Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2. april 1975. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisiason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sfmi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð f lausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. V___________________________________________ Blaðaprenth.f. _________J Úrslitavikur í Indó-Kína Siðustu daga og vikur hafa mikil tiðindi gerzt i fjarlægu landi meðal þjóða, sem búið hafa við ólýsanlegar hörmungar um langt skeið. Á fjórða tug ára hafa styrjaldir geisað i Indó-Kina, og þrjú herveldi hafa teflt þar fram herafla sinum af fyllstu harðneskju, hvert á fætur öðru: Japan, Frakkland og Bandarikin. Hvers konar vopnum hefur verið þar beitt af ægilegri grimmd, að kjarnorkusprengjum einum undanskildum, og þau hryllingsverk framin, að viðbjóð hefur sett að öllum, er þeim heyrir lýst. Þar hefur við engu verið hlifzt og einskis skirrzt. Ljótari leikur hefur ekki verið þreyttur siðan nasistar voru kveðnir i kútinn, og er þá mikið sagt, þvi að viða hafa hörmulegar styrjaldir verið háðar á siðustu ára- tugum. Nú virðist hilla undir endalok þessara skelfi- legu átaka. Bæði i Viet-nam og Kambódiu sýnist nú allt hniga að þvi, að þess sé skammt að biða.að lokið sé valdadögum þeirra Lon Nols og Thieus. Vonandi verður þeim valdamönnum i Bandarikj- unum, sem enn eru þess sinnis að vilja ausa i þá fé og hergögnum, settur stóllinn fyrir dyrnar, svo að striðið þar eystra dragist ekki stórlega á langinn úr þessu af þeim sökum. í augum flestra munþað lika hið eina, sem Bandarikjamenn geta gert til þess að draga úr þeim álitshnekki sem styrjaldareksturinn i Indó-Kina hefur orðið þeim, að hætta þar ihlutun. Af þeim orsökum og öðrum er óskandi, að þeir láti nú loks staðar numið á þeirri braut, er þeir hefðu aldrei átt að leggja út á. Þess er auðvitað ekki að dyljast, að við miklu blóðbaði má enn búast i Viet-nam og Kambódiu. Annað er óhugsandi eftir það, sem á undan hefur gengið. En blóðbað, sem steypti þeim Lon Nol og Thieu af stóli, þýddi væntanlega jafnframt enda- lok lengstu styr jaldar, sem háð hefur verið á dög- um þeirra manna, sem nú eru uppi, og frið til handa milljónum manna, sem ekkert hafa annað til saka unnið en fæðast i þessu landi hörmung- anna, er kjörið hefur verið til þess af kaldrifjuð- um og girugum yfirvöðslumönnum á fjarlægum slóðum og i öðrum heimsálfum að vera vettvang- ur dauða og tortimingar, laugað blóði og tárum. Hlutskipti þessa fólks hefur verið slikt, að hvað, sem við tekur, hlýtur að vera skárra en það, sem á undan er gengið. Þar að auki getur varla leikið vafi á þvi, hvað er vilji þorra landsmanna sjálfra, þvi að ella hefðu þeir ekki haft þrek og þol til þess að heyja svo langvinnar styrjaldir gegn öðru eins ofurefli og við hefur verið að etja. Þó að þjóð- frelsisherirnir hafi fengið ómældan skerf vopna frá þeim stórveldum sem þeim eru hliðholl, hafa þeir háð striðið einir — langtimum saman gegn fjölmennum hersveitum útlendum, búnum öllum þeim drápstækjum, sem geigvænlegust hafa verið fundin upp. Af þvi verður tæpast dregin nema ein ályktun um það, hvaða veg meginhluti fólks i Indó-Kina kýs að ganga. Trúlega verður fljótlega skorið úr þvi hvernig mál skipast i Indó-Kina. Ósk allra sæmilegra manna hlýtur að vera sú, að byssur þagni sem fyrst og sprengjuregninu linni. — JH Arrigo Levi, Newsweek: Kommúnistar í Suður- Evrópu vænta sér valda Aðild þeirra að alþjóðahreyfingu kommúnista er þeim fjötur um fót SERGIO Segre annast er- lend sambönd italska kommúnistaflokksins. Hann afneitar brosandi þeim orðrómi, að embættismaður frá bandariska sendiráðinu i Róm komi vikulega að hitta hann að Via Botteghe Oscure 