Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 13
Miövikudagur 26. marz 1975. TÍMINN 13 Umsjón: Hjálmar W. Hannesson Jón Sigurðsson Staðgreiðslukerfi persónuskatta Svo sem kunnugt er hefur rlkisstjórnin nýlega.látið frá sér ganga allýtarlegt frumvarp til laga um rikisfjármál og ýmsar aðgerðir i efnahagsmálum. Auðvitað mun mönnum sýnast sitt hverjum um einstök atriði þessa frumvarps, svo efnismik- ið og víðtækt sem það er, en hins vegar ber að hafa það i huga að Alþingismönnum er i sjálfsvald sett að gera á þvi breytingar ef ástæða þykir til. Frumvarpið sjálft gerir ráð fyrir þessu, og er beinlinis kveðið svo að orði i þvi að fjársveitinganefnd sé ætlað að ganga frá og samþykkja beinar tillögur sem fram kunna aö koma i nokkrum atriðum, svo sem niðurskurði ríkisút- gjalda. Um leið vænta menn þess að þetta frumvarp geti orðið til þess aðauðvelda samkomulag á vinnumarkaðinum. Raunar er þetta eitt meginverkefnið sem nú er við að eiga I islenzkum stjórnmálum. Eins og sakir standa væri það hreint feigðar- flan að leggja ut i verkföll eða vinnustöðvanir, og mun rikis- stjórnin gera allt sem i hennar valdi stendur til að greiða fyrir samningum. I þessu skyni meðal annars er ráð fyrir þvi gert I frumvarpinu, að hægt verði að hnika til einstökum ákvæðum við afgreiðslu þess. Mikilvægt atriði i þessu frum- varpi eru ákvæðin um að sam- eina tryggingakerfið og skatta- kerfið þannig að rikið sé ekki að greiða sömu mönnunum ut sömu peningana og það hefur áður innheimt af þeim. Ætla má að af þessari breytingu gæti orðið talsverður sparnaður, og er sjálfsagt að halda lengra út á þessa braut eftir þvi sem að- stæður leyfa og efni standa til. Ákvarðanir um staðgreiðslu væntanlegar í útvarpsumræðum frá Al- þingi nýlega boðaði fjármála- ráðherra að grundvallar- ákvarðanir um staðgreiðslu- kerfi skatta yrðu væntanlega teknar á Alþingi þvi sem nu sit- ur. Þessari yfirlýsingu ber að fagna alveg sérstaklega, þvi að hér er um stórmál að ræða. Verður að vænta þess að einskis verði látið dfreistað að þvi máli verði hraðað svo sem kostur er. Nu, þegar samdráttur verður, er mönnum orðið miklu ljósara en löngum áður hve gallað það kerfi er sem miðast við tekjur siðasta árs. Megingallar núverandi kerfis eru vitanlega margir, og mun - svo jafnan vera að margan van- kant megi finna á skattalögum, enda er það eðli þeirra að vera óvinsæl. Það fer t.d. ekki á milli mála að götin eru of mörg á Is- lenzka skattkerfinu og mögu- leikar of margir og auðveldir til að komast undan þvi að leggja fram sinn skerf til allra stétta. Þá er mönnum einnig gert að greiða skatt sinn i of marga staði, útsvar hér, fasteigna- gjöld, og slðan tekju- og eigna- skatt þar. Álagning á tekjur slðasta árs felur það og f sér að menn lifa við nokkurt öryggis- leysi, einkum ef samdráttur verður I tekjum svo sem nú hef- ur orðið. Hefur það farið svo fyrir mörgum manninum að hann hefur af þessari ástæðu lent inni I vitahring skattanna, hefur ekki getað dregið úr yfir- vinnu eða tekjum sinum vegna þess að skattarnir reka hann áfram ár frá ári. Kerfisbreyting er stórmál Það er þvi stórrnál I islenzk- um skattamálum að taka upp staðgreiðslukerfi ög svo fljótt sem auðið er. Það er allt annað mál hvort tök eru á að