Tíminn - 26.03.1975, Side 16

Tíminn - 26.03.1975, Side 16
GSÐI fyrirgódan mai $ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS Faisal konungur Saudi-Arabíu myrtur: Stefnubreyting ólíkleg Khalid eftirmaður Faisals á konungsstóli er ennþó óskrifuð stærð í stjórnmólum Faisal konungur: Virtur og valdamikill þjóöhöfðingi fallinn frá Reuter-Riyadh/Kairó/Vin. Fai- sal konungur Saudi-Arabiu var myrtur i gærmorgun. Tilræðis- maðurinn er frændi konungs og er hann talinn geðbilaður. Morðið hefur vakið mikinn óhug, einkum meðal Araba. Þetta gerðist, þegar Faisal tók á móti konungsfjölskyldunni i gærmorgun. Einn af mörgum frændum hans gekk að konungi, eins og hann ætlaði að færa hon- um gjöf, en dró þess i stað upp skammbyssu og hleypti af nokkr- um sinnum. Svo virðist sem engin sérstök ástæða hafi legið að baki morðinu, en tilræðismaðurinn hefur oftsinnis verið til meðferðar á geðsjúkrahúsum. Faisal konungur var dáður af þegnum sinum, svo og öðrum Aröbum, enda er Saudi-Arabia auðugasta og liklega valdamesta Arabarikið. Hann hafði setið á valdastóli i ellefu ár, og náð á þeim tima miklum áhrifum innan Samtaka Arabarikja. Fulltrúar i ráði samtakanna i Kairó voru i gær harmi kostnir, er þeim barst fréttin um dauða Faisals. Og sömu sögu er að segja um fulltrúa Samtaka oliuútflutningsrikja (OPEC), er gerðu i gær hlé á störfum sinum I Vin. (Saudi- Arabia er það aðildarriki OPEC, er framleiðir mest af olfu.) Faisal verður jarðsettur I dag með mikilli viðhöfn i Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu. Búizt er við, að f jöldi Arabaleiðtoga leggi leið sina til Riyadh, til að votta hinum látna virðingu sina. Fréttaskýrendur eru þegar farnir að velta fyrir sér, hvort fráfall Faisals muni breyta stefnu Saudi-Arabiu á sviði utanrikis- mála. Stefnan hefur til þessa ver- iðvarfærin, en að sama skapi ein- beitt, þegar ákvörðun hefur loks verið tekin. Er skemmst að minn- ast oliubannsins i kjölfar október- striösins 1973, þar sem Saudi- Arabia hafði lykilaðstöðu. Ekki er þess vænzt, að nein veruleg breyting verði á þessari stefnu. í gær útnefndi konungs- fjölskyldan — er fer með æðstu völd i landinu — sem arftaka Fai- sals bróður hans, sem heitir fullu nafni: Khalid Ibn Abdul Aziz. Khalid konungur útnefndi svo bróður sinn — Fahd Ibn Abdul Aziz — krónprins, en fréttaskýr- endur álita, að Fahd prins muni ráða einna mestu um stjórn landsins. Kahlid hefur haft sig lit- ið I frammi til þessa, svo að hann ermeð öllu óþekkt stærð. Fahd er aftur á móti talinn snjall stjórn- málamaður, sérstaklega á sviði samninga við erlend riki. Hvaðanæva að úr heiminum streymdu i gær samúðarkveðjur til Saudi-Arabiu vegna fráfalls Faisals konungs. Leiðtogar — austan hafs sem vestan — hörm- uðu lát konungs. Og á gjaldeyris- mörkuðum féll gengi Bandarikja- dals vegna morðsins á konungi. ;flftS H 0 R N A %JÁMILLI SVIPTINGAR I PORTUGAL Franska stjórnin gengurað kröfum mann- ræningjanna Reuter-Paris. Franska stjórn- in ákvað I gær að ganga að öll- um kröfum ræningja franska sendiherrans i Sómaliu. Talsmaður franska utan- rikisráðuneytisins skýrði frá þessu siðdegis i gær. Jafn- framt hefur Jean Desparmet, er áður gegndi störfum sendi- herra Frakka i Sómalfu og nú er kominn til Mogadishu, höfuðborgar landsins, verið gefið fullt umboð til að gera allar þær ráðstafanir er tryggt geta öryggi franska sendi- herrans, Jean Guery. í gærkvöldi hóf svo sendi- herra ttala i Sómaliu að nýju samningaumleitanir við mannræningjana. Þeir hafa franska sendiherrann i' haldi I einbýlishúsi i útjaðri Moga- dishu og hafa hermenn úr Sómaliuher slegið hring um húsið. AAótmæli lýst ólögmæt Reuter—London. Brezkur