Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 26. marz 1975. Sally Salminen KATRIN Saga frá Alandseyjum 151 stundir munt þú sanna, að það eru erf iðustu stundirnar, sem þú minnist lengst. Það er á þeim, sem guð vitjar okkar".. ,, Já, það getur vel verið. Hvað á ég að gera, Katrín?" „Fyrst af öllu verður þú að rækja síðustu skyldurnar við Jón. Er hægt að flytja líkið heim?" „Nei, það er alltof löng leið til þess. Það er sjálfsagt búið að jarða hann." „Jæja, en þá verður þú lika að sjá um, að haldin sé minningarathöf n í kirkjunni, og svo verðurðu að tilkynna lát hans í blaðinuog bjóða fólki íerf isdrykkju. Þessu öllu skalt þú koma í kring sjálf. Það er það síðasta sem þú getur gert f yrir hann. Ég veit líka, að þú ert nógu dugleg til þess að gera það, ef þú ætlar þér það. — Nú fer ég heim. Þú getur komið upp eftir til okkar, þegar þig langar til, en gleymdu ekki að gera það, sem þú átt að gera. Og biddu guð að gefa þér styrk. Hann er máttug- astur, þegar við erum veikust. Og vertu svo sæl, barnið mitt. Komdu til okkar, þegar þig langar til". Katrín f ór. Saga lét bréf in í kistilinn, reis upp og settist við skrifborðið. Hún skrifaði fyrst dánartilkynninguna og sendi „Álandstíðindunum" hana til birtingar. Næstu daga samdi hún við prestinn um minningarathöfn í kirkjunni og gerði upp reikninga manns síns við útgerð- arfélagið. Síðan steikti hún og bakaði og bauð öllum þorpsbúum til erfisdrykkju. Það voru liðnar margar vikur, þegar þetta var allt um garð gengið. Árið eftir dó móðir Gretu, en það fékk lítið á barnið, sem var enn milli vita. Serafía hafði alltaf verið kyrr í vistinni á Eikiey. Hún varð spönsku veikinni að bráð, er hún barst á þessar slóðir. Henni elnaði sóttin svo f Ijótt, að Katrín komst ekki til hennar með Grétu í tæka tíð Hún lá afskræmd og vansköpuð á líkbörunum, er þær komu. En það hvíldi friður yfir svip hennar, og í kistuna hjá henni voru lögð blóm. Húsbændur hennar gáf u henni góðan vitnisburð og töluðu hlýlega um hana og kostuðu jarðarför hennar. ísinn var orðinn viðsjáll um þetta leyti, og menn urðu að draga kistuna á sleða yf ir f jörðinn til Þórseyjar. Eftir jarðarförina tók Katrín við hinum litlu reitum Serafíu. I dóti hennar fann hún aftur myndina af Gústaf og lét hana á sinn fyrri stað á drag- kistunni. Það gladdi hana nú, að hún hafði ekki tekið myndina af Serafíu. Aftur barst bergmál af atburðum umheimsins til litlu eyjanna í Eystrasalti. í Finnlandi börðust borgarstétt- irnar við Rússa og rauðliða. Þórsey varð bækistöð finnskrar sjálfboðasveitar, sem atti að fara til liðs við hvítliða. Þessir sjálf boðaliðar settust að í hinu nýja húsi Trúboðsfélagsins og notuðu sundið við kirkjuna til heræfinga. Eyjarskeggjar héldu sig í hæfilegri f jarlægð og gættu þess að blanda sér ekki í deilur, sem þeim virtist sér óviðkomandi. En alls konar orðrómur og getgátur bárust mann f rá manni: hann er rauðliði, þeir eru á bandi hvítliða, þessi hvað vera Rússavinur. Börnin þóttust vera hermenn og gengu fylktu liði eftir þorpsveginum með hvíta borða um handleggina og trébyssur um öxl. Þau réðust að gömlu fólki og heimtuðu, að það sýndi vegabréf sín, ef það vildi fá að komast leiðar sinnar i búðirnar eða peningshúsin. Svo komu Svíarnir. Þeir höf ðu á sér meira hermanna- snið heldur en hvítliðarnir, enda voru þeir vel að heiman búnir, — allir í einkennisbúningum, skinnjökkum og með snjóhvítar húfur. Litil sænsk sveit, sem settist að í Vesturbæ, tóku sér bólfestu í sama húsi og Rússarnir í símstöðinni höfðu tekið i sínar þarf ir. Einn þeirra stóð jafnan vörð á veginum með byssu um öxl. Hinir skemmtu sér meðal þorpsbúa. Þeir