Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 16
SIS-FOMJK SUNDAHÖFN GSDI fyrirgóéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Faisal konungur Saudi-Arabíu myrtur: Stefnubreyting ólíkleg Khalid eftirmaður Faisals á konungsstóli er ennþó óskrifuð stærð í stjórnmálum Faisal konungur: Virtur og valdamikill þjóðhöfðingi fallinn frá Reuter-Riyadh/Kairó/Vin. Fai- sal konungur Saudi-Arabiu var myrtur i gærmorgun. Tilræðis- maöurinn er frændikonungs og er hann talinn geðbilaður. Morðið hefur vakið mikinn óhug, einkum meðal Araba. Þetta gerðist, þegar Faisal tók á móti konungsfjölskyldunni I gærmorgun. Einn af mörgum frændum hans gekk að konungi, eins og hann ætlaði að færa hon- um gjöf, en dró þess i stað upp skammbyssu og hleypti af nokkr- um sinnum. Svo virðist sem engin sérstök ástæða hafi legið að baki morðinu, en tilræðismaðurinn hefur of tsinnis veriðtil meðferðar á geðsjúkrahúsum. Faisal konungur var dáður af þegnum sínum, svo og öðrum Aröbum, enda er Saudi-Arabia auðugasta og Hklega valdamesta Arabaríkið. Hann hafði setið á valdastóli i ellefu ár, og náð á þeim tlma miklum áhrifum innan Samtaka Arabarikja. Fulltrúar i ráði samtakanna i Kairó voru I gær harmi kostnir, er þeim barst fréttin um dauða Faisals. Og sömu sögu er að segja um fulltrUa Samtaka olíuútflutningsrikja (OPEC), er gerðu I gær hlé á störfum slnum I Vin. (Saudi- Arabla er það aðildarriki OPEC, er framleiðir mest af olíu.) Faisal verður jarðsettur I dag með mikilli viðhöfn i Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabfu. Búizt er við, að f jöldi Arabaleiðtoga leggi leið sína til Riyadh, til að votta hinum látna virðingu sina. Fréttaskýrendur eru þegar farnir að velta fyrir sér, hvort fráfall Faisals muni breyta stefnu Saudi-Arablu á sviði utanrikis- mála. Stefnan hefur til þessa ver- ið varfærin, en að sama skapi ein- beitt, þegar ákvörðun hefur loks verið tekin. Er skemmst að minn- ast ollubannsins I kjölfar október- strlðsins 1973, þar sem Saudi- Arabla hafði lykilaðstöðu. Ekki er þess vænzt, að nein veruleg breyting verði á þessari stefnu. í gær útnefndi konungs- fjölskyldan — er fer með æðstu völd I landinu — sem arftaka Fai- sals bróður hans, sem heitir fullu nafni: Khalid Ibn Abdul Aziz. Khalid konungur útnefndi svo bróður sinn — Fahd Ibn Abdul Aziz — krónprins, en fréttaskýr- endur álita, að Fahd prins muni ráða einna mestu um stjórn landsins. Kahlid hefur haft sig lít- ið I frammi til þessa, svo að hann er með öllu óþekkt stærð. Fahd er aftur á móti talinn snjall stjórn- málamaður, sérstaklega á sviði samnjnga við erlend riki. Hvaðanæva að úr heiminum streymdu i gær samúðarkveðjur til Saudi-Arabíu vegna fráfalls Faisals konungs. Leiðtogar — austan hafs sem vestan — hörm- uðu lát konungs. Og á gjaldeyris- mörkuðum féll gengi Bandarikja- dals vegna morðsins á konungi. SVIPTINGAR I PORTUGAL I ^UISHORNA m'ÁIVIILLI Franska stjórnin gengur að kröfum mann- ræningjanna Reuter-Paris. Franska stjórn- in ákvað I gær að ganga að öll- um kröfum ræningja franska sendiherrans I Sómaliu. Talsmaður franska utan- rikisráðuneytisins skýrði frá þessu siðdegis I gær. Jafn- framt hefur Jean Desparmet, er áður gegndi störfum sendi- herra Frakka I Sómaliu og nú er kominn til Mogadishu, höfuðborgar landsins, verið gefið fullt umboð til að gera allar þær ráðstafanir er tryggt geta öryggi franska sendi- herrans, Jean Guery. t gærkvöldi hóf svo sendi- herra Itala I Sómaliu að nýju samningaumleitanir við mannræningjana. Þeir hafa franska sendiherrann i haldi i einbýlishúsi i útjaðri Moga- dishu og hafa hermenn úr Sómalfuher slegið hring um húsið. AAófmæli lýst ólögmæt