Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXVII .Boston’ Blik, ársrit Vestmannaeyja, hefur lánað myndir og skýring- ar i þennan þátt. Hér er mynd af svokallaðri Miðbúð eða Godthaabsverzlun i Vestmannaeyjum. Langa húsið á miðri myndinni er verzlunar- húsið með búð i austurenda (til hægri) og vörugeymslu i vesturenda. Húsið var 30 álna langt og 15 álna breitt. Það var byggt á árunum 1831—1833. Húsið var rifið árið 1895 og þá fleiri hús verzlunarinnar og brakið úr þeim flutt austur i Vik i Mýrdal. Bryde einokunar- kaupmaður átti þá verzlunar- hús þessi, og lét byggja úr timbrinu stórt hús i Vik, þar sem hann hafði þá hafið verzl- unarrekstur. ráðskonu sinni, en það var engin önnur en frú Sigriður fyrri kona Breiðfjörðs. Þau skildu sam- vistir eftir eins árs hjúskap eða svo, eins og kunnugt er úr sög- unni. Litlu ibúðarhúsin eru „hjall- arnir”, byggðir úr torfi og grjóti. Kletturinn gnæfir yfir. Ýmsir kunnir prestar hafa setið Ofanleiti i Vestmannaeyj- um með sæmd og prýði. Einn þeirra var séra Brynjólfur Jónsson. Hann var skipaður prestur að Ofanleiti i ágústmán- uði 1860. Þá hafði hann verið að- stoðarprestur i Eyjum i átta ár. Séra Brynjólfur byggði Ibúðar- hús á Ofanleiti árið 1863. Það sést hér á myndinni. Lengst til vinstri er gamla skemman á prestsetrinu. Hún var áður bæn- hús þar. Vestmannaeyjaskip. Ofanleiti (byggt 1863). Hann sat á sömu þóftinni við sömu árina samtals 38 vertiðir. ögmundur hét hann og var ögmundsson. Hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1866. Þá varhann á 18. árinu. Hann réðst þá háseti á áttæringinn Gideon hjá Árna Diðrikssyni bónda og formanni i Stakkagerði. Með honum réri hann tvær vertiðir. Árið 1869 gerðist Hannes Jónsson, siðar kunnur hafn- sögumaður i Eyjum, formaður á Gideon, þá 17 ára gamall. Þá réðst ö.ö. háseti hans. Siðan réri hann með Hannesi 36 vetr- arvertiðir og var þannig háseti á hinu kunna aflaskipi Gideon alls 38 vetrarvertiðir. Þarna réri hann allt af á sömu þóftunni og við sömu árina. Gamall sjómaður. Húsið með skertu stöfnunum er ibúðarhús verzlunarstjórans. Það hélt Godthaabsnafninu til siðustu stundar eða 143 ár. Það fór undir hraun i marzmánuði 1973. Þá hafði það verið eign og skrifstofuhús Einars rika i Eyj- um um nokkurt árabil. Eitt af þeim smáhúsum eða tómthúsum lengst til hægri á myndinni er Breiðfjörðshús, kennt við Sigurð skáld Breið- fjörð, en hann byggði það og hóf þar hjúskaparlif sitt 1827 með fyrri eiginkonu sinni frú Sigriði Nikuiásdóttur. Siðar hét hús þetta Ottahús, kennt við Otta Jónsson, sem þar bjó lengi með Bostonhéthús á sinum tima i Vestmannaeyjum. Það var byggt um eða eftir siðústu alda- mót. Fyrst var það brauðbúð. Árið 1911 var siminn lagður milli Eyja og lands. Þá varð þetta hús simstöðin i Eyjum, og var það i eitt ár. 1 þessu húsi hóf Jakobsen verzlun sina i Eyjum. Og Einar riki hóf þar einnig framtak sitt i byggðarlaginu árið 1924 þá 18 ára gamall (Blik) 1972 Sjá Vestmannaeyjaskip, eins og þau voru gerð eða sniðin, þegar þau voru smiðuð i Eyjum. En nafnkunnustu opin skip vest- manneyskra sjómanna á sið- ustu öld voru smiðuð i Landeyj- um. Þorkell Jónsson bóndi á Ljótarstöðum var frægastur skipasmiður i suðursýslum landsins á siðustu öld. Árið 1836 smiðaði hann hin happsælu og nafnkunnu skip Eyjabúa: Gideon, Trú og Isak. Litum á sjóklæddan gamla manninn! ö.ö. er i sögu Eyjanna kennd- ur við tómthús sitt Landakot. Byggð I Vestmannaeyjum (1870-1880).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.