töluðu mál, sem f ólkið skildi, og töluðu það svo undarlega, að það lét eins og heillandi söngur í eyrum Þórseyinga, einkum ungu stúlknanna. O, hve þeir voru hávaxnir og spengilegir! Hvílíkar axlir og hvílíkar axlir og hvílíkar hreyfingar! Og hversu rjóðar og hýreygar voru ekki stúlkurnar! — Nei, það var hvorki deyfð né drungi á Þórsey þessar vikur! Svo komu Þjóðverjar. Nokkrir tugir smávaxjnna manna í slitnum, grænum einkennisbúningum og með þungá stálhjálma á höfði römbuðu þreytulega og hriðu- leysislega upp frá Bátvíkinni. Á lotnum herðum þeirra hvíldi byrði allrar veraldarinnar. I brúnum augum þeirra, sem aldrei litu hýrlega til nokkurs manns, spegluðust allar hörmungar styrjaldarinnar. Þeir brugðu aldrei fyrir sig andurværð Rússanna né opin- skárri einlægni fátæku, finnsku piltanna og þaðan af síður glensi hinna vel höldnu Svía. Þetta voru menn, sem höfðu reynt það, sem gerði þá ólíka öðrum mönnum til æviloka. Snögg fyrirskipun kvað við, og hermennirnir röðuðu byssum sínum í pýramída á torginu. Síðan stutt hvíld, önnur snögg og hörkuleg fyrirskipun, byssurnar um öxl og göngunni haldið áfram að húsi Trúboðsfélagsins, Þorpsbúar, sem safnazt höfðu saman til þess að fagna MIÐVIKUDAGUR 26. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Flótt- inn til Ameriku", smásaga eftir Coru Sandel Þorsteinn Jónsson islenzkaði. Sigriður Eyþórsdóttir .les. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 tJtvarpssaga barnanna: „Vala" eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Sigrún Guðjóns- dóttir les (8). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað 20.00 Kvöldvala a. Einsöngur Engel Lund syngur islenzk þjóðlög. Ferdinand Rauter leikur á píanó. b. Siðustu klerkarnir i Klausturhólum Séra Gisli Brynjúlfsson flyt- ur annað erindi sitt. c. „Rósin og stjakinn", ævin- týri eftir ólöfu Jdnsdóttur Höfundur flytíir. d. Fórnfús maður Ágúst Vigfússon kennari segir frá Eggert Lárussyni i Bolungarvfk. e. Haldið til haga Grimur M. Helgason forstöðumaður handritadeildar Lands- bókasafns Islands flytur þáttinn. f. Kórsöngur 21.30 Otvarpssagan: „Köttur og.mús" eftir Gunter Grass. 22.00-Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (49). 22.25 Leiklistarþáttur i umsjá Örnölfs Árnasonar. 22.55 Nútónatónlist Halldór Haraldsson kynnir verk eftir bandarlska tónskáldið GeorgeCrumb: „Vox bala- enae" og „Nótt fjögurra tungla". 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 11 11 1 11 II II ¦ Miðvikudagur 26.marzl975. 18.00 Höfuðpaurinn. Banda- rísk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Fllahirðirinn. Bresk framhaldsmynd. Hundar dauðans. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.45 Þú færð ekki að vera með. Mynd úr samnorræn- um myndaflokki um vanda- mál unglingsáranna.- Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum. Breskur teikni- myndaflokkur. 8. þáttur. Endinn skyldi I upphafi skoða. Þýðandi Heba JUHusdóttir. 21.00 „Töfraflautan I smið- um".Aðkvöldi föstudagsins langa sýnir Sjónvarpið óperuna Töfraflautuna eftir Mozart i sviðsetningu sænska sjónvarpsins. Sænska sjönvarpið lét jafn- framt gera heimildamynd um þessa upptöku og undir- buning hennar, en sviðsetn- ing óperunnar er umfangs- mikið verk og átti sér lang- an aðdraganda. 1 myndinni ræðir leikstjórinn, Ingmar Bergman, um verkefnið, og fylgst er með undirbiiningi, æfingum og upptöku. Þýð- andi óskar ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.05 Að tjaldabaki í Vletnam. Bandarisk heimildamynd um strlðið i Indóklna og þátt Bandarikjanna i þvi. Siðari hluti. DauðiDiems.Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.