4, eða i „rauðu höllinni ”,en þar eru aðalstöðvar máttugasta kommúnista- flokks á Vesturlöndum. Hann segir söguna hreinan uppspuna. Segre starfaði áður sem blaðamaður og er skarpgreindur og laus við kreddur. Hann er góðkunningi Willys Brandts og vai milligöngumaður meðan verið var að undirbúa bætta sambúð Vestur-Þýzkalands og Austur-Evrópurikjanna. Segre játar hiklaust, að hann ræði i fullri vinsemd við bandariska sendimenn og þau samskipti vekja enga furðu. ttalski kommúnistaflokkurinn miðar stefnu sina við góða sambúð við Bandarikin, enda er það einn liðurinn I barátt- unni fyrir „sögulegu sam- komulagi” við Kristilega demókrataflokkinn á ítaliu. UM þessar mundir eru allir kommúnistaflokkar á Vestur- löndum að endurmóta baráttuaðferðir sinar. Hvaða leið er liklegust til valda á Vesturlöndum, og hvernig er hentast að verjast sem bezt þeirri viðleitni valdhafanna i Moskvu að notfæra sér stuðning vestrænna kommúnistaflokka — eða láta hana njóta sin? Þetta er orðið annað og meira en fræðilegar vanga- veltur. Fjórir kommúnista- flokkar eru farnir að „berja að valdadyrum á Vestur- löndum ’^eins og komizt var að orði fyrir skömmu i franska timaritinu Esprit. Og þessir fjórir flokkar starfa allir i löndum i Suður-Evrópu, eða á Italiu, i Frakklandi, á Spáni og i Portúgal. Kommúnista- flokkar i öðrum iðnvæddum rikjum á Vesturlöndum skipta litlu máli i stjórnmála- framvindunni. LITLU munaði i fyrra, að franski kommúnista- flokkurinn, undir forustu Georges Marchais, næði völd- um i landinu i samvinnu við sósialistaflokk Mitterands. Svo virðist sem kommúnistar séu hið leiðandi afl að baki vinstrihreyfingu hersins i Portúgal, og hún er ekki á þeim buxunum að afsala sér völdunum. Veldi Francos á Spáni sýnist verða valtara með hverjum deginum sem liður. Kommúnistaflokkur Santiagos Carrillos, sem er i útlegð, fylgir mjög hógværri stefnu og er fús til samvinnu við alla andstæðinga Francos, meira að segja einveldissinna, enda er búizt við, að hinn aldni einræðisherra sé senn úr sögunni. Sömu sögu er að segja af þeim armi kommúnistaflokksins, sem starfar með leynd á Spáni. Loks ber að nefna kommúnistaflokk Italiu, undir forustu Enricos Berlinguers. Hann lætur liklega við Kristi- lega demókrataflokkinn og miðstéttirnar, og reynir að sýnast hófsamur og lýðræðis- sinnaður, rétt eins og venju- legur jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum. MERKILEGT má heita, að kommúnistaflokkarnir fjórir i Suður-Evrópu beita að minnsta kosti þremur aðferðum i valdabaráttu sinni. Enrico Berlinguer. Berlinguer og Carrillo aðhyllast samvinnu á breiðum grundvelli við kaþólska menn og borgaraflokka. Marchais hinn franski deilir oft við bandamenn sina, sósialista, og leggur allt kapp á „val hreinna vinstriafla ”, „Portúgölsku kommúnistarnir beita hernum fyrir sig, og hinum kommúnistaflokkunum kann að þykja mjög miður, ef þeir ganga of ljóst til verks. Ef kommúnistar i Portúgal ná völdum með ofbeldi kunna þeir að spilla fyrir þeim flokksbræðrum sinum i öðrum löndum, sem leitast við að greiða götu kommúnismans á Vesturlöndum með löglegum og friðsamlegum aðferðum. Og verður ekki Portúgal að teljast litilvægt i samanburði við Frakkland, ttaliu og Spán? SAMKOMULAG italskra og franskra kommúnista er ekki sérlega gott. Þeirspilla hvorir fyrir öðrum með þvi að ástunda ólikar aðferðir. Þetta kom skýrt fram á fundi i Diisseldorf fyrir skömmu. Fulltrúar tiu kommúnista- flokka i Vestur-Evrópu komu þar saman til þess að ræða erfiðleika bilaiðnaðarins. ttölsku kommúnistarnir að- hyllast opinberan rekstur samgangna, en gera sér grein fyrir þvi, að helzt til mikið hefurnúþegar verið þjóðnýtt af iðnaði á Italiu. Itölsku fulltrúunum tókst lika á siðustu stundu