Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 2. april 1975. yfirvarpi. Og sér til undrunar og ánægju uppgötvuðu þau, að þau áttu ótal sameiginleg hugðarefni. Þess var ekki langt að bíða, unz nýr orðasveimur komst á kreik. Einar Norðmann og Saga Malm? Já, því gat það ekki verið? Enginn vissi þó vissu sína um þennan samdrátt. Sumir vildu ekki að óreyndu trúa því, að Einar þyrði að líta á kvenmann. Og hvernig ætli að færi, ef Gústaf kæmi heim? Voru gömlu ævintýrin alveg gleymd? En það bar ekki á öðru?: Einar hafði þorað áð líta á Sögu. Og hann þorði að tala við hana um allt milli himins og jarðar, nema hið eina, sem honum lá þyngst á hjarta. En það var ekki aðeins óframfærni, sem hélt aftur af honum. Hann spurði sjálfan sig að því, ekki síður en fólkið, hvort ævintýrin myndu alveg gleymd. Hvað eftir annað innti hann að því við móður sína, hvort Gústaf ætlaði ekki bráðum að koma heim. „ Veit hann, að Jón Malm er dáinn?" spurði hann. ,, Já, Ég hef látið hann vita það", svaraði Katrín. „Eftir hverjuer hann þá að biða? Hvers vegna kemur hann ekki heim?" sagði Einar óvanalega tirrinn. „Það veit ég ekki. Hann hefur víst nóg að una við annars staðar. En mér fyndist nú samt, að hann gæti einu sinni komið heim rétt sem snöggvast, meðan ég er tórandi, — þó ekki væri nema til þess að sjá barnið sitt", sagði Katrín hógværlega. „Skrifaðu honum að koma heim. Skipið, sem hann er á, kemur bráðum til Englands. Það er eins gott fyrir hann að skreppa heima og að sóa kaupinu sinu í hafnar- borgunum í Englandi. Segðu honum, að Malm sé dauður". ,, Einar!" „Hvað?" „Ert þú að gefa í skyn, að hann eigi að koma heim vegna Sögu. Það getur þó varla orðið neitt þeirra í milli framar. Þau voru bara krakkar, þegar þau voru saman, og það hefur svo margt gerzt síðan". „Það er sagt, að seint fyrnist fornar ástir". „Getur verið. En samt hlýtur sú ást að fyrnast, sem aldrei fær neina næringu, ekki sízt æskuást". „Hún getur vaknað á ný". „Ekki ef eitthvað annað er komið í staðinn". „Hver getur dæmt um það?" „Amma, amma! Einar kyssti Sögu", hrópaði Greta. „Hvaða þvættingur er í þér, barn", sagði Katrín reiðilega, en bætti þó við með spurnarhreim í röddinni: „Hvenær gerði hann það?" „I dag. Við vorum að hlaða snjóhús, og svo settust þau á skaf linn, og ég hnoðaði margar kúlur, og svo lagðist ég inn í snjóhúsið og hlustaði, og þá kysstust þau. Og amma: Saga varð kaf-kaf rjóð, og svo fór hún að gráta, og svo varð Einar reiður". „Þú hefur lagt þig alla fram að fylgjast með þessu. Skammastu þín ekki fyrir að liggja á hleri? Þú mátt ekki minnast á þetta við nokkurn mann". „Amma". „Hvað?" „Þau voru að þræta um Gústaf, og Saga sagði allt það gamla væri gleymt, en Einar sagði, að Gústaf yrði að fá eitthvert tækifæri. Hvað átti hann við með því, amma?" „Hvaða dómadags-bull er þetta. Þú mátt aldrei framar liggja á hleri, Greta". Katrín veitti syni sínum nánar gætur. Hún sá vel, að eitthvað hafði gerzt. En þau höfðu ekki ráðið málum sínum til lykta ennþá, það var líka augljóst. Stundum Ijómuðu blá augu hans af gleði, en oftast gekk hann þreyjulaus um gólf. En á hverju kvöldi, þegar hann hafði slökkt á lampanum, dró hann gluggatjöldin frá/horfði niður að Söguhóli. Síðan háttaði hann, og þá ávallt bros- andi. En að morgni vakti hann oftast máls á því, að