Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 9
Miövikudagur 26. marz 1975. TÍMINN KONUNGSINS Arabiu. Þjóðfélagið verður þvi býsna sérkennileg blanda léns- skipulags og velferðarrikis, sem þróast jafnhliða. Fólki i miðstétt er þegar tekið að fjölga, t.d. kaupmönnum o. fl. Þeir sem ekki hafa fjárráð til einhverra at- hafna fa almannatrygginga- greiðslur. Það er álitið, að skortur á nauðsynjum geti leitt til þess, að ungir menn verði mót- tækilegir fyrir útlendri hug- myndafræði. Þess vegna fá námsmenn umtalsverð námslán. Óvæntur hernaðarandi á banda- riska þinginu varð til þess að get- gátur voru uppi um það, hvort Bandarikin myndu gera hernaðarárás á oliulindir i Saudi Arabiu. Það gerði illt verra, þegar fréttist að Pentagon hefði uppi áætlanir um árásir á oliu- lindirnir ef aftur brytist tít strið i Mið-Austurlöndum. Talið var fullvist að slik styrjöld myndi ýta undir oliubann. Þvi var spáð i Bandarikjunum, að þessi styrjöld myndi brjótast út fyrir vorið. Saudi Arabia hafði þá þegar tilkynnt um mikla útgjalda- aukningu til uppbyggingar & striðsvél sinni. Hverjar eru likur þess, að hið háa oliuverð, sem ákveðið var á fundum OPEC rikjanna, verði lækkað? Ford forseti var harður i sinni afstöðu: „Hóflaust oliuverð setur ekki aðeins úr skorðum allt efnahagskerfi heimsins — heldur er það ógnun við heimsfriðinn, auk þess sem það gæti valdið kreppu." í samvinnu við Evrópu hugðust Bandarikin berjast gegn þessum aðgerðum Araba- rikjanna. Frakkland og Bretland skóruðust undan þessu. Prinsinn Itrekaði það oft i samtalinu, að Saudi Arabla reyndi að fylgja fjárfestingar- og utanrikispólitik, sem væri ekki skaðvænleg öðrum rlkjum. „Verði Vestur-Evrópa fyrir barðinu á fjárhagskreppu mun þess einnig gæta i Saudi Arabiu. Heimurinn er of litill. Ég hef oftsinnis rætt þessi mál við Dr. Kissinger. Þess verður ekki vart, að hann óski þess, að banda- lag verði stofnað gegn oliufram- leiðslurikjunum. Þvert á móti. A honum er helzt að skilja, að hann óski samvinnu milli framleiðslu- rlkja og neyzlurikia.. Það skintast á skin og skúrir I sljórnmálum." „Verðbólgan byrjaði i Vestur- löndum. Hækkun oliuverðsins var ekkiupphaf þess. Ef framleiðslu- og neyilurikin athuga orsök allra verðhækkana — ekki aðeins olluhækkunarinnar — og unnt verður að lækka verð á nauðsyn- legustu framleiðsluvöru, þá mun olluverðið einnig lækka. Það væri hins vegar óréttlátt og ósann- gjarnt, ef allar framleiðsluvörur mættu hækka nema olian. Oliu- framleiðslurikjunum yrði þannig gert erfiðara um vik að stuðla að uppbyggingu og þróun heima fyrir. Háttsettir embættismenn i Saudi Arabiu halda þvi nú fram, að þótt þeir þurfi sanngjarnt verð fyrir oliuafurðir sinar sé almennt álitið, að hin skyndilega verðhækkun hafi verið óheppileg Saudi Arabia vill lækka oliu- verðiö. A.m.k. vill hún fara milliveg þess sem er — og hinnar miklu hækkunar sem t.d. Alsir óskar. Fjórum dögum áður en fundur OPEC rikjanna ákvað 4 prósent hækkun oliuverðs — sagði prinsinn: „Þaðer okkar skoðun, að hagsmunum heimsins sé það ekki til góðs að olluverð hækki Ur hófi. Við vilium ekki verða vitni að fjárhagskreppu. Við óskum ei eftir að verða taldir ábyrgir fyrir sllku." Þetta var haft eftir háttsettum embættismanni: „Verðið hlýtur að hækka. Við getum aðeins reynt að halda þvi stöðugu. Við erum ekki nógu öflugir til að hindra þessa hækkun." Saudi Arabia reyndi að lækka oliverðið sl. nóvember, en hækkaði þess I stað skatta ollufyrirtækja. Þetta mis- tókst með öllu. Fyrirtækin létu kaupendur ekki njóta hins lækkaða oliuverðs—heldur bættu skattahækkuninni á oliuverðið. „Stjórn Saudi Arabiu getur ekki stjórnað þessu," sagði prinsinn. „Þetta er sök rikisstjorna hinna erlendu oliufélaga. Það var m.a. þetta, sem olli þvi, að við yfirtók- um félögin, til að hindra slikar óþarfa hækkanir. Þegar kostnaður og> útgjöld minnka, samræmi kemst á oliuverðið og verðsveiflur hætta — þá er jafn- vel mögulegt að verðlækkun