Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Steinunn er hér aö taka nýbrennda hluti úr ofninum. (Timamyndir Guðjón) Steinunn Marteinsdóttir opnar sýningu á leirmunum á Kjarvalsstöðum laugardaginn fyrir pdska FB-Reykjavlk. Laugardaginn fyrir páska opnar Steinunn Mar- teinsdóttir sýningu á leirmunum á Kjarvalsstöðum. A sýningunni verða milli fjögur og fimm hundruö munir, og eru þeir hinir margvfslegustu, vasar, vegg- myndir, bakkar og krtisir, og auk þess nokkrar teikningar, sem þó hafa aöallega verið gerðar sem upphaf að veggmyndum úr leir. Steinunn er fædd i Reykjavik 1936, dóttir Kristinar Bjarnadótt- ur bókavarðar og Marteins Guð- mundssonar myndhöggvara. Steinunn brautskráðist úr Menntaskólanum i Reykjavik 1955, en stundaði siðan nám I Handiöa- og Myndlistaskóla Is- lands 1956 til 1957. Frá 1957 til 1960 nam hún við Hochshule fur Bild- ende Kunste i Vestur-Berlin, og haföi leirkerasmiði sem aöalfag. Arið á eftir vann hún hjá Glit hf, en rak siðan eigið leirkerasverk- stæði á árunum 1961 til 1966. Á þeim árum tók hún þátt i samsýn- ingum innanlands og utan. Hún hefur einnig stundað nám við Há- skóla Islands, og annazt teikni- kennslu. Á árunum 1967 til 1973 efndi Steinunn til námskeiða I leirkerasmlði fyrir almenning, og eru þeir ófáir, sem hafa sótt þau námskeið hennar, sér til mikillar ánægju. Þar sem ekki verður farið að setja upp sýningu Steinunnar á Kjarvalsstöðum fyrr en eftir að blöðhætta útkomu fyrir páskana fengum við að lita á sumt af þvi, sem hún ætlar að sýna, þar heima hjá henni að Hulduhólum I Mos- fellssveit. Steinunn sagðist ætla sér að sýna milli fjögur og fimm hundruð hluti á sýningunni, og eru þar af 20 teikningar. Þessar teikningar eru flestar gerðar sem skissur að veggmyndum, sem hún hefur siðan unnið f leirinn. Sýningarmunirnir eru gerðir frá árunum 1961 og fram til þessa dags, en langmest er frá siðasta ári. Á meðan Steinunn stundaði kennslu i leirkerasmiði fyrir al- menning voru hennar eigin verk einungis tómstundastarf, en eftir að námskeiðin hættu hefur hún helgað sig listinni. Hún hefur nú breytt um leirteg- und, og vinnur öll sin verk úr svo kölluöum skúlptúrleir, sem er nokkuð öðruvisi en sá leir, sem nemendur hennar notuðu á nám- skeiöunum. Þessi leir er sand- kenndari, mjög ljós og ekki eins teygjanlegur, og hentar betur til geröar á stórum hlutum, en af þeim verður mikið á sýningunni nú. Steinunn sagðist hafa haft mjög gaman af að kenna, enda væri það sérlega þakklátt starf. Sagði hún, að mikil þörf hefði verið fyr- ir námskeið sem þessi, þvi að fólk hefði svo gaman af að vinna úr leir.Leirinn væri að þvi leyti ólik- ur flestu öðru, aö eitthvað kæmi út úr öllu, sem fólk legði hönd að. Leirvinnan er mjög tæknilega erfið listgrein, sagði Steinunn. Við verðum að beizla i henni eina af höfuðskepnunum, eldinn, og það getur stundum verið erfitt. Stundum verður hlutur, sem sett- ur hefur verið i ofninn til brennsl- unnar, fallegri, heldur en sá, sem hann gerði, hefur imyndaö sér. Eitthvað óvænt hefur gerzt i ofn- inum, og þá er um að gera að reyna að læra af reynslunni, og beizla tilviljanirnar, reyna að ná valdi yfir þvi sem er að gerast. Leirkerasmiðin er þolinmæði- verk. Einn vasa benti Steinunn okkur á, og sagði að sex mánuðir hefðu liðiö frá þvi að hún byrjaði á honum, og þar til hann kom full- skapaöur úr ofninum. Ekki er unnið stöðugt að hlut sem þess- um, en hann verður m.a. aö biða geysilega lengi, þar til hann er orðinn algjörlega þurr, svo hann springi ekki við misþenslu, þegar farið er að brenna hann. — Ég verð oft fyrir sterkum áhrifum af umhverfinu, sagöi Steinunn, og þegar heim kemur, eftir að ég hef farið i ferðalag, langar mig til þess að gera eitt- hvað, sem minnir á þaö, sem ég hef séð. Hún bendir okkur á nokkra hluti, sem þannig eru til- komnir. Eitt er vasi, sem minnir á fossaföll, annar hefur orðið til fyrir áhrif Esjunnar, sem Stein- unn sér út um glugga sina, og þarna er einnig vasi, sem varð til eftir ferð á Snæfellsnesið, og eftir að listakonan dvaldist i návist Snæfellsjökuls. Sýning Steinunnar mun standa fram til 13. april, og er hún sölu- sýning. Leirtau unga fólksins komið aftur VINSÆLA SÆNSKA LEIRTAUIÐ FRÁ tegund: ELÍSABET með bláum og mosa- grænum röndum. \JU 'Slvgo^ tegund: ANNIKA með brúnum og orange röndum. Allir hlutir seldir í stykkjatali til að auðvelda söfnun upp í heil stell OJ/; Uy ÚRVALS VARA FRÁ SVÍÞJÓO ®Vveo^ Simi 12527 Laugav. 22 Hafnarst. 1 - Bankast. 11 - Reykjavlk GLERVORUR Sendum í péstkröfu um allt land Veggmynd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.