Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.03.1975, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 27. marz 1975. TÍMINN 19 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð I iausasöiu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.fv • •• r X • Sjo manuðir Sjö mánuðir eru nú liðnir siðan núverandi rikis- stjórn kom til valda. Þessi timi hefur einkennzt af miklum og vaxandi efnahagslegum erfiðleikum sökum versnandi viðskiptakjara. Efnahagsá- standið var þannig, þegar stjórnin kom til valda, að allir flokkar viðurkenndu, að veruleg gengis- felling væri nauðsynleg, eða önnur tilsvarandi ráð- stöfun. Siðan hefur ástandið versnað verulega, og þvi orðið að gera nýjar ráðstafanir. Mikið af starfi rikisstjórnarinnar hefur þvi beinzt að þvi, að glima við efnahagsvandann. önnur verkefni, sem ætlunin var að koma fram jafnhliða, hafa mörg orðið að biða betri tima. 1 stuttu máli má segja, að starf rikisstjórnarinn- ar hafi á þessum sjö mánuðum beinzt að eftirtöld- um verkefnum aðallega: Fyrsta og helzta verkefnið hefur verið að tryggja atvinnuöryggið. Af þeim löndum, sem ó- hagstæð viðskiptakjör hafa bitnað þunglega á sið- ustu messerin, er Island næstum eina landið, þar sem ekki er neitt teljandi atvinnuleysi. Þetta er á- rangur, sem þeir, er gagnrýna stjórnina, láta yfir- leitt gleymast, þegar þeir eru að ræða um verk hennar. Annað verkefnið hefur verið að reyna að tryggja hlut láglaunastéttanna. Þetta var gert með lág- launabótum, sem voru lögfestar siðastliðið haust. Þetta er gert með frumvarpi þvi um skattalækk- anir, sem nýlega hefur verið lagt fyrir Alþingi. Þá hefur stjórnin reynt beint og óbeint að hafa þau á- hrif á gerð væntanlegra kjarasamninga, að lág- launastéttirnar fengu hlutfallslega mesta kaup- hækkun. Þriðja verkefnið hefur verið að hamla gegn verðbólgunni eftir þvi, sem kostur hefur verið. Undantekningalaust hafa verið leyfðar miklu minni hækkanir á vörum og þjónustu en farið hef- ur verið fram á. Með frumvarpinu um skattalækk- un er stefnt að þvi, að kauphækkanir verði minni en ella, og þvi minni vixlhækkanir verðlags og kaupgjalds af völdum þeirra, en þessar vixlhækk- anir eru einn stærsti þáttur verðbólgunnar. í fjórða lagi hefur verið stefnt að þvi að fram- fylgja byggðastefnunni, sem hafin var i tið rikis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Verulegur áfangi var stiginn i þessa átt við gerð siðustu fjárlaga, þegar framlagið til Byggðasjóðs var stórhækkað. Þrátt fyrir fjárhagserfiðleikana, sem hafa ýmsan niðurskurð i för með sér, verður reynt að skerða sem minnst hlut byggðastefnunnar, enda er það sameiginlegt hagsmunamál þéttbýlis og dreifbýl- is, að þannig verði haldið á málum. 1 byggðamál- um verður lagt sérstakt kapp á að auka rafvæðing- una með byggingu nýrra orkuvera og byggða- linum. Það er nú stærsta mál dreifbýlisins, ásamt þvi að treysta atvinnugrundvöllinn þar. í fimmta lagi hefur verið stefnt markvist að þvi, að undirbúa útfærslu fiskveiðilögsögunnar út i 200 milur á þessu ári. Ákvörðun hefur verið tekin um, að útfærlsan komi til framkvæmda á timabilinu 10. mai til 13. nóvember. Mikil áherzla hefur verið lögð á að ná sem mestri samstöðu um þetta mál og þvi munu m.a. allir þingflokkarnir eiga fulltrúa á hafréttarráðstefnunni i Genf. Fleiri verkefni mætti nefna, sem rikisstjórnin hefur unnið að og þokað áleiðis, en þau, sem hér hafa verið nefnd, hafa setið i fyrirrúmi og tekið mescan tima. Árangur af þvi, sem gert hefur ver- ið, er enn ekki nema að takmörkuðu leyti kominn i ljós, að undanteknu þvi, sem mikilvægast er, en það er atvinnuöryggið. Þ.