Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. marz 1975. TÍMINN 9 Þarna er unniö aö lausfrystingu karfa, — stúlkurnar fremst á myndinni fiaka fiskinn, og piiturinn, sem stendur uppi á paiiinum fjær „matar” frystigöngin, 10-15 min. eftir aö hann hefur sett nýflökuö matvælin i frystigöngin, koma þau fryst út úr vélasamstæðunni, — og færiband skilar þeim siöasta spölinn i umbúöirnar. Timamynd:Gunnar. verður að hafa eftirlit með þvi að þeim reglum sé framfylgt, — og það tel ég vera hlutverk hins opinbera. Páll kvað betri meðferð hrá- efnisins skilyrði þess, að hægt yrði að finna markað i auknum mæli fyrir islenzkar fiskafurðir. — Það hlýtur að verða miklum erfiðleikum háð fyrir Islendinga að finna markað, ef ekki verður meira til vinnslu og nýtingarfisks ins vandað, heldur en nú er gert. Það eru ekki einungis togararnir, sem eiga sök á þessu, heldur og fiskvinnslustöðvarnar. Þau eru ekki öfá dæmi um frystihús, sem hafa tekið á móti allt of miklu magni af fiski, en það leiðir til þess, oft á tiðum, að gæði fisksins minnka stórlega. Hvað markaðsmálum viðvéki, i sambandi við lausfrystingu, sagði Páll, að þau væru mjög erfið viö- fangs, vegna þess að framleiðsla fyrirtækisins væri svo litil, að ef samningur fengist, gæti fyrirtæk- ið að öllum likindum ekki valdið honum. — Af þessum sökum tel ég brýnt að koma á lausfrystingu viöar á landinu. Við höfum hins vegar kappkostað að byggja upp innanlandsmarkaðinn, þvi að viö teljum okkur ekki fært að taka að okkur útflutning nema i litlum mæli. Að lokum nefndi Páll, að fram- tið Maris hf. væri að nokkru leyti háð stefnu sölusamtaka og stjórn- valda varðandi þessa tegund frystingar. Maris hf. hefur aðallega fram- leitt tvær tegundir fiskafurða með lausfrystiaðferðinni, — annars vegar eru það ýsuflök með roði, og hafa þau eingöngu verið seld á innanlandsmarkaði, hins vegar eru það karfaflök með roði, sem hafa verið seld til Sovétrikjanna. Þá hefur fyrirtækið verið með nokkrar aðrar framleiðsluteg- undir, m.a. ýsuborgara, en það er hökkuð ýsa með paxo-mylsnu, i- dýfu, salti og kryddi. Páll kvað lausfrystu ýsuflökin með roði hafa gefið mjög góða raun, og það hefði sýnt sig, að ýsa, sem annars hefði farið i blokkfrystingu, hefði með laus- frystiaðferðinni komizt á markað og hærra verð fengizt fyrir hana en ella. — Þær raddir hafa heyrzt, að lausfrystiaðferðin og blokka- frystiiðnaðurinn eigi i mikilli samkeppni. Hér er ég á öndverð- um meiði, þvi ég tel einmitt, að lausfrysting og blokkfrysting eigi vel saman, — betra hráefnið sé nýtt i lausfrystingu og það miður góða i blokkfrystingu. Ég hef ein- mitt rekizt á það erlendis, að stór fyrirtæki i fiskiðnaðinum nota báðar þessar aðferðir. — Hins vegar er það með laus- frystinguna eins og hverjar aðrar nýjungar, að það tekur tima fyrir fólk að sjá notagildi þess, og það er mfn skoðun, að ekki megi lita á lausfrystingu sem skæðan keppi- naut blokkfrystingar, því báðar aðferðirnar hafa sina kosti og geta hæglega farið saman, eins og ég sagði áðan. Með lausfrystingu getum við betur nýtt okkar fisk- verðmæti, en það er einmitt kjarni málsins. — Hins vegar er vert að taka það fram, að til þess að lausfryst- ing verði árangursrik, verður að gjörbreyta meðferð hráefnisins, sem þvi miður er á mjög frum- stæðu stigi hjá okkur Islending- um. Sumt af þvi hráefni, sem not- að er i frystingu, ætti frá minum bæjardyrum séð, að aka beint i gúanó, og við höfum oftar en einu sinni fengið hráefni, sem ekið hef- ur verið beint i gúanó, einfaldlega vegna þess að það var alls ekki boðlegt. — Það er sorglegt til þess aö vita, að með tilkomu nýju skut- togaranna hafa gæði hráefnisins versnað mjög, — og það er i raun grátlegt að sjá þessi dýru, full- komnu skip landa jafnlélegum afla og raun ber vitni, eftir of langar veiðiferðir. Þó skal þess getið, að ekki eru allir undir sömu sökina seldir i þessu efni, — þótt það sé, þvi miður, meirihlutinn, — þvi nokkrir hafa vissulega landað ágætum afla, og kassa- fiskur hefur yfirleitt verið ágæt- ur. Netafiskurinn, sem á land berst, er einnig oft á tiðum mjög lélegur og ég tel, að það þurfi hik- laust að endurskoða gaumgæfi- lega þær reglur, sem i gildi eru um netaveiðar almennt. Siðan Electrolux ELDAVÉLAR CF 160. 70 cm breið með 4 hellum og klukkuborði. 2 of nar. Sá ef ri 54 Itr. með innbyggðum grillbúnaði, hraðræsi og steikarmæli. I neðri of ninum er einnig hægt að baka. CF 266. 60 cm breið. 4 hellur. Ofn 45 Itr. að ofan, hitageymsla að neðan. Kaupa má sérstaklega: Klukkuborð og grillbúnað. Litir: Rautt — gult — brúnt — hvítt. Lituð kr. 81.500.- Hvít kr. 74.300.- Litir: Brúnt — grænt — hvitt. Copper kr. 106.300.- Avocado kr. 96.100.- Hvit kl. 92.400.- CF 205. 50 cm breið. 3 hellur. Ofn að ofan, geymsluhólf að neðan. Litir: Rautt — brúnt — hvitt. Lituð kr. 49.600.- Hvit kr. 47.900.- EINNIG FYRIRLIGGJANDI VIFTUR OG GUFUGLEYPAR Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A • SÍMI 86-112 ® SHODR 110 l 5-MANNA, FJOGURRA DYRA. VÉL 53 HESTÖFL. BENSÍNEYÐSLA 7.7 LÍTRAR Á 100 KM. FJOGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GiRKASSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 20 SEK. I 100 KM. Á KLST. VERÐ MEÐ SOLUSKATTI KR. 582.000,00 VERÐ TIL ORYRKJA KR. 418.000,00 TÉKKNESKA B/FREIÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLANDIH/F AUÐBREKKU 44-6 SÍMI 42600 KÖPAV0GI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.