálfu auðhringsins. Framlag tækniþekkingar er met- ið sem 3.2 millj. dollara hlutabréf og það er auðvitað ekkert að- gengilegur kostur, þar sem á bak við 8 af hverjum 27 hlutabréfum, sem Union Carbide leggur i félag- ið, standi engir peningar, einungis vitsmunir og snilli hjá Union Carbide. Þá er tækniþóknunin til Union Carbide 3% af árlegum sölutekj- um félagsins lika mjög verulegur skattur. Ekki get ég fallizt á, að sölufyrirkomulagið sé sérstak- lega heppilegt. Auðvitað verður verksmiðjufélagið gersamlega upp á hringinn komið, hvað söl- una varðar og þiggur hann lika fyrir það i ofanálag mjög mikið fé. Ég vil leyfa mér að visa til um- mæla þingmanns Jóns Sólnes i efri deild, þegar þetta mál var Páll Pétursson alþm. Lærdómsrík upprifjun Ég vil lesa með leyfi hæstvirts forseta litinn kafla úr athuga- semdum, sem fylgdu frumvarpi til laga um lagagildi samningsins milli rikisstjórnar Islands og Swiss Aluminium Ltd. um ál- bræðslu við Straumsvik, lagt fyrir Alþingi á 86. löggjafarþingi 1965-1966. Þessi kafli ber yfir- skriftina „Ahrif álbræðslu á þró- un raforkumála", er á bls. 98-99 i þvi frumvarpi. > „í sérstökum kafla hér á eftir er gerð allrækileg grein fyrir þeim hagstæðu áhrifum, sem bygging álbræðslu og langur rammasamningur við hana mun hafa á hag Landsvirkjunar og þróun raforkumála. Albræðslan gerir það kleift að ráðast með hagkvæmum hætti i byggingu stórra orkuvera á hinum miklu óvirkjuðu jökulám íslands. Gerð- ur hefur verið viðtækur tölulegur samanburður á þvi, hver muni verða afkoma Landsvirkjunar, ef ráðizt væri i Búrfellsvirkjun, án rammasamnings við álbræðsluna annars vegar, en með slíkum samningi hins vegar. Þessir út- reikningar hafa verið gerðir ár fyrir ár allt fram til ársins 1985, hagslegar ástæður benda til þess i framtiðinni, að hagkvæmt sé að halda áfram örri uppbyggingu orkuframleiðslunnar i landinu, er liklegt, að þeim hagnaði, sem hér um ræðir, verði frekar varið til örari uppbyggingar heldur en lækkunar raforkuverðs. Sé allur hagnaðarmismunurinn á þessum tveimur leiðum lagður i nýja stórvirkjun á mbti 50% láns- fjáröflun annars staðar að, mundi það t.d. nægja riflega fyrir virkj- un Dettifoss. Hinn mikli hagnað- ur er felst i þvi að gera samn- ing við álbræðsluna nú, liggur einfaldlega i þvi að geta miklu fyrr én ella nýtt til tekjuöflunar fyrir þjóðarbúið stórfellda raf- orkuframleiðslu, sem ella væri ekki markaður fyrir. Þetta mun svo aftur hafa i för með sér örari uppbyggingu orkuframleiðslunn- ar i framtiðinni ásamt þeim efna- hagslegu tækifærum, sem i þvi felast. Loks er svo rétt að benda á það, að hér hefur aðeins verið rætt um afkomu Landsvirkjunar fram til ársins 1985, en eftir þann tima mun rafmagnssamningurinn við álbræðsluna halda áfram að skila Landsvirkjun miklum umfram- tekjum árlega. 22 árum eftir að virkjunin tekur til starfa, verða öll lán hennar fullgreidd, svo og allar tekjur álbræðslunnar að frátöldum tiltölulega litlum ár- legum rekstrarkostnaði, sem mun þá verða hreinn greiðsluaf- gangur fyrir raforkuverð." Þetta var nú viðhorf okkar fær- ustu sérfræðinga haustið 1965. Ég rek ekki þessa sögu lengur, en sú reiknivél eða tölva, sem fékk þessa útkomu haustið 1965 gæti lika reiknað skakkt 1974. Ég mun nú með leyfi hæstvirts forseta þar til umræðu um þetta atriði sérstaklega. Eins vil ég visa til athugasemda hans um Kisiliðj- una i Mývatnssveit og sölufyrir- komulag, sem er að nokkru leyti hliðstætt við þessa samninga. Ég er ekki þar með að segja, að ég sé sammála hæstvirtum þingmanni Jóni Sólnes um ýmis önnur atriði úr ræðu hans i Efri deild, en Jón Sólnes litur á málefnin frá nokkuð öðru sjónarhorni en flestir aðrir þingmenn. Þess vegna er rétt að gefa gaum að þeim dráttum, sem hann eykur i myndina, þvi að þeir geta orðið til þess að hún skýrist. Ég hrósa hæstvirtum þingmanni Jóni G. Sólnes fyrir það að leggja það á sig að hugsa sjálfur um þetta málefni og tjá sig um það. Raforkusalan Þá er komið að þvi fyrra af þeim tveimur atriðum, sem mér sýnast lökust við þennan samn- ing. Það er raforkusalan. Ég get ekki séð annað en söluverð á raf- orku sé of lágt og það er ekki hyggilegt að minum dómi að ráðstafa á einu bretti svo miklum hluta þeirrar orku, sem við fáum frá Sigöldu. Við höfum reynsluna af óhagkvæmum raforkusölu- samningum, — við höfum reynsl- una af samningnum við Alverið. Salan á meira en helmingi af tiltækri raforku i landinu fyrir 10% af heildarverði raforku, er náttúrlega ekki traustvekjandi ráðstöfun.