fylgi I kjölfari ð." Talal, einn af yngri bræðrum Fahd var gerður útlægur úr konungdæminu 1960. Það er kald- hæðni örlaganna að hann var félagi i hópi róttækra umbóta- sinna, sem m.a. vildu að ARAMCO félagið yrði yfirtekið af rlkinu. Slikt tal var álitið hættu- lega róttækt. Nii er starfssemi ARAMCO álitin arðrán. Gert var ráð fyrir að rikið yfirtækið fél. áriö 1985, en þeirri áættun var snarlega flýtt. Ég spurði prinsinn hvort Bandarikin hefðu ekki verið mötfallin þessari yfirtöku: „Þessi ákvörðun var ekki tekin til að hrella Bandarikin. Við gerðum þetta til að lækka olíuverðið. Þess vegna höfðu þeir enga ástæðu til andmæla. Það er engin ástæða til fjandskapar. Við ætlum ekki að beita félögin órétti né heldur að leggja starfssemina niður. Bandarikin vita, að stjórnin mun sýna réttlæti og sanngirni. Samningaviðræður um þessi mál hafa verið i mesta bróðerni." Annað hljóð var þó i strokknum hjá einum ráðgjafa Saudi stjórnarinnar: Þeir sigra ekki fyrr en þeir ráða skipa- flutningunum. Áður en það verður upphefst strið." Þvi miður virðist margt benda til þess að svo veröi. Afleiðing sliks yrði óhjákvæmilega oliubann. Saudi Arabla ræður yfir einum stærstu og auðugustu oliulindum heims. Þess vegna gæti landið orðið helzta árásarmark Banda- rlkjanna, Israels, írans eða hugsanlegra óvina innan OPEC sambandsins. Landið er hættu- lega fámennt. Lægsta ágizkun er 3 1/2 milljón en Saudi stjórnin telur ibúa um sjö milljónir. Her- styrkur landsins er ekki mikill, ef miðað er t.d. við tran. Þannig var t.d. allsherjar hættu- útboð hjá Saudi flughernum i október sl. og af 2000 brezkum flugtæknisérfræðingum voru sjálfboðaliðar beðnir að rétta upp hönd. Þessir brezku flugsér- fræðingar sjá um viðhald og þjálfun flugsveitarinnar. tsrael hafði krafizt þess að Saudi Arabia hörfaði meö hersveitir sinar þar eð þær væru ógnun við tsrael. Sögou þeir, að brytist út strlð myndi Israel gera þotuárásir I hjarta Saudi Arabiu. Raunar töldu Arabar, að tsrael myndi með stuðningi Bandaríkjamanna hegða sér fjandsamlega. Þetta var I desember. Sultan prins, varnarmálaráðherra tilkynnti þá, að reist yrði griðarmikil her- stöð við Batten i austurhluta landsins innan niu mánaða. Hann hafði þá nýlega undirritað vopnasölusamning við Frakka upp á 370 milljónir punda. Sérleg- ur erindreki hans var I Washing- ton og ræddi útvegun hergagna. Ég spurði prinsinn um striðs- Hkurnar i náinni framtið: „tsrael er hernámsveldi með eigin stefnu og sjónarmið," sagði prinsinn. „En þetta eru ekki hugmyndirné óskir annarra rikja heimsins. Bandaríkin, Evrópa og Sam- einuðu þjóðirnar eru ekki sama sinnis. Náist ekki sanngjörn málamiðlun er styrjöld hugsan- leg." Er hin skjóta hernaðar- uppbygging Saudi Arabiu merki um ugg Saudi Arabiu vegna árásar? „Vopnakaup eru sjálfs- vörn. Ráðist einhver á þig, eða geri innrás verður þú að verja þig með öllum tiltækum ráðum. Þá er jafnvel eldhúshnifurinn biturt vopn." Trúði prinsinn skýrslum um innrásaráætlanir Bandarikjanna? „Þett' voru fregnir úr blöðum og timaritum. Hin opinbera stefna Banda- rlkjanna er ekki i samræmi við þessar fréttir. Við höfum fengið staðfestingu þess, að þetta hafi aldrei komið til umræðu. Vald- beiting mun ekki Ieysa þessi vandamál. Slikt gerir aðeins illt verra. Auk þess er ekki vist að sú styrjöld myndi takmarkast við Mið-Austurlönd. Heimsstyrjöld væri allt eins likleg." Einn ráðgjafa Fahds hafði þetta að segja um innrás i Saudi Arablu: „Við myndum brenna allt og eyða eins og Samson forðum. En dettur nokkrum manni í hug, að Rússar stæðu hjá aðgerðalausir? " Fahd gaf I skyn, að oliubann yrði óhjákvæmilegt ef væringar hæfust á ný. „Að minu viti jafn- gildir oliubannið styrjöld. Arabar óska ekki eftir að til sliks komi. Við munum beita sliku banni sem sjálfsvörn. Ég hef áður sagt, að ef ráðist er á þig, verður þú að beita öllum tiltækum vörnum, Okkur er illa við að^rfpa til slikra úrræða á ný\ Ég vona að stórveldin