koma sllku kerfi á varðandi fyrirtæki og atvinnurekstur, en það er ótviræður hagur fyrir einstak- linga og fjölskyldur I landinu. í staðgreiðslukerfi skatta þarf að koma þvl svo fyrir að menn greiði öll gjöld sin á einum stað, að undanteknum sölu- eða virðisaukaskatti og sérstökum gjöldum. Rlki og Sveitarfélög verða siðan að skipta þessu fé sln á milli, i skatt og útsvar , eftir á. Alagningin á einstak- linginn verður að fara fram I einu lagi, bæði til að hindra tvi- sköttun sem nú á sér stað I reynd en einnig til þess að hann geti þegar vitað hvar hann stendur. Að þessu er greinilegur hagur fyrir einstaklingana I þjóðfélag- inu. Þá vita menn þegar i stað, hvern hluta tekna sinna. þeir hafa fyrir sjálfa sig 'og fjöl- skyldu sina og hvern hluta þeim ber að gjalda. Það öryggisleysi sem menn búa nú við og kemur svo þungt niður á mörgum á þessu ári hverfur i staðgreiðslu- kerfi. Jafnframtþarf að búa svo um hniítana að menn sem hafa að einhverju leyti sveiflukennd- ar tekjur á árinu geti leitað eftir „skattjöfnun" með tilliti til áætlaðra heildartekna. Þegar niðurstaðan kemur fram að ári loknu, er siðan sjálfsagt að það komi til frádráttar gjöldum næsta árs ef menn hafa greitt meira en þeim ber til rlkis og sveitarfélags, og á hinn bóginn falli vextir á skuldir manna ef þeir hafa ekki greitt að fullu við áramót. Skilyrði hagstjórnar Það er augljóst mál að hag- stjórn verður aldrei komið á hér á landi meðan núverandi skattakerfi er I ^ildi. Þegar þensla er mikil og tekjur fara vaxandi dregst skatturinn alltaf aftur ur og menn komast undan þvl að greiða réttlátan skerf til samfélagsins, en samtimis hafa menn fé til að auka enn á þensl- una með eyðslu sinni og neyzlu. Þegar að herðist koma skattar liðins árs hins vegar á menn og draga óhóflega úr getu þeirra til neyzlu og valda þvi þannig að samdrátturinn verður ennþá meiri en ella yrði. Þannig má fullyrða að skattarnir af hinum háu tekjum á siðasta ári verði til þess að herða enn á sam- drættinum á þessu ári. Þau hvörf sem nu hafa orðið i efnahagsmálum sýna að það er ekki eftir neinu að biða með að koma á staðgreiðslukerfi per- sónuskatta á Islandi. Þvi' verður að treysta að rikisstjórnin hraði aðgerðum á þessu sviði. JS Umbótasinnaður miðflokkur Hvorki sósíalíksur né kapítalískur grunnur. Það er alkunn staðreynd, að Framsóknarflokkurinn er vax- inn upp úr islenzkum jarðvegi. Einkum voru það þrjú islenzk öfl, sem höfðu áhrif I þá átt, að flokkurinn var stofnaður: Búnaðarfélagahreyfingin, Sam- vinnuhreyfingin og Ungmenna- félagshreyfingin. Þau hafa haft áhrif á hann siðan. Hin öfluga Ungmennafélags- hreyfing á rætur sinar að rekja til fyrsta ungmennafélagsins, sem stofnað var á Akureyri árið 1906. Markmið hreyfingarinnar eru m.a. að auðvelda ungu fólki að afla sér alhliða þroska, efla ættjarðarást og hvetja það til starfa fyrir föðurlandið. Einnig er markmið, að efla Iþrótta- og bindindisstarf. Búnaðarfélagshreyfingin á rætur allt aftur i stofnun elzta búnaðarfélagsins, árið 1837. Búnaðarfélag Islands var stofn- að 1899. Eins og alþjóð veit eru mark- mið Búnaðarhreyfingarinnar m.a. að efla landbúnað i land- inu, auka landbúnaðarrann- sóknir, gæta hagsmuna bænda og stuðla að fræðslu um land- búnaðarmál. Það