Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 2. april 1975. Nútíma búskapur þarfnast BAUER haugsugu Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Síöumúla 22 Sfmar 85694 & 85295 GSÐI fyrir góéan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Barizt á götum ferjubæjarins Neak Luong: ENN ÞRENGT AÐ PHNOM PENH Lon Nol komst úr landi við illan leik Lon Nol: Of seint að biðjast griða Ætluðu að taka Júlíönu drottn- ingu sem gísl Reuter-Arnhem, Hollandi. Lögregluyfirvöld tilkynntu I gær, að þau hefðu komizt á snoðir um áætlun öfgahóps um að leggja undir sig höll Júliönu Hollandsdrottningar I ná- grenni Utrecht. Ætlunin var svo að taka kon- ungsfjölskylduna sem gisla. öfgamennirnir eru félagar I hreyfingu, sem krefst sjálf- stæöis til handa Molucca-eyj- um. er nú tilheyra Indónesfu. Að sögn yfirvalda ætluðu þeir að aka stórri vöruflutningabif- reið inn um hallarhliðið og ráðast svo að lifvörðum drottningar og yfirbuga þá. Reuter—Phnom Penh — Götu- bardagar geisuðu I gær I ferju- bænum Neak Luong, er stendur við Mekong-fljót, 50 km suður af Phnom Penh, höfuðbortg Kam- bódiu. Þá féll fjöldi eldflauga á Pochentong-flugvöll 1 nágrenni höfuðborgarinnar I sama mund og Lon Nol forseti sté upp I þotu, er flutti hann og fylgdarlið hans áleiðis til Indónesiu. Neak Luong er ein mikilvæg- asta stöð stjórnarhersins, sunnan Phnom Penh. Harðir bardagar hafa staðið um bæinn síðustu þrjár vikur, en i furradag tókst skæruliöum loks að rjúfa varnir bæjar- ins og siðan hefur verið barizt i návigi á götum hans. Siðustu fréttir hermdu, að nú væri helmingur bæjarins á valdi skæruliða og stjórnarhermenn létu fremur undan siga. Falli Neak Luong i hendur skæruliða, eiga sex til tiu þúsund skæruliðar greiða leið að syðri borgarvirkj- um Phnom Penh. Eldflaugaárásir skæruliða á höfuðborgina og aðalflugvöll hennar jukust til muna, þegar fréttist, að Lon Nol væri á förum frá borginni. Sprengja lenti i næsta nágrenni forsetahallarinn- ar, rétt áður en Lon Nol fór þaðan — og sagt er, að eldflaug hafi hafnað í nokkur hundruð metra fjarlægð frá þotu forsetans i sama mund og hann sté upp i hana. Þvl má með sanni segja, að Lon Nol og fylgdarlið hans hafi komizt úr landi við illan leik. (Fréttaskýr- endur I Phnom Penh telja fráleitt, að Lon Nol snúi aftur til höfuð- borgarinnar, þótt svo eigi að heita, að hann sé I opinberri heimsókn i Indónesiu.) Bandaríkjastjórn leitar samkomulags í S-Víetnam Reuter—Palm Springs, Banda- rikjunum — Bandarikjastjórn hefur hafið samningaumleitanir i Suður-Vietnam eftir „diplómat- iskum” leiðum. Þær umleitanir hafa þó engan árangur borið, enn sem komið er. Ron Nessen, blaðafulltrúi Ger- ald Fords Bandarikjaforseta — sem nú dvelst sér til hvildar I Palm Springs I Kaliforniu-fylki — varðist allra frétta I gærkvöldi. Hann sagði, að eiginlegar samn- ingaviðræður hefðu enn ekki haf- izt — heldur væri eingöngu um umleitanir að ræða. Nessen neit- aði að nefna þær rikisstjórnir, er Bandarikjastjórn hefði haft sam- band við. Fréttaskýrendur álita, að stjórnin hafi bæöi haft samband við stjórnir Kina og Sovétrikj- anna, en á þvl fékkst engin staðfesting. Þá neitaði blaðafull- trúinn að láta uppskátt efni þess samkomulags, er eftir væri leitað. Óstaðfestar fréttir herma, að I þvi sé gert ráð fyrir sam- steypustjórn I Suður-Vietnam — en samkvæmt öðrum fréttum er aðeins um vopnahléssamkomu- lag að ræða. EKKERT LÁT Á MÓTMÆLUM BREZKRA FISKIMANNA Fiskskortur yfirvofandi í Bretlandi vegna mótmælaaðgerðanna Reuter—London — Mótmælaað- geröir þær, er brezkir fiskimenn hafa efnt til að