Þ. Spartak Beglov, APN: Evrópa á örlaga- ríkum krossgötum Aukin efnahagsleg samvinna mikilvæg Bréznef og Brandthjónin — Brandt og Bréznef hafa veriö einna mestir hvatamenn aukinn- ar evrópskrar samvinnu. Margt bendir nú til, aö ör- yggismálaráöstefnu Evrópu, sem hefur veriö háö I Genf undanfarna mánuöi, ljúki á þessu ári, sennilega meö fundi æöstu manna Banda- rikjanna, sem haldinn veröur I Helsinki. Rússar hafa haft mikinn áhuga á þessu máli, eins og fram kemur I eftirfarandi grein Beglovs: ALÞJÓÐLEGIR fréttaskýr- endur höföu rétt fyrir sér, er þeir lýstu ræöu Leonid Brézj- nefs, er hann hélt I Budapest 18. marz sl., sem áskorun á allar rikisstjórnir og þjóöir um áframhaldandi friöarviö- leitni, án nokkurs hiks eöa taf- ar, er gæti stofnaö þvi I hættu, sem þegar hefur áunnizt. öll ábyrg blöö, frá London til Var- sjár, tengja þessa áskorun meö réttu framgangi Evrópu- ráöstefnunnar. Viö þær nýju aöstæöur, sem skapazt hafa i Evrópu, getur enginn haldiö þvl fram, aö þaö séu aöeins Sovétrlkin og önnur sóslallsk rlki, sem hafi áhuga á þvl aö leiöa ráöstefnuna til farsælla lykta. í ræöu sinni I Budapest sagöi Leonid Brézjnef, aö meirihluti þátttakenda I ráö- stefnunni væri nú fús til aö ljúka ráöstefnunni, meö þátt- töku æöstu manna, á næstu mánuöum. Þetta álit er staöfest af niöurstööum nýgerðra tvíhliða samninga milli sovézkra leiö- toga og Gerald Ford, Banda- rikjaforseta, Harold Wilson, forsætisráöherra Bretlands, og Giscard d’Estaing, Frakk- landsforseta, svo og af öðrum samningum sem náöst hafa. Yfirstandandi heimsókn franska forsætisráöherrans, Jacques Chirac, til Sovétrlkj- anna, þar sem hann á viö- ræöur viö sovézka leiötoga I Kreml, mun tvlmælalaust staöfesta aukna samstööu Sovétrikjanna og Frakklands. UMRÆÐURNAR um mál- efni Evrópu á ráöstefnu for- sætisráðherra EBE-landanna I Dublin nýverið eru athyglis- veröar. Þótt innri vandamál bandalagsins, einkum I sam- bandi við aöild Bretlands aö EBE, vektu mjög heitar deil- ur, svo að leita varð mála- miölunar, þá áttu löndin nlu I engum erfiöleikum meö aö ná samkomulagi, varðandi gang mála á Evrópuráöstefnunni um öryggis- og samstarfsmál. Meö nokkrum fyrirvara um nauösyn þess að finna gagn- kvæmt aögengilega og full- nægjandi lausn á öllum þeim mörgu vandamálum, sem nú eru til umræöu á yfirstandandi viöræöufundum I Genf, þá viðurkenndu Efnahagsbanda- lagslöndin aö „verulegur árangur” heföi náöst og létu I ljós þá von, aö ráöstefnunni yröi lokiö svo fljótt sem veröa má meö þátttöku æöstu manna. Franski utanríkisráöherr- ann, Jean Sauvagnargues, lagði áherzlu á þaö I Paris fyrir nokkrum dögum, aö verulegur árangur heföi náðst á sviði þriöja málaflokksins, sem ræddur er á öryggis- málaráðstefnunni I Genf. Hann átti viö samkomulag, sem náöst hefur um megin- reglur samskipta rlkja og varðandi mannúöarmál. Allt bendir til, aö fyrstu tveir málaflokkarnir, þ.e. pólitlskar reglur um millirikjasamskipti innan Evrópu, sem nefna má víötækar siöareglur