séu það skynsöm, að við þurfum ekki að grlpa til sliks." Þegar Saudi Arabar tala um ógnir við landið, eru þeir mjög orðvarir. En utan- rikissérfræðingar þeirra i Jeddah ræöa um alvarlega efnahags- ógnun, sem fylgt gæti i kjölfar annarrar styrjaldar milli ísraeis og Arabarikjanna. Peningarýrn- un yrði helzta orsök sliks. Fjármálasérfræðingar Saudi Arabiu i Jeddah gera sér þess fulla grein, að olían er greidd með peningaseðlum, sem óðum eru að missa verðgildi sitt. Þvi er rætt um að verðtryggja afgangstekjur með þvi að kaupa gull. Rætt hefur verið um að koma á nýju peningakerfi með gull-ollu mæli- kvarða, t.d. að 25 tunnur af oliu jafngildi einni únsu gulls. Alþjóðlegur fjármálasér- fræðingur, sem er ráðgjafi Saudi stjórnarinnar heldur þvi fram, að Bandarikin hyggist innleiða gulldalinn og leyfa bandarlskum borgurum að kaupa gull I fyrsta skiptið i 40 ár. Muni þetta vera gert I þvi augnamiði að tryggja sem mestan gullforða I landinu ef dollarinn missi svo verðgildi sitt, aö oliuframleiðendur neiti honum sem greiðslumiðli. Telur prinsinn, að Bandarlkin myndu grlpa tækifærið, ef strfð skellur á I Austurlöndum til að losa sig við hinar stórfelldu skuldir sinar, 65 Fahd Ibn Abdul Aziz krónprins. billjónir dollara, með þvi að taka eignarnámi oliudollara, sem arabarfkin eiga I bandariskum bönkum? Slikt yrði þá svar við ollubanni. Fahd prins svaraði þessu svo: „Ég hef ekki trú á þvi, að Banda- rikin grípi til slikra efnahags- þvingana. Það er hvorki þeirra hagur né okkar. Ég tel ekki skyn samlegt að búast við sllkum aðgerðum." 1 júní sl. tók Saudi Arabia út 500. 000 únsur gulls úr Seðla- banka New York og flutti heim. „Það má lita á þetta sem aövörun," sagði embættismaður nokkur. „Ef við sæktumst eftir gullinu myndum við ekki segja þaö. Þá myndi heimspressan segja: „þeir eru með oliuna okkar og nú heima þeir gullið okkar Það jafngildir striði." (Þýtt/endursagt hbl) Ungmennakór Gauta- borgar syngur hér Laugardaginn 22. marz kom til landsins Göteborgs Ungdomskör, sem mun halda hér söng- skemmtanir i dymbilvikunni. Kórinn fékk styrk til tslands- ferðarinnar úr norræna tónlistar- sjóðnum, NOMUS, en skipulag og fyrirgreiðslu hér á landi hefur Æskulýðsráð Reykjavikur annazt. Kórinn er stofnaður 1967, og Gunno Palmquist hefur verið stjórnandi hans siðan 1969. t kórnum eru alls 30söngvarar, frá 17ára ogað þrítugu, en flestir eru rúmlega tvitugir og margir þeirra kennarar eða nemendur i tónlist. A pálmasunnudag söng kórinn fyrir vistfólk á Hrafnistu. A mánudag heimsótti kórinn Menntaskólann við Hamrahlið, og stofnaði einkum til kynna við kór Hamrahlíðarskólans. Miðvikudaginn 26. marz mun kórinn halda almenna tónleika I Norræna husinu kl. 5 e.h. A skir- dag kemur kórinn fram á Arvöku Selfoss, og syngur þá I Selfoss- kirkju kl. 9 um kvöldið. Slðustu opinberu tónleikar Ungmennakórs Gautaborgar eru siðan I Háteigskirkju á föstudaginn langa kl. 8.30 um kvöldið. GosiðviðElliðaár gébé Reykjavlk — Eins og sagt var frá I Timanum á þriðjudag, varð myndarlegt gos upp úr vest- asta farvegi Elliðaánna, um sex- leytið- á mánudagskvöld. Sam- kvæmt upplýsingum Ingvars Grimssonar hjá Vatnsveitunni, voru þarna að verki verktakar frá Hitaveitunni, sem voru að bora fyrir uppistöðum, sem nota á til að leggja hitaveituleiðslur yfir ána á þessum stað. Tókst verktökunum ekki betur til en svo, að þeir boruðu niður á aðalvatnsæðina til Reykjavikur, og upphófst þá þegar þetta myndarlega gos, sem stóð i um klukkustund. Vatnsveitan rauf þá vatnsrennslið á meðan bráða- birgðarviðgerð fór fram. Verktakarnir höfðu ekki haft neitt samband við Vatnsveituna, sem aðsögn Ingvars Grimssonar, er þó ætið reiðubúin, bæði til að veita allar upplýsingar um vatns- lagnir, og að fara með verktökurh á staðinn þar sem vinna skal. 1 þetta skipti, sem oftar, létu verk- takarnir það hjá liða, enda létu afleiðingarnar ekki á sér standa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.