var m.a. þessi hreyfing, sem beitti sér fyrir þvi, að Framsóknarflokkurinn tók byggðastefnuna upp strax við stofnun sina, árið 1916. Samvinnuhreyfinginer þriðja félagsmálahreyfingin, sem for- ystumenn Framsóknarflokksins Atkvæðamagn og þingmanr.atala Framsóknarflokksins 1916—1971. At.kv.tala % Prfl. af Frfl. gildum atkv. Kosningaar Gild atkv. 1916 14.030 1919 14.035 1.873 13,3% 1923 30.362 8.062 26,55% 1927 32.009 9.532 29,8% 1931 38.544 13.844 35,9% 1933 35.680 8.530 23.9% 1934 51.929 11.377 21,9% 1937 58.415 14.556 24,9% 1942(sumar) 58.131 16.033 27,6% 1942 (haust) 59.668 15.869 26,2% 1946 66.913 15.429 23,1% 1949 72.219 17.659 24,5% 1953 77.410 16.959 21,9% 1956 82.678 12.925 15,3% 1959 (sumar) 84.788 23.061 27,2% 1959 (haust) 85.095 21.882 25,7% 1963 89.352 25.217 28,2% 1967 96.090 27.029 28,1% 1971 105.395 26.645 25,3% 1974 114.081 28.388 24,9% Fiokkurinn er myndaður 1916 af 8 þingmönnum, sem náð höfðu kjöri undir öðrum flokksmerkjum (Bændaflokkur, Óhaðir bœndur, óháður SJalfstæðism.) í kosningunum 1956 hliðraði Framsóknarflokkurinn til fyrir Alþýðuflokkn- um við framboð i bæjum („hræðslubandalagið"). Atkvæðatalan gefur þvi ekki rétta mynd af raunverulegu fylgi flokksins. Taflan sýnir m. a., að algengast er að Framsóknarflokkurinn hafl um fjórð- ung gildra atkvæða, tæpan þriðjung þingmannatölunnar og aðeins árlð 1931 fékk hann hreinan þingmeirihluta. Svokallaðir Möðruvellingar klufu sig frá flokknum vorið 1974 og buðu fram á móti honum í bandalagi við SFV. Flokkurinn hélt þó óbreyttri þingmanna- tölu, nær óbreyttu atkvæðahlutfalli og hratt þannig atlögu sundrungaraflanna. Úr Framsóknarstefnan e. Hannes Jónsson (tJtgáfunefnd framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins, 1974) bls. 31. Þingm.- tala Frfl. 8(af40) 7 (af 40) 15 (af 42) 19 (af 42) 23 (af 42) 16 (af42) 15 (af49) 19 (af49) 20(af49) 15 (af52) 13 (af 52) 17 (af 52) 16 (af 52) 17 (af 52) 19 (af 52) 17 (af 60) 19 (af 60) 18 (af 60) 17 (af 60) 17(af60) Frfl. af þlngm. tölunnl 20,0% 17,5% 35,7% 45,2% 54,8% 38,0% 30,6% 38,8% 40,8% 28,8% 25,0% 32,7% 30,8% 32,7% 36,5% 28,3% 31,7% 30,0% 28,3% 28,3% einkum komu úr. Sú hreyfing hóf starf sitt með stofnun Kaup- félags Þingeyinga. S.Í.S. var svo stofnað árið 1902. Eftir þvi sem samvinnu- hreyfingunni óx fiskur um hrygg og útlendingar hættu þar af leiðandi að hafa áhrif á gang hinnar islenzku verzlunar, fékk samvinnuhreyfingin hér á landi nokkurn blæ hinnar alþjóðlegu samvinnuhreyfíngar og hug- sjónar. Samvinnu- og kaupfélaga- hreyfingin, sem er lýðræðislega uppbyggð, hefur m.a. haft þau áhrif að festa fjármagn út um landsbyggðina, tryggja fram- leiðendum réttlátt verð fyrir vöru sina og útvega neytendum vöru á sannvirði. Stefnuföst íslenzk miðflokksstefna Þeim öru þjóðfélagsbreyting- um, sem átt hafa sér stað hér á landi, 1916-1975, fylgja að sjálf- sögðu breytingar á dægurmála- stefnum allra stjórnmálaflokka. Enda má greinilega taka eftir þróun frá kreddufestu að hag- nýtum úrlausnum i stjórnmál- um velferðarrikjanna undan- farin ár. Langtimastefnumið eiga hinsvegar að breytast hægt og litið, ef allt- er með feildu. Sú gagnrýni heyrist stundum, að Framsóknarflokkurinn sé „opinn I báða enda", eins og það er orðað. Vlzt er, að miðflokkar