Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 7
Miövikudagur 26. marz 1975. TÍMINN 7 tjtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aöaistræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaöaprent h.f., Þremenningarnir Þótt þeir Ragnar Arnalds, Lúðvik Jósefsson og Magnús Kjartansson séu enn hafðir i fararbroddi hjá Alþýðubandalaginu, er það bersýnilegt, að það eru aðrir menn, sem ráða þar orðið stefnunni og ferðinni og samkvæmt þvi verða þeir Ragnar, Lúðvik og Magnús að haga sér. Þess vegna verða þessir þremenningar nú að stiga þau þungu spor, að afneita sem rækilegast öllu þvi, sem þeir héldu fram og beittu sér fyrir um þetta leyti á siðastliðnu ári. Um þetta leyti á siðastl. ári, var vinstri stjórnin að undirbúa frumvarp um efnahagsráðstafanir. Þá var ljóst, að atvinnuvegirnir myndu ekki með neinu móti getað risið undir þeim kauphækkunum, sem fólust i nýgerðum kjarasamningum og námu 40-50% i mörgum tilfellum. Viðskiptakjörin voru þó enn sæmilega hagstæð, a.m.k. miðað við það, sem nú er. Þeir Ragnar, Lúðvik og Magnús voru þá sammála um, að óhjákvæmilegt yrði að festa kaupgjaldsvisitöluna næstu mánuðina. Það eitt myndi þó ekki nægja, heldur yrði til viðbótar að banna næstu mánuði allar hækkanir samkvæmt hinum nýju kjarasamningum, sem væru umfram 20%. Hvort tveggja þetta þýddi stórlega minnkað- an kaupmátt launa, miðað við það sem nýju kaup- gjaldssamningarnir gerðu ráð fyrir. Ragnar, Lúð- vik og Magnús hikuðu ekki við að gripa til þessar- ar kjaraskerðingar, þvi að þeir töldu hana óhjá- kvæmilega, ef ekki ætti að kippa grundvellinum undan þvi, sem höfuðmáli skipti, atvinnuörygginu. Þannig fylgdu þeir þremenningarnir raunsærri og ábyrgri stefnu i efnahagsmálum um þetta leyti i fyrra. Þvi er ekki furðulegt, þótt margir hafi orð- ið undrandi, sem hlýddu á þá Ragnar og Lúðvik i eldhúsdagsumræðunum. Þar komu fram ger- breyttir menn. Þar forsæmdu þeir fyrst og fremst þá efnahagsstefnu, sem hafði verið mörkuð með umræddu frumvarpi vinstri stjórnarinnar i fyrra og núv. rikisstjórn hefur fylgt i höfuðdráttum siðan, enda þótt hún hafi orðið að gripa til enn rót- tækari aðgerða, sökum núverandi viðskiptakjara. En þeir Ragnar og Lúðvik eru ekki einir um það að verða þannig að snúast gegn þvi, sem þeir fylgdu um þetta leyti i fyrra. Um þetta leyti i fyrra gekk Magnús Kjartansson milli þingflokkanna og leitaði eftir þvi, að þeir lýstu fylgi sinu við uppkast að samningi, sem hann hafði haft forustu um að gera við ameriska auðhringinn Union Carbide um byggingu málmblendiverksmiðju við Hvalfjörð. Stuðningsflokkar vinstri stjórnarinnar lýstu allir fylgi sinu við samninginn. Þó munu tveir menn i þingflokki Alþýðubandalagsins, Jónas Árnason og Lúðvik Jósefsson, hafa verið á móti. Allir hinir þingmenn bandalagsins fylktu sér um Magnús og stefnu hans. óhætt er að segja, að enginn maður á Alþingi var þá áhugasamari um framkvæmd þessa máls en Magnús Kjartansson, enda var það fyrst og fremst verk hans. Nú hefur þetta snúizt þannig við, að enginn afneitar þvi meira og hávær- ar en sami Magnús, og hefur þó verið samið um mikla hækkun á rafmagnsverði og minna framlag íslendinga. Sjaldan eða aldrei hefur barnsfaðir reynt að afneita afkvæmi sinu eins áberandi og Magnús gerir i þessu máli, enda þótt allar blóð- rannsóknir og önnur matsatriði gangi honum i óhag. Þannig eru þeir Ragnar, Lúðvik og Magnús nú látnir afneita fyrri stefnu og verkum. Þvi stjórna þau öfl i Alþýðubandalaginu, sem komu i veg fyrir myndun nýrrar vinstri stjórnar, og ætluðu sér að hagnast á stjórnarandstöðu á erfiðum timum. Eftir er að sjá hvort sá leikur heppnast Þ.Þ. Joseph C. Harsch, The Cristian Science AAonitor: Zionistar hafa verið Kissinger erfiðir Dregur hann sig brdðiega í hlé? Sadat og Kissinger Hin misheppnaða tilraun Kissingers til að ná nýju samkomulagi milii israels- manna og Egypta, hefur ýtt undir þann oröróm, aö hann muni bráölega hætta störf- um sem utanrikisráðherra. Grein sú, sem hér fer á eftir, var skrifuö rétt áður en Kiss- inger fdr f siöustu för sína til Austurianda nær. UM þessar mundir virðist öll- um frjálst að gagnrýna Henry Kissinger, og raunar siður að gera það. Löggjafarnir og starfandi blaðamenn i Was- hington keppast við að tilnefna liklegan eftirmann hans sem utanrikisráðherra Bandarikj- anna. Tveir menn eru tiðast nefndir i þessu sambandi, eða þeir Elliot Richárdson og Mel- vin Laird. Margir af æðstu embættismönnum rikisins myndu fagna hvorum þeirra sem væri i stað Kissingers, sem allt i einu er hættur að vera yfir alla gagnrýni hafinn. En áður en lengra er haldið er rétt að gera greinarmun á tvennu i þessu sambandi. Annars vegar er sú hugmynd, að Henry Kissinger eigi að hætta