Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 8
 8 TÍMINN Miðvikudagur 2, april 1975. SKEMMTANAHALD UNGS FÓLKS í REYKJAVÍK — Upphaf ráðstefnu Æskulýðsráðs Reykjavíkur LAUGARDAGINN 22. marz, boð- aði Æskulýðsráð Reykjavikur til ráðstefnu um skemmtanahald ungs fólks i Reykjavik. Ráðstefn- an var haldin að Höfða, hófst kl. 10.00 og lauk kl. 18.00. Barna- verndarnefnd Reykjavikur, Fræðsluráð Reykjavikur, Félags- málaráð Reykjavikur, lögreglu- stjórinn i Reykjavik, skólastjórar barna- og unglingaskóla, Upp- tökuheimili rikisins, æðri skólar, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, Æskulýðsráð rikisins, og Æsku- lýðsráð Reykjavikur, áttu full- trúa á ráðstefnunni, alls um 30 manns. Ráöstefnustjóri var Davið Oddsson. Framsöguræöur héldu Asgeir Guömundsson, skólastjóri og Hinrik Bjarnason fram- kvæmdastjóri. Fyrir hádegi fóru fram almennar umræöur og ræö- ur framsögumanna. Eftir hádeg- isverð i boði Reykjavikurborgar störfuðu umræöuhópar. Siðdegis skiluöu umræðuhópar álitsgerð- um, sem siðan voru ræddar. Helztu atriöi, sem fram komu, voru þessi: Aðstaða til samkomuhalds ungs fólks. Sú skoöun var ríkjandi, að hreint neyðarástand væri að þurfa að stefna unglingum á grunnskólastigi út fyrir sitt heimahverfi til samkomuhalds. Hins vegar væri aðstaða I hverfum til félagslegrar sam- veru ungra og gamalla vlðast hvar lítil eða engin. Skólar heföu þegar hendur sinar fullar af því að framfylgja núverandi ákvæðum námsskrár, auk þess sem höfuðskilyrði væri að þeir risu strax með allri aðstöðu, ef þeir ættu aö koma að gagni sem menningarmiðstöðvar hver I slnu hverfi, en það ættu þeir gjarnan að vera, og gætu veriö, með þvl aö rýmka núverandi byggingaform. A6 öðru leyti taldi ráðstefnan ekki skipta höfuðmáli hverjir hefðu for- göngu og yfirumsjón með framboði og aðstöðu vegna samkomuhalds ungs fólks, að- alatriðið væri, að aðstaöan væri fyrir hendi, hæfir og þjálfaðir starfskraftar jafnframt til þess að koma af stað og halda uppi starfi, og fjármagn tilþess aö tryggja rekstur þess. Leiðbeinendur. Fram kom, að eitt brýnasta úrlausnarefni er nú að stórauka leiðbeinendafræðslu vegna ým- issar félagslegrar starfsemi, bæði á vegum skóla, félaga og opinberra stofnana, svo sem æskulýös- og félagsmálaráöa. Var hlutverk Æskulýðsráðs rlkisins og Æskulýösráðs Reykjavíkur talið vera stórt I þessu efni, og bæri aðilum sem þeim að leggja höfuðáherzlu á Að Bergsstööum I Miöfiröi bar þaö til tiöinda um miöjan marz, aö bóndi heyröi lambsjarm undan garöanum einn daginn. Þegar aö var gáö kom I ljós aö ein ærin var borin. Og hérna sjáum viö gimbrina ásamt yngri heimasætunni á Bergsstööum, henni Elinu önnu, sem er rösklega eins árs, og tók þessum óvænta leikfélaga vel eins og vænta mátti. — Aö Bergsstööum búa hjónin Arný Kristjánsdóttir og Skúli Axelsson. Lágmarksverð á fiskbein- um, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu — fulltrúar seljenda greiddu atkvæði gegn verðákvörðuninni Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ákveðið eftirfar- andi lágmarksverð á fiskbeinum, fisklógi og heilum fiski til mjöl- vinnslu frá 15. marz til 31. mai 1975: a) Þegar selt er frá fiskvinnslu- stöðvum til fiskim jölsverk- smiðja: Fiskbein og heill fiskur annar en síld, loðna, karfi og steinbitur, hvert kg. kr. 0.85. Karfabein og heill karfi, hvert kg. kr. 2.35. Steinbitsbein og heill steinbitur, hvert kg. 0.55. Fisklóg, hvert kg. kr. 0.38. b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiski- mjölsverksmiðja: Fiskur, annar en sild, loðna, karfi og steinbitur, hvert kg. kr. 0.74. Karfi, hvert kg. kr. 2.04. Steinbitur, hvert kg. kr. 0.48. Verðið er miðað við, að seljend- ur afhendi hráefni i verksmiöju- þró. Karfabeinum skal haldiö að- skildum. Verðið var ákveðið með at- kvæðum oddamanns og fulltrúa kaupenda I nefndinni gegn at- kvæðum fulltrúa seljenda. 