dómstóll hefur lýst mótmæla- aðgerðir fiskimanna, sem eru I því fólgnar að loka höfnum á suðausturströnd Bretlands, ólögmætar, en engu siður eru fiskimenn i borgunum Immingham og Grimsby stað- ráðnir i að haída áfram mótm æla aðgerðu m. Þá hélt Fred Peart, land- búnaðar- og sjávarútvegsráð- herra Bretlands, fund i gær með fulltrúum fiskimanna. A fundinum á ráðherrann að hafa heitið, að brátt yrði kom- ið til móts við kröfur þeirra um bann við innflutningi á frystum fiskafurðum. Frtskleíkí ■ Fallegarog sterkareldhúsrúllur meö miklum þurrkeiginleika. Soares hverfur úr embætti utanríkisróðherra — Hreyfing innan Portúgalhers, andstæð Reuter-Lissabon. t gærkvöldi var tilkynnt, að ný stjórn hefði verið mynduð i Portúgal. Hin nýja stjórn er mun vinstrisinnaðri en sú fyrri. Ráðherrum hefur verið fjölgað úr 17 i 21. Og nú standa fjórir stjórnmálaflokkar að stjórninni i stað þriggja áður. Veigamesta núverandi valdhöfum, breytingin er sú, að Mario Soares, leiðtogi sósialista, hverfur úr embætti utanrikisráðherra, en við tekur herforingi að nafni Emesto Melo Antunes. Soares verður nú — eins og f.yrir fram var búizt við — ráðherra án ráðu- neytis. 1 gær var dreift dreifibréfi til prtúgöisku þjóðarinnar frá sam- lætur frá sér heyra tökum innan PortUgalhers, er nefnast „Lýðræðishreyfing hers- ins”. Tilgangur hreyfingarinnar er að koma frá þeirri stjórn, er nU situr að völdum — og treysta þannig lýðræði i landinu. 1 dreifi- bréfinu segir, að hreyfingin njóti stuðnings 750foringja innan hers- ins, en forðazt er að nefna nokk- urn þeirra á nafn. Vígstaða stjórnarhersins í Suður- Víetnam fer síversnandi: TOYOTA TOYOTA-UMBOÐIÐ, NÝBÝLAVEGI 10, SÍMI 44144. Fluttir að Nýbýlavegi 10, Kópavogi • Söludeild 9 Skrifstofur • Varahlutir 9 Verkstæði Thieu vill styrkja tengslin við herinn Stjórn þjóðfrelsisfylk sænsku stjórnarinna Reuter-Saigon/Stokkhólmi. Ngucn Van Thieu, forseti Suður- Vietnam, skipaði forsætisráð- herra landsins i gær að mynda sérstakt stríðsráðuneyti — ráðu- neyti, er gæti tekið við stjórnar- taumunum, nú þegar hersveitir þjóðfrelsisfylkingarinnar hafa unniö hvern sigurinn á fætur öðr- um og sveitir stjórnarhersins far- ið halloka á flestum vfgstöðum. Thieu hefur framvegis ákveðið aö hafa nánari samráð við hers- höföingja i stjómarhernum um stjórn landsins. Á sama tima bár- ust fréttir af versnandi stöðu hersins i norðurhluta Suður-Viet- nam. Fréttaskýrendur telja, að Hue falli á hverri stundu i hendur þjóöfrelsisliða, er hafa nú urn nokkurt skeið haldið uppi stanz- lausum stórskota- og eldflauga- árásum á borgina. t upphafi var ætlunin að mynda langa varnar- linu frá Hue og suður á bóginn, meöfram ströndinni. Sú ráðagerð hefur nú farið út um þúfur, enda hafa þjóðfrelsisliðar rofið linuna á nokkrum stöðum. Um leið og vigstaða stjórnar- hersins fer siversnandi, magnast óánægja innan hersins. Óstað- ngarinnar leitar til ' um aðstoð festar fréttir hermdu, að háttsett- ur herforingi hefði reynt að ráða Thieu forseta af dögum, en tals- maður Suður-Vietnamstjórnar bar þær fregnir til baka i gær. Bráðabirgðabyltingarstjórn þjóðfrelsisfylkingarinnar hefur fariðþess á leit við sænsku stjórn- ina, að hún láti i té matvæli og lyf til að nota á þeim landsvæðum, sem stjórnarherinn hefur flUið frá að undanförnu. Gertrud Sigurdsen, ráðherra sá I sænsku stjórninni, er fer með mál viðvikjandi aðstoð við erlend riki, var i fyrri viku á ferð i Hanoi, höfuðborg Norður-Viet- nam. Fulltrúar bráðabirgða- stjórnarinnar báru þá upp beiðni sina um aðstoð. Búizt er við, að sænska stjórnin ræði málaleitan þessa á næstunni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.