og nýr maður að taka yið sem utanrikisráðherra Bandarikjanna, en hins vegar er það, hvenær hentast sé að þetta gerist. ENGINN getur nokkru sinni orðið ómissandi i sinu starfi. Hið máttuga bandarfska lýð- veldi hefur afborið jafn áfalla- laust brotthvarf Franlins De- lano Roosevelts, J. Edgars Hoovers og Richards M. Nixons af valdastóli. Það mun einnig afbera þau umskipti, að Henry Kissinger hverfi að öðrum störfum en hann gegnir nú. Kissinger mun á sinum tima hneigja sig til áhorfenda og ganga út af sviðinu i Washing- ton — sennilega til þess að rita endurminningar sinar. Vafa- mál er, hvort nokkur maður biður þess með jatn mikilli óþreyju og hann sjálfur að sú stund renni upp. en hitt er svo annað mál, að hann fær ekki við þvi gert, að hann er Henry Kissinger, og hefði þvi ekkert á móti þvi að brottförin yrði með nokkurri viðhöfn og fá- einir lúðrar þeyttir i þvi til- efni. ÞVt er auðvitað ekki til að dreifa, að Henry Kissinger sé ómissandi fremur en aðrir menn, og hann getur þvi látið af störfum þegar þar að kem- ur án þess að óbætanlegur skaði sé skeður. Hitt er svo annað mál, að ákaflega erfitt er að benda á einhvern annan, sem geti einmitt á þessari stundu tekið við og haldið áfram samningaumleitunum i löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins án þess að á hægi eða truflun verði á eðlilegu framhaldi. Hvort tveggja gæti orðið jafn háskalegt. Ef verulega hægir á framvindunni þarna eystra, eða röskun verður á eðlilegu framhaldi, gæti þá og þegar dunið yfir okkur öll ný styrjöld milli Araba og tsra- elsmanna með öllum þeim hættum, sem henni geta fylgt. SANNLEIKURINN er sá, að gagnrýnin, sem Henry Kiss- inger sætir, er að mestu leyti frá Zionistum runnin. Þeir heyja nú æðisgengna loka- orrustu i siðustu skotgröf i áróðursstyrjöld sinni gegn af- sali hinna hernumdu svæða. Ef einhver reynir að vinna að þvi, að hernumdu svæðin verði látin af hendi, liggur beinast viö að ráðast gegn honum með þvi aö saka hann um andstöðu viö zionismann. Þegar Kiss- inger er sakaður um sllkt er erfitt að afsanna það, þar sem svo vill til, að hann nýtur virð- ingar og velvildar ráðamanna bæði I Damaskus og Kairó. Henry Kissinger getur ekki á ókominni tið unnið neinar þrekraunir, sem jafnist á við það afrek hans að koma að nýju á samskiptum Banda- rikjamanna og Kinverja. Hinu verður samt ekki neitað, að enn sem komið er hefir hann engan vanda leyst jafn erfiðan og flókinn og að brúa tilfinn- ingagjána milli Israelsmanna og Arabaþjóðanna umhverfis þá. 1 raun og veru er afar auð- velt að hugsa sér, að forsjónin hafi einmitt lumað á Kissinger til þess að taka þetta hlutverk aö sér á þessari stundu. Hefðu Zionister nokkurn tima þolað útlendingi það, sem þeir hafa sætt sig við af hálfu dr. Kiss- ingers, enda þótt þeir sýni augljósa tregðu við hvert fót- mál? ENDA þótt enginn maður sé ómissandi sýnist erfitt að komast af án dr. Kissingers viö það að reka endahnútinn á friðarsamningana fyrir botni Miðjarðarhafsins — ef unnt reynist þá að koma á sáttum. En við komumst sennilega að raun um fyrir mitt sumar, hvort samningum verður komið á eða ekki. Þá má einnig nefna loka- þáttinn i samningunum um gereyðingarvopnin, en hann á einmitt að fara fram á næst- unni. Efalitið langar Kissinger til að leiða þessa samninga til lykta, eins og samningana i löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins. Og ef til vill vildi hann láta verða sitt siðasta embættisverk að taka á móti Leonid Brézjnéf þegar hann kemur til Washington. Það væri hæfilegur lokaþáttur i hinum stórbrotna leik Kiss- ingers. Hvaða tinda ætti hann annars eftir að klifa, ef honum hefði þá tekizt að koma á friði i löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins og lánazt að koma saman frumdrögum að samn- ingum um gereyðingarvopn- in? HEIMSÖKN Brézjnéfs væri hentug stund til lokaþáttarins og rökrétt að velja hana. Þar meö væri rekinn endahnútur- inn á þær gifurlegu breyting- ar, sem orðið hafa á hlutverki Bandarikjamanna meðal þjóðanna siðan dr. Kiss- inger varð við kvaðningu Nixons forseta og kom til Was- hington árið 1969. Sú kvaðning var öllu óvæntari og vakti meiri undrun en flestar aðrar stööuveitingar Nixons. Þannig stóð sem sé á, að dr. Kissinger studdi Nelson Rockefeller sem forsetaefni Republikana- flokksins á flokksþinginu árið 1968. Þegar tilnefning forseta- efnisins var um garð gengin á flokksþinginu hvarf hann á burt frá Miami i þeirri trú, að stjórnmálaafskiptum hans væri þar með lokið. Sanngjarnt og eðlilegt virð- ist að fresta frekari ádeilum og gagnrýni á dr. Kissinger að sinni, að minnsta kosti þar til séð verður, hver niðurstaðan verður i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.