1 nefndinni áttu sæti: Olafur Daviðsson, oddamaður, nefndar- innar, Guðmundur Kr. Jónsson og Jónas Jónsson af hálfu kaupenda og Ingimar Einarsson og Marias Þ. Guðmundsson af hálfu selj- enda. AuglýsídT í Tímanum Frá almennum umræöum á ráðstefnunni. starfsmannaþjálfun og útgáfu fræðsluefnis um félagslegt starf. Almennt framboð. Sterkrar óánægju gætti um þá aðskilnaðarstefnu, sem gæt- ir að verulegu leyti, þegar ýtt er undir not ungs fólks af al- mennu, menningarlegu fram- boði. Þannig séu sérstakar skólasýningar leikhúsa, skóla- tónleikar og fleira, I stað þess að ungt fólk fái reglulegan af- slátt vegna þessa gegn fram- visun skólasklrteina, og geti þannig sótt leikhús, tónleika, listsýningar og annað I eðlileg- um félagsskap fjölskyldu og vina, I staö þess I fyrsta lagi að vera háð því hversu lengi er eftirspurn eftir almennu list- framboði og fá sitt tilboð þá fyrst — og ef — sú eftirspurn dalar, og I ööru lagi að verða aö hafa þaö slfellt á tilfinningunni, að það beri að hafa ungt fólk sér á parti við „menningar- neyzlu”. Afengisneyzla — aldursmörk — persónuskilrlki. Ráðstefnugestir voru sam- mála um, að áfengisneyzla væri langalvarlegasta vanda- mál, sem viö væri að strlða I samkomuhaldi almennt. Fjall- að var um það, hvernig hafa þyrfti reglur ýmsar sem fæstar og einfaldastar, til þess að nokkur von væri til þess að þeim yrði fylgt og framfylgt. Væri til aö mynda sjálfsagt að saman færi heimild til inn- göngu á skemmtistað og heimild til að njóta þar alls framboðs á veitingum og öðru. Óraunsætt væri miðaö viö aö- stæður að færa markið upp, og hlyti það að verða að miðast við 18 ár. Persónuskilrlki þyrftu að vera þannig úr garöi gerð, að þau væru ekki auðfölsuð og misnotuö, og sú skoðun kom fram, að sllk skilrlki þyrfti að gefa út þegar við 10 ára aldur og endurnýja reglulega. Eftirlit — ábyrgö. Rætt var um ábyrgð einstakl- inga gagnvart sjálfum sér og öðrum. Talið var athugunar- vert, hvort foreldrum bæri ekki I mörgum tilvikum að vera ábyrgari, lögum samkvæmt, vegna atferlis barna sinna en nú er. Fjölmiölar. Það var samdóma álit ráð- stefnunnar, að mjög væri ámælisverðsú stefna fjölmiðla, að geta nær einvörðungu um þær gerðir ungs fólks, sem væru neikvæðar eða lögbrot, en telja hins vegar sjaldan frétt- næmt það jákvæða, sem þessir aldurshópar hafa fyrir stafni. Æskulýösfélög. Ljóslega þótti sýnt, að rekstr- arstaða æskulýðsfélaga margra væri svo slæm, að úr yröi aö bæta með opinberu fé, ef talið væri, að samfélagslegt hlutverk þeirra væri svo stórt, að starfsemin mætti ekki niður falla. Sú var eindregin skoðun fulltrúa á ráðstefnunni, og stuðningur viö frjálsa félaga- starfsemi talinn einn þýðingar- mesti liðurinn i þvi, aö viðhalda fjölbreyttu framboði félagslegs starfs. Hér hefur verið getið helztu umræöuatriða á ráðstefnu Æsku- lýðsráös Reykjavíkur um skemmtanahald ungs fólks i borginni, en að lokum skal undir- strikaö, aö hér er um að ræöa upphaf umræðu, og af stað á þennan hátt til þess að fá fram efnisþætti til frekara starfs. Ráð- stefnan kemur saman aftur eftir páska. Veröur þá til hennar boðið fulltrúum allra skólafélaga I skól- um borgarinnar, og verður þá fyrst talið, að hægt sé að senda frá sér beinar ályktanir og niður- stöður, er fulltrúar þess hóps, sem um er fjallað, hafa átt eðli- legan þátt I að móta og afgreiða slikar niðurstöður. Samband íslenzkra sveitarfélaga: Framlögum til sjúkratrygginga verði létt af sveitarfélögunum BH-Reykjavik. — í sambandi viö efnahagsráöstafanir rlkis- stjórnarinnar hefur Samband Is- lenzkra sveitarfélaga sent frá sér greinargerö, þar sem bent er á þá fjárhagsöröugleika, sem sveitarfélögin, sérstaklega