Reuter—London. Brezkur dómstóll hefur lýst mótmæla- aðgerðir fiskimanna, sem eru i þvi fólgnar að loka höfnum á suöausturströnd Bretlands, ólögmætar, en engu sfður eru fiskimenn í borgunum Immingham og Grimsby stað- ráðnir I að halda áfram mótmælaaðgerðum. Þá hélt Fred Peart, land- búnaðar- og sjávarUtvegsráð- herra Bretlands, fund I gær með fulltrUum fiskimanna. Á fundinum á ráðherrann að hafa heitið, að brátt yrði kom- ið til móts við kröfur þeirra um bann'við innflutningi á frystum fiskafurðum. Soares hverfur úr em Portúgalhers, andstæð Reuter-Lissabon. t gærkvöldi var tilkynnt, að ný stjórn hefði verið mynduð I Portúgal. Hin nýja stjórn er mun vinstrisinnaðri en sú fyrri. Ráðherrum hefur verið f jölgað ur 17 I 21. Og nú standa fjórir stjórnmálaflokkar að stjórninni I stað þriggja áður. Veigamesta bætti utanríkisráðherra — Hreyfing innan núverandi valdhöfum, lætur fró sér heyra breytingin er sú, að Mario Soares, leiðtogi sósialista, hverfur úr embætti utanrikisráðherra, en við tekur herforingi að nafni Ernesto Melo Antunes. Soares verður nú — eins og f.yrir fram var buizt við — ráðherra án ráðu- neytis. 1 gær var dreift dreifibréfi til prtUgölsku þjóðarinnar frá sam- tökum innan PottUgalhers, er nefnast „Lýðræðishreyfing hers- ins". Tilgangur hreyfingarinnar er að koma frá þeirri stjórn, er nU situr að völdum — og treysta þannig lýðræði I landinu. í dreifi- bréfinu segir, að hreyfingin njóti stuðnings 750 foringja innan hers- ins, en forðazt er að nefna nokk- urn þeirra á nafn. Vígstaða stjórnarhersins í Suður- Víetnam fer síversnandi: Thieu vill styrkja tengslin við herinn Stjórn þjóðfrelsisfylk sænsku stjórnarinna Reuter-Saigon/Stokkhólmi. Nguen Van Thieu, forseti Suður- Vletnam, skipaði forsætisráð- herra landsins I gær að mynda sérstakt strlðsráðuneyti — ráðu- neyti, er gæti tekið við stjórnar- taumunum, nú þegar hersveitir þjóðfrelsisfylkingarinnar hafa unnið hvern sigurinn á fætur öðr- um og sveitir stjórnarhersins far- ið halloka á flestum vigstöðum. Thieu hefur framvegis ákveðið að hafa nánari samráð við hers- höfðingja I stjórnarhernum um stjórn landsins. Á sama tima bár- ust fréttir af versnandi stöðu hersins I norðurhluta Suður-Viet- nam. Fréttaskýrendur telja, að Hue falli á hverri stundu I hendur þjóðfrelsisliða, er hafa nU um nokkurt skeið haldið uppi stanz- lausum stórakota- og eldflauga- árásum á borgina. 1 upphafi var ætlunin að mynda langa varnar- Hnu frá Hue og suður á bóginn, meðfram ströndinni. SU ráðagerð hefur nU farið Ut um þufur, enda hafa þjóðfrelsisliðar rofið linuna á nokkrum stöðum. Um leið og vigstaða stjórnar- hersins fer siversnandi, magnast óánægja innan hersins. Óstað- ingarinnar leitar til r um aðstoð festar fréttir hermdu, að háttsett- ur herforingi hefði reynt að ráða Thieu forseta af dögum, en tals- maður Suður-Víetnamstjórnar bar þær fregnir til baka I gær. Bráðabirgðabyltingarstjórn þjóðfrelsisfylkingarinnar hefur farið þess á leit við sænsku stjórn- ina, að hún láti I té matvæli og lyf til að nota á þeim landsvæðum, sem stjórnarherinn hefur flUið frá að undanförnu. Gertrud Sigurdsen, ráðherra sá I sænsku stjórninni, er fer með mál viðvlkjandi aðstoð við erlend rlki, var I fyrri viku á ferð I Hanoi, höfuðborg Norður-VIet- nam. Fulltrúar bráðabirgða- stjórnarinnar báru þá upp beiðni slna um aðstoð. BUizt er við, að sænska stjórnin ræði málaleitan þessa á næstunni. Friskleíkí ~<&A Fallegar og sterkar eldhúsrúllur meö miklum þurrkeiginleika. TOYOTA Fluttir að Nýbýlavegi 10, Kópavogi TOYOTA-UMBOÐIÐ, NÝBÝLAVEGI 10, SÍMI 44144. Söludeild Varahlutir Skrifstofur Verkstæði \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.