Það var reiknað út með okkar frægustu reiknivélum á sinum tima, að sá raforkusölu- samningur væri hagkvæm ráð- stöfun. Þessu héldu mennirnir, sem gerðu samning þann i góðri trú. Viðreisnarstjórnin, sem samninginn gerði, hafði nefnd sérfræðinga sér til aðstoðar við samningagerðina. 1 henni voru dr. Jóhannes Nordal, Eirikur Bri- em framkvæmdastjóri Lands- virkjunar, Hjörtur Torfason, lög- fræðingur, Steingrimur Her- mannsson alþingismaður, Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri og einhver Mr. Kyle, en hann kemur nú ekkert við sögu samninganna i ár. en Búrfellsvirkjun án álbræðslu mundi fullnægja raforkuþörfinni sunnan- og vestanlands fram til þess tima. Til þess að gera þá leið að byggja Búrfellsvirkjun með samningi um orkusölu til ál- bræðslu sambærilega, hefur verið gert ráð fyrir byggingu annarrar virkjunar á eftir Búrfellsvirkjun, er hefði 126 megawatta afl, svo að séð yrði fyrir allri raforkuþörf fyrir Suðausturland fram til árs- ins 1985. I reikningunum hefur veri.ð gert ráð fyrir þvi, að þessi virkjun yrði gerð við Háafoss, en ýmsar aðrar leiðir geta að sjálf- sögðu komið til greina. í út- reikningum er áætlað að verja til þessarar seinni virkjunar 975 millj. kr. án vaxta á byggingar- tima. Samanburður á þessum tveim leiðum i raforkumálum hefur leitt i ljós eftirfarandi meginniðurstöðu. Sé litið á rekstrarafkomu Landsvirkjunar fram til ársins 1985, eins og hún mundi vera samkvæmt hvorri leiðinni fyrir sig kemur i ljós, að samanlagður tekjuafgangur fram til ársins 1985 mundi án vaxta verða 700 millj. kr. meiri, — takið eftir hæstvirtir þingmenn 700 millj. kr. meiri, — ef gerður yrði rammasamningur við álbræðsluna. Er þá þegar búið að reikna inn i dæmið allan kostn- að af byggingu nýs orkuvers, sem kæmi i stað þess hluta Búrfells- virkjunar, sem framleiddi raf- orku til álbræðslunnar. Sú mikla lækkun á framleiðslu- kostnaði raforku fyrir innan- landsmarkað, sem samningur við álbræðslu gerir mögulegan, gæti að sjálfsögðu komið fram annað hvort i lægra raforkuverði eða ör- ari uppbyggingu raforkukerfis- ins, eftir þvi hvað þætti þjóðhags- lega hagkvæmara. Að þvi er raforkuverðinu við- kemur, þá sýna útreikningar að raforkukostnaður á árunum 1969- 1980 mundi verða 28% hærri, ef Búrfellsvirkjun væri eingöngu byggð fyrir almenningsnotkun og enginn sölusamningur gerður við álbræðslu. Fyrstu árin mundi þó raforkuverð þurfa að hækka ennþá meira en þetta umfram það, sem nauðsynlegt yrði, ef álbræðsla væri byggð. Ef þjóð- lesa örstuttan kafla úr rafmagns- samningi Járnversins á bls. 52 i frumvarpinu." „Verkfræðideild hefur reiknað afkomu Landsvirkjunar með og án samnings við járnblendiverk- smiðjuna með verðum þeim, sem tilgreind eru i töflu 3, en gert er ráð fyrir að verðhækkunarákvæði i samningsuppkastinu vegi á móti hugsanlegum verðhækkunum á stofnkostnaði Hrauneyiarfoss- virkjunar, þá kemur i ljós að Landsvirkjun færum 700 millj. — þarna koma þær aftur - meira i sinn hlut af núgildandi samning- um reiknuð yfir samningstima: bilið samanborið vð það, hvað Landsvirkjun fengi, ef eingöngu væri selt til almennings, og er þá reiknað með 9.5% vöxtum." Ég óttast að það hafi einhvers staðar lika verið stillt skakkt inn á tölvuna núna eins og 1965 og þá erum við illa settir. Annars er það ekki ætlun min, — fjarri þvi, — að bera saman þessa samninga, álsamningana og járnsamninginn. Sá seinni ber náttúrlega af hinum fyrri, og það sýnir að við höfum lært af mistök- unum. Spurningin er bara sú, höf- um við lært nóg? Við þurfum að borga 10 kr. fyrir hverja kw-stund til heimilisnotkunar fyrir norðan, svo að mér þykja þessir 60 aurar á kw-stund meðalverð, sem verk- smiðjufélagið á að greiða, ekki vera há upphæð. Hækkunarákvæðin á samnings- timanum eru að visu mjög til bóta, en þau gefa tæpl. fyllstu tryggingu að minum dómi. Ég er heldur ekki viss um það, að Noregur sé hagstætt viðmiðunar- land, þeir koma til með að hafa gnótt oliu innan skamms og gætu hlift sinum rikisfyrirtækjum við háu oliuverði. Sjálfsagt þykir mér að miða orkusölu til erlendra auð- hringa við. meðalkostnaðarverð islenzkrar raforku á hverjum tima.Sannleikurinn er sá, að það er mjög óþægilegt að sjá fyrir með nokkru öryggi orkuverðsþró- unina i heiminum. Verðið hækk- ar, en hvað hækkar það ört. Orkulindir heimsins tæmast óð- um og eftirspurn eykst dag frá degi."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.