friösam- legrar sambúöar, og grund- vallarákvæöi um efnahags- samvinnu, séu nú komnir á lckastig umræðna. Síöasta ferö Urho Kekkon- ens, forseta Finnlands, til Sovétrlkjanna og viöræður hans viö sovézka leiötoga hafa einnig sérstaka þýöingu, þvl aö brýnasta verkefnið I dag er aö dagsetja lok Evrópuráö- stefnunnar, en stjórnirnar I Moskvu og Helsinki hafa stöö- ugt unniö aö framkvæmd þeirrar hugmyndar. Finnland hefur margsinnis lýst sig þess albúið aö vera gestgjafi þess- arar sögulegu ráöstefnu og skapa henni öll nauðsynleg skilyröi til starfa. Þrátt fyrir allan ágreining um minniháttar atriði þeirra ákvæöa meginreglna öryggis og samstarfs sem mótuö hafa verið I Genf, viröist rikjandi bjartsýni og vaxandi vilji til að standa ekki I vegi fyrir lokaákvöröun meö tilbúnum hindrunum. Þing ungverskra kommún- ista, sem er nýlokiö I Buda- pest, samþykkti ályktun, þar sem áherzla er lögö á þaö, I þeim þætti hennar er fjallar um utanrlkismál, aö nauösyn beri til aö ljúka svo fljótt sem veröa má friöar- og uppbygg- ingarstarfi Evrópuríkjanna 33, svo og Bandarlkjanna og Kanada. Allt frá því I ljúli 1966, er sóslalísku rlkin skor- uöu fyrst á alla Evrópubúa aö tryggja öryggi I Evrópu meö sameiginlegum aögeröum, hafa þau kappsamlega og ákveðiö stefnt aö þvl aö ná þessu marki. Sllk afstaöa byggist á vitundinni um sögu- lega ábyrgö þeirra á þeirri lausn, sem samþykkt verður. Auk þess tákna niöurstööur ráðstefnunnar ekki aö sú þraut sé runnin á enda, sem liggur til stööugt bættrar sam- vinnu innan vébanda Evrópu. I utanrlkisboöskap sænsku rlkisstjórnarinnar sem hún birti þinginu i Stokkhólmi fyrir nokkrum dögum, er lögö áherzla á mikilvægi samvinnu innan Evrópu eftir aö ráö- stefnunni lýkur. ÞETTA þýöir þó ekki, aö allir andstæðingar farsælla lykta Evrópuráöstefnunnar hafi sliöraö vopnin. Þvert á móti. Mikla athygli hefur vak- iö sá hluti ræöu Leonid Brézj- nefs I Budapest, þar sem hann varar við þvl, aö vaxandi kreppa hins vestræna skipu- lags hefur verið notuö af and- stæöingum friöarþróunar og talsmönnum vigbúnaöarkapp- hlaupsins og kalda striösins I þvl skyni aö ná eigin marki, sem er algerlega andstætt friösamlegri endursköpun sambúöar rikja. Kalda strlöiö var ekki aðeins I þágu samsteypa I hernaöar- iönaöinum, heldur og ýmissa afturhaldsafla I tengslum viö þau, sem hafa beitt öllum slnum pólitisku áhrifum til þess að kljúfa Evrópu og skapa þar spennu. Andstæöingar friöarþróun- arinnar sýna mistök sln, ekki aðeins á hinu pólitlska sviöi, er þeir gera árangurslausar tilraunir til aö viröa raunveru- leikanna aö vettugi og bera brigöur á niöurstööur styrj- aldarinnar og þróunarinnar eftir striö. Meginland okkar er nú reiöubúiö til viötæks efna- hagssamstarfs á öllum sviö- um. Hleypidómar kalda strlösins, sem komu til ieiðar þeim hindrunum mismunun- ar, sem vesturveldin beittu gagnvart austrænum rlkjum koma nú formælendum þeirra sjálfum I koll. Samkvæmt viðeigandi lýsingu fransks ráöherra, képpast vestræn riki nú um að hafa forustu um aö taka upp efnahagstengsl við sósialisku rlkin. Og þetta er einhver heilbrigöasta teg- und samkeppni, þvl hún styrk- ir efnahagslega undirstööu friösamlegrar sambúöar, ein- mitt á þvl tímaskeiöi. Þegar Evrópa stendur á sögulegum vegamótum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.