þétt- býliskjarnarnir, hafi átt viö aö strlöa á liönu ári, en vegna þeirra hafi mörg þeirra safnaö lausa- skuldum og oröiö aö taka bráöa- birgöalán til skamms tlma. Þaö sé ljóst, aö nauösynlegt sé, aö sveitarfélögin hafi möguleika til aö standa viö fjárhagsskuld- bindingar sinar, og þvl megi þau ekki viö niöurskuröi tekna. Þá segir I greinargerðinni: ,,A slöast. liönu hausti fékkst nokkur leiörétting á álagningar- grundvelli fasteignaskatta, sem leiöa mun til aukinna fasteigna- gjaldatekna sveitarfélaga á þessu ári. Einnig gaf félagsmálaráö- herra yfirlýsingu um, aö hann mundi samkvæmt heimild I lög- um leyfa þeim sveitarfélögum, sem þess óskuðu, aö innheimta á þessu ári útsvör með álagi, þ.e. 11% istaö 10%, enda væri sveitar- félagi þörf á þvl að dómi ráðu- neytisins. Auknar tekjur sveitarfélaga á þessu ári, þýða þó yfirleitt ekki aukiö ráöstöfunarfé, þar eð tekju- aukanum hlýtur að jafnaði að verða varið til aö greiöa skuldir, sem stofnað var til I fjárhags- erfiöleikum á síðasta ári. Ljóst er, að hækkun persónu- frádráttar frá útsvörum, sem gert er ráð fyrir I frv. þvl, sem nú liggur fyrir Alþingi, mun valda sveitarfélögunum tiífinnanlegum tekjumissi, frá þvl sem ráö er fyrir gert I fjárhagsáætlunum þeirra. Verði ákvæöi framangreinds frv. um hækkun persónufrádrátt- ar frá útsvörum aö lögum, telur stjórn Sambands islenzkra sveitarfélaga óumflýjanlegt, að sveitarfélögunum verði bættur sá tekjumissir, sem af þvi mun leiða. 1 þvl sambandi vlsar stjórnin á Itrekaðar tillögur sam- bandsins um verkaskiptingu rlkis og sveitarfélaga, þar sem m.a. er bent á, að skilja beri sem mest aö verkefni ríkis og sveitarfélaga bæði hvaö varöar tekjuöflun og ráðstöfun tekna.” Er bent á i greinargerðinni, að óeðlilegtsé, að sveitarfélög greiði framlög til sjúkratrygginga, en á þvl hafi þegar fengist nokkur bót. Hafi sú skoðun, að útgjöldum þessum veröi algerlega létt af sveitarfélögum, verið rækilega áréttuð á seinasta stjórnarfundi sambandsins og ályktun send ráðherrum og Alþingi. Sveitastjórnir og menningarmálin — 25. ráðstefna Sambands ísl. sveitarfélaga Tuttugasta og fimmta ráö- stefna Sambands islenzkra sveitarfélaga, verður haldin i Reykjavik dagana 6.-8. april. Efnið á ráðstefnunni er sveitar- stjórnir og menningarmál. Um þessar mundir eru rétt um 10 ár siðan þessi þáttur i starfsemi sambandsins hófst, en i vor á sambandiö 30 ára afmæli. Langt er siðan til orða kom að helga eina ráðstefnu þessu efni, og margt bendir til að menningar- mál séu sveitarstjórnarmönnum ofarlega i huga um þcssar mund- ir. Ráðstefnan verður sett i Þjóð- leikhúsinu sunnudaginn 6. april. Þá mun Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, flytja ræðu um rikisvald og menningar- mál, en um kvöldið munu þátt- takendur horfa á leiksýningu og kynna sér starfsemi Þjóðleik- hússins, en það á 25 ára starfsaf- mæli i april. Ráðstefnunni verður siðan haldið áfram á Hótel Sögu og verður fjallað um samskipti rikis og sveitarstjórna á sviði menn- ingarmála, m.a. um verkefni menntamálaráðs, Listasafns Is- lands og sinfóniuhljómsveitarinn- ar. Þá munu nokkrir fulltrúar sveitarstjórna, hver i sinum landshluta, lýsa skoðunum sinum á þvi, hvert ætti að vera hlutverk sveitarstjórna i menningarmál- um, hvernig ástandið er i þessum efnum i dag og hvernig stuðningi rikis og sveitarfélaga við menn- ingarmál verði bezt hagað i fram- tiðinni. Einnig munu fulltrúar listamanna og ýmissa áhuga- mannasamtaka lýsa viðhorfum sinum til málsins. Flugfélag Islands og Flugfélag- iðVængir hafa samþykkt að veita þátttakendum á ráðstefnunni af- slátt frá fargjöldum á öllum flug- leiðum sinum innanlands, til þess að auðvelda fólki að sækja ráð- stefnuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.