undanförnu, breiddust enn út I gær. A að gizka fimmtiu höfnum var lokað I gær með þeim afleiðingum, að skortur á fiski er nú yfirvofandi I Bret- landi. Fiskimenn i Skotlandi hafa staðið fyrir mótmælaaðgeröum tvo siðustu daga, en sifellt bætast fleiri i hópinn: t gær samþykktu t.d. fiskimenn á Suðvestur-Eng- landi að styðja aðgerðirnar og er búizt við, að hinni mikilvægu höfn Plymouth verði lokað innan tiðar. Kröfur fiskimanna eru einkum þær, að innflutningi á ódýrum fiskafurðum frá fslandi, Noregi og Póllandi verði tafarlaust hætt. Ennfremur verði fiskveiðilög- saga Bretlands færð út, þ.e. úr 12 sjómilum i 50. Einn af þeim, sem á sæti i framkvæmdanefnd mótmælaað- gerðanna, sagði i gær, að nefnd- armenn ætluðu i dag að ganga á fund þess ráðherra I brezku stjórninni, er fer með málefni Skotlands. Talsmaðurinn kvað fiskimenn staðráðna i að berjast unz sigur ynnist — en fengjust ákveðin loforð á fundinum i dag, yrði mótmælaaðgerðunum þegar aflýst. Forsvarsmenn þeirra fyrir- tækja, er sjá um fiskpökkun i Skotlandi, sögðu i gær, að nú bærist aðeins örlitið brot af þeim fiski, er venjulega kæmi til pökk- unar. Héldi svo áfram, sæju þeir ekki annað en segja yrði upp hluta af starfsfólki fyrirtækjanna. Og ekki liði á löngu, unz fiski- skortur gerði vart við sig I verzl- unum um gervallt Bretland. Kúrdar fá lengri frest Reuter-Bagdad. Fréttastofan i írak tilkynnti I gær, að frestur sá, sem traksstjórn hefur sett Kúrdum að snúa aftur til Irak frá íran, hefði verið fram- lengdur um einn mánuð. Stjórnir traks og írans gerðu sem kunnugt er sam- komulag i fyrra mánuði, er batt enda á landamæradeildur rikjanna. Liður i þvi sam- komulagi var, að Iransstjórn hét að hætta óbeinum stuðn- ingi við Kúrda I sjálfstæðis- baráttu þeirra. traksstjórn gaf þá þeim Kúrdum, er flúið höfðu til tran, kost á að snúa aftur til fyrri heimkynna I trak fyrir 1. april og hét að gefa þeim upp sakir, er það gerðu. Hersveitir traksstjórnar fóru i gær um fjallahéruð i norðurhluta landsins i leit að skæruliðum Kúrda, en fá- mennur hópur þeirra hefur neitað að gefast upp og ætla sér að halda áfram baráttu fyrir sjálfstæði sinu — innan landamæra traks. a Reuter-Moskvu. Yuri Kiri- chenko, sem nylega lét af störfum sendiherra Sovétrikj- anna hér á islandi, tekur við störfum sendiherra f Noregi. Kirichenko er tæplega fer- tugur að aldri og hafði áður en hann kom hingað til lands starfað I sovézku utanrikis- þjónustunni I Egyptalandi og Tyrklandi. pift^HORNA ,/WlÁMILLI Vlðræður í Genf þokast í áttina Reuter-Gefnf. Fulltrúar á fundi Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna I Genf skýrðu svo frá I gær, að þær ó- formlegu viðræður, er nú fara fram I þremur undirnefndum, gengju eins og I sögu. Shirley Amerasinghe, for- seti Hafréttarráðstefnunnar, kvaðst kalla formenn undir- nefndanna saman til fundar i lok þessarar viku, en á mánu- dag hefur verið boðaður fund- ur á sjálfri ráðstefnunni. Paul Bamela Engo frá Kamerún er formaður þeirrar undirnefndar, er fjallar um reglur, tengdar landgrunninu. Hann sagði I gær, að umræður i nefndinni gengju vel, en kvaöst ekki þora að spá neinu um árangur af þeim á þessu stigi. Reynaldo Galindo-Pohl frá E1 Salvador gegnir for- mennsku I þeirrí nefnd, er fæst við alþjóðareglur á hafinu — almennt séð. Hann tók i sama streng og bætti við, að þegar hefði tekizt að samræma og um leið fækka þeim fjölmörgu tillögum, sem fram komu á fundi Hafréttarráðstefnunnar I Caracas I fyrrasumar. ir fyrir einstaklinga og hópa — um allan heim Ferðamiöstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.