liggja oft allvel við höggi i þess- um efnum. Hér skyldu gagnrýn- endurnir þó lita i eigin barm. Upphafleg langtimastefnumið Framsóknarflokksins hafa, eft- ir þvi sem séð verður við samanburð, staðizt bezt og flokkurinn haldið sér við grund- vallarstefnu sina a.m.k. jafnvel og aðrir flokkar. Framsóknarflokkurinn var stofnaður án tengsla við erlenda „isma" og með Islenzka hags- muni i huga. Æ ofan I æ hafa hinir flokkarnir gert upphafleg stefnumál hans að „sinum". Nægir að benda á byggðastefn- una hér. Að henni hefur Fram- sóknarflokkurinn starfað óslitið siðan 1916 og sjaldan hefur árangurinn komið betur i ljós en frá 1971. Nú er byggðastefnan i „tizku" hjá öðrum flokkum. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið flokkur þjóðlegrar reisnar og þjóðfrelsis. Um það vitnar forysta hans i landhelgis- málum glöggt. Hann er ekki flokkur einangrunarstefnu, en það má m.a. sjá af afstöðu hans til herstöðvarmálanna undan- farinn áratug. Þar hefur flokkurinn lagt áherzlu á is- lenzkt frumkvæði, án vinslita við bandamenn okkar og með tilliti til þeirra. Hann hefur ætið lagt áherzlu á samstarf við öll almannasam- tök I landinu I kjaramálum. Þessi sannindi (sjá skrá yfir 10 meginatriði, sem hér fylgir) ættu allir landsmenn að athuga áðuren þeirtrúa rökleysum um skort á stefnufestu. Meginmarkmið Framsóknar- flokksins er, eins og Eysteinn Jónsson setti það fram eitt sinn: „Frjálst lýðræðis- og menn- ingarþjóðfélag efnalega sjálf- stæðra manna". Það efnalega sjálfstæði næst þvi aðeins, að tillit sé tekið til aðstæðna hverju sinni. Slikt raunsætt mat er einmitt eitt helzta aðalsmerki mið- flokks. H.W.H. Blaðstjórn Tlmans fól þeim Hjálmari W. Hannessyni og Jóni Sigurðssyni að skrifa viku- lega þætti I blaðið um þjóðmál og stjórnmál, I vetur. Nú þegar vora tekur, munu aðrir taka við. Langtímamarkmið Framsóknarflokksins Þegar skoðaður er uppruni Framsóknarflokkslns, lesnar stefnu- yflrlýslngar hans á 15 flokksþingum, yfirlýsingar stofnenda hans og forystumanna á ýmsum tímum allt frá árslokum 1916, og könnuð meglheinkenni þeirrar stjórnarstefnu, sem hann hef- ur mótað, þegar hann hefur verið vlð völd, sést grelnilega að skýrustu langtimamarkmið hans eru 10: í fyrsta lagi sjálfstæði, frelsi og fullveldl íslenska rlkisins. í öðru lagi stjórnskipulag lýðveldis, lýðræði og þingræði. í þriðja lagi frjálslynd umbótastefna. í fjórða lagi dreifing valds og byggöajafnvægi. í fimmta lagl blandað hagkerfi, þar sem samvinnurekstur eráberandi (samvinnuhagskipulag) eneinkarekstur jafn- framt öflugur á ýmsum sviðum og opinber rekstur í sér- stökum tilvikum. í sjötta lagi hagkvæmur og arðbær rekstur framleiðsluat- vinnuveganna i höndum landsmanna sjálfra. í sjöunda lagi félagslegt öryggi á grundvelli velferðarríkis. í áttunda lagi skipulagshyggja og áætlanabúskapur án of- stjórnar eða hafta. í niunda lagi jafnvægi í efnahags- og stjórnmálum. í tíunda lagl öflugt menningarlíf og raunhæft skóla- og vísindastarf 1 þágu þjóðarinnar og atvinnuveganna. Öll eru þessi 10 meginatriði varanleg markmið, sem stöðugt er stefnt að, og sett hafa svipmót sitt á flokkinn, störf hans og stefnu, allt frá upphafi. Úr sama riti bls. 32.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.