að koma i veg fyrir samþykkt tillögu frá frönsku kommúnistunum þess efnis, að vestrænir kommúnistar ættu að lýsa yfir þjóðnýtingu bilaiðnaðarins sem stefnumáli. Frönsku kommúnistunum tókst aftur á móti að vinna þeirri skoðun fylgi, að rikis- stjórnum auðvaldssinna bæri að auka bilaframleiðsluna. Satt að segja kom það nokkuð spánskt fyrir sjónir, að kommúnistar skyldu fylkja sér þannig til varnar einka- bilnum, þessu gamalkunna tákni borgarasamfélagsins. FUNDURINN i Dusseldorf var aðeins einn margra fyrir- hugaðra funda. Ætlunin er að ákveða betur en áður hið „vestræna svið”, þar sem kommúnistaflokkar búa við stjórn auðvaldssinna i þing- ræðis- og lýðræðisrikjum, treysta tengsl kommúnista- flokka þessara landa og gera þá að sögn minna háða vald höfunum i Moskvu en þeir hafa stundum verið. Engum þarf að koma á óvart, þó að Moskvumenn fylgist af athygli — i senn eftirvæntingarfullir og tor- tryggnir — með þessari viðleitni „bræðraflokkanna” á Vesturlöndum til aukins sjálf- stæðis. I augum Moskvu- manna skiptir greinilega mestu máli, hvort þessi viðleitni verður til hnekkis eða framgangs þeim ásetningi þeirra að ná drottinvaldi yfir Evrópu. ITALIR eru mestir áhuga- menn um „einingu með mis- munandi hætti” og sérstakar „vestrænar aðferðir ”, Berlinguer játar hiklaust, að náið samband sé milli alþjóðlegra samskipta og möguleika flokks hans á að hljóta viðurkenningu sem hæf- ur samstarfsaðili að ríkis- stjórn. Honum hefur verið bent á, að aukinn vanmáttur Vestur-Evrópu sé i sjálfu sér þvi til trafala, að þetta áhuga- mál hans nái fram að ganga. Hann svarar með þvi að fullyrða, að taki italski kommúnistaflokkurinn þátt i samsteypustjórn, muni hann sýna svart á hvitu, að honum sé „kappsmál að efla sjálf- stæði ítaliu og stuðla að endurreisn hennar i fullu sam- ræmi við nýtt, sögulegt hlut- verk Vestur-Evrópu”. Berlinguer virðist með öðrum orðum vilja staðhæfa, að kommúnistar muni ástunda eflingu sjálfstæðis Vestur-Evrópu gagnvart vald- höfunum i Moskvu, ef og þegar þeir komist til valda i Róm, Paris eða Madrid. En er þessi staðhæfing á rökum reist? Eða yrði valdataka kommúnista ef til vill það lokahögg, sem riði rénandi sjálfstæði Evrópu að fullu? HVERN dóm ber að leggja á þetta nýja tilboð kommúnista og hvernig á að bregðast við? Skoðanir eru vitaskuld skiptar. Margur tortryggir fyrirheitin, meðan kommúnistar i Vestur- Evrópu, meira að segja hinir sjálfstæðari, eru aðilar að heimshreyfingu kommúnista, sem Moskvumenn veita for- ustu. Moskvumönnum hefur ekki enn tekizt að koma fram áformi sinu um al- heimsráðstefnu kommúnista- flokksins Moskvumönnum hefur ekki enn tekizt að koma fram áformi sinu um alheims- ráðstefnu kommúnistaflokka. Ætlunin var að treysta þar hugsjónaleg tengsl kommúnistaflokka hinna ýmsu þjóða og útiloka Kinverja um leið. Nú er verið að undirbúa ráðstefnu allra kommúnistaflokka i Evrópu, bæði frá Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu. Sovétmenn krefjast þess, að þeirri ráðstefnu ljúki með samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar um hugsjónastefnu, en hefur ekki enn tekizt að afla þeirri tillögu fylgis allra flokka. Kommúnistar á Italiu, og i öðrum Vestur-Evrópurikjum, segjast reiðubúnir, að samþykkja Efnahagsbanda- lagið og Atlantshafsbanda- lagið. Hitt er eigi að siður staðreynd, að þeir eru aðilar a ð alþjóðahreyfingu kommúnista, og aðalstöðvar hennar eru i Moskvu. Kommúnistar ættu að rjúfa þessi tengsl alveg afdráttar- laust, ef þeir vilja i alvöru efla og treysta Vestur-Evrópu. Geri þeir það ekki, er mjög sennilegt. að þeim mistakist að fá sig almennt viðurkennda sem lýðræðissinna og unnendur vestrænna lifshátta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.