Katrín ætti að seg ja Gústaf að koma heim. Á daginn kvaldi hann Sögu með sama þjarkinu. „Ef þú skrifar Gústaf og segir honum að koma heim, þá kemur hann". ,Ég! Heldur þú, að það sé ekki snefill af stærilæti til í mér?" „Stærilæti? Hvaða vit er í að láta það vera einhvern dragbít á gerðir manns?" „Gústaf er búinn að gleyma mér fyrir löngu. Kannski á hann unnustu í hverri höfn, eins og sagt er um sjómennina. Heldurðu, að honum yrði skemmt ef ég skrifaði honum og byði honum mig!". „Haldið þið kvenfólkið, að allir karlmenn séu skepnur? Þú þekkir þá að minnsta kosti Gústaf illa". „Ef honum í raun og veru væri hlýtt í þæli til mín, þá væri það ennþá meira hermdarverk af mér að skrifa honum. Ég vil ekki að hann geri sér neinar tálvonir um mig". Hvaða beitu notarðu? Nota ekki beitu. Þú veiðir ekkert^Ég ætla ekki að| ef þú notar Weiða neitt,hef Miðvikudagur 2. april 7.00 Morguniítvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sá hlær best...” eftir Ása I Bæ. Höfundur byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Vala” eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Sigrún Guðjóns- dóttir les (10). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningár. 19.35 Spurt og svarað. Svala Valdimarsdóttir leitar svara við spurningum hlust- enda. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur.Ingibjörg Þorbergs syng- ur lag sitt „Sálina hans Jóns mins” og leikur undir á git- ar. b. Siðustu klerkarnir i Klausturhólum. Séra Gisli Brynjólfsson flytur þriðja erindi sitt. c. Þulur og visur eftir Herdisi og Ólinu Andrésdætur Elin Guðjóns- dóttir leS. d. V'iðdvöl á Vin- landi Þórður Tómasson safnvörður á Skógum segir frá i viðtali við Jón R. Hjálmarsson. e. Um Is- lenska þjóðhætti. Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur.Lilju- kórinn syngur islensk þjóð- lög i útsetningu Jóns Þórarinssonar: Jón Ásgeirsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Köttur og mús” eftir Gunter Grass. Guðrún B. Kvaran þýddi. Þórhallur Sigurðsson leik- ari les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Bók- menntaþáttur i umsjá Þor- leifs Haukssonar 22.45 Djassþáttur. Jón Múli Árnason kynnir. 23.30 Fréttir i stúttu máli. - Dagskrárlok. Miðvikudagur 2. april 18.00 Höfuðpaurinn . Banda- risk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Filahirðirinn Bresk framhaldsmynd. Lokaþátt- ur. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.45 Tólf ára Siðari myndin af tveimur úr samnorræn- um sjónvarpsmyndaflokki um vandamál unglingsár- anna. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Nýjasta tækni og visindi. Verndun augna, Tannrétt- ingar, Vatnaliffræðirann- sóknir, Bátasmiði, Lltili kafbátur, Gláka.Umsjónar- maður Sigurður H. Richt- er. 21.05 Þegar amma var ung Finnsk biómynd frá árinu 1949, byggð á leikriti eftir Serp. Leikstjóri Toivo Sarkka. Aðalhlutverk Eeva- Kaarina Volanen, Matti Ranin og Uuno Laakso. Þýðandi Hrafn Hallgrims- son. Myndin er i léttum tón og lýsir ástamálum ungrar stúlku, sem dvelst um skeið á búgarði hjá ættingjum sinum. 22.35 Hungruð jörð. Heimilda- mynd um þurrkana miklu i Afriku ogástandið, sem fylgir I kjölfar þeirra. Þýð- andi Jón Gunnarsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 23.10 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.